Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 36
fyrir góúan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Agnew sagði af sér
—vegna hagsmuna ríkisins
NTB-Washington —
Spiro Agnew, varafor-
seti Bandarikjanna
sagði af sér embætti i
gær, að þvi er tilkynnt
var í Washington i gær-
kvöldi.
Agnew hefur verið ásakaöur
um mútuþægni meðan hann var
rikisstjóri i Maryland og dómstóll
rannsakar nú málið nánar.
Akæran er þess efnis, að Agnew
hafi þegið fé af framkvæmda-
mönnum og þannig tryggt þeim
stóra samninga.
Varaforsetinn hefur marg-
sinnis haldið þvi fram, að hann sé
saklaus, og lýst þvi yfir, að hann
myndi ekki segja af sér.
í gær birtist hann siðan öllum
að óvörum i réttarsal rikisdóm-
stólsins i Baltimore og lýsti þvi
yfir, að hann segði af sér vara-
forsetaembættinu. Astæðuna
sagði hann þá, að málið gegn hon-
um, sem tekið gæti mörg ár, gæti
skaöað hagsmuni rikisins, og það
vildi hann koma i veg fyrir með
að segja af sér.
Egyptar hafa betur á Sínaí
- ísraelar í lofti
NTB-Tel Aviv, Beirut,
Damaskus — i ísraels-
menn gerðu viða
loftárásir i gær, m.a. á
þrjár hafnarborgir i N-
Sýrlandi og flugvöllinn i
Damaskus. í Golanhæð-
um segjast þeir hafa
hrakið Sýrlendinga inn
fyrir landamæralinuna
siðan 1967, og nú sé bar-
izt á sýrlenzku lands-
svæði. í Sinai-eyðimörk-
inni virðist Egyptum
ganga vel og ef dæma
má eftir fréttum þeirra
þaðan, hafai ísraels-
menn beðið þar mikið
tjón á mönnum og her-
gögnum.
Irakska stjórnin tilkynnti i gær,
aö hún hefði sent flugvélar til
Egypta og hermenn til Sýr-
lendinga. Jafnframt var sagt i
gær, aö irakskar flugvélar hefðu
gert 80 árásir á israelskar stöðvar
við Golan-hæðir og tiu i Sinai.
Sýrlendingar sögðust i gær
hafa skotið niður 43 israelskar
fugvélar til viðbótar og þá væru
þær alls orðnar 144. Israelskar
flugvélar réðust i gær á þrjár
borgir i Norður-Sýrlandi og eru
hundruð óbreyttra borgara
sagðir hafa fallið i árásunum.
Bærinn Homs er um 160 km frá
Damaskus og þar eyðilagðist
oliuhreinsunarstöð og orkuver.
Sprengjur féllu einnig á ibúða-
hverfi og létu hundruöir kvenna
og barna þar lifið að sögn áýr-
lenzka talsmannsins. Þá reðust
Israelsmenn á bæina Tartuos og
Latakia, en Sýrlendingar hafa
ekki gefið upp neinar tölur um
tap þar.
I tilkynningum frá sýrlenzkum
yfirvöldum segir, að reynt hafi
verið tvisvar að ráðast á
Damaskus, en vélarnar hraktar
Framhald á bls. 28.
Nær vikulega koma skip frá Bandarikjunum með nýja eða notaða bila. Ef einhver töf verður á skipa-
ferðum hrúgast bílarnir upp á hafnarbakkanum I Norfolk. (Timamynd GE)
Bílainnflutningurinn frd Bandaríkjunum:
Bílarnir hrúgast upp
og bíða ísl. skipa
Klp-Rcykjavik. Eins og áður hef-
ur komið fram i fréttum hefur
innflutningur á bilum frá Banda-
rikjunum aukizt all verulega á
undanförnum mánuðum.
Ástæðan er gengishækkanirnar
að undanförnu, en eftir þær er
talið mun hagkvæmara að kaupa
bíla frá Bandarlkjunum en öðr-
um löndum.
Þarna er bæði um nýja og
notaða bila að ræða. Fjöldi
manns hefur farið til Banda-
rikjanna að undanförnu, nær ein-
göngu til þess að kaupa sér ný-
lega bila, sem þeir siðan senda
heim með skipum Eimskipa-
félags tslands.
Eimskip hefur varla haft
undan i þessum flutningum, og
hafa bilar komið með öllum skip-
um, sem sigla til Bandarikjanna.
Fyrir um það bil mánuði stóð
þannig á ferðum, að ekkert skip
kom til Norfolk frá Islandi i
nokkra daga. Þá hrúguðust upp
bilar á hafnarbakkanum, og
þegar næsta skip kom, voru þeir
orðnir langt yfir 100. Þetta voru
bæði notaðir og nýir bilar, og
voru þeir allir sendir með þessu
skipi.
Sem stendur biða engir bilar
eftir flutningi til Islands, enda
eru nú vikulegar ferðir á milli.
Þeir bilar, sem nú eru aðallega
fluttir til landsins, eru notaðir
bilar, þvi innflutningsfyrirtækin
halda að sér höndum þessa
stundina og biða eftir nýju
gerðunum.
Varalið Jórdaníu
kvatt til vopna
NTB-Amman —
Varnarráð Jórdaniu
lýsti þvi yfir i gær, að
allt varalið landsins
hefði verið kvatt til
vopna. Skipunin kom
frá Hussain konungi.
Ekki var ljóst af yfir-
lýsingunni hvort
Jórdania hygðist
hefja bardaga við
ísrael á þriðju vig-
stöðvunuin.
Hussain konungur hefur
haft herlið sitt viðbúið síðan
striðið brautzt út á laugar-
daginn, en til þessa hefur
Jórdania ekki blandað sér i
bardagana, þó að þvi sé
haldið fram, að þar hafi verið
skotnar niður tvær israelskar
flugvélar, sem rufu lofthelgi
landsins.
Her Jórdaniu er vel búinn
og hefur um 70 þúsund manns
undir vopnum. Bæði i sex daga
striðinu og i striðinu 1948-1949
urðu hörð átök milli Jórdaniu
og Israels. Jórdania missti þó
vesturbakka Jórdanárinnar
’67 og Hussain lýsti þvi yfir
að hann muni ekki fara út i
nýja styrjöld, nema vera viss
um að .endurheimta það
svæði. Nú siðustu dagana hef-
ur verið lagt hart að Hussain,
að fara að berjast með
Aröbum.
Kaddafi, leiðtogi Lýbiu
hefur kallað Hussain skræfu,
fyrst hann sé ekki með og
libansk blað, sem er málpipa
Palestinuaraba, sagði i gær,
að nú hefði Hussain tækifæri
til að taka þátt i sigursælu
strlði.
Israel hefur sent Libanon
aðvörun um að blanda sér ekki
i stríðið og tryggja að
palestinuskæruliðar láti ekki
til skarar skriða frá libönsku
landssvæði. Aðvörunin var
send eftir að skæruliðar höfðu
skotið að minnsta kosti 50 eld-
flaugum á israelska landa-
mæraverði.
Vopn um loftbrú
frá Sovétríkjunum
NTB-Washington — Eftir öllu að
dæma munu Sovétrikin flýta af-
hendingu hergagna til Sýrlands
og Egyptalands, að þviopinberar
heimildir I Washington sögðu i
gær. Ekki er Ijóst hvers konar
húsgögn hér er um að ræða, en
flogið ei með þau um loftbrú frá
Sovétrikjunum til viökomandi
landa.
1 Bandarikjunum er gjörla
fylgst með flutningum og þykir
ekkert benda til, að þeir fari
einnig fram á sjó, en sagt er, að
sovézku flutningaflugvélarnar
geti flutt mjög stóra og þunga
hluti. Ekki er vitað hvort Sovét-
menn senda nú Egyptum eld-
flaugar þær, sem skotið er frá
jörðu á skotmark i lofti, en þær
munu eiga drjúgan þátt i hversu
vel Egyptum hefur gengið i
átökunum nú.
Bandarísk og sovésk
herskip af stað
NTB-Istanbul og Washington —
Bandaríska flugmóöurskipið
Frankl. D. Roosewelt er farið frá
Barcelona og á leið til austur-
hluta Miðjarðarhafs, að þvi talið
er. Skipið mun væntanlega fara á
svipaðar slóðir og flugmóður-
skipið Independence, sem er i
grennd við Krit. Heimildir i
bandariska varnarmálaráðu-
neytinu segja, að skipin eigi að
vera þarna viðbúin þvi að flytja
þurfi á brott 90 þúsund banda-
riska borgara, sem eru I Mið-
Austurlöndum.
Þrjú sovézk herskip fóru i gær
gegn um Bosporus út i
Miðjarðarhaf, að þvi tyrkneskar
heimildir upplýsa. Eru þetta
fyrstu sovézku herskipin, sem
fara um sundið, siðan átökin
hófust um helgina. Samkvæmt
Lausanne-samningnum verða
lönd, sem liggja að Svartahafhað
láta tyrknesku stjórnina vita með
minnst átta daga fyrirvara, áður
en þær senda herskip gegn um
tyrknesku sundin. Sovetrfkin hafa
hins vegar standandi slika til-
kynningu hjá tyrkneskum yfir-
völdum. Herskipin, sem fóru
gegn um sundið i gær, eru búin
eldflaugum, sem skjóta má bæði i
yfirborði sjávar og lofti.
óskast
Aragötu, Bergstaðastræti, Starhaga,
Reynimel, Laugarásveg, Vesturbrún,
Laugateig, Akurgerði, Austurbrún,
Unnarbraut, Lindarbraut, Seltjarnarnes.
Upplýsingar i sima 12323.