Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 20
Um sextíu milljón börn á Indlandi vinna fulla vinnu til að framfleyta fjölskyldu sinni og ættingjum. Börn allt frá sex ára aldri vinna frá morgni til kvölds fyrir lítinn sem engan pening og oft fá þau ekkert fyrir vinnuna. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga telur að 245 milljónir barna á aldrinum fimm til sautján ára í heiminum, eða eitt af hverjum sex börnum, séu við störf sem teljast óhæf fyrir börn. Þar af eru rúmlega átta milljónir barna í nauðungarvinnu, í hernaði eða í kynlífsiðnaðinum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur birt skýrslu um stöðu þessara mála en þessa daga stendur yfir ráðstefna á Indlandi um vinnu barna og ung- linga og hvað sé hægt að gera í þessu vandamáli. Verkalýðsfélög á Indlandi berjast ötullega fyrir réttindum barna. Þau vilja að börn fái rétt til að sækja skóla í stað þess að vinna myrkranna á milli. Í skýrslunni kemur fram að börn vinna sem verkamenn til sveita á Indlandi, sem vinnufólk á heimilum, við að vefa mottur og selja, sem verkafólk í verksmiðj- um og grjótnámum og margt, margt fleira. Enn fremur kemur fram að allt að hundrað þúsund börn vinna við teppagerð á Ind- landi, eða fjörutíu prósent af öll- um starfsmönnum í þeirri at- vinnugrein. Börnin vinna oft tólf tíma eða lengur á hverjum degi. Í skýrslunni segir að þetta sé af- leiðing mikillar fátæktar en allt að 400 milljón manna á Indlandi lifa undir fátæktarmörkum. ■ Atvinnutilboð Ekki segja já í flýti þegar þér er boðin vinna. Hugsaðu málið í nokkra daga. Farðu yfir alla kosti og galla með vinum þínum og fjölskyldu. Hugsaðu jafnvel um minnstu hlutina eins og hvort strætó stoppi fyrir utan vinnustaðinn og taktu síðan ákvörðun.[ ] Íslenska vefst fyrir mörgum Kári kveðst oft þurfa sjálfur að fletta upp í orðabókum og orðabönkum til að leysa úr álitamálum. Heimasíða Íslenskrar málstöðvar er www.ismal.hi.is. Kári Kaaber segir alls konar fólk hringja í Íslenska mál- stöð. Þegar upp kemur vafi um hvernig eigi að skrifa eða beygja eitthvert íslenskt orð er þægilegt að geta hringt í Íslenska málstöð og feng- ið góðar leiðbeiningar. Kári Kaaber svarar þar oftast í símann og er ekkert nema greiðviknin. „Málfarsráðgjöf er eitt af mínum helstu viðfangsefnum hér og ég svara bæði síma og tölvupósti,“ segir hann og bætir við að flestir noti símann enda vanti oft upplýs- ingarnar samstundis. „Hingað hringir alls konar fólk – bara Jón og Gunna og svo er talsvert mikið hringt frá auglýsingastofum og ráðuneytum. Alls staðar þar sem verið er að nota málið okkar geta komið upp spurningar,“ segir hann góðlátlega. Ekki getur hann nefnt eitt öðru fremur sem fólk hnýtur um. „Það er oftast spurt um orðalag, stafsetningu eða beygingar. Þetta þrennt. Sem bet- ur fer eru þeir býsna margir sem vilja vanda það sem þeir eru að gera og hafa kannski á tilfinning- unni að eitthvað mætti betur fara í þeim texta sem þeir eru að setja saman. Þá hringja þeir og það er gott.“ Kári kveðst ekki verða mik- ið var við rithöfunda á línunni og kemur með sennilega skýringu á því. „Þeir hafa flestir sem betur fer góð tök á málinu og svo vilja þeir hafa sinn eigin stíl.“ Kári verður líka var við nýyrðasmíð. „Yfirleitt eru það samsetningar orða og ef þær eru í samræmi við allar reglur auðga þær bara málið og allir verða glaðir.“ Dagur íslenskrar tungu er þriðjudaginn 16. nóvember næstkomandi og að sögn Kára verður málræktarþing í hátíðasal Háskóla Íslands um næstu helgi. Þar verður fjallað um áhrif hnatt- væðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur og er haldið í sam- vinnu við Mjólkursamsöluna, sem ávallt styður dyggilega við fræðslu um íslenskt mál. gun@frettabladid.is Innan raða Samtaka iðnaðarins eru fjölmörg fyrir- tæki sem starfa í mannvirkjagerð, þar má til dæmis nefna Félag byggingarverktaka, Félag jarðvinnu- verktaka, Félag vinnuvélaeigenda og ýmis meistara- félög. Mannvirkjagerð er mikilvægur þáttur atvinnustarfsemi í landinu og ársverk í mannvirkja- gerð hafa verið á bilinu 11.500-12.500 á undanförnum árum. Með hverju starfi í mannvirkjagerð má segja að fylgi að minnsta kosti tvö önnur í öðrum atvinnu- greinum, svo sem framleiðslu, verslun og þjónustu. Það háir hins vegar fyrirtækjum í mannvirkjagerð hve aðgangur að verkefnum er sveiflukenndur. Frank Friðrik Friðriksson hjá Vinnumálastofnun segir að störfum almennt fjölgi nú fyrir jól, en sveifla sé meiri á sumrin en veturna. „Vinnuframboð eykst oft rétt fyrir jólin en í janúar er viðbúið að aftur verði samdráttur. Spár um atvinnuleysi benda þó til að atvinnuleysi muni ekki aukast jafn mikið í ár og á sama tíma í fyrra. Það er þó misjafnt eftir atvinnugreinum og helst er skortur á iðnaðarmönn- um í byggingariðnaði. Þar vantar mannskap, bæði á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan og viðbúið að þeirri þörf verði að mæta enn frekar með erlendu vinnuafli. ■ Helst skortur á iðnaðarmönnum Vinnuframboð eykst fyrir jólin. Skortur er á iðnaðarmönnum í jarðvegs- og byggingariðnaði. Börn í þrældómi Indversk börn vinna mörg hver fulla vinnu allt frá sex ára aldri. Lítið er greitt fyrir þessa vinnu. Mörg börn á Indlandi vinna við að vefa mottur og fá lítið fyrir. STARFIÐ: Gullsmíði er löggilt iðngrein. Gullsmiðir starfa á gullsmíðaverkstæð- um og í skartgripaverslunum. Sumir smíða eingöngu úr silfri en aðrir úr gulli. Þeir hanna, smíða og gera við skartgripi. Við vinnu sína nota þeir gull, silfur og aðra málma og ýmiss konar verkfæri s.s. hamar, steðja, sag- ir, þjalir, valsa, dragjárn, tangir, klippur, gas, lóðbyssu o.fl. Í dag eru um 70 manns í Félagi íslenskra gullsmiða, sem er meðal elstu fagfélaga á land- inu. Þeir eru þó ekki allir í fullri vinnu en starfa á litlum verkstæðum og sumir hafa gullsmíðina sem áhuga- mál. NÁMIÐ: Námið tekur 4 ár og fer að mestu fram á gullsmíðaverkstæði hjá meistara en einnig í Iðnskólanum í Reykjavík. Á hverjum vetri eru nem- endur þrjá mánuði (eina önn) í Iðn- skólanum. Sá sem lýkur sveinsprófi fær heimild til að bera starfsheitið gullsmiður. Í skóla eru kenndar almennar greinar eins og íslenska, danska, enska og stærðfræði. Þá eru kenndar sérgreinar sem tengjast gullsmíðinni eins og efn- isfræði, fríhendisteikning, grunnteikn- ing, hönnun og lista- og menningar- saga og síðast en ekki síst verktækni. Gullsmiðir geta farið í meistaranám t.d. við Iðnskólann í Reykjavík og orðið meistarar í gullsmíði. Það tekur eitt ár. ATVINNUHORFUR: Gullsmíðastarfið getur verið ábatasamt en það ræðst fyrst og fremst af hæfni, frumkvæði og dugnaði viðkomandi gullsmiðs. Hvernig verður maður: Gullsmiður? FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.