Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. oktdber 1973.
TÍMIÍVN
Í1
Þar er og bæjarhóllinn. Viö kál-
garðshorn er hesthús og við það
hestarétt. Milli eldhúss og
skemmu er bæjarsundið.
Vindhani er á stafni og baðstofu
og skjól á eldhússtrompi.
Það er sumar i sveit. Gestur er
nýriöinn i hlaö og hefur bundið
hest sinn við hestasteininn.
Húsbændur ganga til móts við
hann. A hlaðinu er heimahundur
og hundur komumanns, en köttur
læðist út úr bæjargöngum á eftir
húsmóðurinni. Tveir litlir strákar
eru á gægjum fyrir bæjarhornið.
! 3 : - v
Við heygarðinn stendur einn af
heimamönnum og biöur eftir hey-
lestinni. I túni er sýnd beöslétta,
en fjærst i túnfæti er grjótvarða,
leiðarvisir við heiöarveg.
Þar sem likanið ber hæst er
álfaborg. Sýnd er álfakona,
skrautlega búin, sem gengið
hefur út úr berginu og mælir fram
heillaorð yfir bæinn með útréttum
örmum.
— Hvaða efni er i þessu likani?
— Það er gert úr trétexi og eld-
spýtnastokkum að mestu leyti.
Eg bjó það til i aprilmánuði 1960
og gaf það byggöasafninu.
Allt varð að vera eins
— Nú hefur þú ekki aðeins gert
þetta mikla likan af sveitabæ. Er
það ekki rétt, aö þú hafir líka
teiknað sveitabæi?
— Jú. Ég vissi, aö ekki voru til
neinar ljósmyndir af gömlu torf-
bæjunum hérna, hvorki þeim,
sem staðiö höfðu hér niðri á
Skipasakaga né bæjunum i sveit-
unum hér sunnan heiðar.
Mér datt i hug, að gaman væri
aö draga þá upp, þessa gömlu
bæi, svo að ég fór til fólks, sem i
þeim hafði búið, og bað það lýsá
. þeim fyrir mér eins vel og hægt
væri. Fólk tók þessu yfirleitt
mjög vel, og þarna sat ég hjá þvi
með blýantinn minn og blokkina
og rissaöi. Siðan fór ég heim, full-
gerði myndina og fór svo aftur til
fólksins, sýndi þvi myndirnar og
spurði, hvort þetta væri eitthvað
likt því sem vera ætti. Ef eitthvað
var að, spurði ég alltaf hvað þaö
væri, hverju væri of eða van I
myndinni. Og með þvi að fara
aftur og aftur, hverja ferðina á
fætur annarri til sama fólksins,
gat ég loks fengið þá mynd af
bæjunum, sem fyrrverandi ibúar
þeirra geymdu i minni sinu.
Þegar fólki fannst það komið
heim til sin við að horfa á mynd-
ina, fann ég, að ekki stóð i minu
valdi að gera betur. Þá taldi ég
mig búinn að fullgera myndina.
Hitt er svo annað mál, að þess-
ar myndir minar eru alls ekki
nein listaverk. Þetta er aðeins til
þess gert að varðveita ytra útlit
þessara gömlu bæja. Ég hafði það
sannarlega ekki á tilfinningunni
aö ég væri að hengja upp lista-
verk, þegar ég var að koma þeim
fyrir á byggðasafninu.
— Var gamla fólkið nákvæmt
og kröfuhart um útlit bæjanna?
— Sumir höfðu alveg frábært
minni, þótt langt væri um liöið,
siðan það átti heima i gömlu bæj-
unum. Það var ekki tiltökumál,
þótt mér liðist ekki aö láta vanta
litinn glugga á þekju eða á stafn.
Nei, það mátti engu muna. Vegg-
irnir urðu að hafa nákvæmlega
réttan halla, þeir máttu hvorki
risa of mikið né of litið. Liku máli
gegndi um flest annað.
— Hvaö voru þetta margir bæir,
sem þú teiknaðir?
— Þeir eru eitthvaö rétt um
áttatiu. En þess ber að geta, að ég
náði ekki alveg öllum þeim
bæjum, em til höföu verið. Það
uröu nokkrir bæir útundan, þar
sem enginn var til frásagnar og
ekki við neitt að styðjast. Það var
jafnvel búið að slétta svo ræki-
lega yfir bæjartóftirnar, að óger-
legt var að geta sér til um fjölda
vistarveranna á bænum, hvað þá
heldur lögun þeirra.
— Hversu mörg voru þessi býli,
sem þú náðir ekki til?
— Það munu vera fimm býli
sem sluppu alveg.
Likan af verstöð.
— Þú hefur ekki eingöngu
haldið þig við landbúnaðinn. Er
ekki þetta likan af verstöö?
— Jú, rétt er það. Mér fannst
vel fara á þvi, að hinum megin i
húsinu, beint á móti sveitabæn-
um, væri eitthvaö sem minnti á
sjóinn. Segja má, að þetta likan
sé aö verulegu leyti af gamalli
vör, sem er hér ennþá, og heitir
Framhald á 35. siðu.
Vefstóll og rokkar — helztu tóskaparáhöldin, allt fram á okkar daga.
Lfkanið, sem Runólfur ólafsson gerði af Kútter Haraldi. Smiðin er
fögur, enda skipið frægt, eins og þeir vita, sem einhvern tlma hafa
raulað „Kátir voru karlar....” fyrir munni sér.
Gamla timburkirkjan I Görðum. Lfkan, gert af séra Jóni M. Guöjóns
syni.
þeirra og ömmur, langafar og'
langömmur, voru lifs. Það sýnir
sveitabæ eins og þeir tiðkuðust á
þeirri tið. Bæjarhúsin eru, talið
frávinstri: Baðstofa, bæjargöng,
búr og eldhús (hlóðaeldhús),
skemma, hjallur, smiðja. Inn af
bæjargöngunum er eldiviðar-
geymsla, að baki smiðju er fjós
og við dyr þess er haugstæði. Að
húsabaki er kamar og skánar -
eða móhlaði. Aftur af fjósi er hey-
garður með tyrfðu heyi, þaö er aö
segja frágengnu undir vetur, og
einnig eru þar önnur hey, nýhirt
og nýuppgerð. Fjær er lambhús
og kviar og karlmaöur við slátt á
teig og kvenmaður sem breiðir á
eftir honum. Heylest er á leið
heim að bænum, drengur situr
ofan i milli á eiúum hestinum.
Fyrir framan traðir er brunnhús.
Koffortið gamla, sem tengt er hryllilegu sjóslysi, sem varö á fyrstu ár-
um þessarar aldar. A veggnum eru myndir af systkinunum, sem fór
ust.
Séð inn i baöstofu, rúmin I röð undir súð. Hér var sofiö og hvllzt vakaö
og elskaö. Og dreymt, — misjafnalega vel, eins og gengur, þvl að
mannkindin breytist ekki svo ýkjamikið, þó að aldir renni.
Þetta er Ilkaniö, sem séra Jón gerði af fslenskri vör. Veriö er að
leggja frá landi, morgunn yfir vlkinni.