Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 23
5 ATVINNA Ráðgjafi við barnavernd. Laust er til umsóknar nú þegar fullt tímabundið starf ráðgjafa hjá Barnavernd Reykjavíkur fram til 31.desember 2005. Verksvið: Skrifstofa barnaverndarnefndar ber ábyrgð á meðferð ein- stakra mála sem unnin eru á grundvelli barnaverndarlaga. Ráðgjafar skrifstofunnar annast m.a. móttöku og mat tilkynn- inga um óviðunandi aðbúnað barna/unglinga, könnun á að- búnaði þeirra, gerð og eftirfylgd meðferðaráætlana, meðferð, stuðning og eftirlit í alvarlegum barnaverndarmálum. Þá sjá þeir um málefni fósturbarna, vistanir á meðferðar/einkah- eimili auk umsagna í ættleiðingar, forsjár- og umgengnis málum. Starfsmenn barnaverndar annast bakvaktir vegna barna- verndarmála. Menntun og hæfni: Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði barna- verndar t.d. í félagsráðgjöf, eða í skyldum greinum og æski- legt er að umsækjandi hafi reynslu af meðferð eða fjöl- skyldustuðningi. Starfið gerir kröfur til jákvæðs viðmóts, mannúðlegra við- horfa og góðra hæfileika til mannlegra samskipta. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi eru miklir kostir ásamt getu skýrrar tjáningar munnlega og skriflega. Grunnþekking á notkun tölvu er nauðsynleg. Laun: Skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðkom- andi stéttafélags. Barnavernd Reykjavíkur hóf starfsemi sína 1.september 2000. Markmiðið með stofnun skrifstofunnar er að bæta málsmeðferð og auka sérhæfingu í vinnslu erfiðra og flók- inna barnaverndarmála. Við vinnum spennandi brautryðj- endastarf í barnaverndarmálum . Við erum starfshópur þar sem reynsla og faglegur metnaður er í fyrirrúmi. Starfsandinn er góður og vel verður tekið á móti nýjum starfsmönnum. Við leggjum áherslu á gagnkvæman stuðning, þjálfun, handl- eiðslu og símenntun. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Frímannsdóttir, fram- kvæmdarstjóri barnaverndarnefndar, í síma 535- 2600. Net- fang: gudrunfr@fel.rvk.is Umsóknarfrestur er til 25. nóvember nk. Umsóknir sendist: Barnavermd Reykjavíkur, Skipholti 50b, 105 Reykjavík. Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfs- mannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is Verkfræðistofan Línuhönnun hf óskar eftir að ráða verkfræðinga eða tæknifræðinga til að vinna við hönnun lagna- og loftræstikerfa, en það er nýtt starfssvið hjá Línuhönnun. Við erum framsækin verkfræðistofa sem leggur metnað í vönduð vinnubrögð og léttan og skemmtilegan starfsanda. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 90 manns við hönnun mannvirkja, vatnsaflsvirkjana og háspennulína, viðhalds-, umhverfis-, umferðar- og jarðtækniráðgjöf, eftirlit og verkefnastjórnun. Við vinnum saman og sitt í hvoru lagi á mörgum vígstöðvum eftir því sem hentar hverju sinni. Hér er mjög öflugt félags- og menningarstarf og margskonar íþróttahópar. Svo erum við ISO9001 vottuð. Ef þetta hljómar spennandi fyrir þig hafðu þá samband við starfsmannastjórann okkar, Ástu Björk, í síma 585-1505. Þú getur einnig sent okkur skriflega umsókn, sjá heimilisfang fyrir neðan. Verkfræðingur eða tæknifræðingur Suðurlandsbraut 4A 1 0 8 R e y k j a v í k sími: 585 1500 fax: 585 1501 www.lh.is / lh@lh.is Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.