Tíminn - 14.09.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. september 1973
TÍMINN
9
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingas'tjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnárskríf-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
- ___________________:__________:___Lj
Árásirnar á Ólaf
Jóhannesson
Margvislegar eru orðnar þær leikæfingar,
sem Mbl. og Visir hafa lagt stund á siðan
vinstri stjórn kom til valda. Flestar þessara
æfinga hafa i senn verið broslegar og mis-
heppnaðar. Einna broslegastar eru þó þær æf-
ingar þessara blaða, þegar þau látast gerast
málsvarar vinstri manna, sem þau telja of-
sótta og hrakta af Ólafi Jóhannessyni forsætis-
ráðherra. Svo samúðarfull eru þessi skrif, að
lesendurnir sjá næstum i anda þá Eyjólf K.
Jónsson og Jónas Kristjánsson vera að fella tár
yfir þeirri mannvonzku, sem ólafur Jóhannes-
son beitir hina hrjáðu vinstri menn!
Umrædd skrif Mbl. og Visis eru brosleg af
mörgum ástæðum. Landsmenn vita, að það er
nú mesta áhugamál þessara blaða að fella
vinstri stjórnina. Hver og einngeturþvi sagt
sér sjálfur, hvort Mbl. og Visir bera málefni
vinstri manna sérstaklega fyrir brjósti. Ólafur
Jóhannesson er forsætisráðherra i vinstri
stjórninni. Hann hafði forustu um myndun
hennar meira en nokkur maður annar. Það
hefur fyrst og fremst hvilt á honum að halda
saman þeim flokkum og flokksbrotum, sem að
rikisstjórninni standa. Það starf hefur hann
leyst þannig af höndum, að hann hefur unnið
sér tiltrú allra aðila sem réttsýnn, sanngjarn
og traustur forustumaður. Enginn efast um
þann ásetning hans, að stjórnarsamstarfið
haldist til næstu reglulegra þingkosninga, en
úrslit þeirra munu svo ráða þvi hver framtiðin
verður. Maður i stöðu ólafs Jóhannessonar er
þvi allra manna óliklegastur til að vera að
leggja vinstri menn i einelti. Við þetta bætist
svo það, að það er kunnugt öllum þeim, sem
þekkja Ólaf Jóhannesson — og það ekki siður
andstæðingum hans en samherjum — að hann
er þannig skapi farinn, að fátt er f jær honum en
að ofsækja menn eða að beita bolabrögðum á
einhvern hátt. í hópi islenzkra stjórnmála-
manna fyrr og siðar eru fáir óliklegri til slikra
vinnubragða en Ólafur Jóhannesson.
Það mun þvi reynast vonlaust verk fyrir rit-
stjóra Mbl. og Visis að reyna að koma ein-
hverjum ofsóknarstimpli á Ólaf Jóhannesson.
Sennilega eru þeir ekki heldur svo barnalega
einfaldir, að þeir trúi þvi, að þeim takist það.
En ofstæki þeirra i baráttunni gegn vinstri
stjórninni er svo mikið, að þeir sjást ekki fyrir
og þess vegna verða leikæfingar þeirra iðulega
jafn broslegar og raun ber vitni. Einkum gildir
þetta þó um árásir þeirra á Ólaf Jóhannesson,
þvi að þeim er ljóst, að framtið vinstri stjórnar
i landinu byggist nú meira á honum en nokkr-
um öðrum manni, þvi er höfuðsókninni beint
gegn honum. Ef afturhaldinu tækist að koma
höggi á hann og lama hann eitthvað, væri mik-
ið unnið fyrir þá, sem vilja vinstri stjórn feiga i
landinu. Þess vegna beina Mbl. og Visir nú öll-
um tiltækum vopnum gegn Ólafi Jóhannessyni.
Svar þeirra, sem vilja halda áfram vinstra
samstarfi i landinu, verður, að skipa sér enn
fastar i sveit undir traustri leiðsögn hans.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Hlutlausu ríkin
styðja 200 mílur
Fundur 85 ríkja í Alsírborg
Boumédienne, einræöisherra I Aisir, var gestgjafi fundarins og
fórst það vel úr hendi.
UM StÐUSTU helgi lauk i
Alsirsborg fundi hlutlausra
rikja, sem er hinn fjórði i röð-
inni slikra funda. Fyrsti fund-
ur hlutlausra rikja var haldinn
i Belgrad i september 1961 og
tóku þátt i honum 25 riki, en
þrjú sendu áheyrnarfulltrúa.
Næsti fundur var haldinn i
Kairó i október 1964 og voru
þátttökurikin þá 47, en 10 riki
sendu áheyrnarfulltrúa. Þriðji
fundurinn var haldinn i
Lusaka i Zambiu i september
1970 og voru þátttökurikin þá
52, en ellefu riki höfðu
áheyrnarfulltrúa. Á fundinum
i Alsirsborg mættu fulltrúar 76
rikja, en 9 sendu áheyrnar-
fulltrúa. Yfirleitt mæta æðstu
valdamenn rikjanna á þessum
fundum, nema þeir séu for-
fallaðir af sérstökum ástæð-
um. Þannig mættu um sextiu
þjóðarleiðtogar á fundinum i
Alsirsborg. Meðal þeirra, sem
töldu sig ekki eiga heiman-
gengt, var Allende, forseti
Chile. Hann mun hafa óttazt
byltingu, ef hann færi úr landi.
Sennilega væri Allende enn á
lifi, ef hann hefði sótt fundinn.
ÞÓTT þau 76 riki, sem tóku
þátt i fundinum i Alsir, telji sig
hlutlaus eða óháð, kennir þar
mjög ólikra grasa. Það kom
lika óspart fram á fundinum. 1
ræðum flestra kom fram
mikil gagnrýni á stórveldin,
einkum þó Bandarikin, fyrir
yfirdrottnunarstefnu. Jafn-
framt var varað við þvi, að
stórveldin tækju upp of nána
samvinnu sin á milli og
reyndu að stjórna heiminum á
þann hátt. Þetta kom m.a.
ákveðið fram i ræðu, sem
Indira Gandhi hélt, og einnig
hjá Titó, forseta Júgóslaviu.
Þótt Bandarikin væru gagn-
rýnd mest, sluppu Sovétrikin
ekki heldur við gagnrýni.
Bréznef hafði þó sent fundin-
um sérstakt ávarp, þar sem
hann lýsti velvilja Sovétrikj-
anna i garð hlutlausu rikj-
anna, og fagnaði fundi þeirra.
Meðal þeirra, sem deildu
óbeint á Sovétrikin, var
Kaddafi, forseti Líbýu. Hann
gerði það m.a. á þann hátt, að
hann gerði mikinn greinar-
mun á kommúnisma annars
vegar og arabiskum sósi-
alisma hins vegar, er styddist
við trúarbrögð Múhameðs-
trúarmanna. Þetta varð til
þess, aö Castro, einræðisherra
Kúbu, taldi sig tilneyddan til
að bera sakir af kommúnista-
rikjunum, einkum þó
Sovétrikjunum. Hannhældi
Sovétrikjunum á hvert reipi
og rómaði sérstaklega stuðn-
ing þeirra við ýmsar frelsis-
hreyfingar i þriðja heiminum
svonefnda. Þegar hér var
komið sögu, gat Sihanouk
prins, sem var mættur sem
fulltrúi Kambodiu, ekki lengur
orða bundizt, heldur varpaði
fram þeirri spurningu, hvers
vegna Sövétrikin hefðu
stjórnmálasamband við
bandarisku leppstjórnina þar,
er viðurkenndi ekki þjóð-
frelsishreyfinguna. Castro
ætlaði i fyrstu að svara þessu,
en lét það svo ógert, enda
munu ráðamenn fundarins
hafa hvatt hann til þess, svo að
ekki kæmi i ljós of mikill
ágreiningur á fundinum. Af
stórveldunum þremur slapp
Kina einna bezt, þótt Castro
deildi óbeint á stefnu kin-
versku leiðtoganna, þegar
hann var að hæla Sovétrikjun-
um. Japan slapp llka að mestu
við ádeilur.
AF þeim málum, sem rædd
voru á fundinum, voru efna-
hagsmálin efst á baugi. 1
ályktunum, sem fundurinn
gerði um þau mál, bar tvö at-
riði hæst. Annað var það, að
viðskiptum milli fátæku land-
anna i suðri og riku landanna i
norðri yrði komið i eðlilegt
horf, m.a. á þann hátt, aö
fátæku ríkin fengju fullt verð
fyrir útflutningsvörur sinar,
sem eru aðallega hráefni. t
umræðunum kom fram að
suðlægu löndin telja aðstöðu
sina vera að styrkjast i þess-
um efnum, m.a. vegna vax-
andi eða fyrirsjáanlegs skorts
á ýmsum hráefnum. 1 þessu
sambandi var sérstaklega
bent á samtök oliu-
framleiðslulandanna, sem
gætu verið öörum hráefna-
framleiðendum til fyrirmynd-
ar.
Hitt atriðið, sem höfuð-
áherzlan var lögð á, fjallaði
um full yfirráð einstakra rikja
yfir auðlindum i landi sinu. 1
ályktun fundarins um þetta
efni var sérstaklega áréttað,
að rikin hefðu fullan rétt til aö
þjóðnýta umræddar auölindir,
þótt þau væru nú i höndum út-
lendinga. 1 ályktuninni segir,
að þetta nái ekki aðeins ti^
auölinda landsins sjálfs, held-
ur einnig til auðlinda i hafs-
botninum og yfir honum I allt
að 200 milna fjarlægö frá
grunnllnum. 200 milurnar
hlutu þannig ákveðinn stuðn-
ing fundarins, og getur það átt
eftir að hafa sitt að segja á
hafréttarráðstefnunni, þar
sem 85 riki stóðu beint og
óbeint að þessari ályktun.
AF ÖÐRUM ályktunum
fundarins mun stuöningurinn
við Arabarikin i deilunni við
tsrael vekja einna mesta at-
hygli. Fundurinn fordæmdi
tsrael fyrir að láta ekki
herteknu landsvæðin af hendi
og skoraði á þátttökurikin að
beita jafnt stjórnmálalegum
sem efnahagslegum áhrifum
gegn tsrael, meðan það léti
ekki herteknu landsvæðin af
hendi. Þá fordæmdi fundurinn
nýlendustefnu Portúgals og
hét frelsishreyfingum i
portúgölskum nýlendum fjár-
hagslegum stuðningi. Fundur-
inn lýsti fylgi sinu við alls-
herjarafvopnun, sem m.a. fæli
I sér bann á hvers konar
kjarnorkuvopnum. . Þá lýsti
fundurinn sig fylgjandi endur-
skoðun á stjórnarskrá Sam-
einuðu þjóðanna, sem m.a.
fæli I sér takmörkun eða
afnám neitunarvaldsins, sem
viss riki hafa i öryggisráðinu.
Lögð var áherzla á, að hlut-
lausu rikin gætu haft vaxandi
áhrif á gang alþjóðamála, ef
þau stæðu betur saman.
Akveöið var að halda næsta
fund þeirra i Sri Landa 1976.
Rikin, sem tóku þátt i fund-
inum, voru fyrst og fremst frá
Afriku og Asiu. Aðeins eitt
Evrópuriki, Júgóslavla, tók
þátt i fundinum frá upphafi, en
siðar var einnig fallizt á þátt-
töku Möltu, þótt Bretar hafi
herstöð þar. Sex riki latnesku
Ameriku tóku þátt i fundinum,
en 9 riki þar höfðu áheyrnar-
fulltrúa. Ýmsar frelsishreyf-
ingar höfðu einnig áheyrnar-
fúlltrúa, m.a. Samtök
Palestinu-Araba. Þá mættu
gestir frá Finnlandi, Sviþjóö
og Austurriki i sérstöku boði
fundarins.
— Þ.Þ.