Tíminn - 15.07.1973, Síða 17

Tíminn - 15.07.1973, Síða 17
TÍMÍNN 17 Sunnudagur 15. júlí 1973, Stálvik, hinn nýi skuttogari Siglfirðinga var sjósettur nýlega. Miklar vonir eru bundnar við þetta glæsiiega skip. frystihússins fengið loforð frá stjórninni um fyrirgreiðslu til kaupa á einu stóru fiskiskipi enn til Siglufjarðar og verður það væntanlega 250 til 300 tonn að stærð. Bætast þannig a.m.k. þrjú stór fiskiskip i flota Siglfirðinga nú i næstu framtið. I fjórða lagi má benda á þá breytingu, sem gerð var á starf- semi niðurlagningarverk- smiðjunnar. Siglósild hefur nú verið gerð að hlutafélagi, þar sem rikið verður aðalhluthafinn, i stað þess að áður var verksmiðjan i höndum hinna fjárvana Sildar- verksmiðja rikisins. Verksmiðjan verður gerð að sjálfstæðri stofnun, án tengsla við rikisverk- smiðjurnar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að selja allt það magn, sem verksmiðjan getur framleitt, þannig að hráefnis- skortur er það eina, sem á að geta komið i veg fyrir samfelldan rekstur „Lagmetisið junnar Siglósild”, eins og verksmiðjan heitir eftir breytinguna. Einnig hafa verið kannaðir möguleikar á þvi að sjóða niður fleiri tegundir sjávarafurða en sild, og ef eitt- hvað jákvætt kemur út úr þeirri rannsókn ætti hráefnisvanda- málið einnig að vera úr sögunni. Þetta fyrirtæki mun veita 80 til 100 manns stöðuga atvinnu. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á þvi, að hingað til hefur starfsemi niðurlagningarverk- smiðjunnar verið mjög stopul og þvi erfitt fyrir fólk að reikna með fastri atvinnu þar. Margt fleira má tina til. í sam- göngumálum hefur t.d. verið ákveðið að setja upp ljós við flug- brautina og að byggja hér flug- skýli. Telja Siglfirðingar, að við þetta muni flugsamgöngur við Siglufjörð verða mun öflugri og öruggari en áður. Einnig hefur verið ákveðið að setja upp lýsingu i göngunum gegnum Strákafjall. Akvarðanir um öll þessi atriði eru teknar eftir að núverandi rikis- stjórn tók við völdum, en fyrir þann tima urðu Siglfirðingar að búa við áætlanir og loforð frá stjórnvöldum, sem aldrei komust i framkvæmd. Þetta hefur aftur haft sinar stóru afleiðingar innan bæjar- félagsins. Siglfirðingar hafa að nýju öðlast trú á bæ sinn og vita að framtiðin hjá þeim verður björt. Enda sést það ljóslega á þvi, að sá fólksflótti, sem var frá Siglufirði undanfarinn áratug, hefur nú stöðvazt og undanfarin tvö ár hefur ekki verið um fækkun i bænum að ræða. Að visu litur út fyrir að svo hafi verið éftir opin- berum skýrslum að dæma, en sú fækkun sem þar sést er vegna þess að margir löngu brottfluttir Siglfirðingar eru fyrst nú að skipta um lögheimili. Það fólk, sem var i bænum fyrir tveimur árum er þar enn, um raunveru- lega fólksfækkun er ekki að ræða. Þetta er gjörbreyting, þvi að fyrir fáum árum fluttust 100 til 200 manns úr bænum árlega. Bátur í viku hverri — Hafa þessar áætlanir ekki haft þau áhrif að Siglfirðingar sjáifir hafa lagt út i aukna fjár- festingu? — Jú, þess gætir vissulega. Smábátaútgerð frá Siglufirði hefur verið i miklum vexti að undanförnu. Nú er svo komið, að gerðir eru út 8 dekkbátar, sem eru 8 til 25 tonn hver. Einnig eru gerðir út 20 til 30 minni bátar, flestir opnir þótt einhverjir þeirra séu yfirbyggðir. Þessir bátar eru gerðir út á grásleppu á vorin og á handfæri á sumrin. Stærri bátarnir eru á handfærum og linu á veturna. Til marks um þá miklu aukningu sem orðið hefur á smá- bátaflotanum get ég nefnt að hafnarvörðurinn á Siglufirði sagði við mig nýlega að nú liði varla sú vika að ekki bættist nýr bátur i siglfirzka smábátaflotann og bætti þvi siðan við i grini, að ef svona héldi áfram, lenti hann i vandræðum með að útvega að- stöðu fyrir allan þennan fjölda. A öðrum sviðum sýnir þessi bjartsýni sig einnig. A Siglufirði hefur nýlega verið stofnað fyrir- tæki sem kallast „Húseiningar h/f” og var það að megin hluta stofnsett af siglfirzkum einstakl- ingum, sem nutu góðrar fyrir- greiðslu rikisstjórnarinnar. Þetta fyrirtæki ætlar að hefja fram- leiðslu á tilbúnum einingarhúsum og er reiknað með að fyrstu til- raunahúsin verði gerð i ágúst eða september á þessu ári. Þetta verður i fyrsta skipti, sem ein- ingahús verða gerð hér á landi, en þess má geta, að framleiðsla slikra húsa hefur reynzt vel viða um lönd og þá ekki sizt meðal vinaþjóða okkar á Norðurlönd- um. Samið hefur verið við sams konar verksmiðju i Noregi um öflun alls nauðsynlegs efnis til húsbygginganna og þykja þeir samningar sérlega hagstæðir fyrirokkur. Ætlunin er að innrétt- ingar i húsin verði einnig gerðar á. Siglufirði. Einnig má benda á það, að dráttarbrautin á Siglufirði hefur verið endurbætt á siðustu árum, og er hún nú hæf til að taka á móti skipum, sem eru allt að 150 lestir að stærð. Með þessu hefur skap- azt aðstaða til að veita hinum ört vaxandi skipastól okkar nauðsyn- lega þjónustu heima á Siglufirði og einnig kemur dráttarbrautin til með að þjóna útgerðarbæjun- um, sem eru nálægt Siglufirði. Fleira má nefna. Fjárhagur bæjarfélagsins hefur skánað svo mjög eftir að stærstu skuldahal- arnir voru af honum klipptir að nú er loks hægt að snúa sér að verkefnum innanbæjar, sem löngu voru orðnir aðkallandi. Varanleg gatnagerð er t.d. hafin að nýju og er áætlað, að i sumar verði tvær götur steyptar, þ.e. Hverfisgatan og hluti af Suður- götunni. Almennt má segja, að allar framkvæmdir innanbæjar hafi tekið kipp vegna atvinnuupp- byggingarinnar. Snúum vörn í sókn — Allar þessar mikiu fram- kvæmdir hljóta að kalla á aukið magn vinnuafis til starfa, er það ekki? — Jú að sjálfsögðu hlýtur svo að verða. Eins og ég gat um áðan virðist hafa tekið fyrir það ástand, sem var á siðasta áratug, þegar bæjarbúum fækkaði veru- lega. Ég reikna með að við mun- um snúa vörn i sókn og eftir eitt eða tvö ár muni fara að fjölga i bænum aftur. — En hafið þið aðstöðu til að taka á móti þvi fólki? — Það tel ég hafið yfir allan vafa. Félagslegu aðstæðurnar i bænum eru allgóðar og t.d. má nefna, að við höfum gott skóla- húsnæði fyrir mun stærri barna- hóp en nú býr á Siglufirði. í bæn- um er einnig óvenju góð aðstaða til iðkunar ýmiss konar iþrótta og má i þvi sambandi nefna góða sundlaug og iþróttahús, knatt- spyrnuvöll, æskulýðsheimili að ógleymdri þeirri fágætu aðstöðu til vetrariþrótta, sem á Siglufirði er. Einnig hefur verið gerður golfvöllur inn i fjarðarbotni á Hólslandinu. — Húsnæðismálin eru e.t.v. heldur erfiðari, þvi að þrátt fyrir það, að fólksfækkun hafi orðið i bænum kemur hitt á móti, að á löngu timabili var ekki um neinar byggingaframkvæmdir i bænum ■ að ræða, svo heitið geti. Margt af þvi húsnæði, sem fyrir er, er orðið gamalt og lélegt, þannig að nauð- synlegt verður að leggja út i húsabyggingar i auknum mæli til að taka við vaxandi ibúafjölda. Þess er þegar farið að gæta, þvi á síðasta ári var byrjað að reisa nýtt ibúðarhúsnæði i bænum og er það i fyrsta skipti i alllangan tima sem lagt er út i nýbyggingu á Siglufirði. Þetta var aðeins byrj- unin, þvi vitað er að nú hafa fleiri það sama i hyggju. — Hvers konar fólk er það sem þið þurfið aðallega? — Við þurfum aðallega að fá ungt o'g duglegt fólk. Það er sorg- leg staðreynd, að á Siglufirði vantar að miklu leyti fólk, sem er milli tvitugs og fertugs, þvi að það er sá aldursflokkur, sem fyrst og fremst hefur flutzt út bænum. Ég gerði það að gamni minu um daginn, að athuga hversu margir þeirra, sem útskrifuðust frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar á siðustu áratugum væru enn búsettir i bænum. Niðurstaðan var ekki sérlega upplifgandi. Ég get nefnt sem dæmi, að úr einum 60 manna árgangi eru aðeins 6 búsettir á Siglufirði núna. Svipað var um fleiri árganga að segja. Við munum þurfa iðnaðarmenn i nokkrum mæli, þvi að á undan- förnum árum hafa þeir búið við mikinn verkefnaskort á Siglufirði og þvi eru margir þeirra farnir úr bænum. Ég er sjálfur ekki i nokkrum vafa um. að það fólk. sem Siglufjörður þarf, mun koma þangað, þvi þar er gott að búa, ef atvinnulif stendur i blóma. Siglu- fjörður er loksins að vakna eftir margra ára þyrnirósarsvefn. -iÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.