Fréttablaðið - 06.09.2004, Síða 16
Ráðherrabók
Í byrjun næstu viku er væntanleg bókin
um forsætisráðherra Íslands frá upphafi
sem vakti nokkurt umtal í vor sem leið.
Auk fræðimanna og áhugamanna um
söguleg efni eru þekkktir stjórnmála-
foringjar meðal höfunda. Davíð Odds-
son skrifar um fyrsta ráðherrann,
Hannes Hafstein, sem
hann hefur alla tíð
haft í hávegum, og
Björn Bjarnason
skrifar um Jón Þor-
láksson. Löng hefð er
raunar fyrir því á
Íslandi að
stjórnmála-
l e ið toga r
skrifi ævi-
þætti um fyrirrennara sína og hefur árs-
ritið Andvari verið vettvangur fyrir slík
skrif. Þar skrifaði til dæmis Bjarni Bene-
diktsson um Ólaf Thors og Davíð Odds-
son um Geir Hallgrímsson.
Erlend fordæmi
En það er ekki aðeins á Íslandi sem
stjórnmálamenn sýna gengnum leið-
togum áhuga. Í dag kemur út í Bret-
landi bók um William Pitt, sem varð for-
sætisráðherra Bretlands 1783 þegar
hann var aðeins 24 ára gamall. Pitt var
hálfgert ofurmenni strax í æsku, var sjö
ára gamall farinn að senda föður
sínum, sem þá var sjálfur forsætisráð-
herra, bréf á latínu! Hann gegndi emb-
ætti í nítján ár en féll síðan frá langt fyrir
aldur fram. Höfundur ævisögunnar er
William Hague, fyrrverandi formaður
breska Íhaldsflokksins.
Thatcher vakti áhugann
Lundúnablaðið Sunday Telegraph birti
á dögunum úrdrátt úr bókinni um Pitt
og viðtal við höfundinn. Sagt er frá því
að þegar Hague var sextán ára gamall
hafi hann flutt ræðu á flokksþingi
breskra íhaldsmanna sem vakið hafi
stormandi lukku. Þáverandi flokksfor-
maður og forsætisráðherra, Margrét
Thatcher, hafi hrósað honum persónu-
lega með þeim uppörvandi orðum að
kannski væri hér kominn nýr Pitt. Varð
þetta til þess að Pitt vék ekki úr huga
Hague næstu árin og nú er hann búinn
að skrifa ævisögu hans.
Fyrir rúmu ári komst upp að um
hundrað og fimmtíu milljónir
króna höfðu horfið úr sjóðum
Landssímans án þess að nokkur
maður hefði orðið þess var –
starfsmenn Skattsins uppgötv-
uðu fjárdráttinn. Á daginn kom
að drjúgur hluti fjárins mun hafa
farið til að halda gangandi starf-
semi Skjás eins sem á sínum
frumárum hafði einmitt yfir sér
vissan menntaskólaþokka, hið
glaðværa áhyggjuleysi þess sem
veit ekki hvaðan allir pening-
arnir koma. Það vitum við nú.
Þeir komu frá almennum símnot-
endum á Íslandi.
Stjórnendur Landssímans vita
ekki aura sinna tal. Og þeir vita
ekki sitt rjúkandi ráð eftir að þeir
voru látnir skrúfa fyrir hinn áður
ókunna krana. Inn streyma millj-
ónir sem þeir vissu ekki að væru
til – peningar sem fram til þessa
hafa farið í rekstur á Skjá einum.
Og hvað væri þá snjallræði að
gera við þetta fundna fé? Að setja
þá í rekstur á Skjá einum? Ein-
hver hefði ef til vill haldið að
Landssímamenn vildu sem
minnst af þessari sjórnvarpsstöð
vita eftir það sem á undan er
gengið og héldu sig sem allra
lengst frá henni - en nei, því er al-
deilis ekki að heilsa. Engu er lík-
ara en að stjórnendur Landssím-
ans telji að ekki sé nóg að gert við
að færa fé á milli almennra sím-
notenda á Íslandi og Skjás eins.
Þangað leitar klárinn sem
hann er kvaldastur.
Fyrirgefið svo forpokaðan
hugsunarhátt – en gæti ekki
hugsast að þetta fundna fé benti
til þess að ef til vill væri Lands-
síminn að krefja notendur sína
um of háar upphæðir fyrir þjón-
ustu sína og að eðlilegast væri að
lækka gjöldin? Þegar fyrirtæki
tekur ekki eftir því að 150 millj-
ónir vantar inn í rekstur þess –
gæti það ekki bent til þess að
fyrirtækið sé að krefja viðskipta-
vini sína um 150 milljónum króna
of mikið? Með öðrum orðum: að
þarna séu 150 milljónir sem það
getur hæglega séð af. Þegar upp
kemst um stórkostlegt bruðl hjá
ríkisfyrirtæki – allir forstjórarn-
ir á ofur-eftirlaunum, skógrækt-
in, erlendu ævintýrin, auglýs-
ingasukkið... - og tekið er til við
að gæta meira aðhalds: ætti það
ekki að skila sér í lægri gjöldum
til viðskiptavinanna?
Forstjórar sem skilja ekki eðli
opinbers rekstrar eru að verða
hálfgert þjóðarböl. Hvert er það
eðli? Það er í rauninni afar ein-
falt: það er þjónusta við eigendur
sína, almenning í landinu. Hvort
sem litið er til ríkis eða borgar
verða hins vegar fyrir okkur
stjórnendur sem eru í þykjustu-
leik og ímynda sér að þeir séu í
samkeppni á frjálsum markaði
og nota álögur á okkur neytendur
til að skapa sér vígstöðu í þessari
ímynduðu samkeppni. Þeir eru í
samkeppnis-þykjó.
Landssíminn að fjárfesta í
Skjá einum: það er svolítið eins
og Vegagerðin að fjárfesta í
Iceland Express „til að mæta
harðnandi samkeppni“ eða Vita-
og Hafnarmálastofnun að fjár-
festa í 66˚norður „til að láta ekki
sinn hlut í samkeppninni“, eða
Hagstofan að fjárfesta í Verð-
bréfastofunni „því að okkur
finnst þetta mjög spennandi fjár-
festingarkostur“, eða Veðurstof-
an að fjárfesta í Heimsferðum
„því að við ætlum ekki að sitja
eftir í þessari samkeppni“, eða
Háskóli Íslands að fjárfesta í
Eddu-útgáfu „því að við sjáum
þar mikil sóknarfæri“.
Allt eru þetta mæt ríkisfyrir-
tæki sem starfrækt eru í al-
mannahag enda hvarflar sjálf-
sagt ekki að stjórnendum þeirra
að fara í samkeppnis-þykjó. Allir
eiga þeir það líka eflaust sam-
merkt að vita aura sinna tal. Það
kann að vera glæsibragur yfir
því að vera í samkeppni, að ekki
sé talað um að standa sig vel í
þeirri samkeppni – en það þurfa
ekkert allir að vera í samkeppni.
Það er meiri ljómi yfir farsælum
ríkisforstjóra, grandvörum þjóni
almennings sem er trúr yfir því
sem honum er trúað fyrir og er
ekki að leika eitthvað annað en
hann er. Ríkisforstjórar í sam-
keppnis-þykjó eru eins og nýfrá-
skilinn maður með tagl. Hafa á
sér yfirbragð einhvers grund-
vallar-misskilnings í sjálfsmynd-
inni.
„Þú heldur að þú sért frjáls en
þú ert aðeins á milli kvenna“
söng Megas í bragnum snjalla
Um raungildisendurmat um-
framstaðreynda og gæti átt við
um Landssímann um þessar
mundir. Landssíminn er í kyn-
legu millibilsástandi sem verður
að fara að linna. Hann verður
annaðhvort að vera ríkisfyrir-
tæki - með þeim samkeppnis-
lausa þjónustukúltur sem því á
að fylgja - eða einkafyrirtæki
þar sem forstjórarnir þurfa ekki
lengur að vera pappírstígrisdýr.
Sem stendur notar fyrirtækið
það mikla bolmagn sem það fær
í krafti ríkisstöðu sinnar - til að
hasla sér völl sem einkafyrir-
tæki væri. Það er að verða tíma-
bært að klippa taglið - eða safna
hári. ■
V illimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barna-skólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svoskelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrir-
litningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um
sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórn-
málastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki.
Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum
dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innan-
borðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðar-
lest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu
í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hund-
ruð manns í gíslingu og á annað hundrað féllu þegar rússneskar sér-
sveitir réðust til atlögu.
Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálf-
stjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings
hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-Kaída samtakanna,
sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasam-
félagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi
verk og uppræta samtök þeirra.
En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar
geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum
réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til
að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífur-
legt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð
skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í
hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæru-
hernaði og hryðjuverkum innan lands og utan.
Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við
andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná sambandi við hina hófsamari for-
ystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á
við afleiðinguna með hefðbundnum aðferðum frá tímum kommúnism-
ans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan
almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og
notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýð-
ræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík við-
brögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og of-
beldið en leysa hana ekki.
Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á
forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvís-
innar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin for-
seta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til
friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og
drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðju-
verkanna. ■
6. september 2004 MÁNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Engin þjóðfrelsisbarátta réttlætir hryðjuverk gegn
óbreyttum borgurum.
Barnamorðin
í Beslan
Samkeppnis-þykjó
ORÐRÉTT
Ekki góð hugmynd
„Ég held að barnatrúin mín hafi
bara verið náttúran, fjöllin og
landslagið. Svo kannski þegar
maður eldist fer maður að spá
meira í þetta. Ég held samt að yfir-
höfuð sé ég trúleysingi. Ef ég trúi á
eitthvað er það Móðir náttúra. Ég
er oft að spekúlera í svona hlutum,
en ekki að ég trúi því þannig séð.
Ég hef sérstaklega verið að hugsa
um þessa hluti eftir það sem gerð-
ist 11. september. Það er nú ekki
góð hugmynd, Biblían, maður.“
Björk Guðmundsdóttir um trúmál.
Fréttablaðið 5. september.
Fólk er bara fólk
„Svo virðist sem mikilvægt sé að
hafa það í huga að fólk er bara
fólk og það á að koma fram við
það sem slíkt. Best er að koma
eins fram við alla, sama hvaða
stöðu þeir gegna, enda eru aug-
ljós tengsl á milli starfsánægju
og afkasta.“
Eyþór Eðvarsson vinnusálfræðingur.
Fréttablaðið 5. september.
Alin upp í anda jafnaðarstefnu
„Ég hef alið börnin mín upp í
anda jafnaðarstefnunnar og
verið þeirri stefnu trú. Þar er
meðal annars talað um að allir
skuli eiga jafnan rétt til náms.
Hvernig er það hægt þegar fólk
lendir í átthagafjötrum þegar
um tónlistarnám er að ræða?
Sveitarfélögin í kringum
Reykjavík harðneita að borga
kennslu nemenda sinna á þess-
ari braut.“
María Ásgeirsdóttir, móðir tónlistar-
nema.
Morgunblaðið 5. september.
Liggur ekki á sjóðum
„Við erum vel rekið sveitarfélag
en reksturinn er auðvitað mjög
viðkvæmur. Rekstrarafgangur
bæjarins ár hvert nemur um 150
milljónum, sem er gott miðað
við önnur sveitarfélög. En þetta
eru ekki miklir peningar. Við
erum ekki ríkt bæjarfélag í þeim
skilningi að við liggjum á ein-
hverjum sjóðum.“
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri
Seltjarnarness.
Morgunblaðið 5. september.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram
aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum
barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur
réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á
framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og ein-
strengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta
í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og
drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr
vítahring hryðjuverkanna.
,,
Í DAG
LANDSSÍMINN
OG SKJÁR EINN
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Þú heldur að þú sért
frjáls en þú ert að-
eins á milli kvenna“ söng
Megas í bragnum snjalla Um
raungildisendurmat um-
framstaðreynda og gæti átt
við um Landssímann um
þessar mundir.
,,
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871