Tíminn - 30.10.1973, Síða 5
Þriðjudagur 30. október 1973
TÍMINN
5
ÞÓRDÍS Tryggvadóttir heldur nú málverkasýningu i Bogasal Þjóðminjasafnsins, og sýnir þar 39 verk,
oliumálverk, blýatns-og kritarteikningar. Er þetta þriöja sjálfstæöa sýning Þórdfsar, sem hefur tekiö
þátt f samsýningum bæöi heima og erlendis. Mikill hluti myndefnisins er tekinn úr þjóösögum og sögn-
um. Hér er listakonan meö mynd sina „Adam ogEva”. Sýningin veröur opin næstu viku. (Timamynd
Gunnar).
PARK-REMAX
BEDFORD MORRIS
TRADER VAUXHALL
LAND ROVER GIPSY
CORTINA FERGUSON
Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33
REGN I MAI
eftir Einar Braga í norskum búningi
NVLEGA er út komin hjá bóka-
forlaginu Norges boklag f ósló
Ijóðabókin Regn i mai eftir Einar
Braga. Ariö 1957 kom út hjá
Helgafelli ljóöabók eftir Einar
Braga með þessu sama nafni,
myndskreytt af Herði Agústssyni
listmálara. Hér er þó ekki um
norska þýöingu hennar aö ræöa,
lieldur er i hinni norsku útgáfu úr-
val úr Ijóðum Einars Braga frá
árunum 1950-1970, sem norska
Ijóöskáldiö Knut ödegard hefur
valið og þýtt. Einnig ritar hann
formála að bókinni um höfundinn
og Ijóölist hans.
Blaðið Dag og Tsd birti hinn 11.
september heilsiðu'frásögn af út-
komu bókarinnar og kynningu á
höfundinum, aðallega byggða á
formála þýðandans og viðtali við
hann, þar sem hann segist með
þessu ljóðasafni vilja leggja fram
lið sitt við að brúa þá gjá, sem
verið hafi milli Noregs og Islands
á bókmenntasviðinu, ekki sizt á
vettvangi ljóðlistar.
Þetta er önnur ljóðabók Einars
Braga, sem þýdd hefur verið á er-
lend mál. Árið 1968 kom bók hans,
Hreintjarnir, út i franskri þýð-
ingu eftir Régis Boyer og nefndist
á frönsku Etangs claire. Þá hafa
ljóð eftir hann birzt i timaritum
og safnritum á ensku, lettnesku,
rúmensku og esperanto.
SKÁTAÞING
í KEFLAVÍK
Landsmót á Úlfljótsvatni næsta sumar
SKATAÞING var haldið f Iðn-
skólanum f Keflavik dagana 13,-
14. okt. s.l. Þingið var haldiö i
boöi skátafélagsins Heiðabúa
undirstjórn Magnúsar Jónssonar
félagsforingja.
Mörg mál voru rædd á þinginu
m.a. fyrirhugaðar framkvæmdir
á úlfljótsvatni, en þar verður
landsmót skáta haldið næsta
sumar, útgáfa skátabókar, sem
út á að koma fljótlega, foringja-
þjálfun, erindrekstur, framtið
skátastarfs á fslandi o.fl.
Á þinginu var kosin ný stjórn
B.l.S. Úr stjórfo gengu Arnbjörn
Kristinsson aðst. skátahöfðingi og
Guðrún Jónsdóttir fyrirliði al-
þjóðasamstarfs kvenskáta. I
þ&irra stað komu Jón Mýrdal og
Ragnheiður Jósúadóttir.
1 stjórn eru nú Páll Gislason
skátahöfðingi, Halldór S.
Magnússon gjaldkeri og fyrirlið-
ar alþjóðasamst. Ragnheiður
Jósúadóttir og Arnfinnur Jóns-
som
I íok þingsins bauð bæjarstjórn
Keflas^ku;- öllum þingfulltrúum
til kaffidrykkju i Stapa. Þar færði
bæjarstjóri, Jóhann Einvarðsson,
skátahöfðingja fánastöng með
fána Keflavikur.
Þingið sóttu 79 fulltrúar *>iðs
vegar að af landinu, auk
áheyrnarfulltrúa.
1 14444 ?
mum
T 25555
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTUN