Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.10.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. október 1973. TÍMINN 7 Opið bréf til sauðfjársjúk- dómanefndar Laugardaginn 22. septem- ber s.l. vorum viö undirritaöir I annarri leit á afrétti Borg- hreppinga. Fórum viö þá meö giröingu þeirri, sem oftast er kölluð mæöiveikisgirðing, milli Dalahólfs og Mýrahólfs. Okkur leizt þannig á, aö varla væri hægt að kalla þetta varnargirðingu. Við tókum þvi þá ákvörðun aö leggja giröinguna niöur á tveimur stööum vestan viö Viðimúla, þannig að féð, sem kemur að vestan, komist suður fyrir en veröi ekki hungurmorða við giröinguna. Munum við halda þessu áfram i haust og fram- vegis, ef þeim skripaleik, að hafa girðinguna ekki sauð- helda og skera fé sem fer yfir I hundraða tali á hver ju sumri, verður ekki hætt. Benda ma. á það, að 19. októ- ber 1972 leit giröingin þannig út upp af Vifilsdalsdröngum, að á einum stað lá hún á hlið- inni, á öðrum voru u.þ.b. 50 sm upp að neösta streng, og á þeim þriðja var hún svo lág, að 50 sm snjór huldi efsta strenginn. Þarna var nóg af girðingarefni, bæöi vir og timbri, bara ekki hugsað um að nota það. A a.m.k. þremur stöðum i Viðimúla var bætt i renglum, u. .þ.b. ein tomma á kant. 1 stað þess að reka þær niður, voru þær látnar standa á jörð- inni, og fjórir strengir negldir I rengluna, en tveir lágu I jörð. Stóð renglan þvi 1-2 fet upp fyrir girðinguna. Að þessu athuguöu gerum við þá kröfu til sauðfjársjúk- dómanefndar, að hún, i fyrsta lagi, láti gera girðinguna sauðhelda. Þaö teljum við hægt, ef vilji er fyrir hendi. 1 öðru lagi, að hætt veröi aö skera niður það fé, sem fer gegnum þetta girðingartjasl. Verði hvorugt af þessu gert, munum við halda áfram meö jafnvel róttækari aðgeröir. Viö undirritaðir höfum farið vestur i Dali og sótt þangað fé, sem átti að skera. Getum gert það aftur, ef þörf er á. Okkur undrar það ekki, þótt Dala- menn vilji losna við ágang af fé hér sunnan yfir. Hitt furöar okkur, að sauðfjársjúk- dómanefnd skuli telja, að það sé nóg að setja upp slika ó- myndargirðingu, og að hún helgi henni einhvern rétt til að skera það fé, sem fer yfir hana. Nú er loksins búið að færa girðinguna úr Viðimúla- brekkum upp á Viðimúla. Er það rétt, aö hún sé ekki sauö- held? Fari svo, að við veröum sóttir til saka fyrir að reyna að bjarga fé okkar frá hungur- dauða eða hnifi sauðfjársjúk- dómanefndar, þá erum viö til- búnir að mæta, hvar sem er og hvenær sem er, og svara þar fullum hálsi. Mætti þá kannski spyrja, hvað á að gera við vira- draslið, sem liggur hingaö og þangaö um Viðimúlabrekkur. Og einnig, hverjir stjórna þar, t.d. sauöfjársjúkadómanefnd, eða aðrir, o.m. fl. Einar Jóhannesson Jarðlangsstöðum. Skúli ögmundur Kristjónsson Svignaskarði. Dual Dual Dual Dual Dual Dual Dual HS. 39 12 wött. Stereo og 4 rása. Yerð kr. 32.600.- með tveim hátölurum HS. 43 30 wött. Stereo og 4 rása. Verð kr. 49.000. - með tveim hátölurum HS. 53 60 wött. Stereo og 4 rása. Verð kr. 63.000. - með tveim hátölurum Nóatúni sími 23800 Klapparstíg sími 19800 Akureyri sími 21630 ISLENSK Finna þeir vðar fyrirtæki þar? FRJÁLST FRAMTAKHF UUGAVEG1178 SÍMI 82300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.