Tíminn - 14.09.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.09.1973, Blaðsíða 20
4 I I I i MERKID, SEM GLEDUR Hlttumst i haupjélaginu GHÐI fyrir góöan inai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Þurrkur! Hungursneyöinni i Afriku linnir ekki. Sólin hellir geisl- um sinum yfir landið, jörðin er skrælnuð af þurrki og trén lauívana. Menn og dvr eru ekki annaö en virkin skröltandi i skinninu. Margir geta ekki dregið sig áfram og bíða þess sem verða vill, þar sem þeir eru komnir. Þessi nrynd, sem er frá Nfgeriu, talar sinu máli. Skinhoruð ky rin liggur á berri moldinni. og bak við hanaerubeinagrind- ur nautgripa, sem fallið hafa. Loftbardagar yfir Miðjarðarhafi: AAestu átök síðan í sex daga stríðinu NTB-Tel Aviv — Israelskar og sýrlenzkar flugvélar háðu i gær mestu loftbardaga i Mið-Austur- löndum síðan I sex daga striðinu 19fi7. Talsmaður hersins i Tel Aviv sagði, að 13 sýrlenzkar Mig 31-vélar hefðu verið skotnar niður og ein israelsk, en i IJamaskus voru þær israelsku sagðar fimm og hinar átta. Bardagarnir voru háðir yfir Miðjarðarhafi, vestan hafnar- borgarinnar Latakja. tsraelir segja, að átökin hafi byrjað, þeg- ar sýrlenzkar flugvélar tóku að áreita israelskar vélar, sem voru að störfum þarna. Ekki var upp- lýst hve margar israelskar vélar tóku þátt i bardaganum, en haldið er fram i Damaskus, að þær hafi verið 64. Siðan átökin voru i Golan-hæö- um i janúar sl. hefur verið tiltölu- lega rólegt i Mið-Austurlöndum. Ekki er vitað til að herlið á jörðu niðri hafisérstakanviðbúnað eftir loftbardagana. tsraelski tals- maðurinn sagði,að 59 sýrlenzkar vélar hafi verið skotnar niður sið- an i sex daga striðinu, en aldrei jafn margar i einu og i gær. Bygging Mjólkurstöðvar KEA hafin d ný: Framkvæmdir lágu • X • / ••• jr mori i sjo ar SB-Reykjavfk — Fyrir mánuöi hófst á ný vinna við byggingu nýrrar mjólkurstöðvar á Akur- eyri, en framkvæmdir höfðu þá legið niðri siðan sumarið 1966, vegna lánsf járskorts. Þegar ákveðið var að byggja stöðina á ofanveröu Lundstúni, nálægt Glerá, var sá staður langt fyrir ofan bæ, en nú eru ibúðahverfin komin alveg á næsta leiti. Rafmagn- ið fór af Klp-Reykjavik. Um klukkan 11,40 í gær varð skammhlaup i háspennuvirki við Ftlliðaár- stööina og fór þá rafmagn af öllu Suðvesturlandi. Bilunin náði um allt Suður- land, Reykjanesskaga og upp i Borgarfjörð. Hinir einu, sem höfðu rafmagn, voru þeir aðil- ar, sem hafa vararafstöðvar, en þær eru við flest öll stærri fyrirtæki svo og sjúkrahús og fleiri stofnanir. Búið var að gera við bilun- ina um kl. 12,20,en rafmagn komst á Reykjavikursvæðið um klukkan tólf. Það fór þó af skömmu sfðar vegna yfir- álags. Tæknilegur undirbúningur byggingarinnar hófst 1964, byrjað var á kjallaranum 1965,og þegar framkvæmdirnar stöðvuðust sumarið 1966, var kjallarinn að mestu leyti búinn eins og hann átti þá að vera og einnig búið að steypa bita og rifjaplötur miðað viö stærð hússins þá, en þaö var áætlað 25 þúsund rúmmetrar. Endurskoðun á hönnun bygg- ingarinnar var siðan gerð i fyrra eftir að stjórn KEA, samlagsráð og aöalfundir höfðu ákveöið að hafizt skyldi handa að nýju. Það eru sænskir sérfræðingar sem hannaö hafa bygginguna og skipulagt. Eru þeir frá Alfa Laval-fyrirtækinu og með þeim fremstu á sinu sviði. Nú liggur endurhönnun mjólkurstöðvarinnar fyrir, og samkvæmt henni þarf húsiö að vera 43 þúsund rúmmetrar, þar sem ýmsar breytingar hafa orðið á þessum sjö árum. Mjólkurmagn hefur aukizt, vinnutimi stytzt og auk þess er hafin framleiðsla á ýmsum vörutegundum, sem krefjast meira húsrýmis, til dæmis Óðalsosti. Jafnframt endurhönnuninni var unnið að útvegun fjármagns, en endanleg svör um það hafa ekki enn fengizt. KEA hóf þá störf við bygginguna i sl. mánuði upp á eigin spýtur,og á i haust að ganga frá stækkun kjallara, þannig að næsta vor verði hægt að byrja á aðalhæðinni. Gert er ráð fyrir að stöðin verði tekin i notkun um áramótin 1976 og 1977, ef allt stenzt áætlun. Kostnaöaráætlun er I endurskoðun, taliö er að byggingin muni meö vélum og öllu kosta hátt á fjórða hundrað milljónir. Válarnar veröa að likindum boðnar út. Mjólkursamlag KEA i Grófar- gili, sem nú er notað, var byggt árið 1939. Þá var mjólkurmagn úr Eyjafirði 3 til 4 milljónir litra, en nú er tekið við 21 milljón litra. Þó að vélar hafi verið endurbættar og þrengt að þeim sem kostur er, rúmar húsiö alls ekki meira og er þvi brýn þörf á nýju stööinni. Málaferli hjá Alþýðublaðinu i GÆK var þingfest i bæjarþtngi Reykjavfkur mál, sem Bjarni Sigtryggsson, ritstjórnarfulltrúi hlaðsins, höföar gegn Alþýöu- hlaöinu fyrir hluta af launum sin- um. Mun hér vera um allháa upphæö aö ræöa, 76.000 krónur, sem ritstjórnarfulltrúinn krefst vegna yfirvinnu, sem unnin var á blaöinu I forföllum ritstjórans I suraar. Auk þess krefst Bjarni I. 5% vaxta á mánuði frá 1. ágúst aö telja. Verjandi Alþýðublaðsút- gáfunnarer Hörður Einarsson lögfræðingur. Þótt óeirðir séu miklar um Alþýðublaðið, hafa mál þeirra þar þó eigi fyrr komið fyrir dómstólana Luns til Islands — vegna herstöðvarinnar NTB-Briissel — Fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, Joseph Luns, kemur til tslands á sunnudag- inn. Er þessi ferð hans sögð liður í tilraunum bandalagsins til aö koma i veg fyrir að Is- lendingar loki herstöðinni á Keflavikurflugvelli. Talsmaður Nato sagði i gær, að ákvörðunin um ferð Luns til Islands hafi verið tekin, þegar TALIÐ AÐ 1000 HAFI FALLIÐ skýrsla um mikilvægi her- stöðvarinnar barst N-Atlants- hafsráðinu i hendur. Luns kemur til Reykjavikur á sunnudag og verður hér fram til þriðjudags. Sér- fræðingar segja, að i aðal- stöðvum Nato aukist nú áhyggjur manna af herstöð- inni, og sjáist það ekki sizt á þeirri ákvörðun, að senda Luns til Islands. — í byltingunni í Chile NTB-Santiago — Byltingin I Chile er talin hafa kostaö um 1000 manns lifiö. Flestir munu hafa fallið I átökum hersins og stuön- ingsmanna Allendes. Þessar fréttir koma frá sendiráöi Chile I Mexikó. I mörgum rikjum S-Ameriku hefur veriö fyrirskipuð þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða All- endes forseta. I Mexikó, Venesú- ela og Dóminikanska lýðveldinu hafa stjórnir lýst þvi yfir, að flaggað skuli i hálfa stöng I þrjá daga. Fidel Castro, forsætisráöherra Kúbu, og Le Duan, formaður kommúnistaflokks N-Vietnam, hafa i sameiginlegri yfirlýsingu fordæmt byltinguna. Castro dvelst þessa dagana i N-Vietnam. 1 fréttum frá Chile segir, að þar hafi verið útnefndur nýr forseti og sett saman 15 manna rfkisstjórn, sem I eru eingöngu yfirmenn hersins. KEA opnar nýja vefnaðar- vörudeild SB-Reykjavík — Ný vefnaöar- vöru- og teppadeild Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri var opnuð sl. þriöjudag á 2. hæö i hinu deildaskipta vöruhúsi KEA viö Hafnarstræti 91-95. Er þetta mjög fullkomin deild,og þar fæst allt milli himins og jaröar sem til- heyrir vefnaðarvörum. I sama húsi var 1. júni opnuð ný Framhald á bls. 19 Eystrasaltsráðstefnunni lokið: Komið verður d fót Eystrasaltsrdði NTB-Gdansk—Fulltrúar Eystra- saltslandanna sjö luku i gær tiu daga ráðstefnu sinni um verndun lifs i Eystrasalti með þvi að undirritaður var sáttmáli. Er þetta fyrsti samningur sem öll löndin við Eystrasalt gera. Samkvæmt honum verður kom- ið á fót Eystrasaltsráði, sem gera á tillögur um veiðikvóta, leyfileg veiðarfæri og að taka önnur skref til að vernda fiskstofna og hið fjölbreytta lif i Eystrasalti. — Þessi sáttmáli verndar ekki aðeins fiskinn, heldur einnig fiskimennina, sem eiga lif sitt undir fiskveiðum i Eystrasalti, sagði leiðtogi v-þýzku nefndar- innar. Arlega leggja fiskimenn á land 700 þúsund lestir fiskjar úr Eystrasalti, og er það magn talið einn sjötti hluti fiskjarins þar. Stöðug aukning smáfiskjar i aflanum hefur leitt til þess að hætta er talin á ofveiði. Þess vegna mun ráðið fá umboð til að ákveða hámark veiði hinna ýmsu fisktegunda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.