Tíminn - 22.06.1973, Page 11

Tíminn - 22.06.1973, Page 11
Föstudagur 22. júni 1973. TÍMINN n Litil mengun ... 9 i Pollinum BOTNSÝNI, sem tekin voru veturinn 1972 á fimmtiu stöð- um i Akureyrarpolli með tvö hundruð metra millibili, hafa leitt i ljós, að þar er mikið og fjölbreytilegt botnlif, miðað við önnur slík botnsvæði, er könnuð hafa verið hérlendis, og fátt, scm bendir til veru- legrar mengunar, þótt nokkrir staðir við vesturlandið sýni ótviræð inengunaráhrif, svo að sumum tegundum hefur fjölgað á kostnað annarra. Það er náttúrugripasafnið á Akureyri, sem hefur skipulagt þessar rannsóknir og haft um- sjón með þeim, en nemendur úr náttúrufræðideild Há skólans tóku sýnin og unnu úr þeim við leiðsögn kennara sinna, Arnþórs Garðarssonar og Agnars Ingólfssonar. Akur- eyrarbær hefur staðið straum af kostnaðinum. Hvert sýni tók yfir flöt, sem var fimmtán sentimetrar á hvorn veg, og á botni þess hluta Pollsins, þar sem dýpi var niu metrar eða meira, reyndust 17,3 tegundir dýra að meðaltali i hverju sýni, en 8,6, þar sem grynnra var. Er dýralifið mikíu auðugra, þar sem er dýpra, og var þyngdar- munur dýranna meiri en svar- ar til mismunarins á tegunda- fjölda. Þessi athugun náði þó aðeins til dýra, sem hægt var að sia úr leðjunni með neti, sem hafði hálfs annars milli- metra möskvavidd. Alls voru nafngreindar um sextiu tegundir dýra úr sýnun- um, þrettán tegundir krabba- dýra, þrettán tegundir skel- dýra, þrjár tegundir skráp- dýra og þrjátiu og fjórar tegundir burstaorma, auk nokkurra annarra ormateg- unda. Langmest var um burstaorma i öllum sýnum, en um þyngdina höfðu skeldýrin vinninginn. Tvær skeljategundir eru al- gengastar I Akureyrarpolli, hallloka og gljáhnytla, og eru um sjö hundruð gljáhnytlur og hundrað halllokuraðmeðal- tali á fermetra, en einnig eru hrukkubúlda og kolkuskel all- tiðar. Af kröbbum er marfló algengust, og trjónukrabbar fundust i fjórða hverju sýni. •’ramleiðslusamvinnufélag | rafvirkja Samvirki | annast allar aimennar raf .iagnir «g viðgerðir. Upplýsingar i Barmahliö 4 , kl. 17-19 i sima 15460. TIMINN ER TROMP Waikabout Leikstjóri: Nicolas G. Koeg Aströlsk mynd Þetta er hrifandi mynd i mörgu tilliti, og hefði verið miklu betri, ef dauðeiðinleg, hávaðasöm og tilfinningvelluleg tónlist John . Barry hefði verið sleppt. Þetta er fyrsta myndin, sem hér hefur verið sýnd, sem tekin er i Astraliu, ef frá eru taldar fræðslumyndir um fugla og dýralif. Að visu leggur Roeg nokkra áherzlu á sérkennilegt náttúrulif álfunnar, en einnig þær himinhrópandi andstæður, sem eru i borgunum og úti á auðnun- um, þar sem enn lifa örfáar fjöl- skyldur frumbyggjanna. Liðin er sú tið að hvitir menn fari á skytt- eri til að drepa svertingjana, en með gengdarlausu drápi á veiði- dýrum þeirra, segir það sig sjálft að hungurdauðinn biður þeirra. Þessi mynd „Walkabout” segir frá ungum systkinum, sem villast i auðninni, eftir að faðir þeirra hefur reynt að drepa þau og fremur hann siðan sjálfsmorð á eftir og eyðileggur bilinn, sem þau voru i. Þeirra biða miklar hættur og bráður dauði en frum- byggjaunglingur, sem samkvæmt ævafornri venju flokks sins fer einn sins liðs um auðnina og aflar sér matar sjálfur, bjargar þeim. Það er liður i uppeldi Aborigena, eða frumbyggja — að fyrr en unglingurinn hefur sýnt aö hann geti lifað af gæðum landsins og verið einn, er hann ekki tekinn i tölu fullorðinna. Hann fer með þau til byggða og þar skilst hann Roeg og frumbyggjadrengurinn af David Gumpilil. Þau endurspegla sina menningu jafn- vel og hann sina, stúlkan hugsar um að þau séu hrein og þokkalég, þvi að enginn á að fá misjafnar hugmyndir um þau. Hún talar ensku við frumbyggjapiltinn, eins og sjálfsagt sé að hann skilji það. Að lokum er það hann, sem mælir eitt orð i ensku en þau ekkert i tungu hans. Handrit Edwards Bond er afar vel samið, sleppt öllum aukaatriðum og útúrdúr- um. Litli drengurinn kemur mjög á óvart með skarpskyggni sinni og skilningi. Ég þef þvi miður ekki lesið bók J.V. Marshall, og veit þvi ekki hvort dans og dauði frumbyggjapiltsins bér að tákna annað en ástarhug til stúlkunnar, en einhvern veginn get ég ekki sætt mig við dauða hans i myndarlok. En allt um það er þetta sérkennilega falleg mynd, ef sparlegar hefði verið fariðmeð notkun aðdráttarlinsu og þjóðleg tónlist verið notuð i staðinn fyrir væmna tónlist, þá hefði myndin orðið frábær. Roeg tekst betur næst og við hlökkum til að sjá unga Roeg eftir frammistöðu hans i þessari mynd. Kvenna- skólinn ó Blönduósi starfar tviskipt næsta vetur. Fyrra nám- skeið október-desember, siðara námskeið janúar-mai. Ilússtjörnargreinar. Valgrcinar: vclritun og bókfærsla. Sendið skrifiegar umsóknir, skrifið eftir upplýsingum. Upplýsingar gefur skólastjóri simi 95-4239. við þau. Sá þáttur myndarinnar verkar ósamfærandi á áhorfand- ann, þar sem frumbyggjadreng- urinn er svo fullur af hreysti og heilbrigðri lifsgleði. Hann ljómar af sælu, þegar hann veiöir og er algjör andstæða fyrsta hvita mannsins, sem þau hitta eftir hrakningana, sem hugsar fyrst og fremst um hinn heilaga eignar- rétt. Roeg leggur mikla áherzlu á andstæður lifsviðhorfa beirra tveggja, hvita mannsins og frum- mannsins. Það er ævinlega til fólk, sem veigrar sér við að sjá dýr liflátið, en étur með beztu lyst kjötið af þvi. Roeg bregður upp skemmtilegri mynd af þessu, þegar Aborigenedrengurinn hefur drepið kengúru og hlutar hana i sundur dregur hann sinarnar úr fætinum og ihnýtir fyrir áður en hann steikir kjötið. En á meðan er hvitklæddur kjöt- iðnaðarmaður að rifa innyflin úr hænu, áður en hún er sett I frysti- kistu fyrir vandláta kaupendur. Það er ekki svo mikill munur á frumbyggjunum og innflutta fólk- inu, nema að þeir hvitu drepa af ánægju en hinir af þörf. Systkinin eru afar vel leikin af Jenny Aguitter og Lucien John Hananú tilraunastarf. Landsmenn þekkja árangurinn. Hörpu málning er framleidd eftir innlendri forskrift — þaul- reynd við íslenzkar aðstæður. Hörpu málning fæst hjá málarameisturum og máln- ingarverzlunum um land allt. Látið HÖRPU gefa tóninn. HARPA EINHOLTI 8

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.