Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 11. október 1973. Hér stendur séra Jón hjá meðalakassa eins siOasta hómópatans á tslandi. Hann hefur átt hlustunarpipu, gamli maOurinn, og henni hefur prestur nú stungiO I eyrún. Þessi látni hómópati var svo seint á ferOinni, aO vel má vera,aO hann sé seinasti kvistur sinnar starfsgreinar á landi hér, en þetta höfum viO ekki kannaö, og þvi skal ekki fullyrt meira en aO hann hafi veriO ,,einn sfOasti hómópatinn.” — Nei. Þaö var frá upphafi ákveöiö aö það skyldi vera sjálfseignarstofnun, sem nyti ákveðins styrks frá Akranes- kaupstaö og hreppunum i kring. Þannig hefur þetta gengið. Safnið hefur fengiö árlegan styrk frá þessum aðilum, og peníngarnir, sem inn hafa komið, hafa nær eingöngu verið notaðir til ný- byggingar. Það var myndaöur sjóður á fyrstu árum safnsins, sem látinn var nærri óhreyfður árum saman, þangað til núna fyrir fáum árum að ákveðið var að reisa nýtt hús yfir safnið. Þá var að sjálfsögðu gripiö til þessa sjóðs, þegar hafizt var handa um nýbygginguna. Annars má geta þess i sam- bandi viö þessa nýbyggingu, að hinn svokallaði Menningarsjóður Akraness hefur reynzt okkur hin styrkasta stoð og veitt drjúgan skilding til nýbyggingarinnar ár- lega. Þáð fé, sem komið er i þessa byggingu nú, er fyrst og fremst komið úr þeirri átt. — Er rrokkuð farið að hilla undir það, að þið getið flutt i nýja húsið og létt þar með á þrengslunum i þvi gamla? — Nei, ekki er það nú. Bygg- ingunni hefur miðað heldur hægt, llÍiÍS Sööull maddömu Guörúnar Guöbrandsdóttur, konu séra Jóns Bene- diktssonar. Þess má geta, til gamans fyrir lesendur þessa blaös, aö þau séra Jón Benediktsson og maddama Guörún Guöbrandsdóttir voru afi og amma Jóns Helgasonar, ritstjóra Tfmans. — Sööullinn er elzti söö- ull safnsins I Göröum. og liggja til þess margar eðlilegar ástæður. Féerekki ótakmarkað, þótt margir aðilar séu málefninu hlynntir, og vinnukraft er heldur ekki hægt að gripa upp, hvenær sem er. Það hús, sem nú er aö risa i Görðum, er ekki heldur nema hluti þess sem koma skal. Viö gerum ráð fyrir stóru húsi, sem orðið geti góður framtiðar- staður fyrir safnið. — Hvenær var safnið formlega opnað almenningi? — Það var formlega opnað 13. desember 1959. Það var hátiðleg athöfn i gamla Garðshúsinu. Þá- verandi þjóðminjavörður dr. Kristján Eldjárn sýndi okkur þann sóma að vera viðstaddur at- höfnina, og þvi má bæta við, aö hann reyndist mér alltaf frábær- lega vel i þessu starfi minu, og hiö sama má segja um eftirmann hans, Þór Magnússon, þjóðminja- vörð. Báðir hafa þessir menn látið sér mjög annt um safniö hérna og veitt mér styrk og upp- örvun., Sjalf afhendingarathöfnin fór annars þannig fram, að ég afhenti safnið safnstjórn, sem þá hafði verið kosin. Formaður hennar var kjörinn Jón Sigmundsson um: boösmaður,sem fæddist og ólst upp hér i Görðum. Hann hefur siöan átti sæti i stjórninni, verið Prestsþjónustubók séra Jóns Benediktssonar, prests I Göröum frá 1865-1886. Þarna eru þeir, tóbaksbaukarnir, sem ekki kunnu viö sig i Lundúnum. — Eða voru þaö þeirra fyrri eigendur, sem vildu aö þeir kæmust aftur heim? gjaldkeri hennar mörg undan farin ár og er það enn. Þvi má skjóta að, að bæði mér og öðrum fannst það vel við eigandi, aö ein- mitt Jón Sigmundsson yrði fyrsti stjórnarformaður safnsins i Görðum, þar sem hann sjálfur hafði fæðzt þar og alizt upp, og foreldrar hans seinustu ábúendur jarðarinnar. Hann hefur lika. verið mjög tengdur safninu frá fyrstu tiö og alltaf einn af tryggustu velunnurum þess. Næsti formaður á eftir Jóni var Guðmundur Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi hér á Akranesi. Hann var sérstakur áhugamaður um þessa hluti, en lézt fyrir aldur fram. Núverandi formaður er Sverrir Sverrisson, skólastjóri iðnskólans hérna. Hann er lika mjög áhugasamur um allt sem verða má safninu til góðs, eins og reyndar allir, sem nálægt stjórn þess hafa komið. Elzti hluturinn — Þá er að vikja að einstökum hlutum. Hvað heldur þú að sé elzti gripurinn, sem nú er I safninu? — Elzti gripurinn er vafalaust steinkola, sem fannst á um það bil tveggja metra dýpi i bæjar- stæðinu á Heynesi fyrir all- mörgum árum. Það þykir flest benda til þess að kolan sé frá fyrstu byggð þar, en Heynes er landnámsjörö, og gæti þvi kolan vel verið frá vikingaöld. — Nú ert þú, séra Jón, ekki að- eins safnari mikill, heldur og prestur staöarins. Attu ekki margar kirkjulegar minjar hér i Görðum? — Jú, jú, af þeim er margt. Þarna er til dæmis altari úr kirkju, sem stóðhéri Görðum frá 1858-1896, og hefur ef til vill verið i fleiri kirkjum þar. Það var til mjög nákvæm lýsing á gömlu timburkirkjunni i visitasiugjörðum biskups. Sam kvæmt þessum lýsingum og frá- sögnum manna, sem mundu kirkjuna, gerði ég likan af þessari kirkju. Hún hefur verið stór. 1 lýsingu er hún sögð vera tuttugu og ein alin að lengd og tiu og hálf á breidd, er þá átt við utanmál. Að innan hefur hún verið tiu álna há undir loft frá mæni til undirstokka. Þessi kirkja var reist i tið séra Jóns Þorvarðssonar, sem þjónaði Görðum frá 1858 til 1862. Séra Jón var hálfbróðir séra Þorvarðar Þorvarðssonar prests og prófasts i Vik i Mýrdal, förður séra Jóns Þorvarðarsonar, sem nú er prestur i Háteigsprestakalli i Reykjavik. Þess má einnig geta til gamans, að sóknarprestar Akranesþinga sátu i Görðum, allir nema tveir, svo að vitað sé. Hannes Stephen- sen, þjóðfundarmaðurinn kunni, sat á Ytra-Hóli og átti það býli. Séra Halldór Loftsson, sem þjónaði prestakallinu á fjórtándu öld.sati Heynesi. Allir hinir hafa setið i Görðum, þangað til Jón Sveinsson, eftirmaður Séra Jóns Benediktssonar, settist að niðri á Skaga, eins og ég gat um hér að framan. Samnefnari fyrir sveita- bæi þeirrar tiðar — Hér er likan af stórbýli. Er það lika gert af þér? — Já, það er rétt, þetta er eftir mig. — Ertu með einhvern tiltekinn bæ I huga — jafnvel beina fyrir- mynd? — Nei, nei. Ég reyndi aðeins að setja inn á likanið allt hið helzta, sem fylgdi venjulegum sveita- bæjum i gamla daga, bæði hús og annað. Satt að segja er þessu likani ætlað að leiða hugi hinna ungu til liðinnar tiöar, þegar afar Trébretti og þvottabali. Við þessi tæki urðu ömmur okkar og langömm- ur aö sætta sig, þegar þær voru að þvo föt barna sinna og annarra sem á heimilinu voru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.