Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 31. júll 1973. UR ! URvali Formót og umdæmis þing Rótaryklúbba Ufl OG SKARTGRIPIR KORNELlUS JONSSON SKÖLAV0RÐUSTIG8 BANKASTRÆTI6 18588-18600 A myndinni eru, taliö frá vinstri: Ólafur Guömundsson umdæmisstjóri, Ove Arkil, fulltrúi forseta Itotary International, Ilelge Sem-Jacobsen, fulltrúi norrænu umdæmanna, Hjörtur Eiríksson, verðandi umdæmisstjóri og Valgarö Thoroddsen, umdæmisstjóraefni 1974-1975. Framkomu ÍSÍ í vínsölu- mólum mótmælt Mælt með FORMÓT og 26. umdæmisþing islenzku Rótarýklúbbanna, var haldiö að Laugarvatni dagana 22. og 23. júni s.l. undir stjórn um- dæmisstjóra, Ólafs Guömunds- sonar, bankaútibústjóra i Stykkishólmi. Rótarýklúbbarnir i Ólafsvik og Stykkishólmi sáu um allan undir- búning þingsins, en formaður undirbúningsnefndar var séra Hjalti Guðmundsson, sóknar- prestur i Stykkishólmi. Þingið var fjölsótt og voru þátt- takendur alls um 170, að með- töldum gestum. Sérstakur fulltrúi Rotary International, Ove Arkil frá Haderslev i Danmörku sat þingið ásamt konu sinni. Ellen. Þá var og mættur fulltrúi frá nor- rænu umdæmunum, Helge Sem- Jacobsen frá Osló og kona hans, Helene. Fluttu þeir báðir ávörp o g kveðjur. Fyrri daginn fór formótið fram, en það er haldið til þess að kynna viðtakandi forsetum og riturum starfið. Umræðustjórar voru séra Hjalti Guðmundsson og Alexander Stefánsson, oddviti i Ólafsvik. Umdæmisþingið fór fram seinni daginn. Það hófst með ávörpum og kveðjum, ársskýrslu umdæmisstjóra og reikningum s.l. Rótaryárs. Síðan var sérstak- ur þáttur á dagskrá, sem helgað- ur var Vestmannaeyjum: Har- aldur Guðnason, fyrrverandi um- dæmisstjóri bókavörður i Vest- mannaeyjum, flutti ræðu og sýnd var ný kvikmynd af eldsumbort- unum i Vestmannaeyjum, sem gerð var af Ernst Kettler o.fl. Ætlunin er, siðar meir, að senda eintök af þessari kvikmynd til sýningar i Rótarýklúbbum á Norðurlöndum, en þeir hafa safn- að allverulegri upphæð til upp- byggingar i Vestmannaeyjum. Valgarð Thoroddsen var kjörinn umdæmisstjóri fyrir Rótarý árið 1974-1975. Þingið samþykkti að senda kveðjur til nýstofnaðs Innrahjóls- klúbbs i Reykjavik, sem er klúbbur eiginkvenna Rótarý- félaga á Reykjavikursvæðinu. Þinginu lauk með kvöldfagnaði, sem Alexander Stefánsson oddviti i Ólafsvik, stjórnaði. Vil- hjálmur Þ. Gislason hélt aðal- ræðu kvöldsins og Ólafur Guð- mundsson setti viðtakandi um- dæmisstjóra Hjört Eiriksson frkvstj. á Akureyri inn i embætti. Hjörtur er ásamt konu sinni, Þor- gerði Arnadóttur, nýkominn frá fræðslumóti i Lake Placid i Bandarikjunum og allsherjaþingi Rótarýfélaga i Lausanne i Sviss. Sunnudaginn 24. júni óku móts- gestir til Skálholts og hlýddu messu hjá séra Hjalta Guð- mundssyni, en að henni lokinni hélt hver til sins heima. Húsnæðismiðlun forgangsrétti strætisvagna framhaldsskólanema BINDINDISFÉLAG ökumanna liefur sent blaöinu svolátandi samþykktir, er það hefur gert: „Stjórn BFÖ telur, að með þvi að heimila vinveitingar á þeim eina degi vikunnar, miðvikudegi, sem vera átti „þurr dagur”, sé enn eitt óheillaspor stigið i undan- látssemi við áfengisneytendur, sem allsstaðar vilja óhindraða áfengissölu meö öllum hörmung- um, sem henni eru samfara. Það verður að teljast stór- furðulegt, að l.S.l., sem ætla mætti aö hafa ætti aö kjörorði: „heilbrigð sál i hraust- um likama”, skuli með þessi vera beinn eða óbeinn aðili að aukinni áfengisneyzlu.” „Stjórn Bindindisfélags ökumanna lýsir stuðningi sínum við framkomna beiðni frá Strætisvögnum Reykjavikur, um að vagnarnir hafi forgangsrétt i umferðinni, er þeir aka frá bið- stöðvunum, enda verði forgangur þessi greinilega gefinn til kynna með stefnumerkjum og vel auglýstur aftan á vögnunum. Stjórn BFÖ telur að ákveönar reglur umþennan forgang vagn- anna dragi úr slysahættu i um- ferðinni, vegna þess að nú þegar veita sumir ökumenn vögnunum þennan forgang, en aðrir ekki. Stjórn BFÖ telur mikilvægt að Strætisvögnunum verði gert auðvelt að komast leiðar sinnar, þar sem þeir veita þorra almennings mikilvæga þjón- ustu.” A HVERJU hausti fiykkist stór hópur námsmanna utan af lands- byggðinni til Reykjavikur, til þess aö leggja stund á nám viö einhverja menntastofnunina I borginni. Flestir þessir nemendur sækja til höfuðborgarinnar vegna þess aö þeir eiga ekki annars kost, þær menntastofnanir sem þeir vilja sækja fyrirfinnast ekki I heimabyggöinni. t Reykjavik eru margir sérskólar, sem ekki eru starfræktir annars staðar á landinu og má i þvi sambandi minna á Verzlunarskólann, Kennaraskólannt Tækniskólann, Hjúkrunarskólann og svo auövitaö Háskólann. Dreifbýlis- menn, sem vilja njóta menntunar i einhverjum þessara skóla, eiga ekki annars kost, en aöfiytja til Reykjavikur á meöan á náminu stendur. Undanfarin ár hefur borið mjög á þeim vanda aö dreifbýlis nemendurnir hafa átt erfitt með að afla sér hentugs húsnæðis á meöan á námstímanum stendur. Stafar þessi vandi bæði af þvi, aö leigumarkaðurinn i Reykjavik, er þegar yfirfullur og svo hinu að nemendum utan af landi, sem til Reykjavikur sækja hefur fjölgað að mun. Ætla má að á þessu hausti verði þessi vandi sérlega mikill, þar eð þrengst hefur veru- lega á húsnæðismarkaðinum i Reykjavik i vetur, vegna jarðeldanna i Vestmannaeyjum. Segja má, að allt ibúðarhæft húsnæði á höfuðborgarsvæðinu sé fullnýtt. Vegna þessa fyrirsjáanlega vanda hafa fjölmennustu náms- mannasamtökin ákveðið að koma á fót Húsnæðismiðlun framhalds- skólanema. Námsmannasamtök- in, sem að Húsnæðismiðluninni standa eru, Iönnemasambands Islands, Landssamband islenzkra menntaskólanema, Stúdentaráð Háskólans, Samtök Kennara- nema og Nemendafélag Verzlunarskólans. Verður megin- verkefni Húsnæðismiðlunarinnar aö kanna þörf nemenda fram- haldsskólanna á Reykjavikur- svæðinu á húsnæöi og vinna siðan að lausn á vandanum. Fulltrúar Húsnæðismiðlunar- innar hafa átt viðræður við Magnús Torfa ólafsson mennta- málaráðherra um málið, og verð- ur leitazt við að vinna að fram- gangi málsins I samvinnu við hann. Húsnæðismiðlunin opnaði skrif- stofu á mánudag i Stúdentaheim- ilinu við Hringbraut og verður hún opin frá klukkan 17 til 20 fyrst um sinn, frá mánudegi til föstu- dags. Simi miðlunarinnar er 26563. Það eru tilmæli forráða- manna Húsnæðismiðlunarinnar, að það fólk utan af landi, er hygg- ur á nám i Reykjavik i vetur og hefur ekki getað aflað sér hús- næðis, hafi samband við skrifstof- una og láti skrá sig sem allra fyrst. —gj- Forráðamenn Húsnæöismiölunarinnar á fundi meö fréttamönnum. Frá vinstri Erling ólafsson (SHI), Kristinn Sigurjónsson (LÍM) Sigtryggur Jónsson (VI), Tryggvi Gunnarsson (SÍKN), Kjartan Gunnars- son (LIM) og Þorbjörn Guömundsson (INSÍ). Tímamynd Gunnar. Námskeið fyrir stjórn. endur þungavinnuvéla Mánudaginn 10. september næstkomandi hefst í KEFLAVÍK námskeið fyrir stjórnendur þungavinnu- véla, samanber aðalsamning verka- mannafélaganna og vinnuveitenda frá 8. april 1972. Skráning þátttakenda fer fram á skrif- stofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur, Faxabraut 2, simi 2085, og skrifstofu Vinnuveitendafélags Keflavikur, Oliusamlagshúsinu við Vikur- braut, simi 2121. Þátttökuskilyrði eru, að hlutaðeigandi hafi unnið á tæki — jarðýtu, gröfu eða krana — i a.m.k. 18 mánuði, og hafi skirteini öryggiseftirlits rikisins um vinnu á slikum vélum. Námskeiðið stendur i 2 vikur (a.m.k. 80 klst.) alla virka daga. Þáttökugjald er kr. 3000.00. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofum ofangreindra samtaka og i iðnaðarráðuney tinu. Stjórn námskciðanna. Sætaáklæði Höfum fyrirliggjandi áklæði á allar tegundir Volkswagen, Moskowich og Ford Cortina. Afgreiðum einnig með stuttum fyrirvara allar tegundir bifreiða. Póstsendum um land allt. CANDELLA H.F. Ilöfðatúni 4 — Reykjavik — Simar 1-24-65 og 10-4-70 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.