Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 21
3 ATVINNA Helstu verkefni þjónustumiðstöðvanna: Almenn upplýsingamiðlun um alla þjónustu Reykjavíkurborgar og afgreiðsla umsókna. Sérfræðiráðgjöf á sviði félagslegrar þjónustu, leik- og grunnskólaþjónustu, fjölskyldumála og íþrótta- og tómstundamála. Stuðningsþjónusta, s.s. félagsleg heimaþjónusta, liðveisla, stuðningsfjölskyldur. Yfirumsjón með rekstri félags- og þjónustumiðstöðva, þjónustuíbúða, dagvistar fyrir aldraða, frístundaheimila og unglingasmiðja. Forvarnastarf. Þjónusta við hverfisráð. Framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva heyra undir sviðsstjóra þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar, sem er nýtt svið sem tekur til starfa í ársbyrjun 2005. Framkvæmdastjóri er ráðinn af borgarráði en um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvaldsdóttir verkefnisstjóri þjónustu- og hverfamála, sími 563-2000, netfang: regina@rhus.rvk.is. Einnig er að finna upplýsingar á rvk.is/thjonustumidstodvar. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember nk. Umsóknum skal skilað rafrænt á umsoknir@rvk.is eða í Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík, merktum framkvæmdastjóri - þjónustumiðstöð. Vakin er athygli á þeirri stefnu Reykjavíkurborgar að jafna hlut kynja í störfum. Borgarstjórn samþykkti í júní að setja á stofn þjónustumiðstöðvar á síðari hluta árs 2005. Þjónustumiðstöðvarnar verða í Breiðholti með útibúi í Árbæ, í austurborginni fyrir þjónustusvæðið Laugardal og Háaleiti og í miðborginni fyrir þjónustusvæði Miðborgar og Hlíða. Ennfremur var samþykkt að endurskipuleggja starfsemi Miðgarðs í Grafarvogi og Vesturgarðs í Vesturbæ. Markmið með stofnun þjónustumiðstöðva eru eftirfarandi: Gera þjónustu Reykjavíkurborgar aðgengilega Gera þjónustu Reykjavíkurborgar markvissari með samþættingu verkefna Búa Reykjavíkurborg undir framtíðina, m.a. að taka við fleiri verkefnum frá ríkinu Efla samstarf Reykjavíkurborgar við stofnanir á vegum ríkis, fyrirtæki og frjáls félagasamtök í hverfum Helstu verkefni framkvæmdastjóra: Forystuhlutverk í samstarfi stofnana, félagasamtaka, fyrirtækja og íbúa hverfanna. Skipulagning starfseminnar. Fjármála- og starfsmannastjórnun. Mótun jákvæðrar vinnustaðamenningar. Áætlanagerð. Tengsl við aðrar borgarstofnanir og kjörna fulltrúa. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Stjórnunarreynsla. Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar. Tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts og Árbæjar Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar Leitað er að metnaðarfullum leiðtogum sem eru tilbúnir að fara inn á nýjar brautir í þjónustu við borgarbúa, hafa áhuga á að þróa þverfaglegt starf og leggja sitt af mörkum til að efla mannlíf í hverfum borgarinnar. Duglegt jólafólk! Póstinum vantar fólk til starfa við póstafgreiðslur á höfuðborgarsvæðinu í desember. Sveigjanleiki er skilyrði því afgreiðslustaðir okkar eru margir og verður starfsfólk að fara á milli vinnustaða, eftir þörfum. Póstafgreiðslur okkar eru í eigin rekstri, í samstarfi við Nóatún og Hagkaup ásamt jólapósthúsum í Kringlunni, Smáralind, Mjódd og Firðinum. Mikil vinna fyrir dugnaðarforka. Nánari upplýsingar veitir Herborg Þorgeirsdóttir í síma 580-1128 eða í gegnum tölvupóst HERBORG@postur.is Kælimaður óskast Kælivélar ehf óska eftir að ráða vanann kælimann. Starfið felst í uppsetningu, smíði og viðhaldi á kælikerfum um allt land. Umsóknir berist til Kælivéla ehf, Smiðjuvegi 38, 200 Kópavogur eða á tölvupósti kv@kaelivelar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Á FIMMTUDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Ráðningarsamningar skipta höfuðmáli Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vill brýna fyrir fólki að lesa samn- ingana vel yfir. Ráðningarsamningar skipta miklu máli í atvinnulífinu og því er mikilvægt að starfsfólk lesi þá vel yfir áður en það skrifar undir. Oft eru vinnuveitendur tregir til að leyfa fólki að fara með samningana út úr húsi fyrr en búið er að skrifa undir. Samt hvetur Verzlunarmannafélagið félagsmenn sína til að koma jafnvel með samninginn til félagsins til yfirlestrar. Kjarasvið félagsins fær reglulega mál til meðferðar vegna ráðningarsamninga sem félagsmenn hafa skrif- að undir en eru ósáttir við. Ástæðan er ýmist sú að fólk hefur ekki gefið sér tíma í að lesa samninginn eða það hikar við að gera athuga- semdir af ótta við að fá ekki starfið. Verzlunarmannafélagið vill koma því á framfæri að ráðningarsamningar séu mjög flóknir í dag og hvet- ur félagsmenn til að leita til félagsins ef einhverjar efa- semdir vakna í sambandi við samninga. -ntt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.