Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 20
Verður þremur hótelum NTB-Kaupmannahöfn — Þrjú hótel i Kaupmannahöfn munu væntanlega á næstunni fá skipun um að leggja upp laupana vegna ónógra eldvarnaráðstafana, að þvi talsmaður danska slökkviliðs- ins, sagði i gær. t borginni eru þrjú hótel, sem hafa alls ónógar eldvarnir og ef kviknaði i þeim, gætu af- lokað? leiðingarnar orðið svipaðar og i Hótel Hafniu, þar sem 35 manns fórust um helgina. Eigendur þessara hótela hafa margsinnis verið beðnir að bæta úr þessu og ef þeir gera það ekki, mun slökkviliðið mælast til þess við borgaryfirvöldin, að þessum gististöðum verði lokað. Ekki voru nöfn hótelanna nefnd. Harðir bardagar í Kompong Cham þjóðfyIkingin ræður mestu NTB-Phnom Penh — Þjóðfylking Kambódiu gerði i fyrrinótt nýjar árásir á þriðju stærstu borg landsins, Kompong Cham og i gær geisuðu þar enn harðir bar- dagar, einkum á háskólasvæðinu og i útjaðri borgarinnar. Yfir 200 eldflaugasprengjum var varpað að borginni um nótt- ina og ekki hafa enn verið birtar opinberar tölur um mannfall, en 80 manns féllu i svipuðum að- geiröum fyrir viku. Þjóðfylkingin ræður nú öllum þjóðvegum, sem liggja að borg- inni og flugvöllurinn hefur verið lokaður i meira en viku, þrátt fyrir að hann er enn i höndum stjórnarhersins. Þjóðfylkingar- menn náðu i gær á sitt vald Nkor-musterinu skammt frá Kompong Cham. Musterið, sem er byggt á 12. öld, er ein af merkustu fornminium landsins. Glæpamenn sendu lögreglunni sprengju — að fyrirmynd IRA NTB-London — Sprengjuárás, sem glæpamenn i London gerðu á lögregluna, olli i gær mikilli ringulreið á öryggiskerfi þvi, sem komið hefur verið upp til varnar þeim sprengjufaraldri, sem undanfarið hefur geisað i Bret- landi. Fólks, sem grunað er um að vera handbendi IRA, hefur verið vel gætt, en allt kom fyrir ekki. Sprengjan sem um ræðir sprakk milli handa þriggja lög- reglumanna, sem voru að bera hana inn i húsagarð lögreglu- stöðvar i East End, til aö gera hana óvirka. I fyrstu var talið vist að þarna væri um IRA-sprengju að ræða, en af leifum hennar er séð, að hún var af allt öðru sauða- húsi. Rannsóknarlögreglan hefur nú komizt að þeirri niðurstöðu, að glæpamenn i hverfinu hafi gert þetta til aðhefna sin á lögreglunni vegna þess að hún heíur undan- farið verið ötul við aö fjarlægja menn úr röðum þeirra. Slikar aðgerðir hafa ekki verið tiðkaðar áður og telur lögreglan, að þarna hafi einhver glæpa- mannasamtök tileinkaö sér að- gerðir IRA. Sprengjan fannst i mannlausum bil og var merkt lögreglunni. Lögreglumennirnir þrir særðust viö sprenginguna, en enginn þeirra lifshættulega. Orlofs- og hvíldardvöl aldraðra að Löngumýri Gó. — Sauðárkróki í Húsmæðraskólanum að Löngu- mýri, sem rekinn er á vegum þjóðkirkjunnar, var i ágústmán- uði starfrækt orlofs- og hvildar- dvöl fyrir aldrað fólk. Hefur rúm- lega 40 manns verið þar um líma i tveimur hópum. Var fyrri hópur- inn, sem dvaldi þar, frá Reykja- vík en i þeim siöari voru Vest- mannaeyingar. Þetta er tilraun, sem þjóðkirkjan ákvað að reyna 1 sumar i samstarfi við félagasam- tök, (félagsstarf eldri borgara i Reykjavfk sá um dvöl Reykvik- ingana, en hjálparstofnun kirkj- unnar um dvöl Vestmanna- eyingana) sagöi frk. Margrét Jónsdóttir , sem veitt hefur þess- ari starfsemi forstöðu á Löngu- mýri. Löngumýrarskólinn er sem kunnugteri miðjum Vallhólmi og er umhverfið þar mjög fagurt og vinalegt. Gott veður var yfirleitt rikjandi i siðasta mánuði og fóru gestirnir ökuferöir um héraðið m.a. til Hóla og Sauðárkróks. Fréttaritari Timans var gestur á kvöldvöku, sem Vestmanna- eyjahópurinn efndi til siöasta kvöldið er hann dvaldi á Löngu- mýri. Margrét skólastýra stjórn- aði kvöldvökunni og sýndi lit- skuggamyndir. Hafði hún boðið nokkrum gestum úr nágrenninu og skemmti fólkiö sér viö sam- eiginlegan söng undir stjórn Björns Ólafssonar Krithóli og upplestra hjá frú Jóhönnu S. Siguröardóttur Miklabæ og sr. Gunnars Gislasonar Glaumbæ. Þá flutti sr. Þorsteinn L. Jónsson, sem var einn dvalargestanna skemmtilega ræðu og lýsti dvöl- inni á Löngumýri þennan tima, rómaöi frábæra fyrirgreiðslu og aðbúnað, sem gestirnir hefðu notiö og þakkaði Margrétu Jóns- dóttur og öðrum, sem gert heföu dvölina þar ógleymanlega, eða eins og hann orðaði þaö, að sam- feldri 10 daga „sæluviku". Og ýmsir i hópnum höföu haft orð á þvi, að þeir heföu hug á aö koma hingað aftur næsta sumar. Aö lokum færði svo sr. Þor- steinn fyrir hönd Vestmannaey- inganna Margrétu Jónsdóttur ritið Saga Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason, sem kom út í 3 bindum I tilefni 100 ára byggðarsögu Sauðárkróks. Og starfsstúlkunum voru færð hekluð herðasjöl. Myndin er frá fundinum á Hallormsstaö. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra I ræöustól. Hallormsstaðarfund- urínn settur í dag FUNDUIt þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Framsóknar- flokksins var settur á Ilallorms- stað klukkan tvö I gær. Sitja fundinn þingmenn flokksins og framkvæmdastjórnarmcnn, auk gesta, scm boöið var — varaþing- manna af Austurlandi, stjórnar- m anna Kjördæmissambands Framsóknarmanna á Austur- landi og miðstjórnarmanna, sem búsettir cru eystra. Þórarinn Þórarinsson, for- maður þingflokksins, setti fundinn, bauð fundarmenn vel- komna og gat þeirrar nýlundu, sem tekin var upp i fyrra meö Akureyrarfundinum að halda einn slikan fund á ári utan höfuð- staðarins. Þakkaði hann kjör- dæmasambandinu eystra undir- búning þann, sem það hafði annazt. Þessu næst flutti Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra mjög Itarlega ræðu um islenzk stjórn- mál og hugsanlega framvindu þeirra á næstunni. Að erindi hans loknu hófust almennar umræður, sem stóðu til klukkan sjö i gær- kvöldi. Þá héldu fundarmenn inn i Fljótsdal, þar sem þeir drukku kaffi i félagsheimilinu Végarði á Valþjófsstað I boði Framsóknar- manna i sveitinni. Fundinum verður haldið áfram á Hallormsstað á morgun, en á föstudaginn verða fjórtán almennir stjórnmálafundir viðs vegar um Austurland. Nú byrjar á ný reiptog Nixons og þingsins NTB-Washington — Bandarikja- þing kemur saman i dag að loknu mánaðar sumarleyfi. Búizt er við nýjum átökum bráðlega milli þingsins og Nixons forseta um vald hans til að reka styrjöld og draga að framkvæma sam- þykktir þingsins. Úrslit þessa reiptogs milli lög- gjafar- og framkvæmdavalds I Bandarlkjunum, mun að miklu leyti fara eftir þvi, hvernig öldungadeildarþingmenn og þeir i fulltrúadeildinni hafa túlkað vilja kjósenda sinna. Þeir hafa ekki aðeins spurt um Watergate-málið, heldur einnig um togstreituna milli forsetans og þingsins, sem leitt hefur til þess, að Nixon hefur fjórum sinnum i ár beitt neitunarvaldi gegn samþykktum þingsins. Auk þess eru flestar tillögur sem hann hefur komið fram með, enn i af- greiðslu hjá nefndum og ráöum. Nýrforstjóri Hrafnistu Rafn Sigurðsson hefur tekið viö starfi forstjóra Hrafnistu, dvalar- heimilis aldraðra sjómanna i Reykjavik. Rafn var um langt skeiö bryti á skipum Eimskipafélagsins og siðar forstjóri veitingahússins Skiphóls I Hafnarfirði. Rafn tók viö starfi sinu hjá Hrafnistu i siðasta mánuði. Hækkun daggjalda f Hveragerði HINN 10. ágúst s.l. barst heil- brigöis- og tryggingamálaráðu- neytinu bréf frá stjórn Náttúru- lækningafélags tslands, þar sem tilkynnt var, að félagið treystist ekki til að reka Heilsuhæliö I Hveragerði meö þeim dag- gjöldum, sem daggjaldanefnd sjúkiahúsa hefur ákveðið þvf kr. 950.00. Stjórnin tilkynnti jafn- framt, aö frá og meö 1. sept. hefði hún ákveðiö að daggjöld hælisins yrðu kr. 1200.00 I samræmi við 4. mgr. 45. gr. Heimspressan óánægð NTB-Helsingfors — Við sjálft lá, aö opinber heimsókn Margrétar Danadrottningar og Henriks prins til Finnlands yrði „þöguð I hel” I blöðum, stjónvarpi og útvarpi. Astæðan var sú, að alls staðar, þar sem fréttamenn hugðust fylgjast meðatburðum, „fjar- lægöi” lögreglan þá, vegna einhverra varúðarráðstafana, sem hún ein vissi um. úr þessu rættist þó eftir miklar og margvislegar kvartanir og jafnvel hótanir fréttamanna og þriggja klukkustunda samningafund. Þá loks fengu þeir viðunandi starfsaðstöðu. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 óskaði ráöuneytið eftir þvi aðTryggingastofnun rikisins tæki afstöðu til þessarar ákvörðunar stjórnar Náttúrulækningarfélags Islands, svo að þegar hinn 1. sept. yrði ljóst hvernig greiðslum yröi háttað af hálfu sjúkratrygg- inganna fyrir dvöl á hælinu. Meö bréfi hinn 30. ágúst til- kynnti Tryggingastofnunin, aö málið heföi veriö tekið til af- greiöslu i Tryggingaráöi hinn 29. ágúst og þar ákveöið að sjúkra- tryggingar skyldu endurgreiða kr. 950,00 á legudag af kostnaði við dvöl i heilsuhælinu. Frá og meö 1. sept. 1973 er bvi daggjald Heilsuhælis Náttúru- lækningafélags Islands i Hvera- gerði kr. 1200,00 á dag og af þeirri upphæð munu sjúkratryggingar endurgreiða kr. 950,00 á dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.