Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 11. október 1973;'
TÍMINN
27
VALSMENN FÁTVO
SNJALLA KNATT-
SPYRNUMENN í
SÍNAR RAÐIR
Páll handar-
I__ — JL S ~ hann ,eíkur ekk|
d r o T n a o i Mz-axr
Einn af snjöllustu leikmönnum Vikings i handknattleik, Páll Björgvinsson,
varð fyrir þvi óhappi á æfingu um daginn, að hann handarbrotnaði. Allt
bendir til að Páll muni ekki leika með Vikingsliðinu, i að minnsta kosti þrjá
til fjóra mánuði.
Þessi meiðsli Páls, koma nokkuð illa við Viking, þvi að hann er mjög virkur handknattleiksmaður og
einnig þjálfar hann meistaraflokk kvenna hjá Viking.
Sjaldan ef ekki aldrei hafa eins margir handknattleiksmenn meitt sig i byrjun keppnistimabilsins og
einmitt nii. Nú, á aðeins viku tima, þá hafa þrir snjallir leikmenn meitt sig á æfingum og i keppni. Það
eru þeir Páll, Jóhannes Gunnarsson, ÍR og Björgvin Björgvinsson, Fram. Þessir allir leikmenn verða
frá handknattleik um tima.
PÁLL BJÖRGVINSSON...meiddist á hendi á æfingu.
Þór Hreiðarsson og Jón Hermannsson
eru byrjaðir að æfa með Valsliðinu
Valsmenn hafa fengið
mjög góðan liðsstyrk í
knattspyrnu. Tveir
þekktir knattspyrnu-
menn eru nú byrjaðir að
æfa með félaginu og
líkar þeim mjög vel.
Þessir leikmenn eru þeir
Þór Hreiðarsson, mið-
vallarspilari úr Breiða-
blik, sem hefur verið
Leikmenn Ajax halda á bikarnum, sem þeir hafa unnið þrjú sl. ár.
Hibernian mætir Leeds í
UMFA-keppninni
Liðin sem léku gegn íslenzku liðunum
í Evrópukeppni, mæta öll
sterkum liðum í 2. umferðinni
Þau lið sem léku gegn fsienzku
iiðunum I Evrópukeppninni i
knattspyrnu, ienda öil á móti
sterkum liðum i 2. umferð
Evrópubikarins. Hibs, sem lék
gegn Keflvikingum i UEFA-
kepnninni drógust gegn enska
meistaraliðinu Leeds. Borrussia
Mönchengiadbach, sem l4k gegn
Eyjamönnum i Evrópukeppni
bikarhafa mætir skozka liðinu
Glasgow Rangers og Basel, sem
lék gegn Fram i Evrópukeppni
meistaraliða, mætir Brugge frá
Beigiu. Það má búast við, að að-
eins Mönchengladbach komist á-
fram i keppninni, en það getur
einnig farið svo, að öll liðin sem
léku gegn islenzku liðunum, verði
slegin út i 2. umferðinn.
Við skulum lita á leikina i
Evrópumótunum þremur, en
drátturinn varð þannig.
Evrópubikarkeppni
meistaraliða:
Bflnfica(Portugal) — Dozsa
Ujpest(Ungverjalandi)
Celtic(Skotlandi) — Vejle
(Danmörku)
Sparta Trnava (Tekkóslóva-
kiu) — Sarja Vorosjilovgrad
(Rússlandi)
Red Star (Júgóslaviu) — Liver-
pool (Englandi)
Brugge (Belgiu —Basel (Sviss)
Dynamo Bukarest (Rúmenia)
— Atletice Madrid (Spáni)
Áiax (Hollandi) — Flag Sofiu
(Búlgaríu)
Bayern Munchen (V-Þýzka-
landi) — Dynamo Dresden (A-
Þýzkalandi)
Liverpool-liðið fær nokkuð
erfiða mótherja, þar sem Red
Star eru, en liðið hefur náð mjög
góðum árangri á heimavelli, tap-
ar þar sjaidan leik.
Ajax Evrópumeistararnir fá
nokkuð létta andstæðinga og má
búast við að þetta fræga
hollenzka lið, sem hefur orðið
Evrópumeistarar þrjú ár i röð,
nái langt i keppninni. Þýzku liðin
Bayern frá V-Þýzkalandi og
Dresden frá A-Þýzkalandi, há
örugglega harða keppni, þvi að
liðin hafa mörgum landsliðs-
mönnum á að skipa.
Evrópukeppni
bikarmeistara:
Borussia Mönchengladbach (V-
Þýzkalandi) — Rangers
(Skotlandi)
Sporting Lissabon (Portúgal)
— Sunderland (Englandi)
Inter Milan (Italiu) — Vienna
(Austurriki)
Lyon (Frakklandi) — Salonika
(Grikklandi)
Þetta eru helztu leikirnir i
Evrópukeppni bikarhafa. Þá
leika tvö iið frá Norðurlöndunum
i keppninni, það eru Malmö FF
frá Sviþjóð, sem mætir Ziirich frá
Sviss og Brann frá Noregi, sem
mætir Glentoran frá Norður-lr-
landi. Þessi tvö Norðuriandaiið
hafa mikla möguieika á að kom-
ast áfram i keppninni, þar sem
mótherjar þeirra eru ekki af
sterkari gerðinni.
UMFA bikarkeppnin:
Helztu leikirnir i UEFA bikar-
keppninni eru þessir:
Leeds (englandi) — Hibernian
(Skotlandi)
Standard Liege (Belgiu) — Crai-
ova (Rúmeniu)
Aberdeen (Skotlandi) — Totten-
ham (englandi)
Leipzig (A-Þýzkalandi) — Volves
(Englandi)
Leipzig (A-
Þýzkalandi — Wolves
(Englandi)
Lið Asgeirs Sigurvinssonar,
Standard Liege á að komast á-
fram í keppninni og einnig öll
ensku liðin.
bezti leikmaður Kópa-
vogsliðsins undanfarin
ár og Jón Hermannsson,
miðvörður úr Ármanni,
sem hefur verið
potturinn og pannan í
leik Ármannsliðsins,
síðan að knattspyrna var
tekin upp hjá Ármanni
fyrir fjórum árum. Það
er ekki að efa, að þessir
tveir snjöllu knatt-
spyrnumenn koma til að
styrkja Valsliðið mikið.
Þegar við höfðum samband
við Þór I gær, sagði hann
okkur, að hann væri alve^: á-
kveðinn i að skipta um i ..g.
Honum likar mjög vel þær
afingar, sem hann hefur mætt
á hjá Val.
Jón Hermannsson hefur
einnig mætt á nokkrar æfingar
hjá Val og likar honum mjög
vel. Hann er mjög hrifinn af
rússneska þjálfaranum og
andanum sem rikir á æfingum
hjá Val. Jón er ekki alveg bú-
inn að ákveða hvort hann
gangi i Val, en hann sagði:
,,AÖ öllu óbreyttu mun ég
ganga i raðir Valsmanna”.
Valsmenn hafa þarna fengið
tvo mjög góða knattspyrnu-
menn i sinar raðir og má búast
við Valsliðinu mjög sterku
næsta keppnistimabil, miklu
sterkara heldur en liðið var I
sumar og var það þá eitt af
okkar sterkustu félags-
liðum. SOS
ÞÓR HREIÐARSSON.
JÓN HERMANNSSON.