Tíminn - 30.06.1973, Side 1

Tíminn - 30.06.1973, Side 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFIÐJAN SIMI: 19194 Hálfnað erverk þá hafið er ^„1 sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Skotið að þýzkum togara VAHÐSKIPIÐ Albert hrakti i fyrrinótt vestur-þýzkan land- helgisbrjót út fyrir 50 milurnar og sá þýzki lét sig ekki, fyrr en skotið var föstu skoti við stefni hans. í fyrradag komu kvartanir til Landheigisgæzlunnar um að vestur-þýzkur togari væri að veiðum innan um islenzka fiskibáta grunnt á Eideyjar- banka. Flugvél frá Gæzlunni flaug yfir svæðið og fann togarann.Varðskipið Albert fór þegar á vettvang og um nóttina kom varðskipið að togaranum Tunfich BX-663. Togarinn þrjózknaðist við að yfirgefa svæðið og skaut varð- skipið púðurskoti tii aðvörunarog létu togaramenn það ekki á sig fá og var þá skotið kúlu framan við stefni togarans, héit þá togarinn á haf út og fór út fyrir fiskveiði- mörkin. Ekki var gerð tilraun til að taka togarann. Skipherra á Albert er Sigurjón Hannesson. Skemmdir á 600 m kafla SAMKVÆMT könnun, sem gerð hefur verið á skemmdum á raf- strengnum milli lands og eyja, hefur komið i ljós að nauðsynlegt verður að skipta um streng á sex hundruð metra kafla. Hefur hraun lagzt á strenginn á þessum stað, sem er inni i sjálfri Vest- mannaeyjahöfn. Búizt er við, að þessari endur- bót verði lokið um miðjan ágúst og verður þá unnt að flytja 12-1500 kílówött til Eyja um strenginn. Fyrir er i Eyjum rafstöð, sem framleitt getur 500 kw, en talið er að þegar á þessu hausti verði raforkuþörfin orðin 3500 kw. Verður þvi nauðsynlegt að flytja diselrafstöðvar til Eyja, sem framleitt geta það rafmagn sem upp á vantar. — gj. Fyrsti íslenzki skuttogarinn sjósettur í dag ÓV-Reykjavik: — Klukkan 18 I dag, laugardag verður hleypt af stokkunum fyrsta skuttogar- anum, sem smiðaður hcfur verið hérlendis. Skuttogarinn er smfð- aður af Stálvik h/f i Garðahreppi fyrir Þormóð ramma h/f ásiglu firði. Togarinn verður dreginn i kvöld að bryggju i Hafnarfirði, þar sem lokið verður við frágang innréttinga ofl. Búist er við að skipið verði tilbúið til veiða i byrjun ágúst. Togarinn, sem enn hefur ekki veriðgefið nafn, er um það bil 400 lestir, 46,5 metra langur, knúinn 1750 hestafla Wichmann aðalvel en að auki eru i honum tvær 230 K.V.A. Caterpillar ljósavélar, 300 hestafla þilfarsvinda frá Brussella i Belgiu og að sjálf- sögðu fullkomin siglinga- og fiski- leitartæki. í brú eru tvær ratsjár af Raytheon gerð með 64 sjómilna langdrægi. Tveir dýptarmælar af Atlas-gerð, annar 470 en hinn 780 með fisksjá og botnstækkun. Asdic er af gerðinni Simrad SK 3 ásamt flotvörpusjá af gerðinni FL2. Auk þess eru önnur tæki, sem eru talin nauðsynleg i skipum af þessari tegund. Fiskilest er 17 metrar að lengd, 325 rúmmetrar, og er aftari hluti hennar gerður fyrir stöflun fiski- kassa, en röskur þriðjungur er innréttaður fyrir isun fiskjar i stiur. Lestin er kæld með röra- kerfi i lofti og á að halda hitastigi við frostmark. Ýmsar einangranir eru og i fiskilest og liggur færiband eftir henni endilangri. 1 skipinu er Finsamisvél, sem framleiðir 6 tonn af is á dag, og flytja isflutningstækin — einnig Finsamisinn i slöngum þangað, sem hann er notaður. Fiskmót- taka er af fullkomnustu gerð. Samningur um smiði skipsins var undirritaður 16. september 1971 og siðan samþykktur i des- ember sama ár. Upphaflegur samningur hljóðaði upp á 102.6 milljónir króna en búist er við að endanlegur kostnaður nemi allt að 160 milljónum. Skipstjóri á hinum nýja Siglu- fjarðartogara verður Hjalti Björnsson. 1 næsta mánuði verður lagður kjölur að næsta togara, sem er af sömu gerð, fyrir Guðmund Runólfsson, o.fl. i Grundarfiröi. Þokaðist í áttina Aftur fundur í ágúst Viðræðunefndir isiands og Sambandslýðvcldisins Þýzka- lands héldu tvo fundi i dag og ræddu um hagkvæmt bráða- birgðasamkomulag til lausnar þeim vandamálum, sem leiða af útfærslu fiskveiðilög- sögunnar við tsland. Skipzt var á skoöunum af hreinskilni um öll þau atriði, sem aöilar töldu máli skipta og áiitu þeir að fundirnir heföu verið gagnlegir. Málin þokuðust nokkuð áfram i ýrnsum atriðum. Nánari athugun mun fara fram af beggja hálfu í ljósi þcirra viðræðna, scm nú hafa farið fram. Framhald viðræðnanna er ráðgert seinni hluta ágúst- mánaðar og verður ákvörðun siöar tekin um stað og tima. Myndin var tekin er fundur hófst I gærmorgun. Timamynd GE. Gerðu út d saltfisk í sendibfl Willy Brandt til íslands Stálu a.m.k. ótonnum og seldu fisksölum — Við sáum i blöðunum að salt- fiskur væri ófáanlegur i verzl- unum og færi öll framleiðslan til útflutnings og væri verðið mjög hátt. Þarna vantaði fram- kvæmdamenn til að bæta úr brýnni þörf og þess vegna fórum við að útvega fisksölum saltfisk. Þetta er viðbára tveggja náunga, sem nú sitja i gæzluvarðhaldi fyrir að hafa stolið að minnsta kosti sex tonnum af fullverkuðum saltfiski og selt i fiskbúðir. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn og má vera að magnið sé miklu meira. Saltfiskinum stáiu þeir i Sandgerði, Eyrarbakka og Stokkseyri og jafnvel á fleiri stöðum. 1 ljós er komið að þeir hafa brotist inn i fiskgeymslur og stálu þaðan saltfiskpökkum, sem voru tilbúnir til útflutnings. Ferðuðust mennirnir um á sendi- ferðabil og fluttu þýfið i honum til Reykjavikur og fleiri staða i nágrenninu og seldu. Segja þeir að fiskurinn hafi runnið út eins og heitar lummur enda fágæti að ná i slikan mat. Fisksölunum gáfu þeir ýmsar skýringar á hvernig þeir komust yfir matvælin og vissu þeir ekki að hann væri stolinn. Saltfiskinn seldu þjófarnir á 40 til 50 kr. hvert kiló. Framleið- endur fá 90 kr. til útflutnings. 1 vor var verð á saltfiski út úr fiskbúð 80 kr. kg. en er nú 107 kr. Þrir menn voru handteknir og úrskurðaðir i gæzluvarðhald en einum var fljótlega sleppt og virðist hann ekki eiga stóra hlut- deild i útveginum en tveir sitja inni og leikur grunur á að magnið, sem þeir stálu sé miklu meira en komið er i ljós. Þeir, sem inni sitja.eru báðir búsettir i Reykja- vik og hafa litt komið við sögu lögreglunnar áður. Willy Brandt kanslari Vestur-Þýzkaland er væntan- legur til islands i ágúst- mánuði. Dr. Apei aðstoðar- utanrikisráöherra, skýrði islenzkum ráðherrum frá þessu i kvöldverðarboöi i gær- kvöldi. Hér mun hann hafa viðdvöl i einn dag og ræða við islenzka ráðherra. Kanslarinn fer i nokkurra daga sumarfri til Grænlands og kemur við hér i leiðinni. Þetta kom fram þegar blaða- mður Timans ræddi við vestur-þýzku þingkonuna Huber, sem er formaöur þing- inannanefudar, sem verið hefur hér i boði Alþingis. Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, sagði i gærkvöldi, að henn hefði ekki vitað um hcimsókn kanslarans fyrr en f gærkvöldi. En hann fagnaði ■iomu hans og þvi tækifæri, >em þá gefst til viöræðna. Dr. Apel sagöist vera bjartsýnn á, að samningar mundu takast i deilu tslend- inga og Vestur-Þjóðvcrja, þótt viðræðurnar i gær leiddu ekki til endanlegra samninga og enn beri nokkuö á milli, en viðræðunum verði haldið áfram i ágústirjánuði. H.H.J. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.