Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 30
Dagbókin hennar Stínu 30 TtMINN Fimmtudagur 11. oktdber 1973. Sæl og blessuð, dagbók mfn! Ég heiti Stina og ég fékk þig i jólagjöf. Þú ert bezta jólagjöf, sem ég hef nokkurn tíma fengið. Ég er bara sex ára og kann varla að skrifa, og þess vegna ætlar Sigga systir min að hjálpa mér að skrifa i þig, þangað til ég er orðin duglegri. Hún er reglulega dugleg að skrifa, en hún er nú lika orðin þrettán ára. Ekki meira núna. Bless. Sunnudagur 1. janúar. Þessi mynd er af mér og Pésa. Hann er vinur minn. Við rennum okkur á skautum á tjörninni á hverjum sunnudegi. Pésa gengur miklu betur en mér, en hann er lika orðinn átta ára. Ég vona að ég verði orðin eins dugleg og hann, þegar ég verð átta ára. Mér finnst fjarskalega gaman að leika við Pésa. Mánudagur 3. febrúar. Við fórum i skiðakeppni i dag. Gettu hver vann? Það gerði ég. Pési varð númer tvö, Mari- anna númer þrjú, og Gunna varð siðust. Svo velt- um við okkur i kapp niður brekkuna, og þá varð Gunna fyrst. Mikið finnst mér annars gaman að velta mér í snjónum. Þriðjudagur 7. marz. Ég á afmæli i dag, dagbók min. Nú er ég orðin sjö ára. Ég vaknaði eldsnemma, og mér fannst þau aldrei ætla að koma með gjafirnar. Þau eru pabbi, mamma og Sigga systir. Ég fékk dýrabók frá Siggu, pabbi gaf mér falleg rauð stígvél og mamma rauða regnkápu. Rauði liturinn er fallegastur allra lita. Finnst þér hann ekki fara mér vel? Miðvikudagur 1. april. Olga frænka kom i heimsókn i dag. Hún fékk sér fimm sneiðar af rjómatertunni, og i hvert sinn sem hún fékk sér nýja sneið, sagði hún: — Nei, nú má ég ekki borða meira, ég verð alltof feit. Þá sagði ég: —Nú ertu búin að borða svo mikið af rjómatertu, Olga frænka, að rjóminn er farinn að spýtast út um eyrun á þér. — Já, sagði Olga frænka, nú fæ ég mér alls ekki meira. En þá sagði ég henni, að ég hefði ver- ið að skrökva, þetta hefði bara verið aprilgabb. Og þá fékk Olga frænka sér eina sneið i viðbót. Fimmtudagur 6. mai. Pabbi átti fri i vinnunni i dag, og við fórum i fótbolta i almenningsgarðinum. Veðrið var gott, og við tókum með okkur nesti og saft i flösku. Við hittum Sonju og litla hundinn hennar. Hann heitir Kátur og er svo fallegur. Við gáfum þeim bita af nestinu okkar, og skemmtum okkur svo við að sparka boltanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.