Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 16
Halldór Laxness er tvímæla-laust mesti skáldsagnahöf-undur sem Ísland hefur átt. Í nýrri ævisögu hans eftir Halldór Guðmundsson er dregin upp sterk og eftirminnileg mynd af manni sem bjó yfir gríðarlegum metnaði og var reiðubúinn að leggja allt í sölurnar til að sjá rit- höfundadrauma sína rætast. „Ég er að segja sögu af ungum sveitapilti frá frumstæðu landi sem ætlar sér að verða höfundur fyrir heiminn. Í því sambandi nota ég Nóbelsverðlaunin, hvað sem annars má um þau segja, sem táknmynd þess að það hafi tekist,“ segir Halldór. „Ég fer í gegnum ævi- og höfundaferil og ræði verk hans, sýni fram á hvernig hann bæði tjáði og túlkaði tuttugustu öldina fyrir þjóð sinni, og fór stundum villur vega .“ Halldór segist hafa haft gríð- armikið gagn af einkabréfum Laxness, ekki síst þeim sem höf- undurinn skrifaði Ingibjörgu Einarsdóttur, fyrri konu sinni, en þau bréf, 177 talsins og um 500 síður, voru í fórum Einars, sonar þeirra. „Þau lýsa með ótrúlega sterkum hætti, og alls ekki alltaf elskulegum fyrir Laxness, mikl- um metnaði, sterkri listrænni sýn og þörf fyrir að tjá sig. Ákveðið framhald þessa má sjá í bréfum sem hann skrifaði Auði, seinni konu sinni, sem hún lét mér í té. Við ekkert fólk tjáði hann sig jafn einlæglega og við þessar tvær konur sem hann var giftur en angistin er meiri í bréf- unum til Ingu,“ segir Halldór, „bréfin gefa okkur nýja og óvænta mynd af skáldinu.“ Sjálfhverfur snillingur Halldór Guðmundsson er gamall fjölskylduvinur Laxnessfólksins og á tímabili heyrðust efasemda- raddir sem sögðu hann of tengdan fjölskyldunni til að geta skrifað gagnrýna ævisögu. Það sem kem- ur einna mest á óvart við bókina er að þar birtist Laxness iðulega sem gríðarlega sjálfhverfur maður. „Ég ákvað að segja þessa sögu eins og ég veit hana sannasta,“ segir Halldór. „Það var nauðsynlegt að nálgast hin ómetanlegu einkagögn sem öll börn Halldórs og Auður, ekkja hans, afhentu mér. Ekkert þeirra hefur gert minnstu tilraun til að hafa áhrif á hvað ég segi. Þau vissu allan tímann að ég myndi skrifa krítíska bók en þau vissu líka að það er ástríðumál hjá mér að skrifa um skáldið, halda nafni þess á lofti en leggja líka öll spil á borðið.“ Lesendum kann að bregða við margt það sem Laxness segir í einkabréfum sínum. Í einu bréfi til Ingu kemur fram að hann kýs helst að hún fórni sér fyrir hann, líkt og svo margar eiginkonur snillinga hafi gert. Þar sem Inga var kona með eigin metnað og áhugamál hvarflar að lesandanum að sam- band þeirra hafi verið dauðadæmt frá upphafi og að Laxness hefði aldrei getað orðið sáttur nema með konu sem stæði staðföst við hlið hans og aðstoðaði hann. Laxness bókarinnar er maður sem framan af ævi hefur takmarkaðan áhuga á að eiga fjölskyldu. Hann segir í bréfi til Ingu: „Barnið er takmark hins einfalda, ósamsetta hversdags- manns“ og fleiri orð er að finna sem lýsa áhugaleysi hans á börnum. 16 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR N‡jar og nota›ar vinnuvélar                                                                                     !"            !  "        ! !  !      $   %&&&&'( "  )*+,)'%-,$ %&&&&'(,   #      #  %        & $ %     &   !         Ný ævisaga Halldórs Guðmundssonar sýnir Halldór Laxness í nýju en ekki ætíð jákvæðu ljósi. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við ævisöguritara Nóbelsskáldsins. HALLDÓR GUÐMUNDSSON „Ég færi að því rök í bókinni að upphaf málsins hafi verið pólitískt, þegar yfirmaður bandaríska sendiráðsins hér tók saman við íslensk yfirvöld um að reyna að sanna skattsvik á Halldór til að veikja trúverðugleika hans sem höfundar.“ „Sovétríkin, draumurinn um framtíðarríkið, gaf honum tækifæri til að segja: Hugsjónir skipta meira máli en fólkið sem er alltaf að svíkja þær. Þessi mælikvarði getur leitt út í hið skelfilega.“ Höfundur fyrir heiminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.