Tíminn - 22.06.1973, Side 7

Tíminn - 22.06.1973, Side 7
Föstudagur 22, júnl 1973, TÍMINN 7 Nýju landgræðsluvélinni lagt vegna fjárskorts — en ótæmandi verkefni bíða MMMMSabdlMlbiaMbtllMaCMlbdMSilMSdMMMUSilSdMM T rúlof unarhringar Fjölbreytt úrval af gjafavörum úr gulli, silfri, pletti, tini o.fl. önnumst viðgerðir á skartgripum. Sendum gegn póstkröfu. Gullsmíðaverkstæði ólafs G. Jósefssonar Óðinsgötu 7 (Rafhahúsinu) ( Sími 20032 Páll Sveinsson dreifði 600 tonnum af fræi og áburði á tólf dögum. Notk- un flugvélarinnar nýju hefur nú stöðvazt vegna þess að fé vantar til áburðarkaupa. Tlmamynd Röbert SJ—Reykjavik. Fjármál hafa á siðustu dögum verið mikið áhyggju- og umræðuefni þeirra, sem annt er um störf Land- græðslunnar. Tæki til að stórauka framkvæmdir hennar eru fyrir hendi, þ.e.a.s. fyrst og frest nýja flugvélin Páll Sveinsson, sem Flugfélag Islands gaf Land- græðslu rikisins fyrir skömmu Og með þaö i huga er uggvænleg sú þróun að Landgræðslan skuli i raun hafa minni fjárráð á þessu ári heldur en i fyrra. A fjárlögum fyrir árið 1973 var gert ráð fyrir 50% hækkun fjár- veitingar til Landgræðslu rikisins frá árinu ’72. Átti fjárveitingin að verða 36 milljónir (24 milljónir 1972), en siðan var ákveðið aö 15% færu til Viðlagasjóðs, þannig að i rauninni verður hún 31 millj- ón. Gifurlegar verðhækkanir hafa orðið á aðalútgjaldaliðum Landgræðslunnar, þ.e.a.s. áburði, fræi og girðingarefni, sem i flestum tilfellum eru um 40%. Til dæmis má nefna, að þær tvær aðaltegundir af áburði, sem landgræðslan notar , hafa hækkað önnur um 35% hin um 43% frá þvi i fyrra. Páli Sveirissyni var flogið I tólf daga. Frá Gunnarsholti var flogið i fimm daga og dreift fræi og áburði á ógróið land á Suðurlandi fyrst og fremst. 1 þrjá daga var flogið frá Reykjavikurflugvelli og dreift á Þorlákshafnarsanda, Þingvallasveit og borið á i sandgræðslugirðingunni á Reykjanesskaga. Frá Aðaldal var flogið i tvo daga og dreift i sandgræðslugirðingar i báðum Þingeyjarsýslum, á Mývatns- öræfi og nokkrum vélarförmum i tilraunaskyni i Eyjafirði. Páll Sveinsson er nú kominn suður aftur og er nú i Gunnars- holti. Siðan varð langt hlé á notk- un vélarinnar meðan verið var að afla áburðar. Lögðu bændur i Flóa, á Skeiðum og i Fljótshl. til fé til áburðarkaupanna, en siðan, 19. og 20. júni var dreift áburöi og fræi á Flóa- og Skeiðamannafrétt, og i Fljótshliðarheiðar. Þar með er áburðarflugi með Páli Sveinssyni að öllum likindum lokið á þessu sumri. 16 milljónir vantar Nýja flugvélin reyndist i alla staði vel, að sögn landgræðslu- stjóra, Sveins Runólfssonar. Greinilegt er, að hún hentar mjög vel til áburðardreifingar á litt gróin lönd, svo og til sáningar á grasfræi og áburði á stór samfelld uppgræðslusvæði. Sérstaklega vill landgræðslu- stjóri færa atvinnuflugmönnum þakkir fyrir að fljúga vélinni endurgjaldslaust, meðan unnið var að áðurnefndum verkefnum. Hafa einir 10-12 flugmenn þegar innt af hendi slikt sjálfboðastarf. Ef Landgræðslan hefði haft um 15 milljónir króna fjárveitingu til viðb. á árinu hefði verið unnt að nýta flugvélina hæfilega allt sumarið. Þau 600 tonn af fræi og áburði, sem dreift var, kostuðu 8 milljónir króna. Og æskilegt er talið, að dreift hefði verið 1200 tonnum til viðbótar, sem hefðu kostað 16 milljónir. En þær vantar. Eins og málin standa nú verður ÚÖKSW' ‘ '■ ■ 1 11 Til sölu ||| 11 V • ■ II : ::w: m - i Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu. ? SUMARDEKK — SNJÓDEKK í Ýmsar stærðir ó fólksbíla ó mjög hagstæðu !V .k- H||j % verði. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. —J j § Sendum um allt land gegn póstkröfu. DADHIRIII || BMHvIIINf. ■ ^IÉÉÍ^/Jpl ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK. i £ nýjuflugvélinni lagt til næsta vors eða sumars komi ekki til aukin fjárveiting einhvers staðar aö. Áratugaverk að græða upp- blásturssvæði i byggð, hvað þá í óbyggðum Viö spuröum landgræðslustjóra hvort mörg verkefni biðu skjótr- ar úrlausnar. — Jú, það eru mörg svæði, sem mikil nauðsyn er á að bera á og sá I. Við leggjum megináherzlu á að reyna að græða upp þau örfoka svæði og uppblásturssvæði, sem enn eru i byggð. En verði fram- kvæmdir auknar tekur þaö okkur tugi ára að græða upp þessi svæöi. — Hvar eru þau einkum? — Akaflega viða á Suðurlandi, Reykjanesi og sandarnir meðfram allri suðurströndinni. — Er hætta á að einhverjir bæir eöa byggðir fari i eyði af völdum uppblásturs? — Ekki vil ég fullyrða það. En enginn vafi leikur á, að ýmsir staðir væru löngu farnir i eyði, heföu aðgerðir Landgræöslunnar ekki komið til, svo sem i Þorlákshöfn, Vik i Mýrdal og Landeyjum. Að sjálfsögðu er lögð megináherzla á að fyrirbyggja slikt. Vegna mikils i varplöndum við Mývatn að undanförnu hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákveðið — i samráði við landeigendur — að framvegis verði öll umferð utan þjóð- vegar á svæðinu frá Geirastöðum að Grimsstöðum — milli Mývatns og Sands- vatns — bönnuð óviðkomandi aðilum, án leiðsagnar landeigenda eða eftirlits- manns, frá dagsetningu þessarar aug- lýsingar til 31. júli i ár að telja. Þá skal einnig á það bent, að óheimilt er að tjalda á vissum svæðum við vatnið eftir nánari merkingu. Merkt tjaldstæði verða i sumar við Reykjahlið og nálægt barna- skólanum á Skútustöðum. Mývatnssveit, 19. júni 1973, Oddviti Skútustaðahrepps. Gubjóiv STYRKÁRSSOiV hæstaréttarlögmadur Aöalstræti 9 — Simi 1-83-54 Reykjavík

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.