Tíminn - 30.06.1973, Síða 10

Tíminn - 30.06.1973, Síða 10
10 TÍMINN Laugardagur 30. júni 1973. mmmmm Krá Hvanneyri „STÖRFIN SKERA ÚR UM, HVORT MAT SKÓLANS ER 1 HAUST hófu 28 nemendur nám i framhaldsdeild, 16 i fyrsta hluta og 12 i þriðja hluta. f dag braut- skráir skólinn þessa 12 nem- endur, eftir að þeir hafa staðizt próf, er gefur þeim rótt til að bera titilinn búfræðikandidat. Er þetta 12. hópur búfræðikandidata, sem er útskrifaður úr framhaldsdeild og jafnframt sá stærsti. Alls hafa útskrifazt 98 búlræðikandidatar á 25 ára starfsferli framhalds- deildarinnar. 25 ár i sögu stofnunarinnar eru ekki langur timi. Hins vegar má ætla, að á þvi timabili sé hægt að meta, hvort viðkomandi stofnun hafi átt rétt á sér. Hvort hugsjónir brautryðjendanna hafi orðið að veruleika. Hvort sá grundvöllur, sem 25 ára starf hefur lagt, sé nógu traustur til þess að stofnunin eigi lifvænlega framtið. Brautryðjendur framhalds- deildarinnar voru þeir Guðmundur Jónsson, fyrrv. skólastjóri, og Bjarni Asgeirsson, þáv. ráðherra. Þeirra starf að stofnun og upphafi deildarinnar verður seint metið til fulls. Starf Guðrpundar var siðan um næstu áratugi að halda lifi i og efla þessa fyrstu viðleitni til æðra landbúnaðarnáms á Islandi. Hversu starf hans hefur tekizt verður bezt metið með þvi, að kynna sér hvar nemendur fram- haldsdeildarinnar hafa komið við sögu i islenzkum landbiinaði. Það brotlausa starf Guðmundar ber sér órækt vitni i þeirri staðreynd að 84 búfræðikandidatar hafa út- skrifazt á þessum árum og lang- flestir þeirra starfa við land- búnað. Samstarfsmenn Guðmundar hafa ávallt unnið ötullega og af ósérhlifni til efl- ingar framhaldsdeildinni. Það má öllum vera ljóst, að það fram- haldsnám, sem skólinn býður upp á nú, er ávöxtur samstillts átaks þeirra, er við deildina hafa starfað á þessum 25 árum, sem hún á að baki. Grunnurinn lagður af Guðmundi Jónssyni, sam- starfsmönnum hans þá, þeim Stefáni Jónssyni, Gunnari Bjarnasyni, Hauki Jörundssyni, ásamt starfsmönnum staðarins með ráðsmann Guðmund Jóhannesson fremstan i flokki. Framhaldið þekkjum við og framtiðin vonum við að verði gifturik. Starfsemi framhaldsdeildar- innar hefur siðastliðinn vetur vprið með svipuðu sniði og undan- farin ár. Nemendafjöldi hefur verið meiri en áður i deildinni og það setur vissan svip á skólalifið i heild. En skólalifið verður ávallt nokkuð samtvinnað milli bænda- deildar og framhaldsdeildar, svo lengi sem skólastigin eru tengd, sem nú er. Af félagsstarfsemi framhaldsdeildar vil ég nefna starfsemi hins svonefnda visinda félags, er hefur beitt sér fyrir fræðslufyrirlestrum og umræðu- kvöldum um ýmis málefni. Ailmiklar breytingar urðu siðastliðið haust á starfsliði skólans, og var þaö jafnt um framhaldsdeild, sem um bænda- deild. t samræmi við þá stefnu, að efla framhaldsdeildina á Hvanneyri, var siðastliðið haust stofnað ti! nýrrar stöðu við skólann, yfirkennarastöðu við framhaldsdeild og réðst i hana dr. Ólafur Dýrmundsson. Starfi yfir- kennara er nú skipt milli deilda skólans og það auöveldar verka- skiptingu vegna sérmálefna framhaldsdeildar og bænda- deildar. Þessi verkaskipting eykur einnig möguleika á þvi að finna betri lausnir á sameigin- legum málefnum þessara tveggja þátta skólastarfsins. Eins og undanfarin ár hefur verið nauðsynlegt að sækja nokkurn hluta kennslu til starfs- krafta ýmissa stofnana land - búnaðarins. A þetta við um hinar smærri greinar, þar sem reynt er að fá til liðs þá sérfræðinga, sem færastir þykja hver i sinni grein. Þessi aðfengna kennsla er þó i sumum tilvikum i mjög veiga- miklum greinum i námáskránni. A þetta einkum við um alla kennslu, er lýtur að bútækni og verkfærafræði. Þessar greinar eru eingöngu kenndar af starfs- mönnum bútæknideildar Rannsóknastofnunar land- búnaðarsins. Ég vil viö þetta tækifæri þakka öllum kennurum fyriV gott og óeigingjarnt starf. Þá vil ég einnig flytja forsvars- mönnum stofnana þeirra, er léð hafa okkur starfskrafta, beztu þakkir. Eigi að ná þvi marki, að fram- haldsdeildin verði fullkomin, deildaskipt menntastofnun i land- búnaði, verður að koma á fót og efla við skólann landbúnaðar- rannsóknir á sem flestum sviðum. Það er mjög óhægt um vik að sækja kennslu i veigamiklum greinum til stundakennara, sem þá stundum hafa sitt meginstarf fjarri skólastaðnum. Það er þvi nauðsyn, að koma upp starfsemi við skólann, sem tekur til allra meginþátta landbúnaðar- menntunarinnar. Með hliðsjón af framansögðu er brýnt, að ráðist að skólanum starfsmenn á sviði bútækni og verkfærafræði sem allra fyrst. Einnig nauðsynlegt að ráða starfsmann með aðalverkefni i framræslu og jarðvegsfræði, eftir að Óttar Geirsson hvarf frá störfum á siðasta ári. Með framtið framhaldsdeildar sérlega i huga er aðkallandi að fastráða efnafræðimenntaðan starfsmann, þarsem efnafræði og greinar tengdar henni verða ávallt mjög áberandi hluti af undirstöðumenntun búfræði- kandidata. A siðastliðnum vetri voru litil - lega kannaðir möguleikar á sam vinnu við Háskóla fslands um kennslu i ákveðnum greinum eða Magnús G. Jónsson skólastjóri. jafnvel hluta námsins. Of snemmt er að segja nokkuð um þetta efni, en við höfum fullan hug á þvi að kanna til hlitar, hvaða möguleikar bjóðast til samvinnu á sviði kennslu. Umræðurnar voru einkum við liffræðideild, sem er sú deild við háskólann, sem svipar mest til náms i framhaldsdeild. Framvinda þess, hvernig starfsaðstaða er búin starfs- mönnum skólans, er nátengd framtið framhaldsmenntunar i landbúnaði. Vil ég þvi dvelja nokkuð við það málefni. Það hefur lengi verið álit og ósk skólans, að starfsmönnum yrði tryggt starf við stofnunina árið um kring... Núverandi fyrirkomulag skipar ekki fullnægjandi starfsskilyrði fyrir starfsmenn skólans. Til þess að svo yrði, væri eðlilegast að ráðningu starfsmanna yrði hagað á svipaðan hátt og með svipuðum kjörum og við hliðstæðar stofnanir landbúnaðarins. Starfsmenn bændaskólans þurfa að sameina leiðbeiningar- og rannsóknarstarf i eitt starf, og þvi væri eðlilegt að það væri viðurkennt I starfsskilgreiningu og kjörum starfsmanna skólans. Mitt mat er, að sú breyting sem fylgdi i kjölfar þessarar viður- lyftistöng I þeirri viðleitni hans að vera leiðandi afl i menntunar og rannsóknarmálefnum land- búnaðarins, svo sem áætlað hefur verið. Framhaldsdeildin á að baki 25 ára starfstima og nærri jafnlengd i baráttu fyrir tilveru sinni. Af upphafsmönnum var henni ætlað það hlutverk að vera for- svari æðra landbúnaðarnáms I landinu. Staðfesting á þeirri ætl- an virðist nú endanlega hafa náðst. Framhaldsdeildin hefur verið mótandi afl i þróun skóla- staðarins og nú þegar ákveðið er að ætla henni áframhaldandi stefnumótun i búnaðarmenntun- inni verður hlutdeild hennar i uppbyggingu staðarins enn meir áberandi. Núverandi aðstaða staðarins og skólans að mæta slikri framvindu er ófullkomin. __ Bygging hins nýja skólahús- næðis gjörbreytir og bætir án efa kennslu - aðstöðu. Rannsóknaað- stöðuna á siðan alveg eftir að móta, en hún verður að fylgja i kjölfarið á að nýta kennsluaðstöð- unar til fulls. Þvi án viðunandi aðstöðu til rannsókna er ávallt hætt við að kennslan verði ein- hliða og litið áhugavekjandi fyrir þá starfskrafta sem slikri stofnun eru nauðsynlegir. Bygging hins nýja skólahús- næðis miðar þannig, að seinni áfangi heimavistarálmu og mötu neytisálmu, ásamt starfsmanna- álmu, er fokheldur. Gert er ráð fyrir að hluti þessa húsnæðis verði fullbúinn árið 1974 þ..e nemendabúðir fyrir 26 nemendur mötuneyti og vinnsluaðstaða fyrieldhús og þvottahús. Þá er gert ráð fyrir að innrétta til bráðabirgða kennslustofur i kjallara þessa hluta. Gert er ráð fyrir að flytja kennslu að mestu i þetta húsnæði haustið 1974, 1975 er svo ráðgert að ljúka starfsmanna álmu og þar með séu fullfrágengnar þær byggingar sem hafnar eru. Á þvi ári er einnig hugsað að hefja framkvæmdir við næsta áfanga sem yrði kennsluhúsnæði. Þar sem núverandi rannsóknir og skrifstofuaðstaða starfsmanna skólans er mjög ófullkomin er hugmyndin að breyta gamla skólahúsnæðinu i skrifstofu og rannsóknahús. Er hugmyndin að hefja byrjunarframkvæmdir á árinu 1974 ef áætlanir um bygg- ingu nýja skólans standast. Sú stefnumörkun.sem hér að framan er getið.gerir auknar kröfur til skólans að vera ekki hemill á, að hún geti orðið að veruleika. I þvi skyni að auðvelda uppbyggingu staðarins og skólans hefur verið hafizt handa um gerð skipulags fyrir Hvanneyri. Skólaslitaræða AAagnúsar G. Jónssonar, skólastjóra Skipulag og staðarval hinna ýmsu þátta starfseminnar, sem hér fer fram og ætluð er að verði i framtiðinni er nauðsynleg for- senda þess að viðhlitandi efling stofnunarinnar geti orðið. Hér að framan er að nokkru vikið að þvi, sem hvað mest hefur áhrif á þá starfsemi, sem fram- haldsdeildin er fulltrúi fyrir, og þá framtið sem þessi starfsemi á i vændum. Þá framtið, sem æðri landbúnaðarmenntun á i vænd- um. 1 dag lýkur 12. árgangur fram- haldsdeildar námi sinu. Hvaða mat er svo lagt á þessa menntun. Hversu er þetta nám metið? Þvilikra spurninga má spyrja og við þeim fást eflaust mörg svör. Viðhorf skólans til námsins gefa eitt svar, viðhorf utan-að komandi aðila annað. Þessi svör þurfa ekki að vera samhljóða. Mat það sem er lagt á þessa menntun af utanaökomanai aðilum skiptir að sjálfsögðu nokkru máli, þó mun minna en það mat sem skólinn sjálfur, starfsmenn hans og stjórn byggja á, það nám sem þeir bjóða nemendum sinum. Allar menntastofnanir gera ákveðnar kröfur til þeirra er við komandi nám stunda og braut- skrást með stimpli stofnunarinn- ar á prófskirteini sinu. Með brautskráningu hefur þvi skólinn metið nemandann hæfan til þeirra starfa er felast i verka- hring menntunarinnar. Það sem siðan sker úr um hvort mat skólans hefur reynzt rétt eru störf þeirra, sem skólinn braut- skráir. Þegar nám er metið fyrir ákveðið timabil.þá er einnig eðli- legt að meta hverjar breytingar hafa orðið á viðkomandi námi miðað við hliðstætt nám við aðrar menntastofnanir. Ég skal ekki leggja neinn dóm á það, hversu framhaldsdeildin á Hvanneyri hefur rækt sitt hlut- verk I þessu efni. Ég hygg þó, að þegar litið er yfir þann aldar- fjórðung.sem deildin hefur starf- að, verði að telja mat skólans á þvi hvað felst i framhaldsnámi til búfræðikandidatsprófs fyllilega staðfest. Hver búfræðikandidat er i þessu tilliti hluti af stærri heild. Mat utanaðkomandi aðila á námi skólans beinist að nemendunum i þeirra starfi og er háð þvi hvern- ig þeir skila sinu hlutverki. Svo sem ég gat i upphafi þá hófu 12 nemendur nám i þriðja hluta framhaldsdeildar í haust. Þeir brautskrást nú allir sem búfræðikandidatar. Hæstu meðaleinkunn á brott- fararprófi hlaut Jónatan Hermannsson, frá Galtalæk i Biskupstungum I. ág. 9.28, sem jafnframt er bezti vitnisburður. sem nokkur nemandi hefur hlotið við brottfararpróf úr framhalds- deild. Þessi árangur Jónatans er ein- stætt afrek og mun að öllum lik- indum seint jafnað. Ég vil óska Jónatan sérstaklega til hamingju með þennan svo frábæran árangur. Af öðrum nemendum hlutu 3 I. einkunn og 8 II. einkunn. Búfræðikandidatar! Þegar þið hafið nú tekið við skirteininu ykkar er lokið ákveðnum áfanga i lifi ykkar. Þessi dagur markar vissulega timamót. Að baki eru hin reglubundnu skipulögðu námsár með fastmótuðu kerfi með tilliti til flestra hluta. Framundan eru svo skóli lifsins og þar eru engar reglugerðir eða fyrirmæli um hvers er krafizt af hverjum og einum. Þar eru kröfurnar sibreyti- legar, háðar þeim, sem setur þær fram. Við þær úrlausnir nær próf- skirteinið eitt skammt. Þið hafið hlotið þjálfun og menntun til þess að sinna störfum innan ákveðins verkahrings. Það þýðir ekki að þið hafið öðl- azt einhver forréttindi i skoðana- myndun eða óskeikulleik i mati á þeim verkefnum, er ykkur verða falin. Þeir, sem þið komið til með að starfa fyrir, verða ávallt gagn- rýnir á verk ykkar, og þá reynir á, hversu vel þið vinnið úr gögn- um þeim, sem þið hafið safnað hér i námi. Ég vil að lokum óska ykkur til hamingju með þennan áfanga. Foreldrum ykkar, eiginkonum og öðrum aðstandendum flyt ég einnig minar beztu hamingju- óskir á þessum merkisdegi. Megi gæfa og gengi fylgja ykkur og starfi ykkar um ókomin ár.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.