Tíminn - 30.06.1973, Side 2
2
TÍMINN
Laugardagur 30. júni 1973.
KSÍ - KRR
íslandsmót
NJARÐVÍKURVÖLLUR
I dag kl. 15 leika
ÍBV—ÍBA
Komið og sjáið
spennandi leik
ÍBV
LAUGARDALSVOLLUR
AAánudagskvöld
kl. 20 leika
KR - Breiðablik
KR
Kennarar
Kennara vantar að Gagnfræðaskóla
Borgarness.
Aðalkennslugreinar: stærðfræði og eðlis-
fræði.
Upplýsingar gefur skólastjórinn Sigurþór
Halldórsson, simi 7197 og 7183.
Skólanefnd.
Framkvæmda
stjóri
Ungmennasamband Kjalarnesþings
óskar að ráða framkvæmdastjóra frá 1.
ágúst að telja.
Nánari upplýsingar gefa skrifstofa UMFÍ
s. 12546 og Sigurður Skarphéðinsson s.
86500 eða 66322.
Umsókn er greini aldur menntun og fyrri
störf sendist skrifstofu UMSK Klappar-
stig 16, fyrir 15. júli n.k.
Ungmennasamband Kjalarnesþings.
Fró Egilsstaðaskóla
Landsprófsdeild miðskóla verður starf-
rækt við Egilsstaðaskóla skóiaár 1973-74.
Umsóknir um skólavist ásamt staðfestum
afritum unglingaprófsskirteina sendist
undirrituðum fyrir 1. ágúst næst komandi.
Skólastjóri.
Bahaíar um land allt
Dr. Múhajir Höndmálstaður Guðs verður i
Haziratúl-Qúds Óðinsgötu 20, miðviku-
dagskvöld 4. júli kl. 8,30, til að ræða við
vinina.
Andleg þjóðráð, Bahaiar á íslandi.
nmHmnmtmmutTimmntmi
Sérleyfis- oq Reykjavik — I.aufiarvatn — Geysir — Gullfoss
i 1 x’t »• um Grimsnes, Biskupstungur, Laugardal
Skemmtlteroir a|]a daga — engin fri við akstur
BSÍ — Simi 22-300 — Ólafur Ketilsson
tltttAlÍAlllilllillitilliilllllllltÍÍlH
Myndu mörg lítil
varðskip henta
betur?
ALKUNNA er hver not urðu að
hvalbátnum Tý við landhelgis-
gæzluna á s.l. vetri, og þegar á
þetta er minnt, er ekki úr vegi að
minna á, að þetta kom hvað ber-
legast fram hjá brezku togara-
körlunum á miðunum, sem urðu
æstir og bölvuðu jafnvel hressi-
legar en nokkurn tima fyrr, þegar
þeir urðu þess varir, að „bloody
Moby Dick”, sem þeir svo
kölluðu, var kominn i námunda
við þá.
Þá er ekki siður alkunna hver
vandkvæði eru á, að verja
stækkaða landhelgi við þær að-
stæður, sem nú eru, hvað þá ef
hún yrði enn færð út siðar meir,
enda er þetta eitt mesta vanda-
mál, sem valdamenn og aðrir
ráðamenn eiga við að glima. Hafa
IGNIS
ÞVOTTAVÉLAR
RAFIOJAN — VESTURGOTU 11 19294
RAFTORG V/AUSTURVÖLL 26660
ber i huga, að vörn land-
helginnar verður ævarandi
vandamál, og enginn Islendingur
mun fara i grafgötur um, þótt
eitthvert samkomulag næðist á
þeim grundvelli, að erlendir
togarar fengju undanþáguleyfi til
að veiða í „hólfum,” að eftirlits
varðskipa verður þörf eftir sem
áður, sennilega aukins. Hver
treystir þvi að harðskeyttir og
ófyrirleitnir veiðiþjófar bregði
gömlum vana, að veiða ólöglega,
er færi gefst?
Og nú spyr ég, einn hinna al-
mennu borgara i landinu, vitan-
lega ófróður um margt, sem
þessi mál varðar: (
Er það rétt stefna, að smiða æ
fleiri feikna dýr varðskip, i stað
þess að taka til notkunar mörg
varðskip, litil en traust, hrað-
skreið, svipaðrar stærðar og Týr
er, eins vel búinn og hann var,
helzt betur, til gæzlunnar? Ættu
tslendingar allt að 20 slik varð-
skip myndum við þá eigi standa
stórum betur að vigi?
Takmarkið hlýtur að vera, að
ólögleg togaraveiði innan
stækkaðrar landhelgi, verði æ
áhættusamari.
Þvi spyr ég þá, sem með völdin
fara, yfirmenn og ráðunauta
Landhelgisgæzlunnar, skip-
herrana á varðskipunum og alla
þá vösku menn, sem á þeim eru,
hvort það væri hyggileg stefna,
sem að ofan er að vikið?
Loks aðeins eitt atriði: Smiði
nýrra varðskipa á borð við Ægi
tekur langan tima, en ofannefnd
stefna virðist bjóða upp á tiltölu-
lega skjóta úrlausn,:. og mætti þá
ekki byrja a þvi að semja um
notkun islenzku hvalveiðibátanna
til landhelgisgæzlu yfir veturinn,
frá lokum vertiðarinnar i haust?
A. Th.
Lítið bréfkorn
vegna mikils
tilefnis
Loftur Bjarnason, útgerðar-
maður ásamt miklu fleira, er tal-
inn óverðugur Stórriddarakross
þess, sem hann hlaut fyrir út-
gerðarstörf þann 17. júni s.l.
Þar eð enginn manna eða
kvenna, sem standa honum mjög
nærri, og þekkja hans stórkost-
legu störf að útvegsmálum, sem
eru svo einstæð og rekin af slikri
víðsýni og frábærri tillitssemi við
allar aðstæður, auk þess, sem
hann aðstoðar við uppeldi á mjög
þörfum einstaklingum, hafa mót-
mælt þessu, — þá víti ég svona
þvaður, sem um hann er sagt i
dagblaðinu Timanum, þann 19.
júni s.l. Meira að segja hafa
margir fengið fálkaorðuna fyrir
minni störf i þjóðfélaginu utan
þeirra, sem tilteknir voru, heldur
en Loftur Bjarnason, þótt þeir eða
þær hafi ekki stundað störf með
þeirri fádæma elju og samvisku-
semi sem hann, allt til 75 ára
aldurs. Hvalstöðin er aðeins eitt
af stórvirkjum hans. An þess að
kasta skugga á nokkurn orðuþega
17. júni s.l. þá er það min skoðum,
að annar stórriddarakrossinn
hafi að minnsta kosti lent á rétt-
um stað.
Markús Guðmundsson, skipstjóri
Laugarásvegi 17.
Leyfilegar fjarlægðir
milli háspennulina og
annarra mannvirkja
„Hvaða reglur gilda um
byggingar og mannvirkjagerð i
námunda háspennulina?
Fer það eftir hæð linanna og
lengd milli mastra hvað nærri
má byggja?
Hvað má eftir núverandi regl-
um byggja t.d. hús nærri Búr-
fellslfnu 2?”
Stefán Guðmundsson
Túni
Hjá Skipulagsstjóra, Borgar-
túni 7, Reykjavik fengum við
eftirfarandi upplýsingar:
„Ef háspennulína og mann-
virki það, sem um er að ræða,
(vegur, hús eða annað) standa á
jafnsléttu eða þvf sem næst, eða
Tafla 1
Hús eðo onnoð
monnv/rki
a b
1 m 12 m
2 _ 14 -
3 - 16 -
4 - 18 -
5 - 20 -
ef háspennulinan stendur lægra
en mannvirkið, má fjarlægðin
milli mannvirkisins og næsta
virs háspennulinunnar fara nið-
ur i 10 m, án þess að stytta þurfi
staurabil. Standi háspennulinan
hærra en mannvirkið, eykst
þessi lágmarksfjarlægð um tvo
metra fyrir hvern metra, sem
háspennulinan stendur hærrá en
mannvirkið, sjá uppdrátt og
töflu I.
? Háspennulino
7-
Tafla 2
b M& minnka j meó þvt aó $tytta niður i ' staurabil um
12 m 11 m ! 20% 10 - ! 50%
14 - 12 - 1 20% 10 - 1 50%
16 - 14 - 20% 12 - i 50%
18 - 17 - 20% 15 - 50%
20 - 18 - | 20% 15 - I 50%
Fjarlægðina b milli mann-
virkis og háspennulínu má hafa
minni en segir i töflu 1, ef meðal
staurabil hlutaðeigandi linu er
sytt samkvæmt þvi, er tafla 2
segir til um, enda skal vera að
minnsta kosti 20 m fjarlægð frá
mannvirkinu til beggja handa út
fyrir hin styttu staurabil.
Það, sem skráð er hér að
framan um fjarlægð milli há-
spennulinu og annarra mann-
virkja, er miðað við það, að
hæsti vir linunnar sé ekki yfir
8,5 m frá jörðu i festipunktum.
Sé um að ræða meiri linuhæð,
skal auka fjarlægðina um það,
er þeim mismun nemur.
Séu einhverjar þær aðstæður
fyrir hendi, að fjarlægðir þær
milli háspennulinu og annarra
mannvirkja, sem um getur hér
að framan, nægi ekki, aðdómi
Rafmagnseftirlits rikisins, get-
ur það fyrirskipað meiri fjar-
lægðir eða aðrar tilsvarandi
ráðstafanir.”
Þeir sem hafa spurningar
fram að færa, hringi I sima
18300 kl. 2-3 mánudaga til
föstudaga. Nafn og heimilis-
fang þarf að fylgja spurning-
unum.
(I sumum tilfellum reynist
ekki unnt að afla svara við
spurningum og er fólk beðið að
taka tillit til þess, að leitast er
við eftir megni að fá viðkom-
andi aðila til að leysa úr þvi,
sem spurt er um.