Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 18
TÍMINN’ Þriðjudagur :n. júli 1973. STAÐAN Eftir leiki helgarinnar er nokk- urn veginn ljóst, að Keflvikingar verða Islandsmeistarar i ár, þar sem þeir hafa náð 5 stiga forskoti. Valur var eina félagið, sem átti möguleika á að ógna veldi þeirra. 1 2. deild er svipaða sögu aö segja. Þar eru Vikingar lang- sigurstranglegastir. Litum á stöðuna i 1. og 2. deild. 1. DEILD Heil umferö var leikin i 1. deildarkeppninni um helgina. Orslit uröu þessi: Fram—Vestmannaeyjar 0-2 Kefiavik—Valur 4-0 Akureyri—Breiöablik 3-1 KR—Akranes 3-1 Staöan er nú þannig: Keflavik 9 9 0 0 24-3 Valur IBV Akranes Akureyri KR Fram Breiöablik 9 0 1 2 22-15 9 6 0 3 18-10 9315 23-16 9 3 15 11-20 9315 9-17 9225 9-15 9 10 8 12-32 18 13 12 7 7 7 6 2 Markahæstu leikmenn eru nú: Ilermann Gunnarsson, Val 12 Teitur Þóröarson, Akranes, 9 Matthias Hallgrimsson, Ak. 8 Steinar Jóhannsson, Kelfav. 8 örn óskarsson, Vestmannaey. 7 2. DEILD Tveir leikir voru háöir I 2. deild á laugardaginn. Úrslit uröu þessi. Haukar—FH 1-5 Völsungur—ÞrótturN 3-0 Atli llcöinsson i fremstu vfglinu KR-inga í leiknum á sunnudag. Sigur KR-inga kom á óvart. (Tímamynd Gunnar). KR-ingar þoka sér burtu af hættusvæðinu í 1. deild — unnu óvæntan sigur gegn Akurnesingum, 3:1, og eru með 7 stig Staöan er nú þannig: Víkingur 9 8 0 1 28-6 16 Þróttur R 9 5 2 2 25-14 12 Völsungur 9 5 13 18-20 11 Armann 9 4 2 3 11-15 10 FH 8 4 2 3 21-12 10 Haukar 9 3 3 4 14-15 9 Selfoss 8 2 0 6 7-26 4 ÞrótturN 9 0 2 7 6-22 2 Hvað er góður knatt- spyrnuleikur? Það er ekki laust við, að þessi spurning hafi vaknað hjá ýmsum eftir að hafa séð leik KR og Akraness á sunnudagskvöld. Er það góður knattspyrnu- leikur, þegar tvö lið leika þannig knatt- spyrnu, að knötturinn gengur frá manni til manns, en strandar allt- af á vörninni, án þess að hætta skapist við mark? Eða er það góð knatt- spyrna, þegar mark- tækifæri eru mýmörg og mörg mörk skoruð og varnirnar ekki upp á það bezta? Sjálfsagt kjósa áhorfendúr síð- ari kostinn, og samkvæmt þvi var leikur KRog Akraness á Laugar- dalsvellinum góður leikur, þvi að ekki vantaði marktækifærin og spennuna við mörkin. Leiknum lauk 3:1 KR-ingum i vil, en hefði alveg eins getað endað með sigri Akraness. Kannski réði það úr- slitum i þessum leik, að KR-ingar voru „kandidatar” i fallsæti eins og Breiðablik og lögðu sig alla fram um það að hljóta sigur til að komast af hættusvæðinu, og eftir þennan leik er staða þeirra mun tryggari en áður. KR-ingar náðu forustu i leikn- um, áður en 10 minútur voru liðn- ar með marki Sigurðar Sævars, sem skallaði framhjá Davið Kristjánssyni, markverði Akra- ness. Siðar i hálfleiknum jafnaði Matthias Hallgrimsson með fallegum skallabolta. Atli Héðinsson, hinn marksækni miðherji KR, náði forustu fyrir KR i byrjun siðari hálfleiks, en þriðja og siðasta markið skoraði Jóhann, þegar 10 minútur voru eftir. Sóknarlotur Skagamanna voru oft mjög hættulegar, en það var lán KR, að Magnús Guðmundsson var i miklu stuði og varði meistaralega hvað eftir annað. Raunar má segja það sama um Davið, markvörð Akraness, hann varði vel, en hafði ekki eins góða vörn fyrir framan sig. Tvívegis á skurðarborðinu í ár — ætlar að leika í Evrópukeppni í september Fyrir utan hina sleitulausu sigur- göngu Keflvikinga i islandsmótinu hefur fátt vakið meiri at- hygli en það, hve illa íslandsmeisturunum siðan i fyrra, Fram, hefur gengið i mótinu, en liðið er nú i næst- neðsta sætinu. E.t.v. er ein skýringin á þvi, hve illa liðinu hefur vegnað sú, að Þorbergur Atlason mark- vörður hefur ekki leikið sið- ustu leiki liðsins, en hann hef- ur átt við meiðsli að striða og var skorinn nýlega upp við brjósklosi i hné, en i stað Þor- bergs hefur leikið kornungur markvörður úr 2. flokki, sem eðlilega hefur litla reynslu. Enda þótt þetta hafi verið annar uppskurðurinn, sem Þorbergur gengst undir á þessu ári, er hann ekki af baki dottinn. Hann er byrjaður að æfa aftur, og dvelst þessa dag- ana að Laugarvatni, þar sem hann stjórnar yngri aldurs- flokkum félagsins, og mun nota tækifærið til að æfa sig um leið. Takmark Þorbergs er að verða orðinn heill heilsu i september til að geta tekið þátt i Evrópubikarleikjum Fram gegn svissneska liðinu Basel. Ýmsum kann að þykja, að þarna sé djarflega teflt, og vist er um það, að mikinn viljastyrk þarf til að setja sér slikt mark eftir meiðsli eins og Þorbergur hefur átt við að striða, ekki einu sinni heldur tvisvar, á skömmum tfma. Það er kannski þessi vilja- styrkur, sem skilur á milli af- reksmannsins og meðal- mannsins i iþróttum? Þorbergur Atlason, t.h. sést hér i leik á Laugardalsvellin- um. Hann stefnir nú aö þvi aö geta lcikið aftur i septem- ber, þegar félag hans inætir svissneska liðinu Basel i Evrópubikarkeppninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.