Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 8
8 6. september 2004 MÁNUDAGUR Menntamál geðsjúkra: Framlagið dugir engan veginn MENNTUNARMÁL Ljóst er að þær sex milljónir króna sem ríkið hefur lagt fram til menntunarmála geðsjúkra fram að áramótum duga engan veg- inn ef bjóða á upp á sama náms- magn og kennt hefur verið til þessa, að sögn Sveins Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Geðhjálpar. Þetta framlag væri þó mjög þakkarvert að hálfu ríkisstjórnar sem gripið hefði í taumana, þegar í óefni hefði verið komið. En þrátt fyrir það liggi fyrir að leita þurfi til samfélagsins eft- ir framlögum, til þess að hægt verði að koma til móts við þarfir þeirra 130 einstaklinga sem sótt hafa um nám af ýmsu toga á haustönn. Námsvistin er sam- starfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar. Sveinn sagði hitt þó gleðiefni, að ráðuneytið ætlaði að taka samning- inn við Fjölmennt til gagngerrar endurskoðunar. Í ljósi þess að ríkið ætlaði að ganga í þetta mál til fram- búðar, myndi Geðhjálp leita til fólks eftir framlögum svo ekki þyrfti að skera framboðið niður á haustönn. „Svona hlutir eiga að standa jafnfætis framlögum ríkisins til framhaldsskólanna í landinu,“ sagði Sveinn. „Það er fjöldi fólks sem þarf sannarlega á þessu að halda og lög- in segja að allir skulu eiga jafnan rétt til náms.“ ■ Fléttulistar afmá kynjamismunun Samfylkingin stefnir að því að framboðslistar fyrir næstu alþingiskosn- ingar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl. Átökin í Framsóknarflokknum sögð auka kröfur um jafnt kynjahlutfall. JAFNRÉTTISMÁL „Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingar- innar verði svokallaðir fléttulist- ar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl,“ segir Kjartan Valgarðs- son. „Helmingur Samfylkingar- innar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingis- kosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokkn- um,“ segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal ann- ars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Sam- fylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Sam- fylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 pró- senta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. „Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun eng- inn flokkur lengur komast upp með það að segja að „stefnt skuli að“ jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröf- urnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að „stefnt verði að“ jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni,“ segir Kjartan. „Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar,“ segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. „Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skip- un á framboðslista eftir búsetu,“ segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auð- vitað ætti ekki að vera þörf á lög- um sem þessum. „Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafn- fætis í öllu starfi og öllum stofnun- um Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminn- ingu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum,“ segir hún. sda@frettabladid.is Átökin í Darfur: Þúsundir hraktir af heimilum SÚDAN, AP Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að allt að fjögur þúsund manns hafi verið hrakin brott af heimilum sínum í átök- unum í Darfur síðustu daga. Rík- isstjórn Súdans hefur verið undir miklum alþjóðlegum þrýstingi um að grípa til frekari aðgerða til að stöðva hörmungarnar í Darf- ur. Alls er talið að 30 þúsund manns hafi látið lífið og ein millj- ón hafi þurft að flýja heimili sín í átökunum síðastliðið eitt og hálft ár. ■ SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL KARLA OG KVENNA SEM STARFA Á LEIKSKÓLUM Karlar Konur 1998 2,0% 98,0% 1999 1,8% 98,2% 2000 2,1% 97,9% 2001 2,8% 97,2% 2002 3,9% 96,1% 2003 3,9% 96,1% Heimild: Hagstofa Íslands Interpol yfirheyri Jón Baldvin – hefur þú séð DV í dag? Sendiherrann fái stöðu grunaðs manns KJARTAN VALGARÐSSON „Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinn- ar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl.“ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR „Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta.“ Kópavogssundið var þreytt í gær: Synt af kappi HEILSA Á annað hundrað manns tóku þátt í Kópavogssundinu í Sundlaug Kópavogs sem fram fór í gær. Kópavogssundið er keppni fyrir almenning þar sem hver og einn syndir í kapp við sjálfan sig og klukkuna. Ýmist synti fólk 500, 1000 eða 1500 metra en þeir hörð- ustu fóru enn lengra og lögðu að baki svokallað Viðeyjar- eða Drang- eyjarsund. Út í Viðey eru 3.900 metrar en 6.800 metrar í Drangey. Öllum sundstílum brá fyrir í Kópa- vogslaug í gær en bringusundið var hvað vinsælast. ■ SVEINN MAGNÚSSON Allir eiga jafnan rétt til náms. ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI Góð þátttaka var í Kópavogssundinu í gær sem haldið var í ellefta sinn. Hnátan var fær í flestan sjó með kútana á baki pabba. Skipulag á Seltjarnarnesi: Áfram mótmælt SKIPULAGSMÁL Forsvarsmenn Áhugahóps um betri byggð á Seltjarnarnesi freista þess að gera rödd sína enn háværari en nú er og safna fleiri undirskrift- um gegn fyrirhuguðum fram- kvæmdum á Hrólfsskálamel og Suðurströnd Nessins. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri tók á föstudag við und- irskriftum 924 íbúa Seltjarnar- ness, sem eru rúm 37 prósent kjósenda í síðustu bæjarstjórn- arkosningum, að sögn forsvars- manna mótmælanna. Frestur til að skila athuga- semdum við deiliskipulag Sel- tjarnarness rennur út á fimmtu- dag. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.