Tíminn - 22.06.1973, Síða 15

Tíminn - 22.06.1973, Síða 15
Föstudagur 22. jún! 1973. TÍMINN 15 Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing AAagnúsar Ásgeirssonar ein i klefanum. Gamli maðurinn hefir stigið af við einhverja milli- stöð. Þau höfðu ekki tekið eftir þvi fyrr en nú, en nú ná þau sér lika niðri. Oðru hvoru verða þau að draga andann og lita hvort á annað. En svo kyssast þau áfram, þangað til þau verða þess loksins vör, að lestin hefir hægt á sér, og þau eru i þann veginn að komast á stöðina i Ducherov. „Hugsaðu þér, við erum bara komin,” segja þau bæði. „Þetta gekk bara alltof fljótt.” Pinneberg gerist dularfullur. Pússer glimir viö gátur. „Ég hefi pantað bil”, segir Pinneberg. Það er eitthvert óvenjulegt fum á honum. „Það væri allt of langt fyrir þig að ganga alla þessa leið þarna út eft- ir”. „Bil! Og við, sem ætluðum allt- af að spara! Heima i Platz vorum við þó á hlaupum i tvo tima á sunnudaginn var.” „Já, en þú gleymir dótinu þinu”. „Það hefðum við nú alltaf getað látið einhvern burðarkarlinn flytja heim til okkar. Eða þá ein- hvern úr verzluninni þinni. Þið hljótið að hafa verkamenn----- __>» „Nei, nei, það er alveg ómögu legt, þá er alveg eins og---”. „Jæja þá,” segir Pússer þægðarlega, „hafðu það eins og þú vilt.” Þau eru að stiga niður úr vagninum. „Heyrðu”, segir hann, og það er sama fumið á honum og áður. „Við þurfum nú ekki endi- lega að hampa þvi framan i hvern mann, að við séum gift. Við skul- um bara láta sem við séum mál- kunnug”. „Hvað segirðu”, segir Pússer alveg forviða. „Erum við kannske ekki löglega gift, eða hvað?” „Jú, en sjáðu, það er fólksins vegna”, segir hann vand- ræðalega. „Við höfum engin kort sent og engan látið neitt vita. Og þegar fólkið sér okkur allt i einu koma eins og nýgift hjón, gæti það vel tekið það illa upp fyrir okk- ur”. „Það er ofvaxið minum skiln- ingi,” segir Pússer. „Hvernig getur fólk tekið það illa upp fyrir okkur, að við séum gift?” „Það skal ég allt segja þér seinna. Núna get ég það ekki-- —. Ertu með handtöskuna þina? Jæja, þú gerir það fyrir mig, að láta sem við séum ekki alveg ná- kunnug”. Pússer segir ekki fleira, en rennir spurnaraugum skáhallt til Pinnebergs. Hann fer allt i einu að sýna samferðakonu sinni ýtrustu kurteisi, hjálpar henni niður úr vagninum og segir upp- hátt með vandræðalegt bros á vörunum: „Jú, þetta er aðal- brautarstöðin i Ducherov. Það liggur lika hliðarbraut til Max- felde. Hérna eigum við að fara”, segir hann. Og hann skálmar á undan þrep fyrir þrep, svo að Pússer dregst fljótlega aftur úr. Hann er eiginlega full hraðstigur, þegar miðað er við þá tegund af eiginmönnum, sem panta bil handa konunni sinni, til að hlifa henni við þvi að ganga. En þau fara ekki út i gegn um aðalhliðið, heldur mjóar hliðardyr. Þar fyrir utan biður billinn — leyndar- dómsfullur, lokaður bill. „Góðan daginn, Pinneberg. Góðan daginn, ungfrú”, segir bil- stjórinn. Pinneberg segir lágt og hratt: „Augnablik. Viltu ekki setjast inn á meðan? Ég ætla að ráöstafa dótinu”. Og svo er hann á bak og burt. Pússer svipast um á brautar- stöðinni. Eintóm litil tveggja hæða hús eru allt i kring. Það eina, sem er reisulegt, er stöðvar- hótelið. „Verzlar Kleinholz hérna i grendinni?”, spyr hún bilstjór- ann. „Þar sem Pinneberg er á skrif- stofu? Nei, ungfrú, við ökum þar fram hjá bráðum. Kleinholz verzlar hjá aðaltorginu, alveg við hliðina á ráðhúsinu. „Heyrið mig,” segir Pússer. „Gætuð þér ekki tekið vagn- skyggnið niður? Það er svo gott veður i dag”. Bilstjórinn hristir höfuðið. „Pinneberg mæltist eindregið til að billinn væri lokaður. Annars er ég ekki vanur að hafa skyggnið uppi um þetta leyti árs”. „Jæja, fyrst að Pinneberg hefir mælzt til þess--------og Pússer stigur upp i bilinn. Hún sér hann koma. Hann gengur á bak við burðarkarlinn, sem hefir hlaðið koffortinu, rúm- fatapokanum og postulinskassan- um á handvagn. Og af þvi að hún hefir lært það siðustu fimm minúturnar að lita mann sinn nokkuð öðrum augum en fyrr, tekur hún eftir þvi, að hann hefir hægri höndina i buxnavasanum. Það fer honum ekki vel, og hann er heldur aldrei vanur að gera þetta. En núna finnst honum það auðsjáanlega rétt og sjálfsagt, einhverra hluta vegna. „Jæja”, segir hann hátt og óeðlilega, „nú geturðu bráðum horft yfir alla Ducherov i einu. Ducherov er nefnilega ekki nema ein einasta löng gata”. „Já, einmitt”, segir hún. „En þú varst búinn að lofa mér þvi, að segja mér, hvernig fólk gæti farið að þvi, að taka það illa upp, að við hefðum gift okkur.” „Seinna,” segir hann. „Hérna heyrist ekki mannsins mál fyrir skrölti. Hún er ekki á marga fiska götugerðin hér i Ducherov.” „Jæja, þá það,” segir hún og þagnar lika. En aftur tekur hún eftir dálitlu, sem henni kemur undarlega fyrir. Hann hefir holað sér niður alveg úti i horni i biln- um, svo að þótt einhver gægðist sem snöggvast inn i vagninn kæmi hann alls ekki auga á Pinneberg. „Nei, þarna er þá verzlunin!”, segir Pússer og þrýstir andlitinu að rúðunni. „Emil Kleinholz. Korn- og fóður-vörur og tilbúinn áburður. Kartöflur i heildsölu og smásölu--------. Ég kaupi auðvit- að kartöflurnar hjá þér.” „Nei, nei,” segir hann flumósa. „Þetta er gamalt gluggaspjald. Við seljurh ekki kartöflur i smá- sölu lengur.” „Það var leiðinlegt,” segir hún. „Hugsaðu þér, hvað það hefði verið gaman, að ég hefði komið inn ihúðina til þin og keypt af þér tiu pund af kartöflum. Þú getur verið viss um, að ég skyldi ekki hafa verið séríega konuleg fram- an i þig!” „Jú, það er leiðinlegt,” segir Pinneberg, „en það er þvi miður ómögulegt.” Hún sparkar öðrum tábroddin- um nokkrum sinnum þéttingsfast I gólfið, dæsir dálitið frekjulega og þegir siðan, og þau halda áfram. Hún er i þungum þönkum. Eftir stutta þögn spyr hún: „Er vatn hérna lika?” „Hvað þá?,” spyr hann hóg- værlega. „Hvað þá! Til að baða sig, auð- vitað,” segir Pússer óþolinmóð- lega. „Jú, ibúðir með baði eru lika til hérna,” segir hann. Nú vikja þau af aðalgötunni og aka eftir hliðargötu, sem heitir Vallargata. Meðfram henni standa fá hús, öll með görðum i kring. „Nei, hvað hérna er fallegt,” segir hún. Það hýrnar yfir henni aftur. „Sjóðu bara sóleyjarnar! ” Billinn hossast svo að við liggur að hann taki loftköst. „Nú erum við á Grænavegi,” segir hann. „Grænavegi?” „Já, gatan okkar heitir Græni- vegur.” „Það er þá gata! Mér datt ekki annað i hug, en að bilstjórinn væri að villast.” Vinstra megin við veginn er gripagirðing úr gaddavir. Þar eru nokkrar kýr og einn hestur á beit. Hægra megin er völlur, þakinn angandi rauðsmára. „Æ, renndu nú rúðunni niður,” segir hún i bænarrómi. „Við erum alveg komin,” segir hann. 1429 Lárétt 1) Fugl,- 6) Aa,- 7) Hal,- 9) Æð.- 11) öfug röð.- 12) Eins.- 13) Svei.- 15) ól.- 16) Skáspýta.- 18) Máninn,- Lóðrétt 1) Minnst þung.- 2) Nart.- 3) öfug r-öð.- 4) Skjól,- 5) Attin .- 8) Forn. i þolf. 10) Svif.- 14) Burr.- 15) Meiðsli,- 17) Þyngd. Ráðning á gátu Nr. 1428 Lárétt 1) Klungur.- 6) Sál.- 7) Les,- 9) Æli,-11) DI,- 12) Ók,- 13) Inn,- 15) LMN.- 16) Ala.- 18) Magasár,- Lóðrétt 1) Koldimm,- 2) Uss.- 3) Ná.- 4) Glæ,- 5) Reiknar,- 8) Ein. 10) Lóm,- 14) Nag,- 15) Las,- 17) La,- é m 7 X H /3 N' ■ íu h Við létum þá hafa gull l okkar og gimsteina. liii mm F FÖSTUDAGUR 22.júní 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Þorbergs heldur áfram að lesa sögu sina um „Bettu borgar- barn” (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: George Harrison syngur. Fréttir kl. 11.00. Morgun- tónleikar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Mcð sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Dala- skáld” eftir Þorstein Magnússon frá Gilhaga. Indriði G. Þorsteinsson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar: 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.40 Spurt og svarað. Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfónískir tónleikar. Kynnir: Guðmundur Gils- son. a. Konsert nr. 8 i d-moll fyrir strengjasveit eftir Antonio Vivaldi. I Musici leika. b. óbókonsert i c-moll eftir Domenico Cimarosa. Leon Goossens leikur með Filharmóniusveitinni i Liverpool, Sir Malcolm Sar- gent stj. c. Inngangur og Allegro fyrir hörpu og hljómsveit eftir Maurice Ravel. Nicanor Zabaleta leikur með Útvarpshljóm- sveitinni i Berlin, Ferenc Fricsay stj. d. „Eldfuglinn” ballett-tónlist eftir Stra- vinsky. Filharmóniusveitin i Lundúnum leikur, Fer- nando Previtali stj. 21.00 Viðtalsáttur i umsjá Stefáns Jónssonar, frétta- manns. 21.30 Útvarpssagan: „Jóm- frúin og tatarinn” eftir D. H. lawrewnce. Þýðand- inn, Anna Björg Halldórs- dóttir les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill. 22.35 „Draumvisur”. Tón- listarþáttur i umsjá Sveins Arnasonar og Sveins Magnússonar. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. l l I I flÍÍlll ll Föstudagur 22. júni 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Karlar i krapinu. Eng- inn er kenndur, þar sem hann kemur ekki Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Gitarþáttur Hópur ungs fólks syngur frumsamin ljóð og lög i sjónvarpssal og leik- ur undir á gitara. Kynnir Arni Blandon. 21.50 Að utan Tvær stuttar, erlendar fréttamyndir. Fyrri myndin fjallar um auknar veiðar erlendra tog- ara á fiskimiðum við Norð- ur-Noreg, og viðbrögð norskra sjómanna við þeim (Nordvision — Norska sjón- varpið), en i siðari mynd- inni greinir frá Kinaferð fréttamanna frá UPITN- fréttastofunni. 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.