Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 44
24 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Sunnudagur NÓVEMBER FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Noregi, 2-1, í síðari leik liðanna í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið var ákveðið að láta ekki slátrunina í Egilshöllinni á miðvikudaginn endurtaka sig og mætti ákveðið til leiks í Valhöll í Osló, í leik sem snerist umfram allt um stoltið þar sem farseðill- inn til Englands var fokinn út í hafsauga. Íslenska liðið fékk þó óþægi- lega áminningu strax í upphafi leiks þegar Dagny Mellgren komst upp hægri kantinn og átti gott skot en Þóra Helgadóttir varði vel. Hún kom þó ekki nein- um vörnum við á 22. mínútu þeg- ar áðurnefnd Dagny komst aftur upp hægri kantinn og fór skot hennar í Ástu Arnardóttur og í netið. Íslenska liðið var að sýna góðan leik og gaf þeim norsku fá tækifæri, þær pressuðu þær stíft og náðu að brjóta flestar sóknar- lotur Norðmanna á bak aftur. Aftur á móti var lítið um sóknar- tilburði hjá íslenska liðinu og máttu þær Margrét Lára Viðars- dóttir og Olga Færseth sín lítils í fyrri hálfleik. Íslenska liðið kom sterkt út í síðari hálfleik og náði tökum á miðjunni. Íslenska liðið náði góðri sókn á 68. mínútu þeg- ar Erla Árnadóttir fékk boltann til hægri í vítateig Norðmanna og skaut föstu skoti í slá og inn fyrir línuna en það var aftur á móti Nína Ósk Kristinsdóttir sem fylgdi á eftir og tryggði að markið stæði. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi eftir þetta en það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu aftur og þar var að verki engin önnur en Dagny Mellgren sem tryggði sigur Norðmanna. Helena Ólafsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, var bærilega sátt í leikslok. „Við náðum and- litinu aftur og getum farið stolt- ar frá þessum leik. Markmiðið var að ná hagstæðum úrslitum og betri leik en síðast. Ég er auð- vitað hundfúl að hafa tapað leik en samt má segja að þetta séu eðlileg úrslit á útivelli gegn svo sterku liði.“ Erla Hendriks- dóttir var sam- mála þjálfaran- um. „Mér fannst við eiga skilið jafntefli úr þess- um leik, liðið lagði sig 110 prós- ent fram eftir áfallið á miðviku- dag og grætilegt að við náðum ekki að halda jafnteflinu. Við sýndum í dag hina raunverulegu getu okkar þar sem varnarleik- urinn var sterkur og meiri agi og þéttleiki í liðinu. Við náðum að loka svæðum og þær voru ekki að skapa sér hættuleg færi. Það mikilvægasta er samt að enda þetta á jákvæðum nótum og mér finnst það hafa tekist.“ audolfur@frettabladid.is ■ ■ LEIKIR  19.15 Haukar og KR mætast á Ásvöllum í Intersportdeildinni í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.00 Evrópska mótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá Open de Madrid sem fram fór fyrir skömmu.  13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik Lecce og Juventus.  14.00 Enski boltinn á Skjá einum. Sýnt beint frá leik WBA og Middlesbrough.  15.50 HM í póker á Sýn. Sýnt frá heimsmeistarakeppninni í póker.  16.00 Enski boltinn á Skjá einum. Sýnt frá leik Newcastle og Manchester United.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik Real Madrid og Albacete.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik Real Betis og Barcelona.  21.55 Ameríski fótboltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik Green Bay og Minnesota.  22.10 Helgarsportið á RÚV. Íþróttum helgarinnar gerð skil. Hundfúlar en þó sáttar Íslensku stelpurnar sýndu góða baráttu gegn norska kvennalandsliðinu í leik þjóðanna sem fram fór í Noregi í gær. Léku stelpurnar annan og mun betri fótbolta en í fyrri leiknum en það dugði þó ekki til. ÍSLAND ÚR LEIK Norsku stelpurnar unnu báða leiki sína gegn Íslandi í barátt- unni um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi. Landsliðið sýndi þó bar- áttuhug í leiknum í gær sem var ekki til staðar á miðvikudaginn í fyrri leiknum. ERLA HEND- RIKSDÓTTIR Segir afar græti- legt að ná ekki að halda jöfnu í Noregi en er stolt og ánægð með leik liðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Við tökum hattinn ofan.... ...fyrir Helenu Ólafsdóttir, þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta, en henni tókst að rífa hópinn úr mikilli lægð eftir hræðilega útreið af hálfu norska kvennalandsliðsins á miðvikudaginn var þegar Ísland tapaði 2-7. Þremur dögum síðar nær sama lið að halda aftur af sama norska liði á útivelli og leikurinn hefði með örlítilli heppni getað endað í jafntefli. Þessi baráttuandi er nokkuð sem margir aðrir íslenskir íþróttamenn virðast hafa gleymt og gætu tileinkað sér á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.