Tíminn - 28.09.1973, Síða 19

Tíminn - 28.09.1973, Síða 19
Föstudagur 28. september 1973 TÍMINN 19 O Læknadeild stúdenta, sem hófu nám við læknadeildina, um 150, og verða það liklega milli 60 og 70 þeirra, sem fá heimild til að hefja nám á öðru ári, en það eru allir þeir stúdentar, sem staðizt hafa gerð- ar prófkröfur. Þessar tölur eru þó ekki endanlegar, þar sem niður- stöður haustprófa liggja enn ekki fyrir i heild. Ófullnægjandi aðstaða Astæðan fyrir ályktun deildar- ráðs læknadeildar er sú, að deildarráð telur að fyrirsjánalega verði óframkvæmanlegt að veita þeim fjölda stúdenta, sem nú sækja deildina, viðhlitandi kennslu. Þetta ástand hefur verið i deildinni i nokkur ár, að visu ekki jafn alvarlegt og nú, en i trausti þess, að stjórnvöld sæju til þess að úrbætur yrðu gerðar i þessu efni, hefur takmörkunar- heimildinni ekki verið beitt fyrr en nú. Ariö 1971 munaði þó litlu að takmörkunarheimildin yrði not- uö, en þá var tillaga um beitingu hennar felld með eins atkvæðis mun i deildarráði. A siðast liðnu vori gerði lækna- deild fundarsamþykkt þar sem bent er á, að aðstaða til rannsókna og kennslu bæöi i grunngreinum og kliniskum greinum við læknadeild og heil- brigðisstofnanir sé með þeim hætti, að ókleift er að veita stúdentum i deildinni viðunandi framhaldsmenntun, eftir fyrsta námsár. Siðan ályktar deiidin, að óhjákvæmilegt verði að beita f jöldatakmörkunum nema ákveðnar ráðstafanir verði gerð- ar án tafar. Þessar ráðstafanir voru: 1 fyrsta lagi, að hinn bráöi húsnæðisskortur liffærafræði, líf- færameinafræði, og sýklafræði verði leystur með bráðabirgða- ráðstöfunum. í öðru lagi verði kliniskri kennslu við Borgar- spitalann og St. Jósefsspitala komið á fastan grundvöll, og loks verði gengið endanlega frá skipu- lagi lóðar Landspitala og lækna- deildar, útveguð nauðsynleg byggingaleyfi og skipaðar hönnunarnefndir svo og fram- kvæmdir við pre- og paraklinisk- ar deildir geti haíizt árið 1974. Þessi sjónarmið læknadeildar voru kynnt háskólarektor og menntam álaráðherra. Hét menntamálaráðherra fullum stuðningi sinum við lausn þessara atriða. Framkvæmd þessara atriða hefur dregizt, úr hömlu að mati læknadeildar, og auk þess bætist það ofan á, að Rannsóknastofa Háskólans hefur lýst þvi yfir, að hún sé neydd til þess að hætta öll- um krufningum, nema réttar- krufningum. Það mun almennt viðurkennt, segja læknadeildar- menn, að ekkert sjúkrahús geti talizt hæfur kennsluspitali, nema það hafi aðstöðu til krufninga, en eins og kunnugt er hefur Rannsóknastofa Háskólans ann- azt krufningar fyrir sjúkrahús i Reykjavik. Hinn fyrsta október eiga um sjötiu stúdentar að hefja nám i liffærameinafræði, en krufningar eru hluti af námi i þeirri grein. Af þessu getur ekki orðið, þvi auð- sýnt er að ekki verður unnt að framkvæma nauðsynlegar úrbæt- ur á þessu sviði, á þeim skamma tima sem er til stefnu. Mat lækna- deildar er þvi það, að takmarka veröi stúdentafjöldann sem leyfi fær til þess að halda áfram, við tölu sem er það lág, að tryggt sé að unnt verði að kenna stúdentun- um með sómasamlegum hætti. — gj- v>- !Í> 0 Ásigling þessum slóðum og sigldi varð- skipið uppi frá 070 gráðum fyrir aftan þverskipsstefnu Þórs. Varðskipsmenn sáu skipverja freigátunnar setja frfholt á siður hennar. Freigátan beygði snögglega á stjórnborðssiðu varðskipsins, en þá var varðskipið stöðvað, og siðan sett á fulla ferð afturábak. Ef Þór hefði ekki sett á fulla ferð afturábak og freigátan haldið sömu stefnu, hefði freigátan lent með stefnið beint á siðu varð- skipsins. Fremur litlar skemmdir urðu á bakkahorni varðskipsins við áreksturinn. Eitt friholt frá frei- gátunni lenti um borð i varðskip- inu. Engin slys urðu á mönnum. Norskur blaðamaður var um borð i Þór, og tók hann ljósmynd- ir af atburðunum. í fréttum frá norsku fréttastof- unni NTB segir, að brezka varnarmálaráðuneytið hafi skýrt frá þvi i gær, að freigátan Whitby og varðskipið Þór hafi rekizt á utan við norðaustur strönd ís- lands. Sagt er að freigátan hafi laskazt litillega, en hafi haldið áfram „gæzlustörfum” sinum. Ekkert er sagt um hver sök hafi borið á árekstrinum. Engin áhrif á samþykkt rikisstjórnarinnar ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði i viðtali við blaðið, að þessi nýjasta ásigling hefði engin áhrif á samþykkt rikis- stjórnarinnar frá þvi i gær. — Ég hefi ennþá ekki fengið ná- kvæma skýrslu um ásiglinguna, en mér virðist sem svo oft áður, að herskipið hafi siglt á Þór án nokkurs tilefnis, sagði forsætis- ráðherra. —gj- 0 Stjórnmálaslit innar, en sögðu, að það væri enn stefna brezku rikisstjórnarinnar að fá tslendinga til að setjast að samningaborðinu til þess að reyna að ná bráðabirgðasam- komulagi um lausn fiskveiðideil- unnar. Brezki utanríkisráðherrann, sir Alec Douglas Home, sagði i New York i gær, að ákvörðun tslend- inga um að rjúfa stjórnmála- tengsl við Breta væri óréttmæt, þvi Bretar fylgdu alþjóðalögum i hvivetna. — Við höfum boðizt til að draga herskipin af miðunum, gegn þvi að tslendingar lofi að varðskipin hætti að trufla togara okkar við veiðarnar. Þetta ætti að vera mjög sanngjarnt tilboð, sagði ráðherrann. — gj- 0 Brúðkaup fólk spilar á spil, teflir og fær sér kókflösku að drekka. Það er hagnaðurinn af kóksölunni, sem stendur undir kostnaði við þetta, og seljum við þó hverja flösku ekki nema eitthvað einni eða tveimur krónum dýrara en hún kostar i búð. Brúðkaupsferð til Spán- ar — En svo að við snúum okkur aftur að ykkur sjálfum : Hvað ætl- izt þið nú fyrir að nýafstöðnu brúðkaupi? — Við ætium að byrja á þvi að fara i brúðkaupsferð til Spánar og vera þar fram i miðjan október- mánuð. Þá komum við heim og ég byrja aftur að vinna. — Hvaða vinnu stundar þú? Fyrsta hdlkan á Keflavíkurveginum í gær: Tugþúsunda tjón ó ökutækjum og tvennt flutt á sjúkrahús KIp-Reykjavik. í gærmorgun myndaðist hálka á um eins kiló- metra kafla við Kúagerði á Kefla- vikurveginum. A þessum kafla urðu þrjú umferðaróhöpp á skömmum tima i gærmorgun, og varð að flytja unga konu og mann i sjúkrahús mikið slösuð, auk þess sem þarna varð tugþúsunda tjón á farartækjum. Fyrsta óhappið varð um kl. 7,25. Þá lentu saman fólksbifreið og rútan frá Keflavik, en bilarnir komu sinn úr hvorri áttinni. Hvernig verður Areksturinn varð það harður, að fólksbifreiðin fór i sundur i miðju, og kastaðist annar hluti hennar eina 75 metra út af vegin- um, en hinn hlutinn varð eftir uppi á vegkantinum. ökumaður fólksbifreiðarinnar slasaðist mikið og var fluttur i sjúkrahús, en hann er ekki talinn i lifshættu. Rannsóknarlögreglu- maður frá Hafnarfirði, sem kom á staðinn, sagði okkur, að hann heföi aldrei fyrr séð bil eins illa farinn eftir árekstur, og hefði hann þó séð marga illa farna um dagana. Hann sagði, að sem betur fer hefði ekki verið nema einn maður I bilnum, en ef þar hefðu verið fleiri, sagðist hann ekki efast um, að þarna hefði orðið hroðalegt slys. Rútan skemmdist einnig mikið, og mátti litlu muna að hún ylti ekki út af veginum, en öku- manni hennar tókst að stöðva hana á vegbrúninni. Um klukkutima siðar urðu þarna tvö önnur óhöpp. Það fyrra varð, er fólksbifreið ók út af veginum um 200 metra frá þeim stað, þar sem fyrra óhappið varð. Bifreiðin valt ekki en skemmdist samt mikið. Ekki urðu nein slys á fólki i þeirri útafkeyrslu. Varla var þetta óhapp um garð gengið, þegar það þriðja varö. Þá ók stúlka litilli fólksbifreið heldur ógætilega þarna i hálkunni Hún missti stjórn á bilnum, og fór hann út af veginum og valt marg- ar veltur, þar til hann stöðvaðist langt úti i hrauni. Stúlkan slasaðist mikið og var flutt i sjúkrahús. Bifreiðin skemmdist það mikiö, að varla er talið borga sig að gera við hana. tjónið bætt? — stjórn bjargrdðasjóðs setur reglurnar í dag Ungur listamaður sýnir ó AAokka STJÓRN BJARGRAÐASJÓÐS kemur saman til fundar i dag, og verður á fundinum rætt um, á hvern hátt og I hverjum mæli tjón það, er varð i óveðrinu á dögun- um, verður bætt. Akveðið er nú þegar, að Bjargráðasjóður muni bæta tjónið að einhverju leyti, en nánari reglur um bætur verða settar á fundinum I dag. Bjargráðasjóður mun ráða yfir um 20 milljónum króna. Stjórn Bjargráðasjóðs skipa Hallgrim- ur Dalberg, ráðuneytisstjóri, for- maður, Már Eliasson, fiskimála- stjóri, Gunnar Guðbjartsson for- maður Stéttarsambands bænda, Páll Lindal, formaður Sambands islenzkra sveitarfélaga og Asgeir Bjarnason, formaður Búnaðar- félags Islands. -gj — Ég er framreiðslumaður. — En frúin? — Siðast liðið hálft ár eða svo, vann ég á Skálatúnsheimilinu, en áður hafði ég unnið i bókabúð. — Þú hlakkar auðvitað til Spánarferðarinnar? — Já, já, ég held nú það. — Ætlar þú nokkuð að vinna i skátahreyfingunni, eftir að þú verður orðin húsfreyja i Reykjavik? — Ég veit ekki. Nei, ætli það verði nokkur timi til sliks. — En þú, Sturla? — Ég held, að ég muni starfa eins mikið og ég get, ef min verð- ur þörf. Ég býst ekki við þvi, að ég skorist undan, ef til min verður leitað, og satt að segja þá held ég að sú verði lika raunin með konu mina. Hún hefur ekki verið vön að láta sitt eftir liggja, þegar ein- hvers staðar hefur þurft að rétta hjálparhönd. Að svo mæltu kveðjum við ungu hjónin, þökkum þeim spjallið og óskum þeim góðs gengis i framtiðinni. — VS. GVA-Reykjavik — Þcssa dagana sýnir ungur maður úr Garðahreppi, Jakob Jóhannsson, myndir sinar á Mokka. Jakob er aðeins 16 ára gam- all, og elzta inyndin á sýningunni er siðan hann var 11 ára. Myndirnar eru alls ellefu og eru gerðar með lakki, oliulitum og vatnslitum. Þær eru allar til sölu nema þrjár, og kosta frá 2000 til 13000 krónur. Sýningin stendur þessa og næstu viku. BORÐAPANTANIR I SIMDM 22321 22322 BORÐUM HAIDIÐ ilL K1 9 BLÓMASALUR VjKINGASALUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.