Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. júli 1973. TÍMINN 13 bdLdbdCiJbJbdbJbdCfdbtlbJbtlbJbafcdfrAfrdbafcdfrababdbdbJbd Trúlofunarhringar Fjölbreytt úrval af gjafavörum úr gulli, silfri, pletti, tini o.fl. önnumst viðgerðir á skartgripum. Sendum gegn póstkröfu. Gullsmíðaverkstæði ólafs G. Jósefssonar Óðinsgötu 7 (Rafhahúsinu) ( Simi 20032 . IMMMVfítMMMMMPÍMMMMMMMPlMMMMMM .MMMMMMMMMMMMbdliilUMIídMMMMMbMilMIíil Já, þaö eru ótrúlegustu hlutir sem fylgja einni hrærivél. Brúöhjónin skoöa hér nokkra fylgihluti. næg. 1 vetur var hann mikið i þvi að flytja fisk frá verstöövunum norðan á Snæfellsnesinu, mest frá Grundarfirði og Ólafsvik, og til Akraness, þar sem fiskurinn var unninn. Einnig flutti hann tölu- vert magn af skelfiski á milli staöanna. I svona vinnu er ekki mikið farið eftir klukkunni eöa dagatalinu, unnið er jafnt á nóttu sem degi um helgar og virka daga. Það eina sem gildir er að bjarga verömætunum og koma þeim i vinnslu. Ég hefi i rauninni haft svo mikið að gera að und- anförnu, að ég hef ekki mátt vera aö þvi aö raka mig, segir Pálmi og brosir, þannig að tennurnar sjást'. gegnum allan skeggvöxt- inn. — Er ekki svona mikil vinna þreytandi til lengdar. Þið hafið varla mikinn tima aflögu fyrir ykkur sjálf? — Jú vissulega, segir Helga. En við erum bæöi sammála um að leggja mikið á okkur fyrstu ár- in til þess að geta komiö okkur vel fyrir, þannig að það dregur úr leiðanum. Núna höfum viö fengið lóð hér á Akranesi og ætlum okk- ur að reisa þar nýtt tvibýlishús ásamt kunningjafólki okkar. Til þess að þetta geti orðið að veru- leika verðum við að leggja hart að okkur enn um sinn, en vonandi koma þeir timar þegar hægist um hjá okkur, þannig að við getum notið lifsins saman. Erfitt aö koma barninu fyrir. — Hvernig hafið þið farið að með barnið, þegar þið vinnið svona mikið. Gátuð þið komið barninu á barnaheimili strax? — Þetta hefur verið mikið vandamál, en sem betur fer eig- um við skilningsrika foreldra, sem hafa verið hjálpiegir við aö gæta barnsins. Þegar strákurinn varð tveggja ára komum við hon- um á barnaheimili, en engin stofnun á Akranesi tekur við börnum, sem eru yngri en tveggja ára. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og þá sérstak- lega á miklum útgerðarstað eins og Akranesi, sem mjög þarf á vinnukrafti húsmæðra bæjarins að halda við fiskvinnsluna. Mitt álit er, segir Helga, að bygging sliks heimilis ætti að hafa algeran forgang meöal framkvæmda á vegum bæjarfélagsins, Nú er ver- ið aö reisa hér bókhlöðu, byggða- safn, fþróttahús, elliheimili og margar aörar byggingar, sem að visu eru allar góöra gjalda verð- ar, en mér finnst það alger fá- sinna að koma ekki meira til móts við þær húsmæður, sem eiga ung börn. væru á að framleiðslu þessara véla yrði hætt næstu fimmtiu ár- in. Aöalkosturinn við slikar óum- breytanlegar, hrærivélar er að sjálfsögðu sá, að þá er allsendis óþarft að hafa áhyggjur af þvi að hætt verði að framleiöa fylgihluti, sem geröu það að verkum að auð- velt var að nota hrærivélina sem hakkavél eða salatstilbúningsvél eða yfirleitt hvað sem hugsazt gat. Brúðhjónin völdu nokkra af þessum fylgihlutum, en gáfu sið- an i skyn að liklega kæmu þau aftur siðar, til að tryggja sér fleiri gerðir fylgihluta. Vöfflujárniö var sem betur fer ekki jafn flókinn hiutur og hræri- vélin, enda er það vist af árgerö- inni 1973. Að visu virðast allar lik- ur á þvi að vöfflurnar, sem úr þvi koma muni veröa ferhyrndar, en ekki kringlóttar eins og blaöa- maðurinn á þó að venjast, en að öðru leyti kom þaö ekki sérstak- lega á óvart. Þegar þessum viðskiptum var lokið var haldið út i sólina að nýju og mer.n voru glaöir i bragði, þvi til stóð að snæða kvöldverð i Naustinu, en veitingahúsið haföi verið svo vingjarnlegt að bjóða brúöhjónunum i mat. Þvi miður fórst þessi kvöldverður fyrir aö sinni, þvi við Timamenn höfðum ekki gætt þess að tilkynna komu okkar nægilega timanlega og þar sem Naustið er vinsæll og eftir- sóttur staður dugar ekkert að hringja á miðju sumri og segja: ég er aö koma. Hins vegar stend- ur boð Naustsins enn, þannig að brúðhjón mánaðarins munu nota tækifæriö næst þegar þau eiga leiö til Reykjavikur og neyta dýr- indis kvöldveröar I Naustinu. Matthias Kristjánsson, deildarstjóri i véladcild SiS, sýnir þeim Helgu <>g Hálma hrærivélína. Akranes er góður staður — Hvernig er með ungt fólk frá Akranesi. Er algengt að það flytj- ist úr bænum þegar þaö fer að nálgast þann aldur, að þurfa að sjá um sig sjálft? — Þetta var mjög áberandi á Akranesi fyrir fáum árum, segir Pálmi. Sérstaklega átti þetta við um það unga fólk, sem fór út i framhaldsnám. Atvinnumögu- leikar þess I bænum voru heldur takmarkaðir, þannig að margir kusu að setjast að á höfuðborgar- svæöinu. Akranes bar þessa greinileg merki, þvi fólksfjölgun I bænum var svo til engin, um margra ára skeið. Nú held ég aö viðhorfin séu að mörgu leyti breytt og unga fólkið, sem hér hefur alizt upp tekur sér bólfestu hérna i rikari mæli en áður. Þar kemur margt til. M.a. er atvinnu- lif á Akranesi öflugra og fjölþætt- ara en áður, þannig að flestir geta fengið vinnu viö sitt hæfi. Einnig hefur félagsaðstaða farið batn- andi og annað það, sem ungt fólk leggur áherzlu á nú á timum. 1 þessu sambandi er einnig rétt aö benda á að likur eru á að málm blendiverksmiðja verði reist við Hvalfjörðinn, ekki langt frá Akranesi, og má reikna með þvi að hún auki ennn á atvinnuna i bænum. Hrærivél og vöfflujárn — Nú eruð þiö búin aö koma ykkur upp ibúð og eruð með aöra I bigerð. Ykkur finnst þá kannski ekki mikiö til tuttugu og fimm þúsund krónanna, sem þiö fáið frá Timanum i brúðkaupsgjöf, koma? — Ljóst var að brúðhjónin voru hér á allt annarri skoðun. Þvert á móti bentu þau blaðamanninum á þaö og einmitt vegna þess hversu mikiö þau hefðu á prjónunum, þyrftu þau verulega á peningum að halda. Þvi vaknaði spurningin, hvað ætlið þið að kaupa fyrir pen- ingana? — Við höfum eftir mikil heila- brot komizt að þeirri niðurstöðu, að við ætlum að kaupa okkur hrærivél og vöfflujárn. Einnig höföum viö hug á að kaupa okkur útvarpstæki, en ljóst er að pen- ingarnir hrökkva ekki fyrir því. Fyrst þessi ákvörðun haföi ver- ið tekin var ekki annað eftir en að flýta sér inn i véladeild Sam- bandsins i Armúlanum og fá að lita á hina útvöldu gripi. 1 ljós kom að hrærivélin var af geröinni Kitchenaid, sem mun þýða eld- húshjálp, mikil og voldug hræri- vél. Deildarstjórinn i Véladeild- inni, Matthias Kristjánsson, lýsti kostum gripsins og upplýsti þá m.a. aö þessi tegund hrærivéla hefði verið framleidd svo til óbreytt allt frá árinu 1927. Aö visu heföu verið gerðar á henni ýmsar endurbætur, svo sem settur I hana sterkari mótor og annaö slikt en útlitið væri enn nokkurn veginn það sama og það var fyrir nær hálfri öld siöan. Þetta sýndi betur en flest annað hversu klass- iskur gripur þessi hrærivél væri og siöan fullvissaði hann brúö- hjónin, blaöamanninn og ljós- myndarann um, aö engar likur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.