Fréttablaðið - 14.11.2004, Side 23
5
ATVINNA
Ráðgjafi við barnavernd.
Laust er til umsóknar nú þegar fullt tímabundið starf ráðgjafa
hjá Barnavernd Reykjavíkur fram til 31.desember 2005.
Verksvið:
Skrifstofa barnaverndarnefndar ber ábyrgð á meðferð ein-
stakra mála sem unnin eru á grundvelli barnaverndarlaga.
Ráðgjafar skrifstofunnar annast m.a. móttöku og mat tilkynn-
inga um óviðunandi aðbúnað barna/unglinga, könnun á að-
búnaði þeirra, gerð og eftirfylgd meðferðaráætlana, meðferð,
stuðning og eftirlit í alvarlegum barnaverndarmálum. Þá sjá
þeir um málefni fósturbarna, vistanir á meðferðar/einkah-
eimili auk umsagna í ættleiðingar, forsjár- og umgengnis
málum.
Starfsmenn barnaverndar annast bakvaktir vegna barna-
verndarmála.
Menntun og hæfni:
Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði barna-
verndar t.d. í félagsráðgjöf, eða í skyldum greinum og æski-
legt er að umsækjandi hafi reynslu af meðferð eða fjöl-
skyldustuðningi.
Starfið gerir kröfur til jákvæðs viðmóts, mannúðlegra við-
horfa og góðra hæfileika til mannlegra samskipta. Sjálfstæði
og frumkvæði í starfi eru miklir kostir ásamt getu skýrrar
tjáningar munnlega og skriflega. Grunnþekking á notkun
tölvu er nauðsynleg.
Laun: Skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðkom-
andi stéttafélags.
Barnavernd Reykjavíkur hóf starfsemi sína 1.september
2000. Markmiðið með stofnun skrifstofunnar er að bæta
málsmeðferð og auka sérhæfingu í vinnslu erfiðra og flók-
inna barnaverndarmála. Við vinnum spennandi brautryðj-
endastarf í barnaverndarmálum . Við erum starfshópur þar
sem reynsla og faglegur metnaður er í fyrirrúmi. Starfsandinn
er góður og vel verður tekið á móti nýjum starfsmönnum.
Við leggjum áherslu á gagnkvæman stuðning, þjálfun, handl-
eiðslu og símenntun.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Frímannsdóttir, fram-
kvæmdarstjóri barnaverndarnefndar, í síma 535- 2600. Net-
fang: gudrunfr@fel.rvk.is
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember nk.
Umsóknir sendist: Barnavermd Reykjavíkur, Skipholti 50b,
105 Reykjavík.
Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfs-
mannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni:
www.felagsthjonustan.is
Verkfræðistofan Línuhönnun hf óskar eftir að ráða
verkfræðinga eða tæknifræðinga til að vinna við
hönnun lagna- og loftræstikerfa, en það er nýtt
starfssvið hjá Línuhönnun.
Við erum framsækin verkfræðistofa sem leggur metnað
í vönduð vinnubrögð og léttan og skemmtilegan
starfsanda. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 90 manns við
hönnun mannvirkja, vatnsaflsvirkjana og háspennulína,
viðhalds-, umhverfis-, umferðar- og jarðtækniráðgjöf,
eftirlit og verkefnastjórnun. Við vinnum saman og sitt í
hvoru lagi á mörgum vígstöðvum eftir því sem hentar
hverju sinni.
Hér er mjög öflugt félags- og menningarstarf og
margskonar íþróttahópar. Svo erum við ISO9001 vottuð.
Ef þetta hljómar spennandi fyrir þig hafðu þá
samband við starfsmannastjórann okkar, Ástu Björk,
í síma 585-1505. Þú getur einnig sent okkur skriflega
umsókn, sjá heimilisfang fyrir neðan.
Verkfræðingur
eða tæknifræðingur
Suðurlandsbraut 4A
1 0 8 R e y k j a v í k
sími: 585 1500
fax: 585 1501
www.lh.is / lh@lh.is
Á FÖSTUDÖGUM
Auglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is