Tíminn - 22.06.1973, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Föstudagur 22. júni 1973.
Fjármálaráðuneytið
20. júni 1973.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir
maimánuð 1973, hafi hann ekki verið
greiddur i siðasta lagi 25. þ.m.
Dráttarvextir eru 1 1/2% fyrir hvern
byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var
15. júni s.l., og verða innheimtir frá og
með 26. þ.m.
I
'.\y.
\
>u>
r rs ,
i 'f
' v'
Sérfræðingsstaðc
Staða sérfræðings við Lyflækningadeild
Borgarspitalans er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. september n.k.
Sérmenntun i meltingarsjúkdómum er
æskileg.
Umsókn, ásamt upplýsingum um
námsferil og störf, sendist
Heilbrigðismálaráði Reykjavikur-
borgar fyrir 1. ágúst n.k.
¥
k
ítv
h
W
s
I
m
y-'
v>>
Reykjavik, 20. ágúst 1973.
Heilbrigðismálaráð
Reykjavikurborgar
•:>y
■i
&
1> .
RAFMAGNS-
BENZIN-
GAS-
DIESEL-
TMC
GAFFAL
LYFTARAR
frá Japan.
TMC-verksmiöjurnar hafa aldrei haft eins mikiö aö gera og nú.
Vegna þess má reikna meö nokkrum afgreiöslutöfum. Ef þér
viljiö fá gaffallyftara fyrir næstu áramót, er vissara aö panta
strax. — Þaö er ekki eftir neinu aö blöa, þvl einnig má búast viö
hækkunum. — Ennþá er sama lága veröiö.
Kjölur s.f. Keflavik — Simar 2121 og 2041.
Litil svargrein
Svar við grein þinni Skúli
Skúlason, 29. mai. Ég er þér sam-
mála viðvikjandi nafninu á grein
minni. Hún gat heitið ýmsum öör-
um nöfnum, svo er einnig um
grein þina: Sigfús Steindórs og
minkurinn. Hún hefði vel getað
heitið Bólu-Hjálmar og fugla-
söngurinn, og hefði það veriö
skáldlegra. Þú hefðir þurft aö
hugsa þig betur um og lesa mina
grein betur, þá hefðu rangfærsl-
urnar kannski orðið færri.
Ég neita þvi harðlega, aö Dag-
rún Kristjánsdóttir hafi skotiö
upp kollinum i grein minni. Mér
finnst alveg.óþarfi að draga hana
inn i deilu okkar um minkinn, sú
mikilhæfa og umdeilda kona hef-
ur nóg á sinni mjólkurkönnu án
þess. Mér finnst að þú ættir að
biðja hana afsökunar og gefa
henni minkapels. Hún myndi
sóma sér vel i honum. Þá kem ég
að minni Dagrúnu og feðra hana
ekki, en eins og ég sagði i grein
minni er hún falleg kona. bað
myndi þér finnast, ef þú fengir að
sjá hana.
Þá er þaö Bjargráðasjóöur Is-
lands. Ég sagði ekki, að minkabú-
in hefðu fengiö lán úr Bjargráöa-
sjóði. Orðrétt stendur i grein
minni: og þarf meiri en litinn
klaufaskap til að skilja það ekki
rétt: „Mér þætti þaö ekki ótrúlegt
eftir það, sem á undan er gengið,
aö minkamennirnir fengju lán úr
Bjargráöasjóöi Islands, ef læð-
urnar létu eöa önnur skakkaföll
kæmu fyrir á búunum, svo að þeir
gætu haldiö þessum ósóma
áfram.”
bá kem ég að vitamininu, þessu
sem fór i kálfana. Mér dettur i
hug, að ein sprauta af þvi myndi
gera þér gott. Nei, Skúli, þaö er
ekki gert of mikið úr getu villi-
minksins til eyðingar á náttúru
landsins. I Timanum þriðjudag-
inn 22. mai er sagt frá villimink i
æðarvarpinu á Bessastöðum. Þar
er mynd af Sveini Einarssyni,
veiöistjóra, þar sem hann heldur
á dauðum mink og nokkrar dauð-
ar æöarkollur sjást þar einnig.
Það er nóg umræðuefni i sveit-
inni þó aldrei væri minnzt á mink-
inn. Þaö er gert af illri nauðsyn. 1
minni sveit, Lýtingsstaðahreppi,
hefur villiminkurinn drepið tugi
hænsna árlega, þó eru hér góöir
minkaveiöimenn.
Skúli Skúlason, Kópavogi, þú
gerist allsherjar ambassador og
svarar fyrir alla, sem þér finnst
sneitt að i grein minni. Þú telur
stórlaxana hafa strangan vinnu-
dag. Ég spyr, hvar fer sú vinna
fram, máski á börum veitinga-
húsanna hérlendis og erlendis?
Þá eru þaö ráðunautarnir. bað
er ekki stórt orð lengur að vera
sigldur. Ég skal upplýsa þig um
það, Skúli, að Bólu-Hjálmar er
fæddur i Eyjafiröi, en aftur á móti
er Stefán G. fæddur i Skagafiröi.
Svo verður þetta ekki meira.
Læt þetta duga, nema þú haldir
áfram að skeiða með vixlsporum.
Sigfús Steindórs,
Steintúni.
■H
Spánartogarar
„Vegna efnis og vinnusvika,
sem upp hafa komið i b/v
Bjarna Benediktssyni, sem
nýsmiðaður ér á Spáni, er
eftirfarandi spurningu beint
til nefndar þeirrar, sem sá um
smiði Spánartogaranna:
1.1 hverju hefur starf þeirra
tslendinga verið fólgið, sem
starfaðhafa sem eftirlitsmenn
viö smiöi togaranna og stað-
settir hafa verið á Spáni með
skipasmiðastöð togaranna
sem vinnustað sinn allt frá þvi
aö smiði togaranna hófst?
2. Hafa fyrrnefndir eftirlits-
menn staðið vel i stöðu sinni
aö mati nefndarinnar, og ef
svo er hverjar eru þá orsakir
mistakanna að dómi nefndar-
innar?”
Hjalti J. Þorgrlmsson
Goðheimum 10
Sveinn Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri, svarar:
„Smiðalýsingin á skut-
togurunum fjórum, sem samið
var um smiði á , á Spáni
haustið 1970, var gerð eftir
rækilegan undirbúning. Var
smiðalýsingin samin aö mestu
eftir nýjustu smiðalýsingum
og teikningum þýzkra skut-
togara að stærð 1000-1200
brúttó smálestir, eins og þær
voru haustið 1970, en siðan
hafa oröið þar á nokkrar
breytingar.
Stærð þessara togara er um
940-960 brúttó smálestir, hvers
um sig, eftir nýju mælingunni,
en myndi hafa verið um 1420
brúttó smálestir eftir gömlu
mælingunni. Kaupverð hvers
þessara togara hefur verið
áætlað um kr. 190.000.000.-.
1 nefndinni, sem endanlega
gekk frá smiðalýsingunni og
samdi um kaupin með milli-
. göngu þáverandi fram-
kvæmdastjóra Sambands
spænskra skipasmiðastöðva
(Construnaves), E. Silvela, og
fulltrúa skipasmiðastöðvar-
innar Astilleros Luzuriaga
S.A. I Pasajes við San
Sebastian á Spáni, voru:
Sveinn Benediktsson, formað-
ur, Jón Axel Pétursson, Guö-
mundur B. Ólafsson, Þor-
steinn Arnalds og togaraskip-
stjórarnir Sæmundur Auðuns-
son og Vilhelm Þorsteinsson.
Tæknilegur ráðunautur
nefndarinnar var Pétur
Gunnarsson, vélstjóri, sem
kom i stað Erlings Þorkels-
sonar, vélfræðings, sem tekið
hafði þátt i að undirbúa
smiðalýsinguna, en var for-
fallaður haustið 1970 vegna
veikinda.
Aður en gengið var endan-
lega frá teikningum að gerð
skipanna var haft samráð við
Hjálmar Bárðarson, siglinga-
málastjóra, sem geröi
breytingatillögur á lin-
um smiöateikningar þeirrar,
er Spánverjar höfðu gert af
skipunum og lagði til, að likan
af skipunum yrði „tankpróf-
að” af dönsku tilraunastöðinni
Hya Laboratorium i Lyngby.
Var endanlega gengið frá
teikningu af skrokk skipanna
skv. niðurstöðu þeirrar stofn-
unar.
Þykkt á stálplötum byrðings
skipanna er meiri og bönd eru
þéttari en i nokkrum öðrum is-
lenzkum skipum, vegna hættu,
sem vera kann á isreki i fiski-
miöum. Ber öllum saman um
að skipin séu hin beztu sjóskip.
Byrjaö var á smiði skipanna
sumarið 1971. Af hálfu
Samninganefndar um smiði
skuttogara voru þeir ráðnir til
að hafa eftirlit með smiðinni
Erlingur Þorkelsson, vél-
fræðingur, sem mun hafa
meiri reynslu sem eftirlits-
maður með togarasmiði en
nokkur annar Islendingur og
Alfreið Júliusson, vélstjóri,
sem veriö hafði 1. vélstjóri á
togurum Bæjarútgerðar
Reykjavikur og siðar unnið
sem vélaeftirlitsmaður hjá
Bæjarútgerð Reykjavikur i
mörg ár. Hafa þessir eftirlits-
menn dvalizt á Spáni við eftir-
litið siðan sumarið 1971 með
litlum frátöfum.
Ennfremur var ákveðið að
skipin skyldu flokkuð sam-
kvæmt reglum þeim, sem
II lHil"ill 1
V æ IQl in '■
krafizt er af Llyod’s Register
of Shipping i London og undir
eftirliti fulltrúa þess á Norður-
Spáni.
Nokkrar breytingar hafa
verið gerðar á búnaði skip-
anna á smiðatimanum vegna
örrar þróunar á útbúnaöi
skuttogara frá þvi smiði hófst.
Um þessar breytingar var
m.a. haft samráð við togara-
skipstjórana Sigurjón Stefáns-
son og Halldór Halldórsson.
Þegar afhending b/v Bjarna
Benediktssonar RE 210 fór
fram á Spáni, var úttekt á
skipinu samþykkt af fulltrúa
Lloyd’s Register of Shipping á
Norður-Spáni, Börge Rasmus-
seadansks verkfræðings, sem
fylgzt hafði með byggingunni.
Ennfremur af fulltrúa
Islenzku siglingamálastofnun-
arinnar, svo og af islenzku
eftirlitsmönnunum og skip-
stjóra skipsins.
Spánskur ábyrgðarvélstjóri
fylgdi skipinu til Islands og
ber skipasmiðastöðin skv.
smiðasamningnum ábyrgð á
öllum göllum þess og frá-
gangi, sem I ljós koma innan 6
mánaða frá þvi afhending fór
fram á Spáni.
önnur aðalvél b/v Bjarna
Benediktssonar bilaði á leið
skipsins til íslands um miðjan
janúar s.l. Hafði siglingin frá
Spáni tekið tæpa 5 sólar-
hringa. Var gert við þá bilun
eftir komu skipsins og farið i
reynsluferð eftir viðgerðina
Framhald á bls. 19
Þeir sem hafa spurningar
fram að færa, hringi I slma
18300 kl. 2-3 mánudaga til
föstudaga. Nafn og heimilis-
fang þarf að fylgja spurning-
unum.
(1 sumum tilfellúm reynist
ekki unnt að afla svara við
spurningum og er fólk beðið aö
taka tillit til þess, að leitast er
við eftir megni að fá viðkom-
andi aðila til að leysa úr þvi,
sem spurt er um.
máhúngt