Tíminn - 14.09.1973, Blaðsíða 4
4
Sundmet yfir sund
HiVlllMN Föstudagur 14. september 1973
►
1 04 ára gömul
prinsessa
Maria Molianas Bertoleoni er
siðasta eítirlifandi prinsessa
konungsrikisins Tavolara, sem
litið var þekkt i hinum stóra
heimi. Tavolara er litil eyja
norðvestur af Sardiniu, sem ó
sinum tima hafði nokkurs konar
sjálfstæði og. eigin konungsætt,
allt fram til ársins 1923. Þá varð
rikið gjaldþrota og eyjan lenti
undir hamrinum. Konungsfjöl-
skyldan gat samt aurað saman i
svolitinn skika af rikinu, en
sjálfstæðið var úr sögunni.
Gamla prinsessan býr nú á
gamalmennahæli á Italiu.
AAeira en
helmingi eldri
Þessi tvö hittust á Ólympiu-
leikunum i Miinchen á dögun-
um. Hann heitir Avery Brun-
dage og var, eins og margir
muna eflaust, formaður alþjóð-
legu ólympiunefndarinnar. Hún
er þýzk prinsessa og heitir
Mariann Heuss. Hann er áttatiu
og fimm ára og hún þrjátiu og
sjö. Þrátt fyrir fjörutiu og átta
ára aldursmun létu þau sig hafa
það að ganga i það heilaga i júni
sl., og fór athöfnin fram i Gar-
misch-Partenkirchen.
Sundmet
yfir sund
Linnie Cox frá Kaliforniu setti
nýtt met i sundi yfir Ermar-
sund. Hún synti frá Frakklandi
til Englands á 9 klukkustundum
og 36 minútum, sem er 8 minút-
um skemmri timi en fyrra met-
ið. Linnie er 16 ára að aldri.
o
Prestum brátt
ofaukið?
Enski hvitasunnupresturinn
Ron Mckenzie hafði miklar
áhyggjur af þvi, að sifellt
fækkaði þeim börnum, sem
komu i sunnudagaskólann.
Hann greip þess vegna til þess
ráðs að búa til vélmenni, sem
annaðist kennsluna. Vélmennið
varð fljótlega svo vinsælt, að nú
notar presturinn það lika, þegar
hann messar i kirkjunni.
Mckenzie er 38 ára gamall og
var verkfræðingur áður en hann
snéri sér að prestskap. Verk-
fræðikunnáttan kom honum að
góðu haldi, þegar hann bjó vél-
mennið tií, en það tók átta
mánuði. 1 vélmenninu er segul-
band og i augna stað hefur það
rauðar ljósaperur, sem kvikna
og slokkna á sifelldu á meðan
vélmennið les úr ritningunni.
Svo er að sjá sem hinir fullorðnu
séu jafn hrifmir af vélmenninu
og börnin, segir Mckenzie.
o
Piprar prinsessan?
Christina prinsessa i Sviþjóð er
orðin þritug og enn ógift. Fyrir
hefur komið að tilteknir menn
hafa verið bendlaðir við hana og
hún við þá, en aldrei hefur orðið
neitt úr slikum samböndum til
frambúðar. Undanfarin ár hef-
ur veriö uppi orðrómur um að
hún væri i tygjum við-.Xosse
Magnusson, heimild Spegllsins
tekur ekki fram, hver sá góði
maður er, en nú kvað vera slitn-
að upp úr þvi sambandi, og
sænska hirðin er farin að óttast
að Christina ga.ngi ekki út og
muni bara pipra. En hún getur
huggað sig við, að sænskir ljós-
myndarar eru ávallt á eftir
henni og keppast við að taka af
henni sem ljótastar myndir og
þykirsá beztur, sem nær verstu
myndunum af prinsessunni.
Augun i þér eru stærri en
maginn. Allt i lagi, ég skal þá
stinga þvi sem eftir er upp i
augað.
DENNI
DÆMALAUSI