Tíminn - 30.10.1973, Side 9

Tíminn - 30.10.1973, Side 9
Þriðjudagur 30. október 1973 TÍMINN 9 fóstureyðinga hér á landi hefði þýtt um það bil 1100 fóstur- eyðingar á árinu 1972. Hvað hefði það kostað þjóðina i beinum og óbeinum útgjöldum, þegar höfð er hliðsjón af marg- fjöldun legudaga á sjúkrahúsum, (dagjöld á Landsspitalanum eru ekki undir kr. 5000,00) fjölgun kvensjúkdómalækna og annars hjúkrunarliðs, félagsráðgjafa og annars starfsliðs, samkvæmt skilgreiningu nefndarinnar á nauðsynlegri aðstöðu til að fram- kvæma slikar aðgerðir? Hefði það ekki verið hlutverk nefndar- innar að veita óhlutdrægar upplýsingar um þessi atriði? Þá má ekki siður spyrja, hvort þvi gifurlega fjármagni, sem varið væri til fóstureyðinga, skv. tillögum nefndarinnar, væri ekki betur varið til uppbyggingar á öflugu varnaðarstarfi, sem betur væri fallið til að leysa þann félagslega vanda, sem leiðir til fóstureyðinga. 1 þessu sambandi skal enn itrekuð ábending nefndarinnar á bls. 218 og þegar hefur verið vitnað i hér að framan: ,,í því skyni að bæta afkomu einstæðra foreldra og barnmargra fjölskyldna og fyrir- byggja þörf fyrir fóstureyðingar af félagsiegum astæðum leggur nefndin til....” (leturbreyting vor). Nefndin virðist þvi vera sammála þvi, sem vér viljum leggja höfuðáherzlu á, að leggja skuli alla áherzlu á öflugt varnaðarstarf: það sé hið eina raunhæfa i þessum málum. Það starf er fyrirbyggjandi og miðar að þvi að leysa þann félagslega vanda, sem konan býr við, þrátt fyrir fóstureyðingu. Rýmkun fóstureyðingarlöggjafar getur þvi ekki talizt eðlileg ráðstöfun, meðan hinn félaglegi vandi er enn óleystur. Byggjum vér þá skoðun á þvi grundvallarsjónarmiði, að á þjóðfélaginu hvili sú skylda að koma á fót öflugu varnaðarstarfi, til þess að fóstureyðing sé ætið i raun algjört neyðarúrræði. Eins og bent hefur verið á áður, samkvæmt reynslu annarra þjóða, er hætta á að rýmkun fóstureyðingarlöggjafar við núverandi aðstæður, leiði til þess að varnaðarstarfið gleymist, þar sem fóstureyðing sé nærtækasta leiðin til lausnar á vandanum. Á þetta jafnt við um einstaklinga, sem standa andspænis sinu vandamáli og þjóðfélagið, sem i orði kveðnu hefur gengizt undir skuldbindingar varðandi úrbætur á sviði félagslegra vandamála. Athugasemdir við vinnu- brögð nefndarinnar Þótt vér þannig teljum rýmkunartillögur nefndarinnar öþarfar, og umsögn vorri gæti af þeim sökum verið lokið með þeirri niðurstöðu, þá verður ekki hjá þvi komizt að vikja nánar að nokkrum þáttum greinar- gerðarinnar. A bls. 9 i greinar- gerð stendur eftirfarandi: „Nefndin hefur mótað tillögur sinar um i hvaða tilvikum fóstur- eyðingar- skuli heimilar á grund- velli þeirra niðurstaða, sem fengizt hafa i eftirrannsókn á högum kvenna, sem framkvæmd hefur verið fóstureyðing hjá og með hliðsjón af þeirri læknis- fræðilegu reynslu, sem fengizt hefur varðandi áhættu, sem getur verið samfara aðgerð i hverju einstöku tilfelli”. Samkvæmt þessu er könnun þessi einn aðalgrundvöllur til- lagna nefndarinnar um nýja fóstureyðingarlöggjöf. Spyrja mætti hvort hér sé ekki byggt á alltof veikum grundvelli, þar sem sá hópur kvenna, sem könnunin nær til, sé mjög sérstæður og fjarri þvi að vera sambærilegur við þann hóp kvenna, sem ætla má að myndi helzt hagnýta sér hina nýju löggjöf. Benda má á, að i viðmiðunar- hópi nefndarinnar var engin kona yngri en tvitug, sbr. töflu 3 á bls. 51, á aldrinum 20-24 aðeins 3,9% könnunarhópsins, en 84,3% 30 ára og eldri. Aðeins 4 konur eða 5,3% ógiftar og engin þeirra undir 25 ára aldri. 88.5% kvennanna áttu 3 börn eða fleiri. Ýmislegt fleira kemur fram, sem undirstrikar sérstöðu þessar? kvenna, en þessar upplýsingar ættu að nægja, einkum þegar haft er i huga, að árin 1966-1970 svara mæður á aldrinum 16-19 ára fyrir 51.8% af heildarfæðingum. Enn- fremur voru 54,9% af ógiftum barnshafandi konum, sem komu til skoðunar i mæðradeild Heilsu- verndarstöðvarinnar i Reykjavik á timabilinu nóv. — jan. 1969 á aldrinum 15-19 ára, sbr. bls. 81 greinagerðar. Ætlamá ,,að stór hluti umsókna um fóstureyðingar samkvæmt hinni nýju löggjöf, kæmi frá mun yngri konum en könn unin nær til, enda er það reynsla annarra þjóða. Virðist það vera mjög mikill ljóður á ráði nefndarinnar, að hún telur sér fært að heimfæra niðurstöður könnunar á högum mjög sérstæðs hóps yfir á hóp kvenna, sem augljóslega býr við allt aðrar aðstæður. Astæða er til að benda á, að i þessum hópi er að finna langflestar frumbyrjur. Ætla má að fóstureyðing geti haft varanlegri áhrif á frumbyrjur, bæði likamlega og andlega, heldur en fjölbyrjur. Ýmislegt fleira má að vinnu- brögðum finna, t.d. hvers vegna var ekki gerð samsvarandi könnun hjá þeim konum, sem var synjað um fóstureyðingu, sem nefndin taldi þó nauðsynlegt? Hver hefði niðurstaðan slikrar könnunar verið? Að lokum skal áréttað, að það vekur furðu, að nefndin skuli telja sér fært að byggja tillögur um i hvaða tilfell- um fóstureyðing skuli heimiluð á niðurstöðum könnunar hjá svo sérstæðum hóp og án nokkurs samanburðar. Fóstureyöing Vér höfum i þessu áliti talið fóstureyðingu neyðarúrræði. 1 þvi efni erum vér sammála nefnd- inni. Nefndin skýrir þessa afstöðu sina til fóstureyðinga með þvi að hér sé um læknisaðgerð að ræða, sem geti haft áhættu i för með sér og sé allkostnaðarsöm getnaðar- vörn fyrir þjóðfélagið sbr. bls. 7-8. Þessi skýring nefndarinnar er að voru áliti ófullnægjandi. Vér fáum ekki séð, að fram hjá þvi verði gengið, að fóstureyðing sé að taka lif, sem hefur að öðru jöfnu alla eiginleika til að taka út þroska sem mannleg vera. Eins og vikið er að her að framan er helgi mannlegs lifs ekki aðeins einn af hyrningarsteinum krist- innar lifsskoðunar, heidur verð- mæti, sem allar siðmenntaðar þjóðar meta flestu öðru meir sbr. Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna 3. grein „Allir menn eiga rétt til lifs, frelsis og mannhelgi”. Ve’r höldum þvi jafnframt fram að ákvæði um mannréttindi verði ekki numin úr tengslum við réttindi fóstursins, enda ma minna á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um rétt barna, en þar segir i 4. grein, að barnið skuli njóta sérstakrar um - önnunar og verndar jafnt fyrir sem eftir fæðingu. í þessu sambandi er ástæða til að benda á, að nefndin vitnar i þessa sömu grein yfirlýsingar- inar á bls. 211, án þess að geta um þennan rétt barnsins i móður- kviði. Nefndin hefur ekki séð ástæðu til að fjalla um rétt fósturs til lifs, en leggur hins vegar mikla áherzlu á rétt fósturs til að fæðast velkomið i þennan heim. Virðist i þessu efni gæta nokkurrar mót- sagnar i málflutningi nefndar- innar, þar sem hún gerir aðeins ráð fyrir rétti fóstursins, þegar það þjónar rökstuðningi hennar fyrir frálsari fóstureyðingum. Vér fáum með engu móti skilið hvernig það má fara saman, að fóstur hafi aðeins rétt til að fæðast þegar það er velkomið i heiminn, en almennur réttur fósturs til að fæðast er ekki virtur. Það er með ólikindum að f jallað sé um nýja fóstureyðingarlöggjöf og henni fylgt úr hlaði með mjög itarlegri greinargerð, án þess að ræða rétt fóstursins og gera sér jafnframt grein fyrir hvaða áhrif sá réttur hafi á meðferð málsins i heild sinni. Frumvarp nefndarinnar um fóstureyöingar I 9. grein lagafrumvarpsins eru ákvæði um hvenær fóstureyðing sé heimil. Töluliður 1. að ósk konu. „Ákvæði, sem veita konu rétt til fóstureyðingar, án þess aðhún þurfi að skýra frá einhverum ástæðum fyrir fóstureyðingunni, er það lengsta, sem hægt er að ganga við rýmkun löggjafar um fóstureyðingar, (ef ekki er meðtalið afnám allrar fóstur- eyðingarlöggjafar.)” (bls. 156) Samkvæmt þessum orðum nefndarinnar telur hún rétt að ganga eins langt i þessu máli og frekast er unnt til að tryggja frjálsan ákvörðunarrétt kon- unnar. Hins vegar leggur nefndin mikla áherzlu á, að fóstureyðing sé ætið neyðarúrræði. Vér fáum ekki séð, hvernig sú skoðun geti samrýmzt þessum tillögum nefndarinnar, þar sem konan þarf ekki að færa fram full- nægjandi ástæðu fyrir aðgerðinni. Sbr. skilgreiningu á tilefni fóstur- eyðingar bls 168. Mun þyngra er hins vegar á metunum, að samkvæmt þessum -tillögum er engin grein gerð fyrir þvi, hvaða aðili á að gæta réttar fóstursins. Erum vér eindregið þeirrar skoðunar að vernda beri frjálsan ákvörðunarrétt einstakl- inga. A það ber þó að lita, að frelsi einstaklings i mannlegu samfél. eru ætið takmörk sett, og al- mennri löggjöf er fyrst og fremst ætlað að tryggja gagnkvæman rétt einstaklinganna. t löggjöf um fóstureyðingar á þetta sjónarmið tvimælalaust að koma fram i þvi, að tekið sé fyllsta tillit til réttar konunnar og réttar fóstursins. t þessum tölulið 9. greinar laga- frumvarpsins er réttar fóstursins ekki gætt, þar sem aðeins er gert að skilyrði, að aðgerðin sé fram- kvæmd fyrir lok. 12 viku meðgöngu, og að konan hafi hlotið fræðslu um áhættu samfara aðgerð og um félagslega aðstoð. Það er álit vort, að löggjöf um fóstureyðingu, sem virðir að vett- ugi rétt fóstursins gangii berhögg við kristna lifsskoðun og almenna skoðun á mannréttindum. Töluliður 2. að læknisráði. Vér leggjum þann skilning i þennan tölulið lagafrumvarpsins, að hann sé að verulegu leyti i samræmi við anda núverandi löggjafar. Þó að samkvæmt þessari grein sé fóstureyðing i vissum tilfellum heimil vegna félagslegra ástæðna, þá skiljum vér það svo, að mjög erfiðar félagslegar ástæður verði vart greindar frá heilsufarsástæðum sbr. skilgr. á bls. 168 „Medical — Social”. Augljóst er, að við hugsanlega framkvæmd á þessum tölulið, er gert ráð fyrir, að tekið sér tillit til fjölmargra þátta, er varða heilsufarsástæður konunnar og fóstursins, ásamt félagslegum aðstæðum. Viljum vér undir- strika, að við ákvörðun verði tekið tillit til réttar fósturs, svo og réttar konunnar og fjölskyldu hennar. VI. Ráðgjöf og félagsleg aðstoö 6. gr. lagafrumvarpsins hljóðar svo: „Ráðgjöf fyrir fólk, sem ihugar fóstureyðingu eða ófrjó- semisaðgerð tekur til þess, sem hér segir: 1. Læknishjálp. 2. Þungunarprófanir 3. Ráðgjafar og stuðningsviðtöl 4. Félagslega aðstoö 5 Aðstoð við umsókn og tilvísun til sjúkrahúss”. Um þessa grein segir svo i athugasemdum: „Greinin út- skýrir nánar i hverju ráðgjöf fyrir fólk, sem ihugar fóstur- eyðingu eða ófrjósemisaðgerð sé fólgin. Megináherzlu skalleggja á ráðgjafar- og stuðningsviðtöl. Nefndin álitur, að fóstureyðing hljóti ailtaf að vera neyðarúrræði fyrir hverja konu. Beri þvi að athuga gaumgæfilega mögu- leikana á þvi, að konan ali barn það, sem hún gengur með. Sér- staklega er nauðsynlegt að aftra þvi, að konan leiðist ut i fóstur- eyðingu vegna fjárhagsástæðna eða utanaðkomandi þvingunar. Ber þvi að veita konunni alla þá félagslegu aðstoð, sem i boði er, til að hjálpa henni til að fæða barnið og annast það.” Samkvæmt þessari athuga- semd útskýrir 6. gr. i hveru þessi ráðgjöf sé fólgin, en eins og sjá máhérað ofan er fjarri þvi að um útskýringu sé að ræða, heldur aðeins upptalning á þáttum ráð gjafar, án nokkurrar skil- greiningar. Af þessum þáttum leggur nefndin áðalaherzlu á ráð- gjafar og stuðningsviðtöl, en i hverju er það fólgið? Við lestur greinargerðarinnar höfum vér 'orðið litils visari um innihald þessa þáttar, nema hvað á bls. 202 segir svo: „Hlutlaus ráðgjöf og fræðsla skal veitt i þeim tilgangi að auðvelda umsækjendum að taka ákvörðun, sem reynist bezt i framtiðinni. Konunni og karlinum gefst i viðtölum við félagsráð- gjafa og lækni kostur á að ræða málið frá heilsufarslegu, félags- legu og tilfinningalegu sjónar- miði”. Við nánari athugun kemur i ljós, að ráðgjöfin á fyrst og fremst að fjalla um möguleika á félagslegri og f járhagslegri aðstoð, sem stendur verðandi for- eldri til boða i þjóðfélaginu, en ekki er gert ráð fyrir að leysa þann vanda, sem leiðir til umsóknar um fóstureyðingu. Nefndin gerir sér hins vegar grein fyrir þvi, að unnt sé að leysa þann vanda, enda leggur hún til að ráðgjafaþjónustan geti veitt slika aðstoð, en skyldar hana ekki tilþess, sbr.bls 205: „Ráðgjafar- þjónustan skal skipulögð og starf- rækt þannig, að hún geti veitt hjónum og einstaklingum aðstoð i sambandi við kynlifs- og samlifs- vandamál. 1 starfinu skal lögð áherzla á fjölskyldumeðferð, þegar fólk leitar aðstoðar vegna vandamála i fjölskyldulifi.” Sú áherzla sem hér kemur fram á ráðgjöf fyrir fólk, sem ihugar fóstureyðingu, er sannarlega lofsverð, og má vist fullyrða, að mjög hafi skort á þennan hátt við framkvæmd núgildandi laga um fóstureyðingar. Einnig ber að meta að veitt ráðgjöf skuli vera óhlutdræg.En hvað felst i hug- takinu óhlutdræg ráðgjöf, þegar um fóstureyðingu er að ræða? Almennt felst i óhlutdrægni að tekið sé tillit til allra þátta, sem hugsanlega koma til skoðunar á einu máli, áður en endanleg niðurstaða fæst. Óhlutdræg ráð- gjöf um fóstureyðingu á að voru mati á sama hátt að fela i sér nákvæma sundurgreiningu á þeim þáttum, sem lúta að þessari aðgerð. t meðförum nefndarinnar er i mismunandi löngu máli vikið að ýmsum þáttum, er hér koma til greina t.d. heilsufarsástæðum konunnar og fóstursins, félags- legum ástæðum margs konar, rétti konunnar til sjálf- ákvörðunar. En nefndin leiðir algjörlega hjá sér að fjalla um rétt fóstursins, sem taka beri óhlutdræga afstöðu til, og er þó staðreynd fóstursins mun áþreifanlegri veruleiki en ýmsir aðrir þættir sem koma til ræki legrar skoðunar. Lif fóstursins er altént ekki veigaminni staðreynd en svo, að vitundin um það gefur konunni tilefni til að leita ráð- gjafar Hvaða gildi hefur þetta lif? Þeirri spurningu svarar nefndin ekki, en öll meðferð hennar gefur tilefni til að ætla, að helzt vildi hún mega þegja það i hel. önnur hlið óhlutl. ráðgjafar lýtur að virðingu fyrir skoðunum þess, sem ráðgjafarinnar á að njóta. Nefndin virðist algjörlega sniðganga þann möguleika. að kona, sem ihugar fóstureyðingu og leitar ráðgjafar, beri i brjósti spurningar sem eru af trúar og siöferðislegum rótum runnar. Felur ekki krafan um óhlutdræga ráðgjöf i sér, að virða beri rétt slikrar konu til að meta þann vanda, sem hún stendur frammi fyrir, i ljósi hennar eigin trúar- sannfæringar? A hún ekki jafn- framt heimtingu á að fá að ræða þann þátt málsins við aðila, sem er liklegri til að skilja tilfinningar hennar að þessu leyti en læknir- inn og félagsráðgjafinn, t.d. við prest? Væri ekki kröfunni um óhlutdræga ráðgjöf betur borgið i höndum teymis, sem skipað væri lækni, félagsráðgjafa, hjúkrunar- konu og presti, heldur en tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir? Nefndin sjálf tekur eindregna afstöðu gegn þeim, sem eru á annarri skoðun, og gætir þá ekki óhlutdrægni, sbr. bls. 203: „Sumt starfsfólk á erfitt með að sætta sig við fóstureyðingar af siðferði- legum og trúarlegum ástæðum. Ef ekki verður úr bætt, er rétt að hlifa þvi við þátttöku i þessu starfi. Oft eiga þó þessar tilfinn- ingar rætur sinar að rekja til skorts á fræðslu og vöntun á sál- fræðimenntun og úr þvi má bæta með fræðslufundum á stofnunum, þar sem öllu starfsfólki gefst kostur á að láta skoðanir sinar i ljós og ræða viðbrögð sin og erfið- leika i sambandi við fóstur- eyðingar”. (leturbreyting vor), og bls. 187 — 88: „Læknar og hjúkrunarlið hefir sina persónu- legu lifsskoðun, trú og siðfræði, sem stundum er andstætt fóstur- eyðingum. Það eru og verða hjúkrunarkonur, sem ekki fella sig við að hjúkra konum, sem lenda i þvi, að fóstureyðing sé gerð, og verður stundum ekki hjá þvi komizt, að þær láta það meira eða minna i ljós við sjúklinginn. Þetta er vandamál, sem er farið að bera töluvert á i þeim löndum, sem hafa mjög frjálsa fóstur- eyðingalöggjöf og er óverjandi ástand. Framkvæmd aðgerðar getur þá orðið erfiðleikum bundin fyrir lækninn, sem þó hefur siðferðilega gengizt inn á að framkvæma fóstureyðingu. Ef hjúkrunarlið ekki vill aðstoða eða hjúkra I svona tilfellum, sem eru andstæð samvizku þeirra og trú, verður að fá til þess þá hjálp, sem vill gera það”. (leturbreyting vor) Hvaðan kemur nefndinni réttur til að setjast á dómarastól og dæma andstæðar skoðanir óverj- andi og jafnvel fávizku? Ef gæta a óhlutdrægni verður að virða andstæðar skoðanir og sætta sig við þær án fordæmingar, en þetta yfirsézt nefndinni. Fræösla Vér álitum, að hér sé komið að einum mikilvægum þætti þess varnaðarstarfs, sem ætti að draga úr þörf á fóstureyðingum. Eins og nefndin réttilega gefur i skyn, er full ástæða til að forðast, að þessi fræðsla verði einskorðuð við tæknilega hlið kynlifsins. Vér leggjum áhezlu á að þessi fræðsla verði tengd fjölskyldu- og sam- félagsfræðslu, þar sem fyllsta tillit sé tekið til siðferðislegrar ábyrgðar einstaklingsins i sam- skiptum hans við náungann. 1 þvi sambandi teljum vér nauð- synlegt, að þessi lræðsla sé ekki aðeins felld inn i kennslu i náttúrufræði, heldur einnig i kristinfræði og samfélagsfræði. Einnig þarf að hyggja að þessu máli, þegar sett verða lög og reglugerðir um fullorðinsfræðslu. Ályktunarorð. Allt fram á vora daga hefur fóstureyðingarlöggjöf endur- speglað það grundvallarsjónar- mið, að þjóðfélaginu beri skylda til að standa vörð um rétt fóstursins. Þessi réttur hefur verið talinn vera i órofa tengslum við helgi mannlegs lifs. Með réttu hefur fóstureyðing verið talin algjört neyðarúrræði. En nú horfir svo við þegar stefnt er að þvi að ganga eins langt og unnt er við rýmkun löggjafar um fóstur- eyðingar, svo notuð séu orð nefndarinnar sjálfrar um hennar eigin verk, að þessi óvéfengjan- legi réttur fóstursins er virtur að vettugi. Oll afstaða vor til þessa máls, eins og hún hefur verið reifuð hér að framan, byggist á þeirri sannfæringu, að litils- virðing á rétti þess lifs, sem kviknað hefur i móðurkviði, marki ekki spor i átt til aukins frelsis og bættra mannréttinda. Þvert^á móti álitum vér að með litilsvirðingu á rétti fóstursins til lifs sé gengið lengra til móts við öfl, er vilja svipta einstakling og þjóðfélag þeirri ábyrgð, sem gefur lifinu gildi. RAFKERFIÐ IILÖSSI s P Skipholti 35 • Simar. 8-13-50 verzlun • 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.