Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. september 1973
TÍMINN
3
HNEYKSLANLEGUR
VIÐBJÓÐUR
— eða listrænt verk, sem
ekki má hrófla við
„Ég mótmæii þvi, að sjónvarpinu
geti haldist uppi að hella yfir
okkur svona viðbjóði”, sagði
þekktur flugmaður, sem hringdi
til okkar i gær. ,.Ég sætti mig ekki
við, að minu sjónvarpsgjaldi
verði varið til kaupa á öðru eins
og þessu”, sagði ungur skrifstofu-
maður. „Mér finnst, að þeir
þarna hjá sjónvarpinu verði að
fara að gera sér grein fyrir þvi,
hvers konar stofnun þeir hafa yfir
að ráða”, sagöi húsfreyja i
Hafnarfirði.
Þetta er sýnishorn af þvi sem
fólk, er hríngdi til Timans i gær
vegna sænsks sjónvarpsleikrits,
Allt er fimmtugum fært, er sýnt
var i fyrrakvöld, sagði. Þetta
leikrit viröist hafa valdið miklu
fjaðrafoki, og vakið i senn
SB—Reykjavik — Eftirfarandi
samþykkt um áætlanagerð var
gerð á aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda nýverið:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1973 lýsir þeirri skoðun
sinni að i hinni almennu áætlana-
gerð, sem unnin er á vegum
Framkvæmdastofnunar rikisins,
beri að hafa landbúnaðinn með,
sem og allar aðrar atvinnu-
greinar, og verði þar leitað sam-
vinnu við félagssamtök bænda.
Fundurinn leggur áherzlu á, að
sú yfirlýsta stefna, að fleiri héruð
landsins leggist ekki i auðn, verði
framkvæmd.
t þvi sambandi bendir fundur-
inn á, að á þeim svæðum, sem I
Nýjar
kennslubækur
í íslenzku
Nýlega komu út tvær nýjar
kennslubækur i islenzku hjá
bókaútgáfunni Valfell. Gunnar
Finnbogason er höfundur að
báðum bókunum. önnnur bókin
heitir Málfari og er ætluð lands-
prófs- og gagnfræðadeildum og
fjallar um málfræði, .setninga-
fræði, hljóðfræði, bragfræði,
ljóðalestur, orðmyndun og mál-
notkun. Hin nefnist Ugla og er
ætluð framhaldsdeildum og
menntaskólum. Kaflaheiti
bókarinnarsegja nokkuð um inni-
haldið, en þau eru: ritlist, hand-
rit, list og still, leikur að orðum,
meðferð greinarmerkja, rit-
gerðarefni og að lokum bók-
menntafræði.
STARFSMANNA-
FÉLAG rikisútvarpsins
hefur gengið fram fyrir
skjöldu i seðlabanka-
deilunni og blæs til her-
farar gegn fyrirætlunum
um bankabygginguna á
Arnarhóli. Mun ætlunin
að boða til útifundar á
föstudaginn eða laugar-
daginn.
Nefnd útvarpsmanna sem beit-
ir sér fyrir þessum aðgerðum,
skipa Baldur Pálmason, Knútur
Magnússon, Pétur Pétursson,
Sigurður Sigurðsson og Þorsteinn
ö Stephensen. Hafa þeir félagar
snúið sér til ýmissa félaga og
samtaka auk einstaklinga, og
leitað hófanna um aðild þeirra að
baráttunni. Hefur Timinn,
hreykslun og andúð margra. En
svo var lika aldraður maður, sem
sagði:
— Þetta minnir mann hressi-
lega á Kaupmannahöfn i gamla
daga, þegar maður var ungur.
Timinn sneri sér að fengnum
allmörgum upphringingum til
sjónvarpsins, og varð þar fyrir
svörum Guðrún Þörbergsdóttir,
er gegnir starfi Jóns Þórarins-
sonar i fjarveru hans.
— Sjónvarpsstöðvarnar á
Norðurlöndum hafa með sér sam-
tök, og skiptast á sjónvarps-
leikritum, sem fram eru boðin
fjórum sinnum á ári. Þessi mynd
var lögð fram á fundi, sem
haldinn var i Finnlandi, og þar
skoðaði Jón Þórarinsson hana.
Akveðið var að hafna myndinni
ekki, og ég veit ekki betur en hún
byggðalegu tilliti eru i mestri
hættu, verði gerð úttekt á
rekstraraðstöðu viðkomandi búa,
en i kjölfarið komi itarleg áætl-
anagerð, þar sem gert er ráö fyrir
fjármögnun stofnkostnaðar,
jöfnun rekstrarkostnaðar og
aukagreiðslum fyrir framleiðslu-
vörur, þar sem staðbundinn
skortur er á þeim.
Fundurinn þakkar Landnámi
rikisins það frumkvæði, sem leitt
hefur til gerðar Inn-Djúpsá-
ætlunar og skorar á Alþingi og
rikisstjórn að tryggja nægilegt
fjármagn til að koma henni i
framkvæmd”.
Sauðf jár-
sýningar
að hefjast
TVEIR ráöunautar Kúnaðar-
félags islands eru að leggja af
stað I ferðalag um Norðaustur-
land og Austurland, þar sem
hrútasýningar verða haldnar i
haust. Eru það þeir Arni
Pétursson og Sveinn Hallgrims-
son, sem þessum sýningum
stjórna.
Sýningarsvæðið verður að
þessu sinni Þingeyjarsýslur,
Múlaþing og Austur-Skaftafells-
sýsla, og mun Sveinn byrja sýn-
ingarnar i Norður-Þingeyjarsýslu
á morgun og Arni i Suður-Þing-
eyjarsýslu á föstudaginn.
Seinna i haust verða afkvæma-
sýningar á Suðurlandi og i
Kjalarnesþingi.
fregnað, að þeir félagar hafi
meðal annars leitað liðveizlu hjá
samtökum bankamanna.
SB-Reykjavik — A nýaf-
stöðnum aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda var gerð eftirfar-
andi samþykkt um lán til bænda:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1973 itrekár fyrri sam-
þykktir sinar um nauðsyn þess að
allt sé gert, sem unnt er til að
vextir af stofnlánum bænda séu
sem lægstir.
hafi þegar verið sýnd i Noregi og
Danmörku. Til tals hafði komið
að stytta myndina, en þeir, sem
hana gerðu, hurfu frá þvi, og við
hér megum ekki klippa myndir,
sem á annað borð eru sýndar —
listaverk eða hvað við eigum að
segja. Það striðir á móti
SB-Reykjavik. —- Eftirfarandi
samþykkt var gerð á aðalfundi
Stéttarsambands bænda nýlega:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1973 lýsir áhyggjum yfir
þeim afkomumun, sem at-
vinnurekstri og einstaklingum er
búinn með misjöfnu verði
rekstrarvara og lifsnauðsynja
eftir landshlutum. Skorar fund-
urinn á Alþingi og rikisstjórn að
ákveða jöfnun flutningskostnaðar
milli landshluta og þakkar i þvi
sambandi það framtak Alþingis,
að skipa nefnd til að undirbúa lög-
gjöf þar um.
GEFINN hefur verið út vegg-
diskur af fyrsta islenzka
skildingafrimerkinu, i tilefni fri-
merkjasýningarinnar Islandia ’73
Upplag er aðeins 500 eintök þarf
af eru 200 til sölu i Noregi, en 300
eintök voru send hingað til sölu.
öll merking eru i eðlilegum litum
og mótin fyrir merkin grafin.
Framleiðandi er Porsgrund i
Noregi, cn útsölustaður hé er
Jafnframt þvi vill fundurinn
benda á eftirfarandi atriði i sam-
bandi við útlánareglur Stofnlána-
deildar.
1. Hærri stofnián til frum-
býlinga og þeirra bænda, sem
orðið hafa að skerða bústofn á
undanförnum harðindaárum.
2. Lán til frumbýlinga til bú-
höfundarréttinum. En auðvitað
vorum við ekki skyldug til þess að
taka hana til sýningar.
Guðrún vildi litið gera úr þvi,
að myndin hefði verið hneykslan-
leg. — En ég efast um, að svona
hafi verið sýnt beinlinis fyrr hér-
lendis, sagði hún.
Fundurinn bendir á, að að-
flutningar rekstrarvara, svo sem
kjarnfóðurs, eru dýrastir i sum-
um þeim landshlutum t.d. Vest-
fjörðum, sem nú búa við skort á
landbúnaðarvörum, svo sem
mjólk. Enn fremur minnir fund-
urinn á það ósamræmi, að ekki
skuli t.d. heimilt að bæta
flutningskostnaði við verð
kartaflna, og fleiri vara, ef þær
eru fluttar utan af landi til
Reykjavikur, en slikum kostnaði
er jafnan bætt við verð varanna,
sem fluttar eru til allra annarra
staða á landinu.”
Frimerkjastöðin Skólavörðustig
og einnig i söludeild að Islandiu,
Kjarvalsstöðum.
Þess má geta, að fyrir nokkru
gáfu sömu aöilar út „piatta” af
fyrsta norska skildinga-
frimerkinu. Sá var gefinn út i 400
eintökum og seldist strax upp og
er nú seidur á safnaramarkaði á
fimmlöldu verði.
stofns og vélakaupa verði afborg-
ana- eða vaxtalaus fyrstu árin,
enda hafi þeir næga þekkingu á
búskap.
3. Hámark hagstæðustu stofn-
lána sé miðað við eðlilega bú-
stærð á hverri jörð.
4. Varast ber að lána til verk-
smiðjubúskapar”.
Fó þeir, sem borga
eiga brúsann,
engar skýringar?
Togarinn Bjarni Benedikts-
son liggur ennþá I Iteykja-
vikurhöfn og er óneitanlega
liðinn langur timi siðan honum
var lagt, vcgna þess að vél-
arnar voru fullar af óhrein-
indum. Komið hefur i Ijós, að
sitthvað fleira var að þessu
skipi, leiðslur of mjóar og cin-
angrun áfátt og ef til vill
fleira.
Það er þvi ekki undarlegt
þótt almenningi komi þetta
■nakalausa skip undaiiega
fyrir sjónir, þvi að ljóst er að
borgin hefur orðið fyrir
milljóna tjóni.
Það er vafalaust margs að
gæta, þegar smiða á skip, og
ágreiningur getur risið milli
kaupenda og seljenda. Það er
einkamál manna, nema þegar
opinberir aðilar eiga hlut að
máli. Þeir, sem iftest hafa
komið við sögu b/v Bjarna
Krncdiktssonar, hafa að visu
látið hafa það eftir sér i fjöl-
iniðlum, að injög erfitt muni
rcynast að fullnægja skaða-
bótakröfum vegna Bjarna
Bencdiktssonar og þá vaknar
sú spurning: liver á að bcra
tjónið? Eru það Rcykvik-
ingar? Ilcfur borgin ráð á að
láta togarann liggja hér I
endursmiði undir söniu bygg-
ingarnefnd og átti að fylgjast
incð hlutunum á Spáni, eða
licfur verið skipt um
byggingarncfnd? Samkvæmt
þvi, sem fram hcfur komið i
blöðuuum, virðasl sömu menn
ennþá fara með mál logarans
og állu að sjá um að honum
væri skilað sómasamlega.
Það þýðir ckkert að scgja
horgurunum, að „tankarnir
liai'i verið hreinir”, þegar þcir
voru skoðaðir. Ekki hcldur, að
þelta, eða hitt hafi reynzt
ófullnægjandi, þvi sá grunur
læðist inn hjá mönnum, að
byggingarnefnd logarans liafi
ekki gætt hagsmuna kaup-
enda, þ,e, borgáranna, scm
skyldi. Það er þvi mál til
komið, að borgin geri hreint
fyrir sínum dyrum og skýri
þessi hörmulegu mistök fyrir
þeim, scm horga eiga
brúsann.
Merkileg
ráðstefna -
„Tölvuleit"
og ölduspár
Um dnginn þinguðu hér á
landi sérfræðingar i hafis og
haffræði norðurhafa. Margir
islcnzkir visindamenn sóttu
ráðstefnu þessa og a.m.k.
tvcir þeirra fluttu þar frain-
söguerindi, þeir Þorbjörn
Karlsson verkfræðingur og
Markús Einarsson, veður-
fræðingur, cn þeir eru báðir
kunnir visindamenn í haf- og
háfisfræðum
Það cr ánægjulcgt, að
islendingar skuli vcra orðnir
virkir þálttakendur I heirns-
visindunum og mikill fengur
var að hcimsókn crlendu
vísindamannanna. island er
að mörgu lcyti kjörið land til
hafisrannsókna, sem eru á
frumstigi, nánast sagt.
Árið 1968 kom hafisinn i
heimsókn til islands og lagðist
að landinu, en þá hafði hann
ekki sézt hér við land um ára-
bil. Þá hraus mörgum hugur
við.
Ef til vill hjálpa visindin
okkur til að sjá fyrir hafisa-
ár, svo þjóðin verði ekki eins
vanbúin með forða og annað,
eins og var árið 1968.
Þorbjörn Karlssnn, verk-
fræðingur ræddi um tölvuspár
á haföldu. i framtiðinni munu
islenzkir fiskimenn liklega
nota ölduspá eins mikið og
veðurspár eru notaðar núna,
Framhald á bls. 19
Landbúnaður verði tal
inn til atvinnugreina
Útvarpsmenn gegn
seðlabankabyggingu
Þannig litur veggdiskurinn út.
Stofnlán til frumbýl•
inga verði hækkuð
Flutningskostnaður
verði jafnaður
Kominn út veggdiskur
með fyrsta íslenzka
skildingafrímerkinu