Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Þriöjudagur 31. júli 1973.
snRnn::
!•■■■■■■•■■■■■■■■■•••■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■*
::
::
■■
::
KLEPPS-
FÖRIN
FYRIR nokkru rakti Vilmundur
Gylfason i útvarpinu atburöi
ýmsa, sem ur&u i kringum 1930.
Meöalþess, sembarágóma, var
„stóra bomban” svonefnda,
þegar læknar úr Sjálfstæðis-
flokknum geröu Jónasi Jónssyni
frá Hriflu, þáverandi dómsmála-
ráöherra, aöför og vildu úrskuröa
hann geðveikan. Þrennt er þaö,
sem f minnum er haft, er þá var
sagt og skrifað, og er þaö Stóra
bomban, grein Jónasar sjálfs,
gr.ein Halldórs Kiljans Laxness er
bar fram þá ósk fyrir hönd
þjóöarinnar, aö hún eignaöist
sem flesta menn vitlausa, ef
Jónas væri þaö, og loks kvæöiö
Kleppsförin, sem birtist i Spegl-
inum, og fjöldi miöaldra manna
kann enn aö minnsta kosti tals-
vert hrafl úr. Þetta kvæöi flaug
um land allt, jafnskjótt og þaö
birtist, og þótti mikiö ágæti. Vil-
mundur gat þessa kvæöis ekki,
liklega vegna þess, aö hann hefur
ekki rekiö minni til þess fyrir
æsku sakir. Leyfir Timinn sér aö
birta þaö hér fóiki til skemmt-
unar á nýjan leik, fjörutiu og
þrem árum eftir aö þaö var ort.
titla bomban.
::
M
■■
■■
■■
y
i
n
:n»:n»u»HHK»»:
::K::::::n:n:nn:n:::::::::::::::::::::::n:::::::::::::::::
Stúlkur, látið ekki útþrána
hlaupa með ykkur í gönur!
Misjöfn reynsla af ,,au pair" störfum
Undanfarin ár hafa
verið brögð að þvi að
starfskraftar islenzkra
stúlkna, sem hafa ráðið
sig i vinnu hjá fjölskyld-
um erlendis á svonefnd-
um „au pair” kjörum”
hafa verið misnotaðir. í
sumum tilfellum eiga
þama i hlut islenzkar
fjölskyldur búsettar
ytra. Samkvæmt al-
þjóðasamþykkt, sem
Evrópuráðið gerði 1971,
ber ,,au pair” stúlku að
taka þátt i léttum
heimilisstörfum i allt að
5 klukkustundir á dag.
En þess munu dæmi að
stúlkur hafi verið látnar
vinna fulla vinnu og
kannski riflega það en
verið greitt eins og þær
væru ,,au pair” stúlkur.
Vinnukonustaða á hins-
vegar að vera u.þ.b.
þrisvar sinnum hærra
launuð. Það skal þó
undirstrikað að margar
stúlkur hafa dvalizt er-
lendis hjá fjölskyldum
og verið mjög ánægðar.
Yfirvöld ýmissa landa
hafa veitt stúlkum land-
vistarleyfi og takmark-
að vinnuleyfi til þess að
gera þeim kleift að
stunda málanám og
mennta sig og hafa jafn-
framt ofan af fyrir sér.
Stúlkurnar hafa ekki
leyfi til að stunda aðra
vinnu.
Eiga að gera
samning fyrirfram
Alþjóöasamþykktir hafa veriö
geröar um slika ,,au pair vinnu”
oghafa þær í áðurnefndum tilfell-
um verið þverbrotnar. Rétt er aö
benda stúlkum, sem hug hafa á
vinnu af þessu tagi, erlendis, að
þær eiga skilyröislaust að gera
samning fyrirfram um hvernig
störfum þeirra og kjörum skuli
háttaö. 1 mörgum tilfellum vita
stúlkurnar ekki að slik samnings-
gerö er möguleg. Bent skal á, aö
ef fjölskyldan tekur aö sér aö
borga fargjald stúlkunnar frá og
til heimalands hennar, ætti hún
aö láta taka skýrt fram i
samningum, ,hve langan auka-
vinnutlma og hvers konar vinnu
hún samþykkir aö inna af hendi
gegn þessum hlunnindum.
Vilja ekki koma
nálægt þessum málum
I brezka sendiráðinu fékk. Tim-
inn þær upplýsingar, aö slæm
reynsla hefði fengizt af miili-
göngu um dvalir „au pair”
stúlkna i Englandi og vildu
starfsmenn sendiráösins helzt
ekki koma nálægt sliku.
Sendiráð Frakka hér kemur
stúlkum hinsvegar i samband við
skrifstofu i Paris, sem annast „au
pair” miðlun. ■ Fá þær um-
sóknareyðublöð og ráðningarskil-
mála fyrir milligöngu sendiráös-
ins. Litiö hefur verið um aö stúlk-
ur leiti til sendiráðs Frakka i
þessum erindum I sumar og I júli
komu þangaö stúlkur og vildu fá
atvinnu i Frakklandi, en tóku þaö
fram aö þær hefðu ekki hug á „au
pair” starfi.
Helztu atriði
alþjóðasamþykkt-
arinnar
Siðasta alþjóðasamþykkt um
„au pair” vinnu var gerö i
Evrópuráöinu 26. nóvember 1971
og fara hér á eftir helztu atriöi
hennar:
VINNUSKILYRÐI og GAGN-
KVÆMAR SKYLDUR (þ.e.
stúlku og fjölskyldu) Fjölskyldu,
sem tekur á móti stúlku er skylt
aö:
1) sjá stúlkunni fyrir fæði og hús-
næöi (helzt sérherbergi, ef nokk-
ur möguleiki er á þvi).
2) sjá um innritun hennar i
sjúkrasamlag og slysatryggingu
og kostnað af þvi, I löndum, þar
sem það er skylt.
3) sjá um, að hún hafi nægan tima
til aö stunda nám i tungumáli, og
fullnuma almenna menntun og
starfshæfni sina. Til þess ber fjöl-
skyldunni að sýna henni fulla til-
hliðrunarsemi varðandi tilhögun
vinnunnar.
4) láta henni eftir heilan fridag i
Framhald á bls. 15.