Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 14
TÍMINN Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? © Þýðing AAagnúsar Asgeirssonar Ungi maðurinn litur upp og virðir Pinneberg fyrir sér. „Já, hvað er það þá, sem þér viljið? „Ég ætlaði að spyrja um, hvort þetta væri allt i lagi. Hvort búið væriað senda peningana. Ég þarf á peningum að halda”. „Þaö þurfum við allir”. Pinneberg spyr, enn bliðari á manninn en áður: „Er búið að senda peningana til min?” „Ég veit það ekki”, segir ungi maöurinn. „Ur þvi að þér hafiö snúið yöur skriflega til okkar, fáið þér lika skriflegt svar”. „Gætuð þér ekki athugaö hvort búið væri að afgreiða þá?” „Hjá okkur er allt afgreitt jafn- óðum”. „Ef allt væri afgreitt strax, ætti ég aö vera búinn að fá þá”. „Þér getið ekkert vitað um, hvernig við afgreiöum hérna. Hér veröur allt að ganga gegnum margar deildir”. „Já, en ef peningarnir hafa verið sendir strax —” „Hér er allt afgreitt jafnóðum, svo að þér getið verið alveg róleg- ir”. Pinneberg segir i hógværum rómi, en þó einbeittur: „Kannski þér vilduö samt grenslast eftir þvi, hvort þetta er I lagi eða ekki? Ungi maöurinn lltur á Pinne- berg og Pinneberg lltur á unga manninn. Þeir eru báðir snotur- lega klæddir — Pinneberg er neyddur til þess sökum atvinnu sinnar — og báðir hvitþvegnir og nýrakaðir. Báðir hafa þeir hrein- ar neglur og báðir eru þeir undir aöra gefnir. En þrátt fyrir það allt eru þeir eigi að siöur óvinir, jafnvel svarnir óvinir af þvi að annar þeirra stendur fyrir framan afgreiösluborð, en hinn situr fyrir innan þaö. Annar heimtar rétt sinn, sem hann telur aö sé, hinn tekur þaö sem móðgun. Ungi maðurinn nöldrar eitt- hvaö um þetta sifellda andskot- ans jag — en stendur þó upp úr sæti sinu og hverfur I herbergi inn af. Augu Pinnebergs hvila sifellt á honum. A bakvegg herbergis- ins eru dyr, og i gegnum þær hverfur ungi maöurinn. Þaö er spjald á dyrunum. Pinneberg hef- ir ekki nægilega góða sjón til að geta lesið með fullri vissu hvað á þeim stendur, en þvi lengur, sem hann starir á þær, þvi sannfærð- ari veröur hann um það, aö „sal- erni” standi á dyraspjaldinu. Pinneberg fölnar og roðnar af bræöi á vixl. Einsog eitkskref frá situr annar ungur maður: hann hefir bókstafinn O. Pinneberg hefir mikla löngun til að spyrja hann um „salernið”, sem hann heldur að sé, en það þýöir auðvit- að ekkert. O myndi ekki reynast öðruvisi en P: Þeir eiga báðir heima fyrir innan afgreiðsluborð- ið. All-löngu siðar — eiginlega eftir ótrúlega langan tima, kemur ungi maðurinn aftur út um dyrn ar, sem Pinneberg heldur aö séu salernisdyr. Pinneberg horfir á hann með eftirvæntingu, en ungi maöurinn lætur ekki svo litið að lita á hann, heldur sezt niður, rennir samlagsskirteini yfir borö- ið til hans og segir: „Allt i lagi”. „Er búið að senda peningana? I gær eða I dag?” „Ég er búinn að segja, að þaö sé búiö aö ganga skriflega frá þessu”. „Hvenær var þaö gert?” „t gær”. „Ég ætla að láta yöur vita, að ef peningarnir verða ekki komnir þegar ég kem heim, þá —” segir Pinneberg I hótunartón. En ungi maðurinn sinnir hon um alls ekki lengur, heldur er hann farinn að tala við bókstafinn 0 um „skrltna fugla”. Pinneberg litur á starfbræðurna, hann hefir að visu alltaf vitað, að svona er þetta i pottinn búið, en honum gremst þetta samt. Siðan litur hann á úriö og kemst aö þeirri niðurstöðu, að hann nái einmitt núna I heppilega ferð meö spor- vagni, ef hann eigi að ná til Mandels i tæka tið. Auðvitaö verður hann lika að biöa eftir sporvagninum. Auðvit- aö er ekki aðeins nægilegt, að dyravöíöurinn i búðinni komi meömiðurþægilegar athugasemd- ir viö hann, heldur þarf Jánecke sjálfur endilega að hremma hann, þegar hann stikar móður og másandi inn i búöina. Og Jánecke segir: „Jæja, Pinneberg, það er útlitfyrir að sumir séu alveg bún- ir að missa áhugann á þvi, sem þeir eiga að gera — „Ég bið afsökunar,” segir Pinneberg. „Ég var hjá sjúkra- sjóðnum, vegna þess að konan min er nýbúin að eignast barn.” „Pinneberg minn góöur,” segir Jánecke með miklum þunga. „Þér hafið nú sagt mér I heilan mánuð, að konan yðar væri að eiga barn. Auðvitað skal ég játa það, að það er vel af sér vikið, en I næsta skipti skuluð þér samt heldur bera eitthvað nýtt fyrir yöur.” Og áður en Pinneberg kemur upp orði til andsvara, strunsar Jánecke burtu. En seinni 'hluta dagsins heppnaðist Pinneberg þó að geta fengið að skrafa stundarkorn viö Heilbutt á bak við yfirfrakkana. Það hefir ekki tekizt lengi. Það er eins og sambandið milli þeirra sé ekki eins náið og áður. Það er eins og einhver orðalaus þykkja hafi risið upp á milli þeirra, af þvi að Pinneberg hefir aldrei minnzt einu orði á boðkvöldið góða og ekkert gert til að fá upptöku I félagsskapinn. Auðvitað er Heilbutt allt of kurteis maður til að láta nokkra móögun á sér sjá, en sú alúð, sem áður var á milli þeirra, er nú horfin. Pinneberg segir honum nú allt af létta og byrjar á Janacke en þá yptir Heilbutt bara öxlum og segir fyrirlitlega: „Jánecke! Eins og þér megi ekki standa á sama um hvaö Jánecke segir!” Jæja, þá tekur Pinneberg það ekki eins nærri sér og áður, — en þessir starfsmenn þarna við sjúkrasjóðinn.. — „Þeir hafa hagað sér nákvæm- lega eins og þess háttar fólk er vant að gera. En svo að maður snúi séraðaðalatriðinu: „Getég gert þeir greiöa með fimmtiu mörkum?” Pinneberg svarar hræröur: „Nei, nei, Heilbutt, það mátt þú 1492 Lárétt 1) Mjólkurmatinn,- 5) Tunna.- 7) ónotuð.- 9) Organgur.- 11) Vond.- 13) Nafars.- 14) Tæp,- 16) Keyr,- 17) Fiskur.- 19) Lægir,-. Lóörétt 1) Hitunartækið.- 2) Nes.- 3) Leiða.- 4) Opa,- 6) Skemmir,- 8) Flauta.-10) Kæra,- 12) Gut- lreið,- 15) Formaður.- 18) Nútiö.- Ráðning á gátu No. 1491 Lárétt 1) Nykurs,- 5) Úra.- 7) Nú,- 9) Glas.- 11) Aða,- 13) LXV.- 14) Rits,- 16) LI.- 17) Lesin,- 19) Haförn.- ekki gera með nokkru móti. Við höfum einhvern veginn ofan af fyrir okkur. Þetta er nú bara af þvl að við eigum fullan rétt á þessum peningum. Hugsaðu þér, að nú eru liðnar þrjár vikur siðan barnið fæddist.” 1 þinum sporum myndi ég ekki gera meira veður út af þessu sem þú varst að segja núna,” segir Heilbutt eftir nokkra um- hugsun. „Náunginn neitar bara öllu saman. En ef peningarnir koma ekki i kvöld, myndi ég kæra yfir meðferð sjúkrasjóðsins á mér. Það er til skifstofa sem hefir eftirlit með sjúkrasamlög- um og tryggingum. Blddu við, nú skal ég finna númerið I sima- skránni.” „Já, ef þess háttar skrifstofa væri til,” segir Pinneberg og verður strax vonbetri. „Bíddu og þá skaltu sjá að peningarnir koma i hvelli.” Þegar Pinneberg kemur heim, eru auðvitaö engir peningar komnir, en aftur á móti bréf og tvö spurningaeyðublöð. En ef einhver skyldi halda, að hann ætti bara að setja sig niður og fylla þau út, þá er það mesti mis- skilningur. Fyrst verður að koma með fæðingarvottorð frá fógeta- skrifstofunni handa sjúkrasjóön- um, þvl að fæðingarvottorö frá spítalanum nægði auðvitað ekki. Þvl næst verður maður að gera svo vel að setjast niður á endann og útfylla spurningareyðublöðin,; sem að visu hafa ekki að gyma aðrar spurningar, en þær sem svar má fá við i spjaldskrá spitalans — hvað launin séu — ■ um fæðingarstað og heimilisfang — en það er alltaf viðkunnanlegra að láta menn sjálfa svara þess háttar spurningum. Og þá er komið að aðalat- Lóðrétt 1) Nánari,- 2) Kú.- 3) Urg.- 4) Rall,- 6) Ósvinn,- 8) Úði.- 10) Axlir,- 12) Atla.- 15) Sef,- 18) Sö.- s: ■■ I ■ ■ ■■ : u .. ■ : ■ 5 1 ■ ■ ■■ u :: K ■ ■ ■ ■ :: ■ ■ Miðvikudagur 5. september 1973 MIÐVIKUDAGUR 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Sumarfriið” eftir Cæsar MarValdimar LárUsson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleik^ar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bikarkeppni KSt, undan- úrslit. Fram og tBV leika á Melavelli. Jón Ásgeirsson lýsir. 19.45 „t geitarhúsi”, smásaga eftir Gunnar Guðmundsson fyrrverandi skólastjóra. Brynja Benediktsdóttir leikkona les. 20.00 Arlur úr ftölskum óper- um. Maria Chiara syngur með hljómsveit Þjóðaróper- unnar I Vin, Nello Santi stj. 20.20 Sumarvaka a. Frá liðn- um dögum Halldór Péturs- son les úr syrpu sinni. b. Kvæði eftir Jórunni óiafsdóttur frá Sörlastöðum Hjörtur Pálsson les. c. Andardráttur haustsins. Margrét Jónsdóttir flytur þátt eftir Sigriði Björnsdótt- ur frá Miklabæ d. Að kunna að segja sögu. Agúst Vigfússon kennari flytur hugleiðingu. e. Kórsöngur. Karlakór Reykjavikur syngur undir stjórn Sigurð- ar Þórðarsonar. 21.30 Útvarpssagan: „Verndrenglarnir” eftir Jóhannes úr Kötlum Guðrún Guðlaugsdóttir les (20). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.35 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál I umsjá Arna Gunnarssonar. 22.50 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.23 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lif og fjör i læknadeiid. Brezkur gamanmynda- flokkur. Lik i iæknishendi. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 „Keisari nokkur, mætur mann”. Frönsk heimilda- kvikmynd um Haile Sel- assie, Eþiópiukeisara, ævi hans og störf, en hann er einn af elztu þjóðhöfðingj- um heimsins og hefur verið kunnur um allan heim síðan I Abessiniustyrjöldinni á 4. tug aldarinnar. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.50 Mannaveiðar. Brezk framhaldsmynd. 6. þáttur. Opið hús. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. Efni 5. þátt- ar: Þremenningarnir halda brott frá æskuheimili Vin- cents og hyggjast komast yfir um ána Cher til Spánar og slðan Englands. Þau komast I kast við tvo þýzka varðliða og fella þá. Félag- ar þeirra ná Vincent á sitt vald, en Jimmy tekst að frelsa hann. Vincent sann- færist um, að Nina sé gagn- njósnari, og það kemur I hlut Jimmys að taka hana af 11«. Hann hættir þó við á síðustu stundu. Þau komast yfir ána Cher, en verður það brátt ljóst, að Þjóðverjar eru að leggja allt landið undir sig. Einnig kemur það I ljós, að þeir hafa haft Ninu fyrir rangri sök, en undan- komuleiðin virðist þeim lok- uð I bili. 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.