Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 8
8 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Látna afganska stúlkan var fyrirvinna átta manna fjölskyldu Feriba var bara þrettán ára þegar hún reyndi að selja íslenskum friðargæsluliðum bækur á Kjúklinga- stræti í Kabúl. Hún lést í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns á Íslendinga. Okkar maður í Kabúl hitti foreldra hennar að máli. S prengjutilræðið gegn ís-lensku friðargæsluliðunumí Kabúl 23. október kostaði tvo lífið; tuttugu og þriggja ára gamla bandaríska konu og þretta- án ára gamla afganska stúlku. Þrír Íslendingar særðust. Ítarlega hefur verið rætt við friðargæslu- liðana sem komust í hann krapp- ann í Kabúl en hinir látnu eru ekki til frásagnar og minni athygli hefur beinst að örlögum þeirra. Fréttablaðið fór þess á leit við afganskan blaðamann að hann hefði uppi á fjölskyldu stúlkunnar sem lét lífið. Hún var á Kjúklinga- stræti þegar hryðjuverkamenn sáu væna bráð; íslenska friðar- gæsluliða. Hún var fyrsta mann- eskjan í fjölskyldu hennar sem lét lífið í meira en tveggja áratuga löngu stríði í Afganistan. Blaða- maðurinn Borhan M. Yonus komst að því að unga stúlkan, Feriba að nafni, hefði verið óvenjulega dug- leg og heillandi ung stúlka. Brauðfæddi fjölskylduna Það var um þrjúleytið að staðar- tíma í Kabúl 23. október sem ná- granni bankaði upp á hjá Lailu, móðir Feribu og sagði að hann hefði verið beðinn fyrir skilaboð um að dóttir hennar hefði særst í sprengjutilræði í Shar-e-Naw hverfinu. „Ég, mágur minn og ná- grannakona flýttum okkur á vett- vang og síðan á slysavarðstofuna. Enginn vildi hjálpa mér að finna dóttur mína þannig að ég sneri heim. Um sjöleytið um kvöldið var komið með lík hennar heim“. Feriba gekk í skóla á morgnana í þriðja bekk í Rahman Mina stúlknaskólanum. „Hún var ekki eins og venjuleg stúlka. Hún sá um að brauðfæða átta manna fjölskyldu,“ segir móðir Feribu heitinnar, Laila, 35 ára að aldri. Hún sýnir blaðamanni ljós- mynd af dótturinni að selja dag- blöð og grætur beisklega. Þótt Feriba hafi verið aðeins þrettán ára gömul vann hún fyrir fjórum systkinum sínum, móður, veikum afa og frænku. Það gerði hún með því að þræða götur Shahr-e-Naw hverfisins í miðborg Kabúl og selja bækur, kort og dag- blöð eftir að skóla lauk um hádegis- bilið. Nánast all- ir verslunar- menn í Kjúklingastræti, þekktustu göt- unni í Shahr-e- Naw, könnuðust við Feribu, með- alháu mjóu stelpuna sem seldi útlending- um enskar vasa- brotsbækur og Kabúlblöðin. Fjórt- án ára gamall frændi hennar sem var oft með henni í sölunni segir að útlending- arnir hafi oft greitt henni margfalt sannvirði fyrir blöðin bara af því að þetta var hún. Reyndi að selja friðargæsluliðunum bækur Þennan dag, 23. október, var hún sem oftar á ferðamannagötunni Kjúklingastræti þegar bundinn var endi á líf hennar í sjálfs- morðsárás. Tilræðismaðurinn festi sprengjur um mitti sér og sprengdi þær þegar hann nálgað- ist bifreið sem merkt var ISAF, friðargæsluliði NATO, að sögn VETTVANGUR TILRÆÐISINS Auk Feribu lést 23 ára gömul bandarísk kona sem starfaði sem túlkur í Úsbekistan en var í Kabúl að leita sér lækninga. ÍSLENSKU FRIÐARGÆSLULIÐARNIR Skörtuðu bolum með áletruninni „Chicken Street - Shit happens“ við kom- una til Íslands og áttu þar við tilræðið sem kostaði Feribu og ameríska konu lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.