Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.07.1973, Blaðsíða 17
TtMÍlSíN Priöjudagur 31. júli 1973. 17 Landsliðshópurinn stækkaður, en Jóhannes ekki valinn: Var hann of opinskár? Líkur til þess, að Elmar Geirsson verði kominn tímanlega til að Landsliðsnef nd KSl (Hafsteinnog Albert) hefur tilkynnt 18 manna lands- liðshóp fyrir landsleikinn gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum á fimmtudag. Hópurinn er óbreyttur frá síðasta lands- leik, nema hvað Elmari Geirssyni og Karli Her- mannssyni hef ur verið bætt í hópinn. Elmar er væntan- legur heim á fimmtudag- inn — sama dag og leikur- inn verður háður — en KSí hefur reynt að gera ráð- stafanir til þess, að hann flýti för sinni heim og komi á miðvikudag. I gær hafði ekki borizt svarskeyti frá Elmari, en þó að hann geti ekki f lýtt för sinni, eru góð- ar horf ur á því að hann geti tekið þátt í leiknum, þar sem áætlaður komutími til Keflavíkur á fimmtudag- innerkl. 14, en landsleikur- inn hefst kl. 20. Naumast verður sagt, aö val landsliðsnefndar komi á óvart. Þessi hópur hefur staðið sig vel i siðustu þremur landsleikjum, þ.e. gegn Svium og tvisvar sinnum gegn Austur-Þjóðverjum. Hins vegar er þvi ekki að leyna, að það kemur spánskt fyrir sjónir, að Jó- hannes Eövaldsson úr Val skuli ekki vera i hópnum, þvi að fyrir siðari landsleikinn við Austur- Þjóðverja var Jóhannes boðaöur til leiks — tveimur timum áður en hann átti að hefjast — en neitaði að leika með svo stuttum fyrir- vara. Er þaö sjónarmiö út af fyrir sig alveg eðlilegt. Jóhannes Eðvaldsson, Val, var hann of opinskár? Sá grunur læðist að mönnum, að ástæðan fyrir þvi, að Jóhannes skuli ekki vera valinn nú, þegar hópurinn er 18 manna i stað 16 manna áöur, sé sú, að um hefndarráöstöfun sé aö ræða. Jó- hannes ekki einungis afþakkaði landsliðssætið af fyrrgreindum leika á fimmtudaginn ástæðum, heldur lét hafa eftir sér i viðtali, að hann áliti vinnubrögð af þessu tagi afar óheppileg. En nóg um það. Landsliðs- hópurinn litur þá þannig út: Markverðir: Þorsteinn Ólafsson, tBK Diðrik Ólafsson, Viking. Aðrir leikmenn: Ólafur Sigurvinsson, tBV Astráður Gunnarsson, IBK Guðni Kjartansson, IBK Friðfinnur Finnbogason, IBV Marteinn Geirsson, Fram Gisli Torfason, IBK Guðgeir Leifsson, Fram Asgeir Eliasson, Fram Karl Hermannsson, IBK Ólafur Júliusson, IBK Matthias Hallgrimsson, IA Asgeir Sigurvinsson, IBV örn Óskarsson, IBV Teitur Þórðarson, IA Elmar Geirsson, Fram. Leikurinn á fimmtudagskvöld er, eins og kunnugt er, liður i heimsmeistarakeppninni i knatt- spyrnu. tslendingar eru neöstir i riðlinum — á eftir Norðmönnum — en Noregur sigraði i fyrri landsleiknum. Takist Islending- Elmar Geirsson — Kemur hcim I tæka tið. um að sigra, eru möguleikar á þvi, að Island hafni i þriöja sæti i riðlinum, þar sem Norðmenn eru með mjög óhagstæða markatölu. En þá má islenzka landsliðið heldur ekki tapa stórt gegn Hol- lendingum i næsta mánuði. Dómaratrió leiksins verður frá Sviþjóð. —alf. > ' • ' • : Knattspyrnumaður úr Ármanni lézt af völdum meiðsla Alf-Reykjavík. — i gær lézt á Landspítalan- um í Reykjavík, Haukur Birgir Hauksson, knatt- spyrnumaöur úr Ár- manni, at völdum meiðsla, er hann hlaut í leik Ármanns og Vals fyrir rúmum mánuði. í knattspyrnuleik Hatði Haukur legið þungt haldinn á Land- spítalanum frá því að slysið átti sér stað. Haukur Birgir Hauks- son var29 ára gamall og hefur verið virkur félagi í knattspyrnudeild Ár- manns frá stofnun henn- ar 1968 og leikið ýmist með meistara- eða 1. flokk félagsins. Auk þess þjálfaði hann yngri flokka Ármanns um skeið. Haukur lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Lára setti íslands- met í fimmtarþraut Lára Sveinsdóttir, Ár- manni bætti eigið íslands- met i fimmtarþraut um 20 stig, er Islandsmótinu lauk á fötudaginn, hún hlaut samtals 3503 stig. Árangur Láru var nokkuð jafn, nema kúluvarpið, það er lélegt og hún getur vafa- laust bætt þetta met veru- lega. Ingunn Einarsdóttir, ÍR, sem varð önnur- setti ís- landsmet i 100 m grinda- hlaupi, sem var fyrsta grein þrautarinnar, hljóp á 15,0 sek. en gamla metið, sem Lára átti var 15,2. Ása Halldórsdóttir, Á, settinýtt' telpnamet í fimmtarþraut, hlaut 2829 stig. Þá stökk Björk Eiríksdóttir, IR, 1,51 m í hástökki fimmtar- þrautarinnar, sem er nýtt telpnamet. Það varð því heilmikið metaregn í þess- ari keppni, en hér koma úr- slitin: Fimmtarþraut: Lára Sveinsdóttir, A, 3503 stig, (100 m grind 15,5, kúluvarp 7,98 — hástökk 1,63 — langstökk 5,39 — 200 m 26,4). nýtt tsl. met. Ingunn Einarsdóttir, 1R, 3316 stig (15,0-8,89-1,40-4,99-25,9) Timi Ingunnar i 200 m er sá sami og Is- landsmetið, en meðvindur var of mikill. Meðvindur var aftur á móti löglegur i 100 m grinda- hlaupi. Ása Halldórsdóttir, Á, 2829 stig (18,3-8,45-1,45-4,94-28,7) nýtt telpnamet. Kristin Björnsdóttir, UMSK, 2771 stig. (16,0-8.79-1,54-3,42-28,3). Björg Kristjánsdóttir, UMSK, 2440 stig, Björk Eiriksdóttir, 1R, 2434 stig, Asta B. Gunnlaugsdótt- ir, 1R, 2401 stig og Lilja Guð- mundsdóttir, 1R, 2321 stig. I keppni um Bikarmeistaratitil i fimmtarþraut kvenna sigraði Armann, hlaut alls 6332 stig, 1R 5750 og UMSK 5311. —ÖE. hann átti bezt 6453 stig áður og bætir sig því um rúm 400 stig. Veður var ekki sem bezt, allhvasst af suðvestri, en sæmilega hlýtt á okkar mælikvarða a.m.k.. Val- björn Þorláksson, Á, hætti eftir grindahlaupið, en honum mistókst í viðbragð- inu. Annars náðu allir keppendur sinum bezta árangri í tugþrautinni, nema Stefán Jóhannsson, Á. í stigakeppni tug- þrautarinnar sigraði IR, hlaut 12041 stig, en UMSK hlaut 11767. í aukakeppni í kringlukasti setti Þráinn Hafsteinsson, HSK nýtt sveinamet, kastaði 39,26 m. Þá setti Ásgeir Þ. Eiríks- son, IR nýtt piltamet í tug- þrautinni hlaut 3321 stig. Úrslti i tugþraut: Elias Sveinsson, 1R, 6875 stig (11,1-6,53-12,16-1,95-53,0-16,5-38,96- 3,50-57,82-4:44,3). Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, 5896 stig (12,0-5,99-10,90-1,85-55,2- 16,2-32,60-3,10-48,62-4:55,2). Karl West Fredriksen, UMSK, Lára Sveinsdóttir I hástökki. Hún setti nýtt met i fimmtarþraut. ELIAS Sveinsson, ÍR varð islandsmeistari í tugþraut 1973, hlaut 6875 stig, sem er hans langbezti árangur, 5871 stig. (11,1-6,45-10,09-1,85-55,5- 17,6-29,20-3,30-44,48-5:09,0). Stefán Jóhannsson, Á, 5318 stig., Sigurður Kristjánsson, IR 5166 stig. Sigurður jafnaði drengjametið i stangarst. 3,60. Guðl. Ellertsson, IR, 4408 stig. —ÖE. Ellas — nálgast metið I tugþraut. Elías nálgast 7000 stig í tugþrautinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.