Tíminn - 14.09.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.09.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 14. september 1973 Aðalfundur Læknafélags Islands: Á móti frjólsum fóstur- eyðingum AÐALFUNDUR Læknafélags ts- lands var haldinn i Domus Medica i lok síðustu viku. t sam- bandi við fundinn var haldið læknaþing og einnig tvö nám- skeið, stendur annað þeirra yfir þessa dagana I Norræna húsinu. Mörg mál voru rædd á fundin- um og breytingar gerðar á lögum félagsins. Var nú t.d. sett i lögin ákvæöi um, aö félög islenzkra lækna erlendis geti sent fulltrúa á aðalfund Læknafélags Islands. Þennan fund sat einn slikur, Þórður Harðarson frá Félagi isl. lækna i Bretlandi. Meðal mála, sem rædd voru á þinginu, var starfsaðstaöa héraðslækna og framkvæmdir á sviöi heilbrigðismála. Þar fluttu Ólafur Ólafsson landlæknir og Guðmundur Sigurðsson héraös- læknir erindi um starfsaðstöðu héraðslækna og greindu frá könn- un, sem nú stendur yfir á þvi máli á vegum landlæknisembættisins. Hefur þessi könnun þegar leitt i ljós, að starfsaðstöðu lækna i dreifbýli er viöa ábótavant. Einn- ig kom fram, að á komandi vetri er útlit fyrir læknaskort i dreif- býli eins og oft áður. Mun þar vera um að ræða ein 15 læknis- héruð á Vestfjörðum, Norö- Austurlandi og Austfjöröum. Taka ber upp kennslu í ellisjúkdómum viö H.l. Samþykktar voru tillögur um nauösyn aukinna fjárveitinga til heilbrigöismála og um forgangs- röð framkvæmda I heilbrigðis- málum. Þá var lögö áherzla á aö flýta bæri framkvæmdum nýju heilbrigöislaganna, sérstaklega ákvæðum um byggingu heilsu- gæzlustööva. A læknaþinginu var fjallað um málefni aldraðra hér á landi, bæði félagslega aðstoö, svo og heilbrigöisþjónustu. Aðalfundur- inn samþykkti ályktun um þessi mál og er þar m.a. vakin athygli á hinum mikla sjúkrarúmsskorti fyrir aidraða, sem þarfnast hjúkrunar. Einnig samþykkti fundurinn að taka þyrfti upp kennslu i ellisjúk- dómum við Háskóla Islands. 1 umræðum um þetta mál kom fram, að fræðslustarf læknafélag- anna fer vaxandi og þátttaka lækna i þessu starfi er góð. í sám- bandi við umræður um þetta mál ályktaöi fundurinn, aö stefna beri aö þvi, að framhaldsmenntun is- lenzkra lækna fari að mestu leyti fram hér á landi. Fóstureyöingamálið mikið rætt Fyrir fundinum lá greinargerð nefndar, sem L.í. hafði skipað til aö fjaíla um „Nefndarálit, greinargerð og frumvarp til laga um fóstureyðingar og ófrjósemis- aögerðir” frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Uröu miklar umræður um þetta mál og kom þar m.a. fram, að það sé tvimælalaust mjög timabær breyting og til bóta að fella inn i lög sem þessi ákvæði um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir. Akvæði um þessa ráðgjöf og fræðslu eru hins vegar svo óákveðin, að þau binda ekki rikis- valdið til aðgeröa i þessu mjög svo aðkallandi máli. Til þess að eitthvað raunhæft verði gert i þessu efni, er nauðsynlegt, aö skipaður verði ákveöinn aðili, einstaklingur eða nefnd, sem sjái um framkvæmd þessa þáttar fræðslumála, og hafi það verkefni að byggja upp þetta fræöslustarf. Sú breyting, aö félagslegar ástæður einar heimili fóstur- eyðingu, er nægileg til þess að leysa vanda flestra þeirra kvenna, sem ekki tá fóstur- eyöingu skv.'núgildandi löggjöf. I tillögum hinnar stjórnskipuðu ' nefndar er gert ráö fyrir, að fóstureyðing sé heimiluð að ósk konunnar, ef gerö er aögerö fyrir lok 12. viku meögöngutimans. Hér er i rauninni verið aö heimila fóstureyðingu, án þess að fyrir hendi séu nokkrar félagslegar eða læknisfræðilegar ástæöur. Verður aö telja, að þetta ákvæöi stangist á við það grundvallarsjónarmið, er þessi sama stjórnskipaða nefnd setur fram, að ávallt beri aö lita á fóstureyðingu sem neyöarráðstöfun. Að lokum var bent á, að sam- þykkt ákvæðanna um frjálsar fóstureyðingar gæti haft I för með sér erfiðleika vegna sjúkrarúma- skorts, þannig að þessi ákvæði væru litt framkvæmanleg viö nú- verandi aðstæður. 1 samræmi við áðurnefnda greinargerð nefndar L.I. samþykkti fundurinn eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur L.t. 1973 fagnar fyrirhugaöri endurskoðun á nú- gildandi löggjöf um fóstureyöing- ar og ófrjósemisaðgerðir. Fundurinn lýsir stuðningi viö framkomnar tillögur um aukna fræðslu varöandi kynlif og barn- eignir, og við það, að félagslegar ástæður einar saman séu nægjan- legar til þess að heimila fóstur- eyöingu. Fundurinn lýsir ein- dreginni andstöðu við tillögu hinnar stjórnskipuðu nefndar, að fóstureyðingar skulu heimilaðar að ósk konunnar eingöngu. Með sliku ákvæði er ákvöröunin um aðgerö, sem valdið getur varan- legu heilsutjóni, tekin úr hendi læknisins og öryggi sjúklingsins þannig stefnt i óþarfa hættu. Fundurinn Iýsir stuðningi við þá hugmynd, að ófrjósemisaðgeröir veröi geröar frjálsar, en telur þó nauðsynlegt, að sett séu viss ákvæði til þess að fyrirbyggja og vernda fólk gagnvart litt hugsuð- um og ótimabærum ófrjósemis- aðgerðum.” A fundinum var kjörin ný stjórn og skipa hana: Snorri P. Snorra- son formaður, Guðmundur Jó- hannesson varaformaður, Skúli G. Johnsen ritari, Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri og Grimur Jónsson meðstjórnandi. Fram- kvæmdastjóri Læknafélags Is- lands er Páll Þórðarson. —klp— Svipmynd af æfingu L.R. á „Ótrygg er ögurstund”. Frá vinstri: Margrét ólafsdóttir, Helga Bachmann, Jón Sigurbjörnsson, Steindór Hjörleifsson og Sigríður Hagalin. Það ku vera mikið drukkið í þessu leik- riti. L.R. frumsýnir: „Otrygg er ögurstundin" eða „A Delicate Balance" LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur leikárið næstkomandi laugardag, 15. sept., með frumsýningu á „Ótrygg er ögurstund” eftir Bandarikjamanninn Edward Albee. Þýðingu verksins, sem á frummálinu heitir „A Delicate Balance”, annaðist Thor Vilhjálmsson rithöfundur. Leik- stjóri er Helgi Skúlason. Sviðs- mynd gerði ívar Török. Leikendur eru sex, og eru þeir flestir meöal elztu og reyndustu leikara L.R. Þeir eru: Sigriður Hagalin, Jón Sigurbjörnsson, Helga Bachmann, Margrét ólafs- dóttir, Steindór Hjörleifsson, Margrét ólafsdóttir Steindór Hjörleifsson og Þórunn M. Magnúsdóttir. (Þetta er fyrsta hlutverk Þórunnar hjá L.R., en hún lék m.a. siðastliöið vor i „Sjö stelpur” hjá Þjóðleikhúsinu, eins og menn muna.) Edward Albee er alls ekki óþekktur hér á landi, þar sem hafa þegar verið sýnd fjögur verk eftir hann. Fyrsta verkiö sem hér var sýnt var „Saga úr dýra- garöinum” (1964). Þá komu „Hver er hræddur viö Virginíu Woolf”, „Dauði Bessy Smith” og siðast „Allt I garðinum.” dirrandi jafnvægi.” Að sögn leikstjórans, Helga Skúlasonar, er ,, ögurstundin” eiginlega lokahluti þrileiks höfundar, erhófstmeð „Virginiu Woolf.” Miðhlutinn heitir „Tiny Alice.”Hvert þessara verka mun þó vera algjörlega sjálfstætt. En aðalviðfangsefni þeirra er það sama, þ.e. eiginmaðurinn og eiginkonan i amerisku þjóðfélagi. — Þaðmáseg ja, að i þessu verki sé hringurinn að lokast, segir Helgi, — komiö er fram á ögur- stund. Hjónin hafa komið sér upp „dirrandi jafnvægi” til að geta lifaö lifinu. Leikritið f jallar einnig um gildi vináttunnar, en sumir segja, að þeir i Bandarikjunum „skipti álika títt um vini og um föt.” Hvað sem þvi liður, er algengt I Bandarikjunum, að fólk stundi nokkur mismunandi störf um ævina og flytji sig til meira og minna eftir þvi. Það eignast nýja vini á nýjum stað, en þeir gömlu vilja hverfa i fjöldann. Sálfræðileg átök eru mikil i leikritinu, en til að slaka á spennunni, er slegið á léttari strengi inn á milli. Segja má, aö Albee hafi tekið við af Strindberg. Báðir taka fyrir átök hjónanna I þjóðfélaginu. ,,A Delicate Balance” var frumsýnt vestra (á Broadway) árið 1966 og hlaut Pulitzer-verð- launin, sem bezta verk leikársins i Bandarikjunum þaö árið. Þýöandinn, Thor Vilhjálmsson, hafði upphaflega látið leikritið heita ,,A ögurstund”, en á siöustu stundu var þvi breytt i „ótrygger ögurstund.” Orðið „ögurstund” er fornt i málinu (kemur m..a fyrir i Völundarkviðu) Merking þess (i dag a.m.k.) mun vera „stutt, kyrr stund,” eiginlega stundin milli sjávarfallaskipta. Fallegt og gott orö, sem ef til vill kemur hér meö að marki inn i nútimamál. „Black Comedy” i október— Austurbæjar- bió freistandi Um verkefni L.R. i haust er þaö annars að segja, að „Flóa á skinni” verður tekið upp aftur. Verður byrjað að sýna það geysi- vinsæla verk siðasta leikárs um þarnæstu helgi. Það var alls sýnt 106sinnum,95sýningar Ilðnó og 11 á Akureyri. Um miðjan október frumsýnir L.R. „Svörtu kómediuna(,,Black Comedy”) eftir Peter Shaffer, í þýðingu Vigdisar Finnboga- dóttur leikhússtjóra L.R. Þetta er langur einþáttungur, og verðursýndur einn sér.kómedia, eins og nafnið bendir til. Leik- stjóri er Pétur Einarsson. Að sögn Vigdisar er ekki endan- lega ákveðið með önnur verkefni. „Loki þó” eftir Böðvar Guðmundsson verður væntanlega tekinn upp aftur til sýningar f október. „Seria” út frá þvi verki er jafnvel i ihugun. 1 athugun hefur verið að taka upp „Pétur og Rúnu” eftir Birgi Sigurðsson, er sýnt var við góðan róm á siðasta leikári. En þetta er allt i óvissu, þar sem annar aðalleikarinn i þvi verki, Arnar Jónsson, ernúfast- ráðinn hjá L.A. og er tekinn til við æfingar þar nyrðra — Veðráttan er oft hverful á haustin, þannig að erfitt er að treysta á flugið á milli, ef þvl væri að skipta, sagði Vigdis. Að sögn Vigdisar verður lögð höfuöáherzla á að flytja islenzk verk á árinu 1974. Hvað um stóruppfærslu i Austurbæjarbiói? — Það er mjög freistandi, sagði Vigdis, — þar sem aðstaðan er oröin svo góð þar. En það mál er á samningsstigi. -Stp. Leikstjórinn Helgi Skúlason, Steindór Hjörleifsson form. L.R. og Vigdls Finnbogadóttir leikhússtjóri. (Timamynd: G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.