Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 47

Fréttablaðið - 06.09.2004, Page 47
MÁNUDAGUR 6. september 2004 MERKISATBURÐIR 06.09. 490 f.kr Maraþonbardaginn fer fram milli persneska hersins og hers Aþenu. 1948 Norður-Kórea verður Alþýðu- lýðveldið Kórea. 1976 Kínverski kommúnistaleiðtog- inn Mao Tse-tung deyr, 82 ára. 1993 Leiðtogar Ísraels og PLO sam- þykkja að viðurkenna tilvist hvor annars. 1993 Fyrrverandi forseti Fillipseyja, Ferdinand Marcos er grafinn í heimalandi sínu, fjórum árum eftir dauða hans í útlegð. 1997 Sinn Fein, pólitískur armur IRA, hafnar formlega notkun ofbeld- is í friðarviðræðum um framtíð Norður-Írlands. 1998 Fjórir túristar, sem höfðu hver greitt 32.500 dali fyrir ferðina, fóru í kafbát til að skoða flak Titanic. 1999 Að minnsta kosti 93 láta lífið þegar sprengja springur í íbúðablokk í Moskvu. MARGRÉT PÁLA VALDIMARSDÓTTIR Er blaðberi Fréttablaðsins þessa vikuna. Hún er búin að bera blaðið út í rúm tvö ár. Henni finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum. Hvað heitir blaðberinn? Margrét Pála Valdimarsdóttir. Hvað ertu búin að bera út lengi? Í rúmlega 2 ár. Hvað ertu með í vasanum? GSM-síma. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinum mínum. Hvert er þitt mottó? Að lifa lífinu lifandi. BLAÐBERINN LÍNA LANGSOKKUR Sterkasta stelpa í heimi mætti aftur í Borgarleikhúsið eftir sumarfrí í gær en á hana fjölmenntu krakkar sem unnu til verðlauna í teikni- myndasamkeppni Borgarleikhússins. Inn- sendar myndir eru til sýnis á göngum leik- hússins þessa dagana.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.