Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 11. október 1973. TÍMINN 21 við hönd, þegar eitthvaö bjátar á, svo fremi aö hann sé þess albúinn aö reynast ekki minni drengur, þegar vá er fyrir dyrum hjá öörum en hann sjálfur aflögufær. Slikt er vissulega ásetningur vor, um leið og vér þiggjum og þökkum stórgjafir á þessu ári. Það mál, sem ég hef vikið hér aö, er ekki þingmál i þeim skilningi, aö það liggi beinlinis fyrir þingi nú. Slikt hið sama má segja um stórmál eins og land- helgismálið, sem Alþingi fjallaði giftusamlega um á næstsiðasta þingi. Það mál var áreiöanlega ofarlega i allra huga við siðustu þingsetningu og jafnan siðan og ekki sizt nú, þegar nýr möguleiki kann að hafa opnast til að ná bráöabirgðasamkomulagi til skamms tima við þær þjóðir, sem mest hafa talið á hagsmuni sina gengiö af vorri hálfu, en um þetta mál hefur góðu heilli veriö sterk samstaða stjórnmálmanna meðal annars um að freista þess að ná sllku samkomulagi með sæmandi skilmálum, Mætti þjóðareining haldast, hverju sem fram vindur, þvi að á þann einn hátt nýtist allur styrkur vor, og mun ekki af veita. En þótt þessi mál liggi ekki fyrir Alþingi nú, eru þau, svo ólik sem þau eru, stórmál, sem verið hafa i huga og á vörum lands- manna undanfarna mánuði og eru það enn, og frá þeim liggja margir þræðir inn i sali Alþingis bæði beint og óbeint, eins og alþingismenn munu vissulega gera sér fulla grein fyrir. Það mun þvi naumast þykja undur, þótt vikið sé að þeim hér og nú. En þvi fer fjarri að þau yfir- skyggi allt annað. Enn sem fyrr gengur þjóölifið sinn gang Viö- fangsefni hversdagsins reka hart á eftir með þörfum sinum og kröfum, sem koma saman eins og i brennidepli i starfi Alþingis. Með hverju ári sem liður verður þjóðfélagið fjölbreytilegra, og að sama skapi verður verksviö Alþingis yfirgripsmeira og anna- samara.Vér búum við gróandi þjóðlif og höfum öll skilyrði til aö gera þar á gott framhald. Alþingi er vel skipaö og fulltreystandi til aö sjá farsællega um farar- broddinn. Sú er ósk min til yðar, aö gifta fylgi störfum yðar, landi voru og þjóö til gagns og sóma. Ég bið yður að risa úr sætum og minnast ættjarðarinnar. Ræða forseta íslands þingsetninguna í gær I dag minni ég á það enn sem fyrr, aö til hinnar fornu og virðu- legu löggjafarsamkundu sinnar litur islenzka þjóðin um heill og forsjá landsins. Til þess er Alþingi, til þess hefur fólkið I landinu kjörið fulltrúa sina á þing, og hingað beinist þvi hugur landsmanna I hvert sinn sem Alþingi er sett. Vér minnumst þess i dag, eins og oss er skylt að minnast þess alla daga, að störf vor, bæði min og yðar, eru i senn forusta og þjónusta við þjóðina, sem hefur falið oss að fara með umboð sitt. Þvi ber að fagna, ef rétt er það sem margir hyggja, að landsmálaáhugi sé nú betur vakandi i landinu en oft hefur verið áöur. Það er lifsmark sem nauðsynlegt er heilbrigðu lýð- ræði, og hvöt og styrkur stjórn- málamönnum i vandasömu starfi þeirra. Hingað beinist athyglin I dag, og þess er beðið með eftir- væntingu, hvernig til tekst um úrlausn ýmissa mála, sem þér eigið nú fyrir höndum að takast á við. Sú er venjan, að þegar i þing- byrjun liggur ljóst fyrir um margt sem við þarf að glima. Gamlir kunningjar biða i þing- sölunum. En margt getur að höndum borið, sem enginn sá fyrir og öllum kemur jafnt á óvart. t sögu Alþingis mætti sjálf- sagt rifja upp mörg slik dæmi, bæði smá og stór. A miðjum starfstfma siðasta þings gerðust þau tiöindi, sem einna sviplegust hafa orðið, þegar eldur kom upp i Vestmannaeyjum og lagði i eyði á einni nóttu þennan fagra kaup- stað og blómlegu verstöð. Hér varö að snúast við einstæöum vanda með hröðum handtökum. Þar lögðu margir landsmenn holla hönd á plóg, en það lá þegar i stað i augum uppi, að slik feiknatiðindi hlutu að koma til kasta Alþingis og rikisstjórnar. Hér er ekki stund né staður til að fjölyrða um viðtæk áhrif Vest- mannaeyjagossins á lif og örlög Vestmannaeyinga og heima byggðar þeirra. Ég nefni þennan atburð aöeins sem dæmi, aö visu óvenjulega hrikalegt, um þaö, sem skyndilega getur dunið yfir. og I einu vetfangi krafizt hik- Forseti tslands flytur þingsetningarræöu sina. lausra aðgerða stjórnvalda. Slikt er brýning til árvekni gegn óvæntum háska og áminning til samheldni, þvi meiri sem meira liggur við. Eldurinn i Vestmannaeyjum lætur eftir sig mörg sár, sem langan tima tekdr aö græða að fullu. Engu að siður er það athyglisvert, að nú, aðeins niu mánuðum siðar, er aftur komið á furðu mikið jafnvægi, og uppbygging er i fullum gangi. Þar hafa margir átt hlut að máli.og er rétt og skylt að nefna þar fyrst forustu Alþingis og ríkisstjórnar. Allt ber það að þakka, sem vel var gert á hættunnar stund, og það geri ég nú, er ég minnist þessara atburða. Og ég nota þetta tækifæri til að fara viður- kenningarorðum um hlut Timamynd: Gunnar erlendra manna, félaga og stjórn- valda, að þvi að létta oss vandann með margvfslegum vinar- brögðum. Þar eru nágrannar vorir á Norðurlöndum fremstir i flokki, en að öðru leyti hlýöif ekki að nafngreina hér lönd og þjóðir, þvi aö þar á ótrúlegur fjöldi hlut að máli. Það getur verið vandi að þiggja gjafir, en engum er minnkun að taka i framrétta Olfumálverk eftir Þorlák R. Haldorsen, sem veröur á málverka- sýningu hans í Keflavik. Ber málverkiö nafniö ,,A bryggjunni i Sandgeröi”. Þorlákur heldur sýningu Innlend olíumöl á Egilsstöðum Þorlákur R. Haldorsen list- málari opnar á laugardag mál- verkasýningu i Iðnaðarmanna- félagshúsinu i Keflavik. Þar mun hann sýna 45 oliumálverk, en myndefni sitt sækir Þorlákur i landslag og sjávarmótif. Þorlákur sýndi siöast i Boga- salnum i desember I fyrra, og hlaut þá lofsamlega dóma. Þetta mun vera 13. einkasýning málarans, en auk þess hefur hann tekið þátt i samsýningum hér- lendis og erlendis, en hann stundaði sem kunnugt er listnám i Noregi, m.a. hjá Alexander Schults á Statens Kunst Academy i Osló. Sýning Þorláks mun verða opin daglega frá kl. 16-22, og henni lýkur 21. október næst- komandi. Fréttamönnum gafst tækifæri til að kynnast fáeinum myndum, sem á sýningunni verða, og birtir blaðið mynd af einni þeirra, sem ber nafnið ,,A bryggjunni i Sand- gerði”. Myndirnar eru flestar málaðar á tveim siðustu árum. —jg JK-Egilsstööum. Undanfariö hef- ur verið unniö að jarövegs- skiptingu á götum á Egilsstöðum til undirbúnings lagningu oliu- malar næsta sumar. Oliumöl hefur þegar verið lögð á 100 metra kafla I tilraunaskyni. Tvenns konar möl er notuð, annars vegar norska mölin, en hins vegar Islenzk möl, sem sótt erútá Héraössand skammt frá Hóli i Hjaltastaðaþinghá. Sem kunnugt hefur reynzt erfitt aö finna hentuga oliumöl austan- lands, en reynist islenzka mölin vél, verður ef til vill hægt aö spara töluvert fé, en úr þvi fæst ekki skorið fyrr en að vori. Þaö er Egilsstaðahreppur, sem stendur að þessari athyglisverðu tilraun og kostar hana. Þess má geta, að möl af þessum slóðum hefur verið notuð i flest eða öll hús á Egilsstöðum. Egilsstaðir eru að verða vin- sæll ráðstefnu- og fundarhalda- bær, enda er góð aðstaða til slikra hluta i hinu glæsilega félagsheimili Valaskjálf. Má i þvi sambandi nefna Ferðamálaráö- stefnuna og þing SUS. Skólahald er hafið og hefur gengið vel að fá kennara til Egilsstaða. Slátrun er i fullum gangi, og er búizt við að slátrað verði um 60 þús. fjár hjá Kaupfélagi Héraðs- búa og fáeinum þúsundum á vegum Verzlunarfélags Austur- lands. Miklar húsbyggingar Verið er að ljúka smiöi sextán ibúða fjölbýlishúss og áætlað er að byrja á öðru jafnstóru innan tiðar. Þá er unnið að þvi að reisa 800 fermetra verzlunarhús á vegum K.HB sem væntanlega kemst i gagnið upp úr áramótum. Nokkuð hefur veriö unniö að kirkjunni, sem i smiöum er á staönum. K.B.G.-Stykkishólmi— Sláturtið- in stendur sem hæst i Stykkis- hólmi. Slátrað verður 12-14 þús. kindum, fyrir mestallt Snæfells- nesið. Skelfiskveiöar eru i fullum gangi, og er aðallega veitt út af höfninni og inn á milli eyjanna. Hver bátur má ekki veiöa nema 4 tonn á dag og 20 tonn yfir vikuna. Mismargir bátar eru á veiðum. U m daginn voru 7 bátar, annars er þetta breytilegt. Skelfiskvinnsla Sigurðar Agústssonar sér um vinnslu á aflanum,sem er að Auk þeirra Ibúðarhúsa, sem áöur getur um, eru um tiu ein- býlishús i smiðum, enda voitir ekki af þvi, þvi að fólki hefur fjölgaö mjög á Egilsstöðum undanfarin ár. Þar munu nú vera heimilisfastir um 800 manns, en fyrir tiu árum bjuggu þar ekki nema 300, þannig að árlega hef- ur ibúum fjölgað um fimmtiu aö meðaltali, svo aö liklega standast fáir bæir hérlendis Egilsstööum snúning i þeim efnum. Farið er að kólna i veðri eystra, eins og að likum lætur og snjóað hefur i fjöll. Fjallvegir eru þó færir enn sem komiö er nema Hellisheiði á milli Vopnafjarðar og Héraös, sem venjulega teppist strax i fyrstu snjóum. -HHJ. mestu seldur á Bandarikja- markaö. Atvinnullf er I miklum blóma i Stykkishólmi. Um 10 ibuðarhús eru i byggingu. Auk þess eru miklar framkvæmdir á vegum bæjarins. Veriö er að leggja nýjar vatnslagnir. Veröur vatnið núna tekið á nýjum stað, Svelgsá. Aður var það tekið úr Drápuhllðar- fjalli. Einnig eru lagðar skólp- lagnir. Mikil þensla er i atvinnu- lifinu og skortur á fólki mikill. Til að fá fólk i vinnu er þvi viöa yfir- borgað. kris— SKELFISKVEIÐAR í FULLUM GANGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.