Tíminn - 05.09.1973, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Miðvikudagur 5. september 1973
Guðsbörnin:
Eiturlyf
andstæð
boðskap
þeirra
og trú
GUDSBARNAIIREYF-
ÍNGIN hefur sent blaðinu
svolátandi athugasemd
vegna frásagnar þeirrar af
þeim, sem birtist f blaðinu á
sunnudaginn var:
„Eftir að hafa lesið grein-
ina um Guðsbörnin I Tim-
anum sunnudaginn 2.
september, fengu margir þá
hugmynd,að þau noti eiturlyf
og að LSD geti hjálpað þeim
til þess að finna Guð.
Þetta er algerlega rangt og
I algerri andstöðu viö boö-
skap þeirra og trú. Trúar-
brögðin eru ópium fólksins,
og þau eru, eins og eiturlyf,
aðeins dapurlegur stað-
gengill Guðs. Jesús var
kallaður slæpingi og
drykkjumaður, svo ekki er
undarlegt, aö á okkar timum
séu hans börn kölluð eitur-
lyfjaneytendur.
Jesús, ást og hamingja er
það, sem um er að ræða, en
margir geta ekki skilið mátt
Guðs og imynda sér þess
vegna furðulega hluti, sem
þessa, til þess að gera tilraun
til að breiða yfir sann-
leikann.
Eins og Guðs útvaldi spá-
maður hinna siðustu tima,
Móses Davið, segir: Vinir
okkar þurfa ekki á útskýr-
ingum að halda, og óvinir
okkar trúa þeim hvort eð er
ekki.”
VIPPU - BfLSKÚRSHURÐIN
Aðrar stærðir smíðaðar eftir beiðnL
GLUGGASMIÐJAN
SiðumliJa 12 - Sími 38220
Dýraspítalinn
I-karnur
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270sm
SPITALAMALIÐ hefur að sjálf-
sögðu borið á góma i fjölmiðlum,
og nú siðast fyrir nokkrum dögum
i sjónvarpinu, er hinn oft slyngi
spyrjandi,Eiður Guðnason, ræddi
við Halldór Sigurðsson fjármála-
ráðherra.
Þar eð égjUndirritaður, hef ver-
iö tengdur málinu frá upphafi,
leyfist mér að leggja orð i belg.Og
áður en ég ræði málið, eins og það
horfir við i dag, og horfir við mér,
leyfi ég mér að taka upp kafla úr
grein, sem ég skrifaði i „Dagur
dýranna”.
„...En nú hefur það skemmti-
lega gerzt, er engan óraði fyrir,
og ýta ætti við sómatilfinningu
allrar þjóðarinnar. Mark Watson,
Hinn enski heiðursmaður, sem áð-
ur hefur verið ósinkur á rausnar-
legar gjafir og annan stuðning við
Islenzk dýraverndarmál, hefur nú
boðið samtökunum dýraspitala
að gjöf.
Hann þekkir vel til þessara
mála viða um lönd. Og slika
nauðsyn og menningarmál telur
hann spitala vera, að hann réttir
okkur hann að gjöf, þar sem ekki
hafði tekizt að hrinda málinu i
framkvæmd. En gott er af góðum
gjöf að þiggja. En tökum nú jafn
stórmannlega á móti sem gefið
er. Og ég efast ekki um, að svo
verði gert. — Það væru að
minnsta kosti fullþunnar þakkir
færðar húsdýrunum okkar, verði
svo ekki. En ég hygg, að allir geti
verið sammála um, að timabært
sé aö gera upp og meta að verð-
leikum hlut þeirra i tilveru þjóö-
arinnar. Hlut Watsons þarf ekki
að ræða. Rausn hans, skilningur
og áhugi blasir við öllum f skiru
ljósi. Og nafn hans mun ávallt
verða meðal hinna stærstu i sögu
Islenzkra dýraverndarmála.” —
Niðurlag kaflans:
....Má ég svo ekki skjóta hér
inn I þeirri spurningu, hvort ekki
væri viðeigandi að helga húsdýr-
unum þátt i 11 alda afmæli Is-
landsbyggðar, I ljósi þeirrar stað-
reyndar, aö án þeirra heföi þjóðin
ekki getað lifað i landinu. Og væri
það t.d. ekki velviðeigandi aö
gefa samtökunum fastan tekju-
stofn svo að þau geti sinnt dýra-
verndarmálum á sem raunsæj-
astan hátt?”
I öðrum greinarstúf i sama
blaði sagöi ég:
„Arið 1973 verður timamótaár i
sögu dýraverndunarmála hér á
Islandi. Gjöf Watsons vekur
þjóðarathygli. Og það hvarflar
ekki að mér efi um, að hið opin-
bera bregðist vel við að sinu leyti,
þótt margir hafi á þvi takmark-
aða trú, vegna þess hve lítið það
hefur sint þessum málum.
Dagur dyranna nær til allrar
þjóðarinnar, og stuðlar einnig að
þvi, að þetta verði timamóta ár.
Spitalinn og Dagur dýranna
ættu að verða kveikja til nýrra fé-
lagsdeilda.
Og komi hið þriðja til: að
samtökunum skapist möguleiki á
að ráða dugandi erindreka, sem
er MJÖG nauðsynlegt, þá ieikur
enginn efi á, að mikil hreyfing
kerhst á þessi mál og starfsemi
alla. — Að þvi verður að keppa.
Góður erindreki er samtökunum i
dag, að ég hygg, öllu öðru mikil-
vægari. En spitalinn verður samt
aldrei ofþakkaður.”
Af ofangreindu er ljóst, að
spitalamálið er ekki nýtt af nál-
inni. Svo og, að samtökin hafa
ekki haft bolmagn til að hrinda
þvi I framkvæmd. Einnig er ljóst,
að bjartsýni min á, að mannlega
yrði við gjöfinni tekið, varð sér til
skammar. Við þessari stórmann-
legu gjöf var ekki tekið af þeirri
reisn, er ætla mátti, — og skylt
var.
Nú er málið i eins konar bið-
stöðu. Ýmsa möguleika er verið'
að athuga. En vonandi biöur spi-
talinn ekki lengi á hafnarbakkan-
um, þótt ráðherra hafi hafnað
honum, sem ég skal játa, að
hryggði mig ekki hið minnsta.
Spitalinn mun komast upp eigi að
siður. Hitt er svo annað, að eng-
um aðila ber fremur skyldatil að
byggja dýraspitala en rikinu. Og
það er hneisa, að það skuli ekki
hafa verið fyrir löngu gert.
Afstaða og rök ráðherrans, er
fram komu i sjónvarpinu, skulu
ekki rædd hér. En vist er, að svör
hans vöktu athygli, þvi að
skömmu eftir að samtalinu lauk,
byrjaði fólk að hringja til min, og
lét I ljós undrun og gremju. En við
skulum nú samt ekki umsvifa-
laust hengja Halldór. Hvort
tveggja er, að hann hefur skerpt
áhuga margra, og þótt hann neit-
aði fyrir rikisins hönd að þiggja
spltalann, er ekki nauðsynlegt að
skilja það sem yfirlýsingu um, að
rikisstjórnin vilji ekki og ætli ekki
að veita dýraverndarsamtökun-
um fé til rekstursins. Ég neita að
trúa svo fáránlegri afstöðu, ein-
faldlega vegna þess, að hún er of
ótrúleg til þess, að unnt sé að trúa
henni, fyrr en staðfest verður,
þótt hér sé um aö ræða spitala
fyrir dýr, sem ekki eru „seld eða
étin”. En ráðherra fór ekki dult
með, að hann metur þau minna en
„atvinnudýrin”, er hann nefndi
sve.þau, sem „seld eru og étin”.
Og frá pyngjusjónarmiðinu skoð-
aö, er mat hans rétt. En frá sjón-
armiði mannúðar eru „atvinnu-
dýrin” i sama flokki og heimilis-
dýrin. Og margur mun meta gjaf-
ir þeirra meira en kjötbita og
krónu. Og öll eiga þessi dýr sama
skýlausa réttinn til aðhlynningar,
hjúkrunar og lækninga. En þótt
strikað sé yfir öll önnur gildi en
hin krónulegu, þá eiga kötturinn
og hundurinn, er fylgt hafa þjóð-
inni frá þvi land byggðist, meira
inni en reksturskostnað fyrirhug-
aðs spítala.
Fram til siöustu aldamóta, og
raunar lengur, voru íslendingar
fyrst og fremst bændaþjóðfélag-
Og hundurinn var ekki einungis
talinn vera nauðsyn. Hann var
nauðsyn á hverjum bæ. Og fyrir
utan hans daglegu þjónustu, eru
þau mörg, bæði sauðfjár- og
mannslifin, sem hann hefur
bjargað. Og kunnugt er mér um,
að litill hundur hér i borginni rak
á flótta mann, sem var að brjót-
ast inn. Og skyldu þau dæmin
ekki vera fleiri. Ekki er heldur
langt siðan, að heimilishundurinn
vakti fólk i brennandi húsi, og
barg þannig lifi þess. Þessa eru
einnig dæmi um köttinn. Og hefði
mýsla litla og rottan ekki valdið
mörgum þungum búsifjum, ef
kisa hefði ekki verið til varnar?
Dýraspitali ætti að vera i
hverjum landsfjórðungi. Watson-
spitalinn er fyrsti áfanginn, er
skapar læknum mikilvæga að-
stöðu i sambandi við smærri dýr.
Og þau eru mörg. Læknar hljóta
þvi að fagna þessum spitala, eigi
siðuren dýraeigendur. Keppa ber
svo að þvi að byggja viðbót fyrir
stærri dýr. Að henni ættu einnig
að standa félög hestaeigenda og
búnaðarsamtök. Og Watsonspit-
alinn ætti að spara nokkuð kostn-
að viðbótareiningar.
Persónulega lit ég svo á, að
rekstur Watsonspitalans eigi að
vera i höndum dýraverndarsam-
takanna. Að þvi ber að stefna. Og
það ætti ekki að þykja umtals-
vert, og sizt til eftirtölu, þótt rikið
legði samtökunum til 3-4 milljónir
á ári. Þá gætu samtökin einnig
ráðiðerindreka, er jafnframt yrði
framkv. stjóri samtakanna og rit-
stjóri Dýraverndarans. Fyrir
þessu tvennu verður að berjast.
Og um það munu dýravinir um
land allt sameinast.
Fjórar milljónir til þjónustu við
húsdýrin okkar. Væri það meira
en hæfilegir vextir af inneign
þeirra eftir 11 alda þjónustu? Sizt
of háir.
Þetta er liklega eitt ’fárra mála,
sem enginn mun skamma neina
rikisstjórn fyrir að leysa á sóma-
samlegan hátt. En sómasamlegt
er ekkert annað né minna en að
leysa það af heilhuga rausn. Það
eitt er okkur sæmandi.
Þaö er fullkomin fjarstæða, að
við höfum ekki efni á að reka
dýraspitala. Það er verra en fjar-
stæöa. Það er blekking.
Spitalinn hefur verið á dagskrá
frá fyrsta stjórnarfundi Dýra-
verndarfélags Reykjavikur, 1959.
Að málinu hafa unnið stjórn Sam-
bandsins og DR. Arlega hafa fé-
laginu borizt gjafir, áheit, og
tvisvar arfur. Sameiginlegir sjóð-
ir hafa samt verið of léttir til að
hrinda málinu i framkvæmd. Og
hinar mörgu gengisfellingar hafa
svo stórlega rýrt þá. Þegar hinn
ágæti íslands- og dýravinur,
Mark Watson, vissi um baráttu
okkar, sýndi hann enn einu sinni,
hve stór i sniðum hann er. Þjóðin
hafði vanrækt að byggja dýrun-
um spitala. Watson gaf hann. Spi-
talinn kom hingað i júli, mjög
vandaður að öllum frágangi, en
er enn á hrakhólum. Deilum ekki
um ástæðuna. Horfum á stað-
reyndirnar. Spitalinn gjörbreytir
aðstöðu til hjúkrunar.lækninga,
aflifunar og geymslu dýra. Og
alls þessa er þörf. Hefjumst þvi
handa, dýravinir um land allt.og
söfnum fé. Watson-spitalann Der
að reisa og rækja af sömu rausn
og sama hugarfari og gefandans.
Þannig þvoum við af þann blett,
er á hefur fallið i þessu máli.
M.Sk.
P.S. Fyrsta gjöfin barst, er ég
var að ljúka við greinina. Ég leyfi
mér að birta bréf, sem fylgdi. Og
vona, að það veki sem flesta til
skilnings og þátttöku.
„Formaður Dýraverndarfélags
Reykjavikur Hr. Marteinn Skaft-
fells.
Kæri herra.
Til styrktar hinum göfugu og
þörfu Dýraverndarsamtökum,
sendi ég 10.000.00 kr. Helmingur-
inn er áheit. Væri ekki reynandi
að fá fólk til þess að heita á Dýra-
verndarsamtökin?
Með beztu óskum,
Ingibjörg Thorarensen,
Hagamel 42.”
Bak við þessa góðu gjöf er
sama hugarfar og bak við spital-
ann. F.h. félagsins þakka ég gjöf-
ina, Ingibjörg, og vona að margar
muni eftir fylgja.
DR. hefur nú söfnun á félags-
svæðinu. Adr. Dýraverndarfélag
Reykjavikur, Póshólf 885. Giró-
reikningur mun einnig verða opn-
aður og auglýstur.
Værum einnig þakklátir, ef
blöðin vildu taka við gjöfum i spi-
talasjóðinn. M.Sk.
Ritari
Starf ritara á skrifstofu landlæknis er
laust frá 1. október n.k. Vélritunarkunn-
átta áskilin. Laun samkvæmt kjarasamn-
ingi starfsmanna rikisins. Nánari upplýs-
ingar á skrifstofu landlæknis. Umsóknir
óskast sendar skrifstofu landlæknis fyrir
20. september 1973.
Landlæknir.
Selfoss — íbúð
Til sölu er góð ibúð i tvibýlishúsi á Sel-
fossi.
Stærð ca. 91 fermetri. Teppalögð.
Upplýsingar hjá Geir Egilssyni, simi
99-4290, Hveragerði.
BILALEIGA
CAR RENTAL
TS- 21190 21188
OPIÐ:
Virka daga kl. (i-ioe.h.
Laugardaga kl. io-le.h.
.^BILLINN BÍLASALA
VA HVERFISGÖTU 18-iimi 14411