Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 10
10 15. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
FUNDARSALUR SKOÐAÐUR
Blaðamenn skoða fundarsal framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins í nýjum
höfuðstöðvum þess í Brussel. Húsið nefn-
ist Berlaymont og verður tekið í notkun
fyrsta nóvember.
Poppstjarnan Michael Jackson:
Viðurkennir mútur
BANDARÍKIN, AP Poppstjarnan Mich-
ael Jackson hefur viðurkennt að
hafa á árum áður borgað einstak-
lingum sem hótuðu honum mál-
sókn, til þess eins að losna við
vandræðagang. Þetta viðurkenndi
Jackson nokkrum klukkustundum
áður en skýrsla var opinberuð þar
sem fram kom að hann hefði borg-
að fyrrverandi starfsmanni sínum
tvær milljónir dala árið 1990 til að
koma í veg fyrir ákæru fyrir mis-
notkun á syni starfsmannsins.
Jackson sagði að með þessu
hefði hann vilja bregðast við
ósannindum og mögulegum æs-
ingaskrifum fjölmiðla. Hann
bætti við að hann væri viðkvæmt
skotmark þeirra sem sækjast eft-
ir peningum, en að hann mundi
aldrei í lífinu gera börnum grikk á
nokkurn hátt.
Árið 1993 greiddi poppgoðið
ungum dreng sem hótað hafði
málshöfðun á hendur honum 20
milljónir Bandaríkjadala. Réttar-
höld hefjast yfir Michael Jackson
í Kaliforníu í janúar. Hann hefur
lýst sig saklausan af tíu ákærum
um kynferðislega misnotkun á
börnum. ■
Borga fyrir að láta
verði öskra á sig
Ferðamenn eru farnir að borga fyrir næturvist í gömlu sovésku fangelsi þar sem verðir öskra á þá og
setja ferðamennina í einangrun ef þeir haga sér ekki vel. Kaldir og rakir fangaklefar virðast heilla.
LETTLAND, AP Lettar eru nú farnir
að borga fyrir að fá sömu meðferð
og fólk hefði áður fyrr greitt háar
upphæðir til að sleppa við, nefni-
lega að kynnast vistinni í ill-
ræmdu fangelsi frá þeim tímum
þegar Sovétmenn réðu lögum og
lofum í Lettlandi.
Karosta var upphaflega byggt
sem hersjúkrahús í byrjun 20. ald-
arinnar. Sjúkrahúsinu var hins veg-
ar fljótlega breytt í fangelsi og
þjónaði sem slíkt hvort tveggja
þýska hersetulið-
inu sem var í Lett-
landi 1941 til 1944
og Sovétmönnum
sem réðu Eystra-
saltsríkjunum þar
til fyrir rúmum
áratug.
Vistin í fangelsinu gat verið
erfið. Fangaverðirnir voru harð-
hentir og aðstæður slæmar. Þeir
sem nú borga andvirði um 700
króna fyrir að verja nóttinni í
fangelsinu gamla eru læstir inni í
fangaklefum þar sem fólk þarf að
vera á stöðugri hreyfingu til að
halda á sér hita enda klefarnir
kaldir og rakir. Þarfir sínar gerir
fólk í holu í jörðinni. Fletin sem
fólk sefur á eru harðir tréplankar
og helsti félagsskapurinn er flær.
„Þetta gefur manni færi á að
kynnast fortíðinni og sjá hvað fór
fram hérna,“ sagði Martins
Jaungailis, tvítugur framhalds-
skólanemi sem borgaði fyrir eigin
fangelsisvist.
Áhugasamir geta valið á milli
stuttrar kynnisferðar og þess að
verja nóttinni í fangelsinu. Þeir
sem verja nóttinni í fangelsinu
mega líka eiga von á því að vera
sendir í einangrun ef þeir þykja
ekki nógu hlýðnir. Allir verða þeir
að sætta sig við að hlýða skipun-
um sem verðirnir öskra á þá.
Enduropnun Karosta sem
ferðamannastaðar kemur í kjölfar
þess að áratugalangt hernám Sov-
étríkjanna er orðið Lettum létt-
bærara. Samtök sem eru skamm-
stöfuð KGB á lettnesku, eins og
gamla leynilögregla Sovétríkj-
anna, standa að verkefninu og er
markmið þeirra að viðhalda hús-
inu og minningunni um það sem
þar átti sér stað. ■
SAKLAUS EÐA SEKUR?
Michael Jackson segist aldrei munu skaða
börn og hefur lýst sig saklausan af tíu
ákærum um barnamisnotkun. Réttarhöld
fara fram í janúar.
,,Þarfir
sínar gerir
fólk í holu í
jörðinni.
Sjúkrahúsið á Akranesi:
Sértekjur
hækka
AKRANES Rekstur Sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinnar á Akra-
nesi var jákvæður um 2,4 prósent
á fyrstu sex mánuðum ársins.
Sértekjur sjúkrahússins hækk-
uðu um 6,6 prósent á milli ára að
því er fram kemur Í fréttatilkynn-
ingu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Tekjuaukningin skýrist fyrst og
fremst af aukinni útseldri þjónustu
til annarra heilbrigðisstofnanna.
Launagjöld hækka um 2,3% á
milli tímabila sem er í samræmi við
áætlun. Aðrir útgjaldaliðir eru inn-
an þeirra marka sem sett voru við
gerð ársáætlunar nema hvað lækn-
inga- og hjúkrunarvörukostnaður
hækkar nokkuð umfram það sem
gert hafði verið ráð fyrir. Ástæður
má rekja beinlínis til aukinnar
starfsemi og fleiri aðgerða, einkum
liðskiptaaðgerða en þeim fjölgar
um 50% milli ára þetta tímabil. ■
Námskeið hefjast 13. september
Innritun stendur yfir
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Taltímar - einkatímar
Námskeið fyrir börn
Viðskiptafranska - lagafranska
Kennum í fyrirtækjum
alliance@simnet.is
LEIDDUR TIL AFTÖKU
Eitt af því sem ferðamenn geta fylgst
með er hinsta för dauðadæmds manns
sem taka á af lífi vegna flóttatilraunar.
Svo er fólkið sett í fangaklefa, yfirheyrt
og niðurlægt. Fangarnir heimsækja
einnig fjöldagröf frá tímum nasista.
FANGAVÖRÐUR
„Þú ert á förum úr helvíti,“ hefur
verið krotað á útgang úr
Karosta-fangelsinu.
Umferðaröngþveiti:
Sektuð í um-
ferðarteppu
NOREGUR, AP Renathe Opedal trúði
ekki eigin augum þegar stöðu-
mælavörður tók til við að skrifa
sektarmiða og sagði hana hafa
lagt ólöglega. Renathe var allt
annað en sátt enda var hún pikk-
föst í umferðarteppu þegar hún
var sektuð um andvirði rúmra
5.000 króna íslenskra.
Þegar yfirvöld neituðu að fella
sektina niður ákvað Renathe að
höfða mál á hendur þeim. Dómur
í málinu er nú fallinn, hálfu ári
eftir að atvikið átti sér stað, og er
Renathe sýknuð af sektargreiðslu
og fær að auki rúmar 400.000 ís-
lenskar krónur í bætur. ■
BARIST VIÐ ENGISPRETTUR Ríkin
tólf í Afríku, sem sagt hafa engi-
sprettum stríð á hendur, segjast
þurfa hundruð milljóna króna
styrk frá alþjóðasamfélaginu til
að binda enda á faraldurinn sem
nú geisar. Ef fram fer sem horf-
ir blasir við hungursneyð í
mörgum löndum álfunnar því
engispretturnar eyðileggja alla
uppskeru.
■ AFRÍKA