Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Mibvikudagur 5. september 1973 sem teknar eru á skotaugnablik- inu. Hins vegar gæti hún staðizt, ef læknarnir hafa aðeins athugað jakkann, en ekki likamann. Auk stærðar sáranna og skotlin- unnar er fleira, sem bendir til, að Kennedy hafi verið skotinn fram- an frá en ekki að aftan. Þá mun skotið hafa komið frá hægri. Allir læknarnir, sem sáu Kennedy á sjúkrahúsinu, töldu, að stóra sárið, sem var á höfði forsetans, og það sem olli honum bana, væri eftir kúlu, skotið frá hægri, en þar var einmitt grasi vaxin hæð. Nokkrir læknar við Parkland-sjúkrahúsið töldu einn- ig, að sárið á hálsinum væri eftir skot framan frá, en yfirvöld hafa ekki tekið neitt mark á þvi. Eina kvikmyndin, sem tekin var á morðaugnablikinu (af áhugamanni að nafni Abraham Zapruder), sýnir greinilega, að þegar skot no. 2 hitti Kennedy, slengdist hann aftur á bak og til vinstri óeðlileg hreyfing ef skotið hefði komið aftan frá. Engin af þeim skýringum, sem gefnar hafa verið á þessu, eru sannfær- andi.Jackie snertiekki mann sinn þá,og billinn tók ekki að hemla fyrr en 3 sekúndum siðar. Það sést greinilega á myndunum. Kom skotið framan frá? Það má þykja undarlegt, að fá- ir vita, að forsetinn slengdist aft- ur á bak á skotaugnablikinu. Meira að segja meðlimir Warren- nefndarinnar hafa ekki hugmynd um það, en nefndin var stofnuö til að komast að sannleika málsins. Tvær mjög. mikilvægar myndir voru nefnilega teknar út úr filmu Zapruders, þegar Warren-skýrsl- an var prentuð,og aörar settar i staðinn. Arangurinn er sá, að það litur út fyrir, aö Kennedy slengist fram. 1 desember 1965 viður- kenndi svo J. Edgar Hoover, þá- verandiyfirmaður FBI, að „oröið hefðu mistök” i prentuninni hvað varðaði myndir no. 314 og 315 i Zapruder-filmunni. Warren-nefndin taldi á sinum tima, aö önnur kúlan, eftir að hafa fariö gegn um Kennedy, hafi hitt Conally rlkisstjóra I bakið, lærið og úlnliðinn. Þeir, sem ekki vita um allar krókaleiðir byssu- kúlu, hafa lýst þetta ómögulegt. Til eru fjölmörg dæmi um kúlur, sem farið hafa hinar undarleg- ustu leiðir. Það fékk maöur sá að reyna, sem eitt sinn ætlaöi að Þetta eru myndir, sem Zapruder tók á 8 mm litfilmu. Fyrsta myndin er tekin rétt áður en fyrsta skotið reið af. A þeirri siðustu er bfllinn kominn á hraða ferð tii sjúkrahússins. Dr. Cyril H. Wecht, þekktur bandariskur lögfræðingur og réttar- læknir, hefur á eigin spýtur reynt að komast til botns i morðmáli ald- arinnar — þvi, er John F. Kennedy Banda- rikjaforseti var myrtur i Dallas i Texas fyrir tæp- um tiu árum. Nú heldur Wecht eftirfarandi fram: Forsetinn slengdist aftur á bak við fyrsta skotið, og þar af leið- andi getur það skot ekki hafa komið frá Oswald, sem var fyrir aftan forsetann. Myndir af ódæð- inu sýna þetta glöggt. En i Warr- en-skýrslunum um morðið hefur verið skipt um myndir, og þar sést forsetinn falla fram á við. Margt bendir til þess, aö skotiö i hálsi forsetans hafi farið inn að framanverðu, þar sem sárið i hnakkanum var stærra en það að framan. Hafi svo verið, voru fleiri að verki en Oswald. t athugasemdum frá krufning- unni sjálfri var sagt, að skot- sáriö i hnakkanum væri átta sentimetrum neðar en segir I op- inberum krufningarskýrsl. Þar af leiðandi hefur þvi veriö hleypt af á jörðu niðri, en ekki ofan af sjöttu hæö, þar sem Oswald var. Þegar yfirkrufningalæknirinn var spurður i réttinum, hvers vegna leið kúlunnar gegnum hnakka forsetans hefði ekki verið rannsökuð nánar, svaraöi hann: — Við vorum beðnir að gera það ekki. Dr. Wecht telur, að krufn- ingin hafi farið fram undir eftir- liti. Frumskýrsla frá kurfningunni var brennd af yfirlækninum strax eftir að hún var skrifuð. Hvers vegna? Burkley aðmiráll birti aðeins opinberlega þá hluta skýrslunnar, sem hann taldi „nauðsynlega.” Margt bendir til, að aðskota- hlutur á stærð við kúlu, sem ekki er nefndur I krufningaskýrslum, sitji I heila forsetans. En heilinn sjálfur og nokkrar mikrófilmur, sem gætu sannaö þetta, er nú horfið sporlaust. Krufninga- læknarnir rannsökuðu aldrei höf- uð forsetans nánar til aö athuga, hvort fleiri kúlur hefðu hæft hann. Allt bendir þetta i eina átt að áliti dr. Wecht. Nefnilega til sam- særis. Visindalega unnið Margir starfsbræðra dr. Wecht eru honum ósammála.og margir þeirra gagnrýna hann fyrir að koma með slikar yfirlýsingar. En þeir eru læknar, og þeirra verk- efni er að segja til um, hver or- sökin var. en ekki hver geröi þaö. En það er ekki hægt bara rétt si sona aö visa staöhæfingum dr. Wechts á bug. Hann er ekki bara læknir og lögræðingur, heldur sérmenntaður á þvi sviöi sjúk- dómafræðinnar, sem einmitt þarf til að skilgreina moröið á Kenne- dy. Auk þessa er dr. Wecht fyrr- verandi forseti réttarvísindaaka- demiunnar i Bandarikjunum. — Sú staðreynd, að margt fólk er sagt hafa séö marga menn að verki með byssur á morðaugna- biikinu, er ekki mikiö við að styðjast.segir dr. Wecht. — Það, sem úrslitum ræður, eru horn þau, sem skotin fóru inn og út úr likamanum undir, nákvæm stað- setning skotanna,’fjöldi þeirra og hvort þau fóru inn i likama Kennedys framan, eða aftan frá. I flestum tilfellum er tiltölulega auðvelt fyrir réttarlækni að segja til um, hvort skotsár er eftir kúl- una á leið út eða inn, þvi kúla á leiö inn veldur sári, sem venju- lega er minna en það, sem kemur, þegar hún er á leiö út. Skotsárin Þvi miður voru herlæknarnir þrir, sem framkvæmdu krufning- una á liki Kennedys, ekki mjög reyndir á þvi sviði. Yfirmaðurinn hafði aðeins einu sinni áður komið nálægt skotsárstilfelli, og þeir voru ekki hæfir til að meta, hvaða sár voru eftir kúlur á leið út eða inn. Þeir gátu það heldur varla, þvi að læknarnir i Dallas höfðu skorið upp háls forsetans til að reyna aö bjarga honum. Hefðu krufningalæknarnir hringt til læknanna i Dallas, hefðu þeir aö llkindum getað fengið it- arlegar upplýsingar um sárin, en það var aldrei gert. Aðeins með því að skoða sárið að aftan, drógu læknarnir þá ályktun, að sárið að framan væri eftir kúlu á leið út. Þar með var talið, aö vist væri, að Kennedy hefði verið skotinn aftan frá, þar sem Lee Harvey Oswald er talinn hafa verið. Miklar likur eru á að þetta sé rangt, þvi stærð sáranna kom i ljós siðar, þegar Warren-nefndin yfirheyrði læknahópana, hvorn fyrir sig. Þeir, sem sáu skotsárið áöur en skorið var, segja það hafa veriðþrjá til fjóra mm i þvermál, en sárið i hnakkanum er sagt fimm til sjö mm. Þó að hið gagn- stæða gerist stundum, er það afar sjaldgæft. Dr. Wecht segir út frá þessu, að kúlan hafi farið inn að framanverðu. Hnakkinn eða bakið? Onnur aöferð til að ákvaröa, hvort skotið hefur komið frá sjöttu hæð i geymsluhúsinu, er að athuga afstöðu sáranna hvors til annars. Ef Kennedy var skotinn aftanfrá af sjöttu hæð, hlýtur hnakkasárið að vera hærra uppi en það að framan. Það er einmitt sagt i krufningarskýrslunni. En riss, sem gert var við sjálfa krufninguna, áður en læknarnir komu saman til að ákveða, hvað þeir ættu aö skrifa, sýnir, að sárið á bakinu er átta sm neðar en stendur i skýrslunni. Ef rissið, en ekki skýrslan, er rétt, hefur skot- inu verið hleypt af á jörðu niöri. Munurinn á rissinu og skýrsl- unni getur auðvitað stafað af óhæfni og reynsluleysi læknis, en dr. Wecht leggur áherzlu á, að læknarnir hafi af mikilli vand- virkni merkt allt annað, svo sem fæðingarbletti og ör. 1 skýrslunni stendur, að skotið hafi komið i hnakkann, en teikningin og punktar með henni segja i bakið. Það er skrýtið, að þrir læknar skuli rugla saman hnakka og baki. Lee Harvey Oswald. Verkfæri í höndum samsærismanna? Kúlugatið á frakka forsetans er einnig átta sentimetrum neðar en skýrslan segir til um, en skýr- ingin er sögð sú, að frakkinn hafi krumpazt, þegar forsetinn veifaði til mannfjöldans. Þessi skýring kemur þó ekki heim við myndir, HEILI KENNEDYS ER HORFINN Miövikudagur 5. september 1973 TÍMINN 11 fremja sjálfsmorð. Hann miðaði á hjartað og vaknaði siðan á sjúkrahúsi með kúluna i pungn- um. Skýringin er sú, að þegar kúla hittir bein, er hætt við að hún fari af leið. Warren-nefndin telur, aö það hafi gerzt i Dallas. En kúl- an, sem fór i gegnum háls Kenne- dys, rakst bara alls ekki i bein. Samt sem áður er talið, að hún hafi fariö á skakk til hægri og hitt Conally á hinum óliku stöðum. Fleiri kúlur i spilinu Connally, sem náði að snúa sér við, þegar hann heyrði fyrsta skotið, segir, að það sé aldeilis óskiljanlegt, að sama kúlan hafi hitthann. Annað, sem gerir þessa kenningu ósennilega, er það, að eftir allar eyðileggingarnar, var kúlan svo til ósködduð og vó svo að segja það sama og i upphafi. — Það hljóta að hafa verið fleiri kúlur i spilinu, segir dr. Wecht —■- En hvaðan komu þær og hvað varð af þeim? Hann ætlar sjálfur aö finna svariö við þvi. Fleiri aöferðir eru til að reyna kenningu Warrennefndarinnar um eina kúlu. Ein þeirra er nev- trónugreining, en hún hefur aldrei fariö fram, þrátt fyrir að sérfræðingur i réttarlækningum gekk svo langt sem til réttarins til að fá slfka greiningu gerða — en án árangurs. Spektrografiskar greiningar hafa verið gerðar á málmleifum þeim, sem fundust i likama for- setans, en niðurstöðurnar hafa aldrei verið birtar. Auk þess hef- ur dr. Wecht uppgötvað, að grein- ingar-skýrslurnar eru horfnar á dularfullan hátt úr þjóðskjala- safninu. Þriöja aðfeðin til að ákvarða, hvort það var sama kúlan, sem hitti Kennedy og Connally, er að athuga föt Connallys, þar sem kúla hitti. Kúla, sem hleypt er úr riffli, ber alltaf einhverja oliu á sér, en kúla, sem fyrst fer gegn- um mann, og siðan i annan, er al- veg oliulaus. Dr. Wecht hefur nú komizt að þvi, aö föt Kennedys voru athuguð strax, en Connallys ekki fyrr en eftir hreinsun. Hvað er i heilanum? Dr. Wecht hefur sett ótal spurn- ingarmerki viö þau gögn, sem hann hefur fundið i þjóðskjala- safninu. A einni af stóru myndun- um af heila Kennedys sést dökk- brúnn hlutur á stærð ca. hálf sinn- um treikvart lomma. Þetta er hvergi nefnt i krufningarskýrsl- unni, þrátt fyrir það, að hún geri itarlega grein fyrir 35 málmflis- um, sem fundust i likama forset- ans, flestar i höfðinu, og á stærð við sandkorn. Fyrst læknarnir hafa ekki nefnt þetta og heilinn finnst ekki, telur dr. Wecht, að þetta hljóti að vera blæðing vegna skotsins.kúla eða hluti kúlu, æxli eða einhver van- sköpun á æðum. Hann hefur þó ekki sérstaka trú á, aö þetta sé blæðing — ef svo væri, heföi það veriönefnti skýrslunni. Hins veg- ar þykist hann viss um, að lækn- arnir hafi séð hlutinn — vegna stærðar hans — en látiö vera aö nefna hann i skýrslunni. Sé þetta kúla, eða hluti kúlu, vakna marg- ar spurningar, þvi að Kennedy var skotinn af manni, sem ekki átti að hafa skotið nema tveimur kúlum, og þær eru báðar fundnar. Dr. Wecht taldi, að vandalaust væri að sjá á heilanum, hvar kúl- an heföi fariö inn, en þegar hann kom i safnið, eftir aö hafa boöaö komu sina bréflega, uppgötvaði hann, aö heilinn var horfinn. Þetta olli honum ekki stórum vonbrigðum, þar sem hann vissi, aö til voru mikrófilmur af heilan- um og þær myndu sýna það, sem hann leitaði. En er hann baö um þær, var honum tjáð, að þær væru einnig horfnar. Það verður að segjast, að venj- an er að brenna heila þegar eftir krufningu, en dr. Wecht spyr: — Hver vill taka á sig þá ábyrgð að eyöileggja forsetaheila? Heilinn getur leyst gátuna Eftir að hafa rætt við ýmsa háttsetta menn og Lincoln, einka- ritara Kennedys, komst Graham, blaðamaöur New York Times, að þvi, að mikrófilmurnar, og lik- lega einnig heilinn i krukku með formalini, hafði verið afhent að- stoðarmönnum Roberts Kennedy i læstum kassa árið 1965. 1 l.iós kom svo, þegar allt frá krufning- unni var afhent þjóðskjalasafninu árið eftir, að heilinn.og fleiri mik- ilvægir hlutir, voru þar ekki. Einn merkilegur hlutur á krufningarmyndunum er laus húöflipi á hnakka Kennedys, lengst til vinstri. Hans er hvergi getið. Hafi Kennedy verið skotinn aftanfrá með einni kúlu gegnum hnakkann,og annarri sem fór ínn i höfuðuð neðarlega til hægri, eins og Warren-nefndin segir, hefði sa'nnarlega átt að rannsaka skaða vinstra megin á höfðinu. En hversu ótrúlegt sem það kann að viröast, gerðu læknarnir þrir eng- ar athuganir á höfði forsetans til að vita, hvort fleiri kúlur hefðu hæft hann. Venjulega er höfuðið rakað. En þarna var ekkert gert. A grundvelli þessa húðflipa og hreyfinga forsetans, þegar skotin hittu hann, er nauösynlegt að finna heilann, ef sannleikurinn á nokkurn tima að koma i ljós. Vandræði dr. Wechts Það, sem dr. Wecht hefur kom- izt að, og það, sem hann hefur sagt um málið, hefur leitt til þess, að hann er óæskileg persóna á mörgum stöðum. Aður en hann heimsótti safnið, hafði hann skrif- að greinar, þar sem hann lét i ljós þá skoðun sina, að vinnubrögð hins opinbera i málinu væru að- eins sýndarmennska. Nærri má geta, að honum var ekki tekið opnum örmum i safninu. I ágúst 1971 skrifaði hann Burke Mar- shall, lögfræðingi Kennedyfjöl- skyldunnar, en hann ákveður hvaöa læknar mega sjá gögnin. Burke svaraði, að hann skyldi snúa sér til safnsins, sem aftur vlsaöi til hans. í það sinn svaraöi Burke Marshall ekki bréfinu fyrr en aö ári liðnu, þegar Graham, blaðamaðurinn áðurnefndi, tók að sýna málinu áhuga. Þá fékk dr. Wecht aðgang að sönnunar- gögnunum. Þaö er synd, að læknar þeir, sem framkvæmdu krufninguna, skyldu gera svo margar vitleysur og sleppa svo mörgum atriðum i skýrslu sinni. Aðeins einn þeirra var réttarlæknir, og hann haföi aöeins einu sinni unniö við skot- sár áður. Auk þess kom hann ekki fyrr en verkið var hafið. Var krufningar- skýrslan samin? Þrátt fyrir vitleysurnar og þaö, sem sleppt er i skýrslunni, geta læknarnir þrir hafa unnið betra verk en ástæöa er til að halda. Mögulegt er, að þeim hafi verið neitað um að skrifa ýmislegt, eða að skýrslunni hafi siðar verið breytt. Þriðji möguleikinn er sá, að þeir hafi unnið undir einhvers konar eftirliti. Við yfirheyrslur yfirClay Shaw, sem ákærður var fyrir samsæri gegn Kennedy en siðar saklaus fundinn, spurði ákærandinn, Jim Garrison, lækn- inn hvers vegna hann hefði ekki látið rannsaka sárin betur. Lækn- irinn svaraði, að hann hefði verið beðinn að gera það ekki. Jim Garrison telur nú, að það hafi verið hershöfðingi úr flug- hernum, sem stjórnaði krufning- unni, en sennilega verði nafn hans aldrei kunnugt. Rikissaksóknar- inn segir: Krufning forsetans var viðkvæmt mál, og hætta var á, að eitthvað kæmist upp. Þar af leið- andi urðu þeir, sem stóðu að baki samsærinu, að sjá um að fylgzt væri með henni — ekki aðeins af lækni — heldur einnig einhverj- um, sem vissi, hvað þurfti að fela. Einhverjum, sem vissi, hver hin opinbera útgáfa á morðinu yrði, og kurfningarskýrslan þyrfti að vera i samræmi við það. Garrison er sannfærður um, að skýrslan, sem siðar var gefin út, sé fösluð. Hin sanna skýrsla hefði nefnilega leitt i ljós samsæri, og þaðan er ekki löng leið til sam- særismannanna, sem Garrison telur hiklaust, að séu engir aðrir en hinir mjög svo voldugu vopna- framleiðendur i Bandarikjunum, sem litu á friðarstefnu Kennedys sem tilræði viö sig. Hann var þeim þyrnir i augum, og þeir ákváðu aö losa sig við hann. Lee Harvey Oswald var aðeins verk- færi, og hann var skotinn strax, til þess að hann næöi ekki að segja sannleikann. Frumskýrslan brennd Aö rannsaka ekki sárin voru herfileg mistök. Þá hefði verið hægt aö segja um, hvort kúlan, sem sögð er hafa farið inn um hnakkann, fór raunverulega þvert i gegn og kom út um háls- inn, eða hvort kúlurnar voru tvær, annarri skotiö framan frá, en hinni aftan frá. Burkley aömiráll, heimilis- læknir forsetans, sem fékk krufn- ingarskýrsluna i hendur strax, hefur viðurkennt að hafa aðeins birt þá hluta hennar, sem hann taldi nauðsynlega. Tveimur mán- uöum siðar var skýrslan send Se- cret Service, sem tveimur mánuð um siðar sendi hana til FBI. Eftir öllu að dæma, er það aðeins frum- skýrslan, sem sagði sannleikann, en vafasámt er, að bandariska þjóöin, eða heimurinn, fái nokk- urn tima að vita, hvað i henni stóð. Það einkennilegasta við alla krufninguna er samt sem áður sú staðreynd, að frumskýrslan var brennd strax og hún hafði verið skrifuð, og það gerði læknir sá, er stjórnaði krufningunni. Þar var skýrt nákvæmlega frá, hvar skot- sárin voru, hvar kúlur fóru inn og komu út, hve margar kúlurnar voru o.s.frv. Að margra áliti er þetta það dularfyllsta i öllu mál- inu. Bandarisku þjóðinni finnst hún vera höfð að fifli i sambandi við þetta morð aldarinnar. Þess vegna munu sögurnar halda áfram að ganga og fólkið að hugsa. Margir þeirra, sem raun- verulega hafa lagt sig i lima við að velta málinu fyrir sér, sitja uppi með ótal spurningar, sem enginn svarar: Hvað með mynd- irnar, sem teknar voru af geymsluhúsinu rétt fyrir morðið? Hvers vegna sést þar maður likur Oswald við glugga á fyrstu hæð en ekki sjöttu? og Nokkrum sekúnd- um fyrir morðið sjást tveir menn við gluggann á sjöttu hæð. Og hvað með manninn i Dallas sem kallaði sig Lee Harwey Oswald, á meðan Oswald sjálfur var erlend- is? Hvað með manninn, sem ásamt syni sinum hafði ótal sinn- um séð þennan dularfulla Oswald að skotæfingum skömmu fyrir morðið. Eða konuna, sem kvaðst áður hafa heyrt þrjá menn gera áætlanir um morðið á forsetan- um. Hún taldi einn þeirra hafa verið Lee Harvey Oswald. Hverjir voru mennirnir á grasi vöxnu hæöinni rétt við morðstað- inn, sem kváðust vera úr leyni- þjónustunni, þó að leyniþjónustan neitaði siðar að hafa haft þarna menn. Spurningarnar eru marg- ar, en nú, tiu árum siðar, eru svörin of fá. 1 ljósi upplýsinga dr. Wechts er góð ástæða til að ætia,að svörin viö nokkrum þessara spurninga sé að finna i hinum týnda heila forsetans. t þvi sambandi er vert aö geta þess, að Jack Ruby, sá sem skaut Oswald, tautaði á leið úr fangelsinu til réttarsalarins, ári eftir morðið: — Samsæri frá upphafi til enda... morðið á for- setanum lika.... ef fólk vissi sann- leikann, fengi það áfall.... (ÞýttSB) Afar mikilvæg sönnunargögn í Kennedymálinu, sem geymd hafa verið í þjóðskjalasafni Bandaríkjanna eru horfin. Hvers vegna? Hver hefur fjarlægt þau? Hvar eru þau? Rannsókn á þessum gögnum,framkvæmd af sérfræðingum, hefði getað leitt í Ijós, sannleikann um þetta morðmál aldarinnar - og þar með bundið endi á 10 ára efasemdir bandarísku þjóðarinnar. En það virð- ast ekki allir hafa hug á að sannleikurinn komi fram. Jack Ruby skýtur Oswald á leið I réttarsalinn. Var það gert til aö hann segði ekki sannlcikann?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.