Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. júli 1973. 'tMínjn Opið bréf til Sveinbjarnar Dag- finnssonar, rdðuneytisstjóra, og fisksjúkdómanefndar LAUGARDAGINN 7. júlí birti dagblaðið Timinn viðtal við ráðu- neytisstjóra hr. Sveinbjörn Dag- finnsson, varðandi hið mikla fjár- hagstjón, sem undirritaður varð fyrir, þegar eyðilögð voru útflutn- ingsverðmæti fyrir allt að 3 millj. króna, en hér var um að ræða regbogasiiungshrogn, sem búið var að selja á erlendan markað, en eftirspurn er mikil eftir þess- ari vöru. Þar sem ráðuneytisstjórinn lætur i té mjög ónákvæmar og villandi upplýsingar í þessu máli, vil ég koma á framfæri, fyrir al- menningssjónir, hvernig á þess- um málum hefir verið haldið af opinberum embættismönnum mörg undanfarin ár. Fiskræktastöðin að Laxalóni hóf starfsemi érið 1951. Það ár voru flutt til landsins regnboga- silungshrogn með leyfi landbún- aðarráðuneytisir.s og undir eftir- liti embættismanna ríkisins, þeirra dr. Árna Friðrikssonar, fiskifræðings, og dr. Hermanns Einarssonar fiskifræðings, og mun enginn, sem þekkti til starfa þessara mætu manna, vanmeta störf þeirra. Frá árinu 1951 var fiskræktar- stöðin opin hverjum þeim aðila, sem lögum samkvæmt bar að annast þetta heilbrigðiseftirlit var veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson, en árið 1970 tók til starfa samkvæmt lögum fisk- sjúkdómanefnd. Ég vil upplýsa, að mér er ekki kunnugt um það, að Þór Guðjóns- son hefi komið i fiskræktarstöðina þessi 18 ár, til að athuga hvort um sjúkdóma væri þar að ræða. Þrátt fyrir þessa vanrækslu i starfi, staðhæfir hann að um smitnæma sjúkdóma sé að ræða. Á opinberum vettvangi hefir Þór Guðjónsson upplýst að hann hafi ekki þekkingu á fisksjúkdómum. Það skal tekið fram, að i fisk- ræktarstöðinni á Laxalóni hefir aldrei orðið vart við smitnæma sjúkdóma. Árið 1970 var lögum um lax og silungsveiði breytt. 1 nefndum lögum er grein 75 þannig orðrétt: „Ráðherra fer með yfirstjórn fisksjúkdómamála. Honum til að- stoðar er fisksjúkdómanefnd, en i hennieiga sæti yfirdýralæknir, og sé hann formaður, veiðimála- stjóri og forstöðumaður Til- raunarstöðvar Háskólans i meinafræði að Keldum. Hún skal hafa forgöngu um fisksjúkdóma- rannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðgerðir til varnar gegn útbreiðslu fisksjúkdóma, sem getur um i kafla þessum, og annað er að fisksjúkdómum lýtur”. Væntanlega gerir ráðuneytis- stjóri sér fulla grein fyrir þvi, að undirritaður getur ekki snúið sér til annarra aðila, en þeirra, sem samkvæmt landslögum ber að uppfylla ákveðin lagafyrirmæli viðkomandi fisksjúkdómum. Ég vil leyfa mér að upplýsa hvernig á þessum málum hefir verið haldið frá hendi land- búnaðarráðuneytisins og fisk- sjúkdómanefndar. Með bréfi dagsettu 2. marz 1971 til formanns fisksjúkdómanefnd- ar, fór ég þess á leit að eftirlit varðandi smitnæma sjúkdóma yrði framkvæmt i fiskræktar- stöðinni að Laxalóni. Þess var getið i nefndu bréfi, að erlendir aðilar, sem vildu kaupa hrogn eða seiði óskuðu eftir heilbrigðisvott- orðum, þegar varan yrði afgreidd til þeirra. Fisksjúkdómanefnd hefir ekki enn svarað þessu bréfi minu. Með bréfi dagsettu 12. janúar 1972 skrifaði undirritaður landbúnaðarráðuneytinu og tjáði þvi að honum hefði borizt erlendis frá tilboð um kaup á öllu þvi magni af regnbogasilungshrogn- um, sem fiskeldisstöðin gæti Fyrsta flokks þjónusta Hótel Bifröst býður yður mat og gistingu í hinum fagra Borgarfirði — Hvort sem leið yðar liggur: Vestur, austur, norður eða suður — þó er Hótel Bifröst sjólfsagður óningastaður sem veitir fyrsta flokks þjónustu — ó verði við allra hæfi Máltið frá kl. 250-870 (Dinner) Herbergi: Eins manna Tveggja manna Tveggja manna Þriggja manna Verðkr. 995 1117 1490 með baði 1862 með baði Verið velkominn að Hótel Bifröst 7 framleitt. 1 nefndu bréfi óskaði undirritaður eftir þvi að ráðu- neytið beitti sér fyrir því að tilskilin heilbrigðisvottorð yrðu veitt vegna þessa útflutnings. Landbúnaðarráðuneytið hefir ekki enn svarað þessu bréfi minu, um það hvort heilbrigðisvottorð fæst. Með bréfi dagsettu 28. mai 1973 til landbúnaðarráðuneytisins, hefir undirritaður óskað þess að erlendur sérfræðingur yrði feng- inn hingað til lands, til þess að rannsaka heilbrigði fiskjar i fisk- eldisstöðinni að Laxalóni. Undir- ritaður hefir tjáð sig fúsan til þess að greiða helming þess kostnaðar, sem af þvi leiddi, til jafns við ráðuneytið. Ráðuneytið upplýsir, að gert verði það, sem unnt er til að hraða þvi að kornaá samvinnu við erlenda aðila um veirurannsóknir á hrognum og seiðum úr islenzkum eldis- stöðvum, þannig að hægt sé að hafa sem fullkomnast. Undir- ritaður skilur þessar upplýsingar ráðuneytisins þannig, að viður- kennt sé, að um vanrækslu sé að ræða, frá hendi opinberra emb- ættismanna, sem með þessi mál fara. Nú sér ráðuneytið ástæðu til þess að hraða rannsóknum varð- andi sjúkdóma, þegar stórkost- legt fjárhagslegt tjón hefir átt sér stað. Að minu áliti var lagaleg skylda ráðuneytisins og fisksjúk- dómanefndar fyrir hendi 1971 og 1972, en eins og fyrr getur, hefir bréfum varðandi eftirlit með sjúkdómum ekki verið svarað. Niðurstöður rannsókna á veiru- sjúkdómum er hægt að fá fram- kvæmdar erlendis innan 12 daga. Það mun vekja undrun allra, sem um þessi mál hugsa, að um langt árabil hefir lax frá fiskræktar- stöðinni á Laxalóni verið látinn i flestar laxár á landinu, at- hugasemdalaust varðandi fisk- sjúkdóma. Ég vil einnig vekja athygli á þvi, að beztu veiðiár landsins hafa undanfarin ár keypt sjó- göngulax og sumaralin laxaseiði frá fiskeldistöðinni að Laxalóni. Að lokum vil ég segja þetta: Vegna framkomu Þórs Guðjóns- sonar, veiðimálastjóra, sem embættismanns, hefir hann valdið fyrirtæki minu tjóni, sem nemur tugum milljóna króna. Verði ekki nú þegar breyting á stjórn fiskræktarmála i landinu, vil ég af fenginni reynslu vara við fjárfestingu einstaklinga i þessari atvinnugrein. Laxalóni, 25. júli 1973. Skúli Pálsson sokkabuxur Kröfuharðasti kaupandinn er unga stúlkan,sem velur sokkabuxur eftir útliti, öferð og tízku. Teen sokkabuxur eru gerðar eftir óskum nútímastúlkunnar. Teen sokkabuxur eru fyrir þær, sem vekja athygli ö vinnustað og þær, sem fylgja fízkunni á kvöldin. Teen tízkubuxur ungu stúlkunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.