Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 12

Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 12
12 6. september 2004 MÁNUDAGUR TÖKUR Á KING KONG HEFJAST Í DAG Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu, stýrir verkinu en helstu leikarar eru Naomi Watts, Adrien Brody og Jack Black. Hér standa þau fyrir framan gufuskipið Vogun í kvikmyndaveri Miramar á Nýja Sjálandi. Páfinn hittir biskupa frá Bandaríkjunum: Kynlífshneyksli skuggi á kirkjunni VATÍKANIÐ, AP Jóhannes Páll páfi annar fullvissaði biskupa frá Nýja- Englandi í Bandaríkjunum um að hann styddi að fullu viðleitni þeirra til að taka á þeim skaða sem kynlífshneykslismál hafi valdið kaþólsku kirkjunni. Páfi viður- kenndi að kynlífshneykslin hefðu „varpað skugga“ á kirkjuna. Páfinn hvatti biskupana til að eggja áfram söfnuði sína í trúnni og bað þá að „styðja af afli“ þá presta sem yrðu fyrir barðinu á „mikilli umfjöllun fjölmiðla um vankanta“ sumra sampresta þeirra. Biskupar úr Norðausturríkjum Bandaríkjanna voru í þungamiðju málanna um kynferðismisbeiting- arnar. Þeir hafa haldið fyrirlestra í Vatíkaninu, en gert er ráð fyrir slíkum heimsóknum allra biskupa á fimm ára fresti. Jóhannes Páll páfi hitti banda- rísku biskupana í sumarhúsi sínu í Castelgandolfo, í útjaðri Rómar. Hann hrósaði einnig kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum fyrir viðleitni til sátta og samvinnu við aðra en kaþólikka. „Hörmung- arnar 11. september árið 2001 hafa leitt í ljós að efling sam- heldni um heim allan og virðing fyrir mannlegri reisn er eitt mikilvægasta verk sem mann- kynið stendur í dag frammi fyrir,“ sagði páfinn. ■ Flugbílar í háloftin fyrir árið 2030 Boeing-verksmiðjurnar í Bandaríkjunum eru að hanna flugbíl. Sérfræðingar NASA segja tækni- lega mögulegt að slíkir bílar verði að veruleika eftir 25 ár. Spurning sé hins vegar hvort þeir verði nægilega praktískir. Óvíssa ríkir um það hvernig löggæslu verði háttað í háloftunum. BANDARÍKIN, AP Tækni- og þróun- ardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auð- velt að stjórna og eyði litlu elds- neyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Banda- rísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flug- valla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flug- vél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur ná- lægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönn- un á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og örugg- ari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálf- stýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaða- samir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir. trausti@frettabladid.is PÁFINN OG BISKUPAR FRÁ BANDARÍKJUNUM Jóhannes Páll páfi annar hitti biskupa kaþólsku kirkjunnar frá Norðausturríkjum Bandaríkj- anna í sumarhúsi sínu í Castelgandolfo í útjaðri Rómar í gær. MÓDEL AF BOEING FLUGBÍL Lynne Wenberg, verkefnastjóri hjá Boeing, heldur á módeli af flugbíl. Hún segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Fangar í breskum fangelsum: Sjálfsmorðs- tíðni með hæsta móti BRETLAND, AP Tveir fangar fund- ust hengdir í klefa sínum í fang- elsinu í Manchester á laugar- dagsmorgun. Báðir mennirnir voru frá Yorkshire og sátu inni fyrir rán. Hvorugur mannanna var á sjálfsmorðsvakt og virtust á engan hátt líklegir að vera haldnir dauðahvöt. Lögregluyfir- völd telur annan fangann hafa hengt hinn áður en hann tók sitt eigið líf. Fimm fangar hafa hengt sig á árinu í þessu fangelsi, alls tóku fjórtán fangar sitt eigið líf í ágúst. Það er hæsta sjálfsmorðs- tíðni í breskum fangelsum í tutt- ugu ár en að meðaltali fremja 95 fangar sjálfsvíg í breskum fang- elsum á ári hverju. ■ ■ MIÐAUSTURLÖND MORÐINGI KVÆNIST Yigal Amir, sem myrti Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, árið 1995 er genginn í hjónaband þrátt fyrir að yfirvöld hafi neit- að honum um leyfi til þess. Hann afplánar nú lífstíðardóm fyrir morðið en gat kvænst vegna undanþágu sem leyfir að par sé gefið saman þótt annað sé fjarverandi. ÁLVER Um þessar mundir eru 30 ár liðin síðan fulltrúar frá Norsk- Hydro töluðu fyrst við hrepps- nefnd Reyðarfjarðar um hugsan- lega byggingu álvers við Reyðar- fjörð. Í fundargerð hreppsefndar Reyðarfjarðarhrepps frá 23. ágúst 1974, sem Helgi Seljan þá- verandi hreppsnefndarmaður rit- aði, kemur fram undir liðnum önnur mál að oddviti hafi greint frá komu þriggja manna frá Norsk Hydro og íslensks verk- fræðings Páls Stefánssonar. Koma þeirra stóð í sambandi við kannanir þeirra á möguleikum á byggingu álverksmiðju á Ís- landi, segir í fundargerðinni og jafnframt að þeir hafi athugað fleiri staði. Þeir hafi fengið ýmsar staðbundnar upplýsingar en málið sé að öllu leyti á frumstigi. Þá seg- ir að álverksmiðjan sé hugsuð heldur stærri en Straumsvíkur- verksmiðjan. Á fundinum benti oddviti á að verksmiðja sem þessi til dæmis miðja vegu milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar yrði upplyfting fyrir bæði byggðarlögin. Í fund- argerðinni kemur síðan fram að málið hafi verið rætt mjög fram og aftur og aðallega talað um al- menna upplýsingasöfnun. ■ M YN D A P Árið 1974 sögðu menn að álver á Austfjörðum yrði mikil upplyfting fyrir svæðið: Þrjátíu ár síðan fyrst var talað um álver HELGI SELJAN Í ágúst árið 1974 greindi Helgi Seljan, þá- verandi þingmaður og hreppsnefndarmaður, frá komu þriggja manna frá Norsk Hydro. Afsláttur • Afslátt ur • Afslá ttur • Afs láttur • sláttur • Afsláttur • Afslátt ur • Afslá ttu Afsláttur • Afslátt ur láttur • A fsláttur • Afsláttu r • Afslát tur • Afs 70% Hnakkar ● Úlpur ● Skóbux ur á börn og fullor ðna ● Re iðstígvél og -skór Sonnenre iter buxur , jakkar o g flíspeys ur ● Hj álmar ● Reiðtygi Hófhlífar ● Hanska r ● Bæk ur ● Myn dbönd og margt, m argt fleira Lynghálsi 4 • Sími: 567 3300 • Opið virka daga 9-18 • www.hestarogmenn.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.