Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Priðjudagur 31. júli 1973. Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing Magnúsar Asgeirssonar ekki annað en brosað, þegar hún hugsar um þetta. Það skiptir minnstu hvernig maður finnur til þess, — fallegt er það samt. Yndislegt! Nú er hann þarna i raun og veru hann Dengsi litli, og nú verður að láta hann finna það, að hans sé vænzt meö fögnuði og allt sé búið i haginn fyrir hann. Pússer heldur áfram að staga i sokkana. Það er barið að dyrum og frú Pinneberg stingur inn úfnu höfðinu vist i fimmta skipti i dag og spyr eftir Hannesi. Hún ræður sér ekki af óþreygju eftir húsa- leigunni, og hún getur ekki stillt sig um að gefa i skyn dálitið ill- kvittnislega, að nú hljdti hann að hafa farið á það, úr þvi að hann er ekki kominn enn þá. Pússer heldur áfram að staga. Dyrabjöllunni er hringt. Skyldi þetta vera hann? Nei, það er nátt- úrlega einhver, sem ætlar að finna tengdamóður hennar, og þá er hún ekki of góð til að opna sjálf. En þegar enginn kemur, fer Pússer sjálf fram i forstofuna. Frú Mia gægist hálfklædd og hálf- máluð i gegn um borstofudyrnar. ,,Ef það er einhver, sem ætlar að finna mig. Emma þá visaðu hon- um inn i litlu stofuna. Ég er báð- um alveg til’. ,,Já: ég á að minnsta kosti ekki von á neinum heimsóknum”, seg- ir Pússer, og þegar bjallan hring- ir i þriðja skipti, opnar hún og stendur þá augliti til auglitis við hávaxinn karlmann, dökkan á brún og brá, sem segir brosandi i spurnarrómi: „Frú Pinneberg?” Pússer visar honum inn i litlu stofuna og segir að frú Pinne- bergkomi rétt strax, og er alveg að fara, þegar maðurinn spyr eft- ir herra Pinneberg. Það er alveg komið fram á varirnar á henni að segja að hann sé dáinn fyrir löngu siðan, þegar maðurinn bætir við með sama brosinu og áður: ,,Já, hann fór nefnilega úr búðinni klukkan fjögur, en áður hafði hann boðið mér hingað heim i kvöld. Ég heiti Heilbutt”. „Guö minn góður! Eruð þér Heilbutt! ” segir Pússer og verður svo orðlaus af skelfingu: Hvernig verður þetta með kvöldmatinn? Og hann fór úr búðinni klukkan fjögur! Hvað hefir orðið af hon- um? Kvöldmatur! Nú kemur tengdamóðir hennar vist æðandi aftur.------- „Já, ég er Heilbutt”, segir maðurinn enn á ný og er hinn þol- inmóðasti. „Ég veit ekki hvað þér megið halda um mig”, segir Pússer. „Nei, það þýðir auðvitað ekkert að vera að skrökva að yður. — t fyrsta lagi hélt ég að þér ætluðuö til tengdamóður minnar, þvi að hún heitir lika Pinneberg----”, „Já, það get ég skilið”, segir Heilbutt og brosir ánægjulega. „Og i öðru lagi hefir Hannes ekkert nefnt það við mig, að hann ætlaði að bjóða yður heim i kvöld og þess vegna 'kom þetta fát á mig”. „Það var nú ekki til að hafa orð á”, sagði Heilbutt af sinni venju- legu kurteisi. ,,0g i þriðja lagi skil ég ekki hvers vegna hann hefir farið úr búðinni strax klukkan fjögur, og er þó ekki kominn heim ennþá”. 1 sama vetfangi opnast byrnar og frú Mia Pinneberg siglir inn með sinu bliðasta brosi og vindur sér beint að Heilbutt. „Þér eruð herra Siebold, sem hringdi i dag út af auglýsingunni minni, þykist ég vita. Ef þúvild- ir gera svo vel, Emma —.” I’ússer er einmitt að skýra frá þvi, að Heilbutt sé einn af sam- verkamönnum Hannesar og sé kominn i heimsókn til hans og frú Mia litur einmitt til hins glæsilega vel búna, unga manns með sinu seiðþrungnasta brosi, þegar for- stofuhurðinni er ýtt upp, hægt og hljóðlega. 1 dyrunum standa Ilannes og sendill frá Himmlisch með búningsborðið á milli sin. Andlitið á Hannesi ljómar af á- reynslu og aðdáun. „Gott kvöld, mamma! Gott kvöld, Heilbutt! Hvað það er ánægjulegt, að þér skulið strax komnir. Góða kvöld- ið, Pússer! A hvað ert þú að horfa? Við vorum rétt orðnir und- ir sporvagni á Alexanderplatz. Það hefir kostað blóð og svita að komasl alla leiö heim með það. Opnaöu dyrnar að stofunni okkar”. „Nú hafið þið þó skildingaráð börnin góð”, segir frú Mia i feg- insrómi. En hvað i ósköpunum ætlið þið að gera við þetta hár- greiðsluoorð á þessum timum, þegar við göngum allar stutt- klipptar! ” En Pinneberg heyrir ekkert. Hann hefir fyrst eignazt og unnið þetta húsgagn til fullnustu eftir að hafa ýtt þvi og dregið það gegnum alla götuumferðina i Berlin. „Við skulum láta það hérna i hornið, meistari”, segir hann við rauð- nefjaða lærlinginn. „Svona, dálit- ið á ská, þá fellur ljósið betur á það. Og siðan Skulum við sækja spegilinn niður. Afsakiö mig eitt augnablik, Heilbutt. Þetta er kon- an min! ” segir hann og dettur allt i einu i hug að hann þurfi að kynna þau: „Hvernig lizt yður á hana?” Og siðan þýtur hann niður stigann á eftir sendlinum. „Jæja, þá dreg ég mig dálitið i hlé, segir frú Mia. ,,Þú verður vist lika að fara að hugsa um mið- degismatinn, Emma. Ef ég get eitthvað hjálpað, er það velkom- ið”. „Guð minn góður, já, kvöld- matinn, segir Pússer i örvænt- ingu. En Heilbutt tekur mjúklega um handlegginn á henni og fullvissar hana um að það sé sannarlega ekki matarins vegna, að hann er kominn. Og siðan kemur Hannes með spegílinn og hún fær annað umhugsunarefni, þvi að Hannes er ekki með sjálfum sér i kvöld. Hann neyðir hana með hinum mesta myndugleika til að fara i rauðrósóttu baðkápuna og lætur hana koma fram fyrir spegilinn, og meðan að Heilbutt af hæversku sinni segir ýms lofsyrði um hina fallegu mynd i speglinum, virðir Pinneberg konuna sina sjálf og myndina af henni i speglinum fyrir sér á vixl og segir frá þvi með aðdáun, blygðun og yfirlæti, hvernig hann hafi dreymt um að sjá hana sitja fyrir framan þetta búningsborð. Hann er einmitt i þann veginn að skýra það ræki- lega fyrir Heilbutt, sem hlutar á þetta allt með stökustu þolin- mæði, hve ákaflega misjafnir speglar geti verið, þegar frú Mia kemur aftur og biður Hanna sinn i guðanna bænum að koma fram allra snöggvast. Manni gæti jafn- vel dottið i hug, að það væri kviknað i húsinu. „Mamma þin vill vist fá leig- una”, segir Pússer. „Látum mömmu eiga sig”, segir hann gremjulega og skugga dregur skyndilega yfir andlitið, sem áður var svo glaðlegt. „Hún skal ekki vera með nein látalæti. Hún fær það, sem henni ber”.' „Já, drengur, en mamma þin heldur auðvitað, að við höfum fullar hendur fjár, úr þvi að við höfum keypt þetta búningsborð — — og Mandel hlýtur lika að borga vel, er það ekki, Heilbutt?” „Vel?” Heilbutt svarar dræm- lega. „Það er nú eftir þvi hvernig á það er litið. Og svona búnings- borð fæst áreiðanlega varla undir sextiu mörkum”. „Sextiu! Eruö þér frá yður, Heilbutt”, segir Pinneberg i æs- ingu. Svo tekur hann eftir þvi, að Pússer horfir á hann. „Fyrirgef- ið, Heilbutt, þér gátuð auðvitað ekki vitað — ,,0g siðan segir hann i háum rómi: „Nú skulum við yfirleitt ekki tala meira um pen- inga i kvöld, heldur öll fara út i eldhúsið og fá okkur eitthvað að borða. Ég er að minnsta kosti orðinn banhungraður. ,,Já, Hannes”, segir Pússer og iitur á hann. „Eins og þú vilt”. Og siðan ganga þau fram i eldhúsið. Hjúskaparlíf Pinnebergs hjónanna. Móðir og sonur. Jach- mann cr stöðugt bjargvættur ungu hjónanna. Það er komin nótt. Pinneberg og Pússer ætla að fara að hátta. Pinneberg atklæöir sig hægt og rólega og skotrar öðru hvoru aug- unum til Pússer, sem háttar sig á svipstundu. Hann andvarpar og 1462 Lárétt 1) Bolvar.- 5) Tal - 7) Eldivið- ur,- 9) Kraftur,- 11) Ess.- 12) Röð.- 13) Tré,- 15) Mjólkur- mat - 16) Hulduveru,- 18) Sjónleysi. Lóðrétt 1) Kóngur.- 2) t kýrvömb,- 3) Númer,- 4) Skel,- 6) Þungaða.- 8) Reyki,- 10) Höfuðfat - 14) Grænmeti.- 15) Hitunartæki - 17) 51.- Ráðning á gátu No. 1461 Lárétt 1) Piltur,- 5) Osp - 7) Arg,- 9) Sál.-ll) Tá,-12) TU.- 13) Asa,- 15) Nag.- 16) Una.- 18) Prammi.- Lóðrétt 1) Platar,- 2) Lög,- 3) TS,- 4) Ups,- 6) Gluggi.- 8) Rás,- 10) Átá,- 14) Aur,- 15) Nam,- 17) Na.- ~ÆJf Vel hitt. Ef pokinn væri ljón, væri það f. dautt. Stundum þuríum Svo drögum við l jónið ut ^ á veginn og allir halda að . Jói hafi gert þetta i einu ' Hvers vegna hrjóta örvar og kúlur af honum? lill lilfflH i i ÞRIÐJUDAGUR 31. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.115 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45: Séra Ingólfur Guðmundsson flyt- ur. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.34: Heiðdis Norðfjörð heldur áfram lestri sögunn- ar um „Hönnu Mariu og villingana” eftir Magneu frá Kleifum (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Halldór Gislason efnaverkfræðingur talar um nýtingu og gæði sjávarafla. Morgunpopp kl. 10.40: Joe Cocker syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljómplöturabb (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskráin Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Síðdegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Ferguson. Þýðandinn Axel Thorsteinson les (21). 15.00 Miödegistónleikar: Svissnesk tónlist. Útvarps- hljómsveitin i Genf leikur þætti úr óperunni „Mac- beth” eftir Ernst Bloch og „Musik fur Orchester” op. 35 eftir Volkmar Andreae, Pierre Colombo stjórnar. André Jaunet og André Raoult leika með Collegium Muzicum i Zurich Konsert fyrir flautu, enskt horn og strengjasveit eftir Honegg- er, Poul Sacher stjórnar. Andrian Aeschbacher leikur á pianó 4 etýður op. 26 eftir Walter Lang. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismál. Jón Baldur Sigurðsson náttúr- fræðingur talar um lifríki leirunnar. 19.50 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 íþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Skúmaskot. Svipast um á Signubökkum. Hrafn Gunnlaugsson ræðir við Halldór Dungal um Paris áranna 1926-1928, annar áfangi. 21.30 Fiðluleikur. Jascha Heifets leikur lög eftir Sara- sate, Ponce, Rakhmaninoff, Kroll, Achron og Godowsky. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. 22.35 Harmóníkulög. Reynir Jónasson leikur vinsæl lög. 22.55 A hljóðbergi Claire Bloom les tvö ensk ævin- týri: Tötrabrúðurin og Heimski Pétur. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.