Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 7. júnl 1973. hana aö hún megi ekki taka þetta nærri sér. — Hún fer til systur minnar á morgun, og verður hjá henni um tima. Ég átti aö taka hana að mér fyrir löngu. Ég á alveg eins mikla sök á þessu og hver annar. Nú verður bezt að þú fáir frið, Sherida. Frið? hugsaði hún þegar hann gekk út. En nú hafði hún einmitt öölazt frið. 35. Um nóttina kom þokan hægt og stillt og lagöist eins og grátt, þvalt ullarteppi yfir allt umhverfi Bastions. Allar útlinur lands- langsins voru horfnar, og það eina sem bar lifinu vitni voru skrækir mávanna úti á sjónum. Inni i húsinu riktu hins vegar miklar annir. Sherida lá i rúmi sinu, og af ýmsum, hljóðum, sem henni bárust, fékk hún nokkuð ráöiö i hvað fram fór á neðri hæöinni. Bifreið kom aö aðal- dyrunum og fór næstum samstundis. Það var náttúrlega Kristin að leggja af stað til Exeter. Hún haföi þá ekki haft kjark til þess aö kveöja hana, en hún hafði heldur ekki búizt við þvi. Aftur urgaði bilmótor. Það var Mallory að fara á heima- varnarfund. Tiu mínútum seinna heyrði hún i enn einni bifreiöinni, Simon snaraðist inn og heilsaði henni glaðlega. — Þú verður að taka það rólega i dag, en á morgun máttu fara á fætur, og út, ef veðrið verður gott. Hann horfði fast á hana. — Hefurðu nokkurt hugboð um hvernig þetta vildi til? — Já, svaraði hún stillilega. — En það er mitt mál, ekki satt? — Auðvitaö, svaraði hann og kinkaði kolli. Hún gat séð á honum að hann mundi hafa iagt saman tvo og tvo. — Ég heyri sagt að Kristin sé farin til fööursystur sinnar? — Já, hún var ekki góð á taugum.Majorinn leit þvi svo á, að hún mundi hafa gott af loftslagsbreytingu. Meö haustinu fer hún svo i heimavistarskóla. — Þangaö hefði hún átt að vera farin fyrir löngu , sagði hann um leið og hann tróð i pipu sina. — Majórinn ætlar i herinn, og þú sömuleiðis kannski? — Já, það verður tómlegt hér á Bastions. — Það þýöir það, að Jana verður hér ein sin liðs með frú StAubyn, sagöi hann ekki sem stillilegast. — Þaö verður talsvert einmanalegt fyrir hana. — Þú getur reitt þig á, að ég hef leitt hugann að þessu, en einhver ' verður að vera hér eftir vegna Leu. — En það ætti sizt af öllum aö vera Jana, sagði hann — Hún er siðasta manneskjan, sem hefur skyldur við Leu. Hefði þaö ekki verið hennar vegna.... Hann lauk ekki setningunni en starði i þungum þönkum út i þokuhagið. Þetta þarf aö lagast, sagði hann um siðir. — Þessi fjandans þoka verður til aö seinka mér. Jæja þá, Sherida, ég kem á morgun. Vertu sæl. Billinn hóstaði litillega fyrst, en svo hvarf hann út i þokuna og þögnina. Sherida sofnaöi, og vaknaði ekki fyrr en Mallory kom heim i miðdagsmatinn. Hún heyrði til hans i stiganum og von- aði að hann liti inn til sin. Jú, hann bankaði og gekk inn i her- bergiö. — Hvernig gengur það? Hefur Simon verið hér? — Já, ég má fara á fætur á morgun. Var ekki hræðilegt að aka i þessari þoku? — Jú, ég sá ekki handaskil. En á vissan hátt likar mér þokan vel, hún er... t herrans nafni, hvað gengur á? Ógurlegur hávaði heyrðist úti á tröppunum. Nú heyrðu þau hróp skelfingar og ótta. — Pabbi, pabbi, komdu alveg undir eins. — Það er Jana. Hvað getur þetta verið? Sherida brölti út úr rúminu og snaraði sér i morgunslopp. Hún var nú ekki sterkari en það, að hún varð aö gripa i rúmstöðulinn. Neðan við stigann stóð Jana æst og stamandi — Það er Lea..Ég veit ekkert hvaö er orðið af henni. Hún sat i viðhafnarstofunni fyrir háifri kiukkustund, en nú get ég hvergi fundið hana. Dyrnar út á svalirnar standa upp á gátt. — Dyrnar út á svalirnar? Mallory tók tröppurnar i fáum skrefum. — En hún hlýtur þó að vera einshversstaðar i húsinu, hún getur ekki hafa farið út i garðinn i þessari blind- þreifandi þoku. — Hún er úti, hvislaði Jana, um leið og hún tók utan um Sheridu, sem var að velta um koll eftir að hafa gengið niður stigann. — Þú hefðir nú átt að vera kyrr i rúminu. Faröu i þennan jakka svo þér veröi ekki kalt. Hún lagði jakka Mallorys yfir herðarnar á henni og ýtti henni gætilega inn i sófann. — Sittu hérna á meðan ég geng út með pabba. Eldhússtúlkan og garðyrkju- maðurinn snérust i hringi eins og flóttalegar vofur i þokunni, en engin spor sáust eftir Leu. Nú hljóp Mallory út á veginn, sem lá út á Höfðann. — Hér eru hjólspor, Jana, hún hefur verið hér nýlega. Lea, hvar ertu! — Það kom ekkert svar. Jana gekk á eftir pabba sinum ut i gegnum garðshliðið og út á naktan Höfðann. Þokan stóö sem veggur framundan þeim. Mallory tók undir handlegginn á Jönu. — 1 guðanna bænum, farðu varlega, Jana. Vertu fyrir aftan mig, hér þekki ég hvert fótmál. Hér eru hjólsporin aftur. Lea, hvar ertu! Skrækur más var eina svarið, en utan frá sjónum, undir^ þoku- hafinu, heyröist ekkert hljóð. Þau störðu inn. i þokuna og fikruðu sig áfram skref fyrir skref. Jana þekkti hvern stein á Höfðanum, en þennan óhugnanlega heim sem hún sá nú þekkti hún ekki. — Biddu hér, sagði Mallory skarpt. —-Við erum ekki nema einn metra frá brúninni. Lea, segðu okkur hvar þú ert! Hér er lifshætta að vera i þoku. Allt i einu heyrðu þau báruskvamp i fjörunni lengst fyrir neðan, og veikur vindsveipur fór um Höföann. Mallory greip i Jönu allfast. — Stattu hér kyrr, það er ofurlitiö hægt að sjá núna, hvislaði hann. Þau stóðu aðeins einn metra frá brúninni. Nú sáu þau greinilega hjólsporin, sem komu skarpt fram i finum sandinum. Sporin lágu út á brúnina, og þar hurfu þau. Jana hrökk afturábak með hálfkæfðu ópi. Mallory snéri sér ' að garðyrkjumanninum, sem þarna var kominn aö: — Viö KS göngum til baka og förum stiginn Kx niður i fjöruna. Farðu heim, SS Jana, og hringdu i Simon. Viö SS verðum ekki lengi, sagði hann SS} stillilega. w Hann bað hana ekki að S* undirbúa neitt heima, ýtti henni aöeins frá brúninni Hún gekk sSs hægt heim að húsinu, og fann sSS Sheridu á sófa i viöhafnarstof- unni. -----Þeir — — feir eru farnir niður i fjöruna til þesss að sækja hana, sagði Jana lágt. Hún ók stólnum nK út af brúninni. Nú hringi ég i Simon — en hann hefur sjálfsagt ekkert hingað að gera i þetta sinn. NN Sherida rétti fram höndina 5» þegar hún gekk framhjá. Hönd Jönu var jökulköld, en röddin var alveg eðlileg, þegar Simon kom i simann. — Hér hefur orðið slys, það er Lea. Geturðu komið strax. Hún fór á hjólastólnum fram af Höfðanum....Hún var úti i garðinum að fá sér friskt loft, en hefur svo villzt i þokunni. Jú, ég er vel frisk. En flýttu þér nú. Hún kom svo aftur til Sheridu meö hinn sama, óútreiknanlega blæ i augunum. — Hann kemur strax. Farðu nú upp og leggðu þig, þú getur ekkert gert hvort sem er. — Það er sjálfsagt réttast fyrir mig, hér er ég bara fyrir. En blessuð kallaðu til min, ef ég gæti eitthvað gert til hjálpar. Hún gekk upp i herbergið sitt og staðnæmdist út við gluggann. Það var ofurlitill súgur i loftinu, hún heyrði vel ölduniðinn neðan frá sjónum, það var eins og einhver risahönd heföi kippt burt teppinu, sem legið hafði yfir Bastions. Nú 1418 Lárétt 1) Land.- 6) Strákur,- 7) Lim.- 9) Miskunn. -11) Stafur,- 12) Baul.- 13) Kraftur,- 15) Svig.- 16) Fiska.- 18) Atvinnuvegur.- Lóðrétt 1) Marraði.- 2) Fugl.- 3) Þófi.- 4) Oasi.- 5) Ríkur,- 8) Rölt.- 10) Tunnu.- 14) Happ.- 15) Þvottur,- 17) Trali.- Ráðning á gátu Nr. 1417 Lárétt 1) Albania.-6) Ata,- 7) Ell.- 9) MaL- 11) Re,-12) Te.-13) ísa.- 15) VII.- 16) Nóa.- 18) Andorra,- Lóðrétt 1) Amerika.- 2) Bál.- 3) At.- 4) Nam,- 5) Afleita.- 8) Les,- 10) Ati,- 14) And,- 15) Var.- 17) ÓO,- ■ ! : w iu m — 1 I I Þá það, Kenoma, en þeir að stoðuðu okkur við að ná i / Daiv / / Þá er eituriyfjamálinu ’iokið, og prindi okkar á ! Medusa er lokið. Nýtt ævin 'týri hefst á morgun Cyja Dreka, Eden, þar / sem öll dýr lifa saman ;?v i friði. Nú kemur ‘ msbóndi þeirra til þeirra. ’ . „ , ■ ...^ . . f «pi!riÉZ "W1 IRl' ! i I lilt ItH l 1 § i FIMMTUDAGUR 7. júní 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristin Sveinbjörns- dóttir heldur áfram að lesa söguna af „Kötu og Pétri” eftir Thomas Michael (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liöa. Morgunpopp kl. 10.25: Hljómsveitin Traffic syngur og leikur og Neil Young syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni .Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Páfinn situr enn i Róm” eftir Jón óskar.Höfundur les (9). 15.00 Miödegistónleikar: Georges Octors og Jenny Solheid leika Sónötu fyrir fiðlu og pianó eftir Guill- aume Lekeu. Jascha Silber- stein og Suisse Romande hljómsveitin leika Fantasiu fyrir selló og hljómsveit eft- ir Jules Massenet, Richard Bonynge stjórnar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál.Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.25 Landslag og leiöicBerg- sveinn Skúlason flytur siö- ara erindi sitt um Múla- sveit. 19.50 Samleikur og einleikur i útvarpssal. Asdis Stross fiðluleikari og Agnes Löve pianóleikari leika tónlist eftir Hindemith. a. Sónata i Es-dúr op. 11 nr. 1 fyrir fiðlu og pianó. b. Sónata nr. 2 fyr- ir pianó. 20.20 Leikrit: „Ævintýri I Miinchen” eftir Ludvik Askenazy.Þýðandi: Asthild- ur Egilson Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. Persónur og leikendur: Stúlkan: Ingunn Jensdóttir. Lög- reglumaður: Jón Sigur- björnsson 21.00 Sænsk tónlisla. Margot Rödin syngur lög eftir Hugo Alfvén. Jan Eyron leikur á pianó. b. Trió nr. 1 i Es-dúr eftir Franz Berwald. Ber- wald-trióið leikur. 21.40 Ljóð eftir Sigriði Einars frá Munaðarnesi Guðrún Guöjónsdóttir flytur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir, Reykja- víkurpistill i umsjá Páls Heiðars Jónssonar. 22.45 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guö- mundar jónssonar pianó- leikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. BILALEIGA CAR RENTAL ® 21190 21188

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.