Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 22

Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Fimmtudagur 11. október 1973. Þriggja látinna þingmanna minnzt á Alþingi í gær EFTIR að Hannibal Valdimars- son, aldursforseti Alþingis, hafði tekið við forsetastörfum og boðið þingheim og starfsmenn þingsins velkomna, flutti hann minningar- orð um þrjá fyrrverandi alþingismenn, er látizt hafa siðan siöasta þingi lauk. Þeir eru Jónas Guðmundsson, fyrrverandi skrif- stofustjóri, Björn Kristjánsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri og Kristinn E. Andrésson, rithöfund- ur. Fara minningarorðin hér á eftir: Aftur en þingstörf hefjast, vil ég minnast þriggja fyrrverandi alþingismanna, sem látist hafa frá lokum sfftasta þings. Þeir eru Jónas Guftmundsson fyrrverandi skrifstofustjóri, sem andaftist 4. júli, 75 ára aft aldri, Björn Krist- jánsson fyrrverandi kaupfélags- stjóri, sem andaftist 10. júli, 93 ára aft aldri, og Kristinn E. Andrésson rithöfundur, sem andaftist 20. ágúst, 72 ára aft aldri. Jónas Guömundsson Jónas Guðmundsson var fæddur 11. júni 1898 á Skálanes- grund i Seyðisfjarðarhreppi. For- eldrar hans voru Guðmundur bóndi og útgerðarmaður i Brim- neshjáleigu við Seyðisfjörð Jónasson bónda i Selási i Viöidal i Húnavatnssýslu Guðmundsson- ar og kona hans, Valgerður Hannesdóttir sjómanns á Hofsósi Gottskálkssonar. Hann stundaði nám i unglingaskóla á Seyðisfirði veturinn 1915-1916 og i kennara- skólanum 1918-1920, lauk kennaraprófi vorið 1920. Næsta vetur stundaði hann nám i kennaraháskólanum i Kaup- mannahöfn fram að áramótum, en var kennari i forföllum við bændaskólann á Hvanneyri það sem eftir var vetrar. Haustið 1921 varð hann kennari við barna- skólann á Norðfirði og gegndi þvi starfi fram á árið 1933. Jafnframt var hann kennari við unglinga- skólann á Noröfirði 1923-1933. Hann var siðan framkvæmda- stjóri Fóðurm jölsverksmiðju Norðfjarðar 1932-1937 og Togara- félags Neskaupstaðar 1935-1938. A árinu 1937 fluttist hann til Reykjavíkur og var fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins 1938-1939. Eftirlitsmaður sveitar- stjórnarmálefna var hann 1939- 1953 og skrifstofustjóri i félags- málaráðuneytinu 1946-1953. Hann var framkvæmdastjóri Sam- bands islenskra sveitarfélaga 1945-1967 og forstjóri Bjargráða- sjóðs fslands 1952-1967. Auk aðalstarfa þeirra, sem hér hafa verið rakin voru Jónasi Guö mundssyni falin fjöldamörg trúnáðarstörf á ýmsum sviðum, og verður nokkurra þeirra getið hér. Hann var oddviti hrepps- nefndar Neshrepps i Norðfirði 1925-1928 og sat i bæjarstjórn Neskaupstaðar 1929-1937. Lands- kjörinn alþingismaður var hann á arunum 1934-1937, sat á 4 þingum alls. Hann átti sæti I landsbanka- nefnd 1934-1938 og i bankaráði Landsbankans 1938-1946. A árunum 1934-1935 átti hann sæti i milliþinganefnd um alþýðu- tryggingar og framfærslumál, og siöar var hann i mörgum stjórn- skipuðum nefndum til að rann- saka og undirbúa löggjöf um margvísleg efni á sviöi félags- mála. Hann var i stjórn Sölusam- bands islenskra fiskframleiðenda 1939-1943. Formaður Sambands islenskra sveitarfélaga var hann 1945-1967, i stjórn Bjargráðasjóðs Islands 1946-1967 og i stjórn Lána- sjóðs sveitarfélaga 1966-1970. Fulltrúi rikisstjórnar íslands á þingum Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar var hann 1947-1952. Hann var stofnandi áfengis- varnafélagsins Bláa bandsins 1955 og formaður þess fram á árið 1973. Jafnframt var hann formaður stjórnar Vistheimilis- ins I Viðinesi 1963-1973. Jónas Guðmundsson lét jafnan mikið að sér kveða á vettvangi starfa sinna og áhugamála. Störf að sveitarstjórnarmálum hóf hann á Noröfirði og var þá meðal annars einn frumkvöðlanna i bar- áttu fyrir kaupstaðarréttindum til handa sveitarfélagi sinu. Siöar kom það i hans hlut að vinna ára- tugum saman mikiö og árangurs- rikt starf i þágu sveitarfélaga landsins alls, bæði sem starfs- maður rikisins og forustumaður i samtökum þeirra sjálfra. Hálf- sextugur að aldri lét hann af starfi skrifstofustjóra i félags- málaráðuneytinu að eigin ósk til að geta sinnt ýmsum öðrum hugðarmálum sinum jafnframt þátttöku og forustu i samtökum sveitarfélaga. Hann átti giftu- drjúgan þátt i baráttu gegn áfengisbölinu með forgöngu sinni um stofnun AA-samtakanna og Bláa bandsins og rekstur dvalarheimila fyrir drykkjusjúk- linga. Hann var afkastamaður við ritstörf,. var ritstjóri nokkurra blaða og timarita og samdi bækur, timarits- og blaðagreinar um stjórnmál, dulspeki, áfengismál og málefni sveitar- félaga. Hann var harðskeyttur baráttumaður fyrir hugðar- málum sinum, hugsjóna- og framkvæmdamaður i senn. Björn Kristjánsson Björn Kristjánsson var fæddur 22. febrúar 1880 á Vikingavatni i Kelduhverfi. Foreldrar hans voru Kristján bóndi þar Kristjánsson bónda i Ærlækjarseli i Axarfirði og siðar á Vikingavatni, Arna- sonar og kona hans, Jónina Aðal- björg Þórarinsdóttir bónda á Vikingavatni Björnssonar. Hann naut tilsagnar hjá alþýðufræð- aranum Guðmundi Hjaltasyni nokkrar vikur i senn veturna 1890- 1894, fékk tilsögn i ensku hjá Benedikt Kristjánssyni prófasti i Múla um nokkurra vikna skeið veturinn 1898-1899 og sótti eins mánaðar samvinnunámskeið á Akureyri 1916. Að þessu frátöldu var skólaganga hans engin. Hann var bóndi á Vikingavatni 1908- 1916 og kaupfélagsstjóri á Kópa- skeri 1916-1946. Veturna 1904-1905 og 1905-1906 ferðaðist hann tvivegis um mestallt landið sem aöstoðar- og eftirlitsmaður með útrýmingu fjárkláða. Hann var simastjóri og jafnframt bréf- hiröingamaður og siðar póstaf- greiðslumaður á Kópaskeri á árunum 1922-1957. Alþingismaður Norður-Þingeyinga var hann 1931-1934 og 1945-1949, sat á 9 þingum alls. Hann átti sæti i stjórn Sambands islenskra sam- vinnufélaga 1937-1959 og i sildar- útvegsnefnd 1941-1961. Björn Kristjánsson ólst upp á fjölmennu sveitaheimili við menningarbrag og mikil umsvif og aflaði sér staðgóörar menntunar af sjálfsdáðum auk þess stopula náms, sem áður er getið. Ferðir hans hálfþritugs um nær allt land urðu honum drjúgar til fróðleiks um land og lýð. Hann var einn af stofnendum og stjórnendum ungmennafélags I sinni sveit. Um skeið var hann bóndi og undi þvi starfi vel. En hann var jafnframt áhugasamur stuðningsmaður samvinnuhreyf- ingarinnar og deildarstjóri i Keldunesdeild kaupfélagsins. Hálffertugum var honum falin forstaða Kaupfélags Norður- Þingeyinga, og naut það farsællar stjórnar hans um þriggja áratuga skeið. Hann sóttist ekki eftir veg- tyllum, en aflaði sér með störfum sinum og framkomu trausts og vinsælda þeirra, sem við hann áttu skipti. Störf sin á Alþingi sem annars staðar vann hann með hógværð og festu. Eftir farsælan starfsdag átti hann langt og friösælt ævikvöld. Kristinn E. Andrésson Kristinn E Andrésson var fæddur 12. júni 1901 á Helgustöðum við Reyðarfjörð.Foreldrarhans voru Andrés bóndi þar Runólfsson skálda Runólfssonar og fyrri kona hans, Maria Nielsdóttir Becks^ bónda á Innstekk Kristjánssonar. Hann stundaði nám i Flensborgarskóla i Hafnar- firði 1918-1920 og lauk stúdents- prófi utanskóla frá Menntaskól anum i Reykjavik 1922. Meistar- prófi i islenskum fræðum frá Háskóla Islands lauk hann 1928. Á árunum 1929-1931 var hann við framhaldsnám i þýskum bókmenntum i Kiel, Berlin og Leipzig. Hann var kennari við Alþýöuskólann á Hvitárbakka 1927-1929 og kenndi einnig um skeið við Kvennaskólann og Iðn skólann i Reykjavik. Bókavörður i Landsbókasafni var hann 1931- 1932. Arið 1934 gerðist hann frum- kvöðull og forstöðumaður bókaút- gáfunnar Heimskringlu, og 1937 var hann forgöngumaður um stofnun bókmenntafélagsins Máls og menningar. Var hann stjórnarformaður og lengst af framkvæmdastjóri þessara tveggja útgáfufélaga fram á árið 1971. Hann var ritstjóri Rauðra penna 1935-1939, Timarits Máls og menningar 1940-1970 og Þjóð- viljans 1946-1947. Landskjörinn alþingismaður var hann á árunum 1942-1946 og sat auk þess á Alþingi sem varamaður siðla árs 1950, átti sæti á 5 þingum alls. I menntamálaráöi var hann 1942- 1946, i Alþingissögunefnd 1943- 1956, i bankaráði Búnaðarbank- ans 1945-1949 og i islensk-dönsku samninganefndinni 1945-1946. Kristinn E. Andrésson lagði stund á bókmenntir i háskóla- nami sinu heima og erlendis, og að námi loknu hóf hann afskipti af þjóðmálum sem byltingar- sinnaður sósialisti. Hann var •hvatningar- og stuðningsmaður róttækra rithöfunda, vann að stofnun félags þeirra og kom verkum þeirra á framfæri með frumkvæði sínu um útgáfu- starfsemi. Hann var bjartsýnn og stórhuga á þvi sviði og stýrði um langt skeið umfangsmikilli bóka- útgáfu. Hæglátur var hann i dag- fari, en laginn málafylgjumaður og þrautseigur baráttumaður. Hann var afkastamikill rit- höfundur um stjórnmál, bók- menntir og önnur menningarmál. Löngum stóð styrr um ýmis störf hans á sviði þjóðmála og bók- mennta. En hann var hugsjónum sinum trúr, stefnufastur elju- maður til æviloka. Ég vil biðja þingheim að minnast hinna látnu fyrrverandi alþingismanna, Jónasar Guð- mundssonar, Björns Kristj- ánssonar og Kristins E. Andrés- sonar, með þvi aö risa úr sætum. Læknislaust í mörg ár T.F-Flateyri — Norðan stormur hefur verið á Flateyri og kuldi. Siöustu tvo daga hefur snjóað i fjöll. Fimm bátar eru á veiðum.fjórir meö linu og einn með troll. Veiða þeir aðallega út af fjörðunum en afli hefur verið heldur tregur. Aðaliega er veiddur þorskur og annar bolfiskur. Hafa gæftir verið slæmar. Sláturtiö er hafin. 4.500 fjár er slótrað. Hófst slátrunin 20. sept. og er um það bil að ljúka. Eru þetta góðir dilkar. Bændur heyjuðu vel, er mikið alið, alveg eins og húsrúm leyfir. Þó hefur kúm fækkað siðustu ár. Mjólkurstöðin er á Isafiröi og hafa Flateyringar séð henni fyrir 35-40% mjólkur. Læknislaust er á Flateyri eins og verið hefur undanfarin ár. Þó hafa alltaf verið læknar þar i sumar. Voru það læknar úr Reykjavik,sem komu ogvoru þar mánuð og mánuð i einu. Tvær héraðshjúkrunarkonur eru starf- andi, önnur á Flateyri og hin á Holti i önundarfirði. Á Flateyrj eru tæplega 500 ibú- ar og eru þar núna 8 ibúðir i smiðum. kris— Hér fæst Tíminn Á Norðurleið og Austurlandi fæst Timinn: HVALFIRÐI: Oliustöðinni BORGARFIRÐI: Hvitárskálanum v/Hvitárbrú, B.S.R.B., Munaðarnesi. HRÚTAFIRÐI: Veitingaskálanum,Brú, Staðarskálanum. BLÖNDUÓSI: Essó-skálanum, Hótelinu, hjá umbm. Þórunni Pétursdóttur SKAGASTItÖND: umbm. Björk Axelsdóttur, Túnbraut 9 SKAGAFIRÐI: Kf. Skagfirðinga Varmahlið SAURARKRÓKI: hjá umbm. Guttormi Óskarssyni Kaupfélaginu SIGLUFIRÐI: umbm. Friðfinnu Simonardóttur Steinaflöt ÓLAFSFIRÐI: umbm. Mary Baldursdóttur, Aðalgötu 32 DALVÍK: umbm. Stefáni Jónssyni, Bjarkarbraut 9 HRISEY: umbm. Björgvini Jónssyni útibússtj. Norðureyri 9 AKUREYRI: umbm. Ingólfi Gunnarssyni, Hafnarstræti 95, i öllum blaðsöluturnum S-ÞINGEYJARSÝSLA: Reynihlið við Mývatn. HÚSAVIK: umbm. Stefáni Hjaltasyni, deildarstj. KÓPASKER: Kf. N-Þingeyinga RAUFARIIÖFN: umbm. Hólmsteini Helgasýni ÞÓRSIIÖFN: Kf. Langnesinga EGILSSTÖÐUM: Kf. Héraðsbúa, umbm. Ara Sigurbjörnssyni, Bjarkahlið 3, Héraðsheimilinu Valaskjálf og Flugvellinum. REYÐARFIRÐI: umbm. Marinó Sigurbjörnssyni, og i bókabúðinni. VOPNAFIRDI: Kf. Vopnafirðinga og i bókabúðinni ESKIFIRÐI: Óli J. Fossberg og i bókabúðinni. SEYÐISFIRÐI: umbm. Þórdisi Bergsdóttur og i bókabúðinni NORÐFIRÐI: Gunnari Daviðssyni umbm., Þiljuvöllum 37 og I bókabúðinni. HORNAFIRÐI: Kf. A-Skaftfellinga, Höfn og i bókabúðinni. Á Suðurlandi fæst Timinn: SELFOSSI: Kf. Arnesinga og i bókabúð Arinbjarnar Sigurgeir- sonar og hjá umbm. Jóni Bjarnasyni Þóristúni 7 LAUGARVATNI: KÁ ÞRASTASKÓGI: KA EYRARBAKKA: KÁ, umbm. Pétri Gislasyni STOKKSEYRI: KÁ, umbm. Sveinbirni Guðmundssyni ÞORLAKSHÖFN: KA, umbm. Franklin Benediktssyni HVOLSVELLI: KÁ, umbm. Grétari Björnssyni IIELLU: KA, umbm. Steinþóri Runólfssyni HVERAGERDI: Verzluninni Reykjafossi Á vesturleið fæst Timinn: BORGARNESI: Söluturninum, hjá umbm. Sveini M. Eiðssyni, Þórólfsgötu 10 AKRANESI: Söluturninum, hjá umbm. Guðmundi Björnssyni, Jaðarsbraut 9 HELLISSANDI: umbm. Þóri Þorvarðarsyni ÖLAFSVIK: umbm. Hrefnu Bjarnardóttur GRUNDARFIRÐI: umbm. Jóhönnu Magnúsdóttur, Borgar- braut 2 STYKKISHÖLMI: umbm. Hrafnkeli Alexanderssyni PATREKSFIRÐI: umbm. Magnúsi B. Ólsen, Aðalstræti BtLDUDAL: umbm. Hávarði Hávarðarsyni SÚGANDAFIRÐI:umbm. Hermanni Guðmundssyni, Aðalgötu 2 BOLUNGAViK: umbm. Jóninu Sveinbjörnsdóttur ÍSAFIRÐI: umbm. Guðmundi Sveinssyni og Bókaverzlun Jónasar Tómassonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.