Tíminn - 15.07.1973, Page 28

Tíminn - 15.07.1973, Page 28
28 TÍMINN Sunnudagur 15. júli 1973. HVERS VEGNA ER MENNING? TÓNUST EKKI rætt við Sverri Garðarsson, formann Félags íslenzkra hljómlistarmanna <. ÞAÐ HEFUR lengi verið draum- ur Félags islenzkra hljómlistar- manna (FIH), að geta haldið gangandi danshljómsveit, af svipaðri stærð og tegund og þeirri.sem nú kynnir innsend lög i trimmlagakeppninni svoköll- uðu. Sverrir Garðarsson, formaö- ur FÍH, lýsti þvi yfir á blaða- mannafundi ekki alls fyrir löngu, að nú vonaðist FÍH til að hljóm- sveitin yrði ekki lögð niður að keppninni lokinni, en einhverjar hindranir taldi hann þó vera i veginum. Blaðamaður Timans hafði tal af Sverri um þetta mál á þriðju- dag. — útlitið fyrir áframhaldandi starfi hljómsveitarinnar er ekki mjög gott, sagði Sverrir. — Það er hreinlega of dýrt fyrir okkur að gera þetta, án þess að njóta ein- hverra ivilnana frá hinu opin- bera. Ég er þó alls ekki að fara fram á neina styrki. Það sem við förum fram á, er að við verðum undanþegnir skemmtanaskatti þegar hljómsveitin leikur ein- hvers staðar á eigin vegum. Við höfum til dæmis fengið felldan niður skemmtanaskatt af trimm- lagakeppninni, en með þvi skil- yrði, að ágóði renni til liknar- starfsemi. Það er gott og blessað, okkur þykir ekki nema sjálfsagt Sverrir Garðarsson, formaður FÍH: — Menntum hljómlistar- menn. sýnt áhuga á samstarfi við hljóm- sveitina en þvi miður er það ekki mögulegt fyrir það, að reka hana sjálft, eins og gert er annars stað- ar á Norðurlöndum. í fyrstu grein laga félagsins segir meðal ann- ars, að tilgangur þess sé að ,,út- breiða skilning á menningargildi lifandi hljómlistar” en þar er við ramman reip að draga, þvi að tónlist er alls ekki talin til menn- ingar hérlendis. Nægir i þvi sam- bandi að benda á Sinfóniuhljóm- sveit íslands. Það vekur furðu og mikla athygli manna um allan heim, að hér sé hægt að halda gangandi heilli sinfóniuhljóm- sveit og hún hefur oft sannað ágæti sitt, en hér dettur mönnum allra fyrst i hug að leggja hana niður, þegar i ljós kemur að halli á rekstri Rikisútvarpsins nemur um það bil 55 milljónum, sem er nálægt rekstrarkostnaði Sin- fóniunnar. Um aðrar tegundir tónlistar þarf varla að tala. — Það er minnzt þarna á ,,lif- andi tónlist.” Nú virðist hún vgra á undanhaldi, allavega i danshús- um, þar sem diskótekin spretta upp. — Já, þetta er einmitt mál, sem okkur varðar mjög og er i sjálfu sér afar alvarlegt. Ég var einmitt i vor á þingi alþjóðasam- taka félaga hljómlistarmanna og Rythma-flokkurinn. Magnús Ingimarsson, sem stjórnar hljómsveitinni og útsett hefur bróðurpart laganna i trimmlagakeppninni, situr við pianóið. að styrkja þá starfsemi, sem við teljum nauðsynlega og til heilla. Við göngum með þá hugmynd i maganum, hélt Sverrir áfram, — að hér verði hægt að setja á lagg- irnar stöðuga tónlistarkynningu á sumrin, kannski tvisvar eða þrisvar i viku fyrir ferðamenn, og þar myndi þessi hljómsveit leika. Auk hennar höfum við hug á að vera þar með strokhljómsveit, kammerhljómsveit og svo fram- vegis. Útlendingar hringja hingað á skrifstofu félagsins „trekk i trekk” og spyrja, hvort ekki sé neitt að gerast i tónlistarlffinu á fslandi, hvort hér séu engir hljómlistarmenn. Okkur verður náttúrlega heldur fátt um svör, en staðreyndin er sú, að hér er til nóg af hljómlistarmönnum og mörgum hverjum afbragðsgóð- um. Vandamálið er að koma þessu upp. Við munum nú mjög fljótlega leggja fram formlega tillögu um þetta við viðkomandi yfirvöld og þar með ætti þessari hljómsveit okkar að vera tryggð- ur grundvöllur, að ininnsta kosti að hluta. Þá hefur Rikisútvarpið þar var þetta eitt af aðalmálun- um. Sömu sögu er að segja alls staðar að i heiminum, veitinga- húsaeigendur, leikhús, hljóm- plötuútgefendur og aðrir nota heldur segulbands- og/eða hljóm- plötuupptökur i staðinn fyrir lif- andi tónlist. Tökum sem dæmi, að i Sviþjóð syngur Lina langsokkur inn á plötu við undirleik 30 manna hljómsveitar. Siðan er upþtakan með hljómsveitinni send til Finn- lands og viðar og i hverju landi tapa 30 manns þar með atvinnu. En við getum litið gert i þessu. Þau Þuriður Sigurðardóttir og Pálmi Gunnarsson syngja með FtH- hljómsveitinni fyrst um sinn auk Ragnars Bjarnasonar. Við settum að visu fram i siðustu samningum okkar þá kröfu, að ekki mætti nota hljómplötur og segulbönd á dansleikjum, en það urðum við að láta niður falla. Þessa kröfu setjum við fram aft- ur og aftur og höldum áfram að berjast. Róðurinn verður náttúr- lega þungur, en þetta er okkar lifshagsmunamál. — Nú er það svo, Sverrir, að hér á Reykjavikursvæðinu er mjög takmörkuð atvinna fyrir ákveðinn hóp tónlistarmanna, popphljómsveitamenn, sem vilja vanda sina tónlist og leggja meira i hana en venjulegar danshljóm- sveitir, en veitingahúsaeigendur sjá sér meiri hag i að ráða hljóm- sveitir, sem flytja svokallaða „brennivinstónlist.” Á dansleikj- um popphljómsveitanna kemur fólk meira til að hlusta og kaupir þvi ekki allt það áfengi, sem aðr- ar hljómsveitir — með einfaldari tónlist — stuðla beint og óbeint að. Hvað getur félagið gert i þessu? — Litið. Veitingahúsaeiger.d- um er i sjálfsvald sett hverja þeir ráða til að annast flutning dans- tónlistar og þvi verður um sinn að vera svo sem nú er, að þessir ákveðnu hljóðfærleikarar verði heldur að leita út fyrir borgar- mörkin, þar sem þeir geta haldið sina eigin dansleiki, en þar kemur svo aftur að þvi, að þeirra tónlist fellur ekki i smekk þeirra, sem sækja þá dansleiki, enda kemur fólk fyrst og fremst til að dansa og skemmta sér á þann hátt. Stærsta vandamálið er náttúr- lega, að kakan er of litil fyrir þann fjölda, sem um er að ræða. í félaginu eru nú rúmlega fjögur hundruð manns og þeir geta ekki allir haft stöðuga atvinnu af hljóðfæraleik. — Svavar Gests gaf félaginu fjárupphæð á 40 ára afmæli þess á siðasta ári og ætlaðist til, að þeir peningar yrðu notaðir sem stofnfé sjóðs til styrktar námsmönnum. Hvað er helzt að frétta af þeim málum? — Litið, enn sem komið er. Þetta vekur annars hug manns á öðru atriði, sem er þessu nátengt. Svo til hver einasta starfsgrein á hér aðgang að rikisreknum fag- skóla en ekki hljómlistarmenn. Hverju sætir það? FÍH er með þá hugmynd, að rikið stofni tónlist- arskóla — og félagið er fúst til að eiga aðild að honum — og væri sá skóli eins konar inntökuskilyrði i félagið. Okkur hefur dottið i hug, að þetta yrði tveggja ára skóli og að þar nytu hljómlistarmenn nauðsynlegrar undirbúnings- menntunar, svo sem i nótnalestri, tónfræði, tónlistarsögu og svo framvegis. Það er skoðun min, að hér sé fjöldinn allur af hæfum tónlistarmönnum, sem vantar að- eins einhverja tónlistarlega þekk- ingu. Ef við tökum strákana hérna i poppinu, þá eru þeir margir mjög liðtækir lagasmiðir, en i mörgum tilfellum skortir þá grundvallarþekkingu, sem myndi betrumbæta tónsmiðar þeirra til mikilla muna. Þetta er brynt nauðsynjamál og verður örugg- lega unnið sterklega að þvi i framtiðinni, sagði Sverrir Garðarsson, formaður FIH, að lokum. ó.vald. Þrettán blásarar eru með FtH-hljómsveitinni. G.E. tók meðfylgjandi myndir á æfingu á mánudagskvöldið, þegar allir voru komnir I nýju búningana. Nú er það spurningin hvort FtH tekst að halda hljóm- sveitinni gangandi. 1 henni er næstum helmingur sinfóniuiiljómsveitar- menn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.