Fréttablaðið - 06.09.2004, Qupperneq 52
24 6. september 2004 MÁNUDAGUR
Stjörnustúlkur byrja vertíðina með miklum látum:
Unnu Hauka í
dramatískum leik
Öruggur Haukasigur
Íslandsmeistarar Hauka litu ákaflega vel út er þeir rúlluðu KA-
mönnum upp í úrslitum á Reykjavík Open
Hasar og læti í úrslitaleik hins árlega Valsmóts:
Tveir reknir í sturtu
HANDBOLTI Stjörnustúlkur tryggðu
sér sigur í Reykjavík Open í gær
með því að leggja Hauka að velli,
29–27, eftir framlengingu. Staðan
eftir venjulegan leiktíma var 25-
25.
Stjarnan byrjaði leikinn mikið
mun betur og leiddi allan fyrri
hálfleikinn en í leikhléi var staðan
12–9 fyrir meyjarnar úr
Garðabæ. Þær héldu uppteknum
hætti í upphafi síðari hálfleiks og
náðu fljótlega fimm marka for-
ystu, 15–10.
Þá hættu markverðir liðsins
algjörlega að verja og slíkt lofar
ekki góðu. Haukar gengu á lagið
og komust yfir, 19–18, og virtust
vera með unninn leik í höndunum
í stöðunni 24–21. Þá vöknuðu
Stjörnustúlkur á ný og náðu að
jafna af harðfylgi.
Í framlengingunni var síðan
eitt lið á vellinum. Haukarnir
voru sprungnir og náðu ekki að
fylgja eftir þessum góða kafla um
miðjan síðari hálfleikinn.
Elísabet Gunnarsdóttir var
atkvæðamest Stjörnustúlkna með
8 mörk. Kristín Guðmundsdóttir
og Ásdís Sigurðardóttir komu
næstar með 6 mörk.
Jelena Jovanovic varði 16 skot
í markinu og Helga Dóra
Magnúsdóttir var með 16 varða
bolta.
Ragnhildur Guðmundsdóttir
var atkvæðamest Haukastúlkna
með 7 mörk og Hanna Guðrún
Stefánsdóttir skoraði 6 mörk.
Helga Torfadóttir varði frábær-
lega í Haukamarkinu eða 25 skot.
HANDBOLTI Það er breitt bil á milli
Íslandsmeistara Hauka og
bikarmeistara KA í upphafi tíma-
bils. Það mátti glögglega sjá í
íþróttahúsinu í Austurbergi í gær
er Haukar kjöldrógu
Norðanmenn og unnu að lokum
sannfærandi fjögurra marka
sigur, 35–31.
Haukarnir tóku forystuna í
leiknum strax í upphafi og létu
hana aldrei af hendi. Mikið var
skorað í fyrri hálfleik en hálfleiks-
tölur voru 21–18 fyrir Hauka.
Þeir héldu áfram að byggja á
þessari forystu í síðari hálfleik og
náðu mest átta marka forystu.
Þeir slökuðu síðan á klónni undir
lokin, KA-menn komu aðeins til
baka og björguðu andlitinu.
Það er ljóst að Haukaliðið
verður illviðráðanlegt í vetur.
Liðið virkar í gífurlega góðu
formi í upphafi móts og vélin
mallar ekki síður en hún gerði í
lok síðasta vetrar.
Ungu og efnilegu strákarnir
eru orðnir árinu eldri og ekki er
lengur hægt að tala um Ásgeir
Örn og Andra sem unga og efni-
lega menn lengur. Þetta eru
orðnir karlmenn sem munu draga
Haukavagninn langt í vetur.
Sömu draugarnir
KA-menn eru aftur á móti að
glíma við sömu drauga og síðasta
vetur. Markvarslan er engin hjá
þeim og í raun er óskiljanlegt að
þeir skuli ekki hafa nælt sér í
nýjan markvörð í sumar.
Án alvöru markvarðar geta
þeir hætt að láta sig dreyma um
titla í vetur.
Það háði liðinu þó í þessum leik
að Halldór Sigfússon var meiddur
og gat lítið spilað sem og Daninn
Mikael Blatt sem lítur ágætlega
út og gæti reynst liðinu drjúgur
er hann nær sér góðum af meiðsl-
unum.
Mörk Hauka: Þórir Ólafsson
10, Ásgeir Örn Hallgrímsson 8,
Jón Karl Björnsson 4, Gísli Jón
Þórisson 3, Andri Stefan 3, Vignir
Svavarsson 3, Halldór Ingólfsson
2, Pétur Magnússon 1 og Magnús
Magnússon 1. Birkir Ívar
Guðmundsson varði 16 skot í
markinu.
Mörk KA: Jónatan Magnússon
8, Bjartur Máni Sigurðsson 6,
Andri Snær Stefánsson 4, Magnús
Stefánsson 4, Hörður Fannar
Sigþórsson 4, Ragnar Njálsson 2,
Halldór Jóhann Sigfússon 1,
Mikael Blatt 1 og Davíð
Kristinsson 1. Hafþór Einarsson
varði 11 skot. ■
KÖRFUBOLTI KR og ÍR léku til úr-
slita á hraðmóti Vals í körfubolta í
gærkvöldi. Leikurinn leystist á
köflum upp í tóma þvælu og létu
ÍR-ingar skapið hlaupa með sig í
gönur.
KR byrjaði betur og náði fljót-
lega yfirhöndinni í fyrsta leik-
hluta. ÍR-ingar voru aldrei langt
undan og náðu góðum spretti
undir lok fyrri hálfsleiks. Staðan í
leikhléi var 29-28 fyrir KR.
Í þriðja fjórðungi skoraði KR
15 stig gegn 8 stigum ÍR-inga og
lagði það grunninn að sigrinum.
Í lokafjórðungnum létu ÍR-
ingar mótlætið fara í taugarnar á
sér og voru þeir Ómar Sævarsson
og Ásgeir Hlöðversson reknir af
velli. Allir stóru menn ÍR fengu 5
villur og eina tæknivillu á mann.
KR náði 16 stiga forskoti um
miðjan leikhlutann og voru loka-
tölur 67-53. Stigahæstir hjá ÍR
voru Ólafur Sigurðsson og Ólafur
Þórisson en Lárus Jónsson fór
fyrir liði KR-inga með 16 stig og
gaf að auki fimm stoðsendingar.
Herbert Arnarson, þjálfari
KR-inga, var ánægður með leik
sinna manna. „Leikurinn leystist
upp í töluverðan æsing á tíma-
bili og sérstaklega síðustu 5
mínúturnar fyrir hlé,“ sagði
Herbert. „ÍR-ingar lögðu sig
meira fram og uppskáru eftir
því. Við vildum sýna það að við
líðum ekki að hitt liðið leggi sig
meira fram en við. Við komum
til baka og héldum fengnum hlut
eftir það“.
Mótið gefur KR-ingum byr
undir báða vængi enda nýir leik-
menn að standa sig með prýði.
Herbert hefur þó allan varann á
því. „Þetta mót er ekki alveg að
marka enda landsliðsmenn ekki
með og sömuleiðis fáir erlendir
leikmenn. En þetta er ágætt til
að vita hvar við stöndum og
kærkomin úrslit fyrir okkur. Ég
held að fáir reikni með því að
KR og ÍR leiki til úrslita í vor
enda mótið ekki partur af alvör-
unni sem byrjar í október“.
smari@frettabladid.is
SÁ FYRSTI Í HÖFN Anna Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar, tók við bikarnum í leikslok.
ÞÉTTUR MÚR KA-maðurinn Jónatan
Magnússon átti oft í erfiðleikum með
sterka vörn Hauka í gær. Hér verja Vignir
Svavarsson og Andri Stefan eitt af sko-
tum Jónatans. Fréttablaðið/Vilhelm
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
BIKARINN LÉTTUR EN LJÚFUR Steinar Kaldal, fyrirliði KR, lyftir hér bikarnum sem KR-
ingar fengu fyrir að sigra Valsmótið í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA